Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 09.03.1993, Blaðsíða 52
MORGVNBLADW, AÐALSTRÆTI 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1655 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 86 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Móðir þriggja skipverja á Farsæli GK sem strandaði við Grindavík Var úrvinda af hræðslu og óöryggi er synimir birtUst „ÉG HREINT út sagt trúði því ekki að þetta væri að gerast. Það var hringt í mig og sagt að báturinn væri strandaður í innsiglingunni. Mér brá og þorði ekki að hringja í tengdadóttur mína vegna þess að ég var ekki viss nema þetta væri ein- hver vitleysa,“ sagði Helga Haralds- dóttir, móðir þriggja skipverja á Farsæli GK, þegar hann strandaði í innsiglingunni á laugardag. „Það greip mig ótti, og ég spurði sjálfa mig hvað væri að gerast. Svo komu þeir hér inn úr dyrunum og þá var ég orðin úrvinda af hræðslu og óöryggi," sagði Helga. Tveir sonanna, sem búa ekki í Grindavík, komu beint úr strandinu á heimili hennar og Þor- geirs Þórarinssonar, útgerðarmanns Farsæls, en þriðji sonurinn, sem býr í Grindavík, fór heim til sín. Tlu sjómenn björguðust Fimm sjómenn björguðust giftusamlega er Farsæll strandaði á laugardag og á sunnudag björguðust skipveijamir fimm á Dalaröst sem strandaði á Húsaflögum utan vð Stykkishólm. Um borð í Dalaröst voru tveir bræður. „Það má kannski segja að það sé dálítið glannalegt að margir nákomnir manni séu á sama skipinu, en er það í raun nokkuð öðru- vísi en þegar fjölskyldan er öll í sama bfln- um?“ sagði Helga Haraldsdóttir í Grindavík í gær. „Mikil lifandis ósköp, ég þakkaði mínum sæla að fá þá heim heila á húfi, það er besta gjöf sem maður fær. Þau hafa mörg orðið sjóslysin hérna. Ég er margbúin að biðja þá að vera ekki saman úti á sjó, en það þýðir lítið. Ég hef oft bannað þeim þetta og þrástag- ast á því við þá að þeir færu í flotgalla þegar þeir fara um innsiglinguna þegar hættan er sem mest,“ sagði Helga. Hún sagði að það hefði óvænt skipast þannig að þeir væru allir saman á bátnum. Helga og Þorgeir eiga sjö böm, þar af sex syni sem allir eru sjómenn. Þeir þrír sem voru á Farsæli eiga tólf böm. Sjá fréttir á miðopnu. Morgunblaðið/Frfmann Ólafsson Synirnir heimtir úr helju HELGA Haraldsdóttir með sonum sínum þremur sem björguðust giftusamlega þegar Farsæl rak vélarvana upp í fjöru við Grindavík á laugardag. Þeir eru frá vinstri Hafsteinn, Lúther og Grétar Þorgeirssynir. Spariskírteini Avöxtunar- krafan fer lækkandi ÁVÖXTUNARKRAFA spariskír- teina hefur þokast niður að und- anförnu á Verðbréfaþingi ís- lands. Fyrir síðustu helgi lækkaði krafan um 0,10 prósentustig og í gær lækkaði hún tvívegis um 0,05 prósentustig þannig að sölukrafa á flestum flokkum er nú 6,85%. Ávöxtunarkrafa spariskírteina hefur lækkað í heild um 0,65 pró- sentustig frá áramótum. Nemendur við HÍ1991-'92 800 600 400 200 0 200 400 Konurmun fleiri í HÍ MUN fleiri konur en karlar stund- uðu nám við Háskólann tímabilið 1991-1992. Tæplega 3.200 konur vom við nám á þessu tímabili en rúmlega 2.300 karlar. Hlutföll kynj- anna em mjög misjöfn eftir deild- um, eins og sést á þessari töflu. Sjá bls. 50: „Málþing um stöðu... Lokapróf grunnskólanna síðastliðin 4-5 ár 25-30% nemendanna ná ekki lágmarkseinkunn Á SÍÐUSTU fjórum til fimm árum hafa 25% til 30% grunn- skólanemenda í hverjum ár- Stal stórum páfagauk STÓRUM páfagauk var stolið úr húsi nálægt miðborginni á laugar- dagskvöld. Samkvæmi var í húsinu og meðal gesta var maður sem þóttist vera kunningi eins gestanna. Hann laun- aði hins vegar gestrisnina með því að taka stóran og myndarlegan páfa- gauk húsráðanda úr búrinu og hverfa með hann út í nóttina. gangi ekki náð lágmarksein- kunn á lokaprófum í grunn- skólum sem framhaldsskólarn- ir miða við eða einkuninni 5. Hlutfall nemenda sem ná ekki svokallaðri viðmiðunarein- kunn á samræmdum lokapróf- um grunnskólanna hefur þó farið aðeins lækkandi á undan- fömum áram. Heildarárangur grunnskólanem- enda er þó breytilegur á milli ára sem stafar m.a. af því að prófin eru ekki stöðluð og geta verið misþung, að sögn Meyvants Þórólfssonar, námsstjóra í grunnskólsdeild menntamálaráðuneytisins. Um 80% nemenda í hveijum ár- gangi hefla nám í framhaldsskólum en talsverður hluti þeirra flosnar upp úr námi áður en kemur til stúd- entsprófs. Frá árinu 1989 hafa allir grunn- skólanemendur átt kost á að hefja nám í framhaldsskólum að grunn- skólanámi loknu en þó setja fram- haldsskólarnir ákveðin skilyrði fyrir inntöku nemenda og eiga nemendur sem ekki hafa náð lágmarksein- kunn í fleiri en tveimur greinum ekki greiðan aðgang að framhalds- skólunum. í rannsókn sem félags- vísindastofnun gerði á síðasta ári kom í ljós að stór hluti þeirra sem hætta námi segjast ætla að hefja nám að nýju síðar. Ekki hafa verið gerðar rannsókn- ir á afdrifum þeirra nemenda sem ekki ná viðmiðunareinkunn grunn- skólanna. Frakkiá blálöngu FRANSKI togarinn Cote de la Viérge er nú staddur rétt utan við 200 mílna landhelgismörkin suð- vestur af Reykjanesi. Er Fokker-vél Landhelgisgæslunnar flaug yfir staðinn í gærdag var togarinn að innbyrða gott blálöngukast eða með 30—35 tonn í pokanum. Fremur sjaldgæft mun að franskir togarar séu á veiðum á þessum stað en þama munu ágæt blálöngumið og hafa Rússar og Austur-Þjóðveijar sótt í þau á liðnum árum. Morgunblaðið/Kristján I>. Jðnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.