Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 10
MORGUNÉÍaÐIð' FÖSTUDAGUR 26. tóARZ 1993 Bragi Hannesson Myndlist Eiríkur Þorláksson í okkar litla landi hefur mynd- listarlífið þróast á þann veg, að eftir að myndlistamámi lýkur, verða flestir listamenn að leita sér að starfa til að framfleyta sér og sínum, en stunda síðan myndlistina í hjáverkum í stopul- um tómstundum. Nokkur hópur listamanna hefur þó náð því marki að geta lifað alfarið á list sinni, og meðal þeirra má finna kjarna ötulustu listamanna hvers tíma. En það eru fleiri stólpar undir listinni, ef svo má að orði kom- ast. Pjölmargir, sem starfa vítt og breitt um þjóðfélagið, hafa ánægju af listrænni sköpun og nota frístundir sínar að einhvetju leyti til þeirrar iðju, þó viðkom- andi hafi oft hlotið litla eða enga formlega listmenntun. Þetta eru hinir svokölluðu áhugalista- menn, sem margir hverjir hafa auðgað listheiminn með verkum sínum og listáhuga. (Sagan sýn- ir að sjjundum hafa slíkir gengið listagyðjunni endanlega á hönd og lagt um síðir mikið til mynd- listarinnar; Paul Gauguin er ef til vill þekktasta dæmi þessa í listasögunni.) Bragi Hannesson er góður fulltrúi þessa breiða hóps hér á landi. Hann hefur stundað mynd- listina í aldarfjórðung, tekið þátt í samsýningum og haldið einka- sýningar af og til allt frá 1975. Þetta hefur tekist þrátt fyrir annasöm störf að bankamálum alla tíð, nú síðustu ár sem for- stjóri Iðnlánasjóðs. Um þessar mundir stendur yfir fimmta einkasýning Braga í Gallerí Borg við Austurvöll, en þar hefur hann einnig sýnt tvisvar áður. Verk Braga í gegnum tíðina hafa einkum verið vatnslita- myndir, og náttúrustemmur af ýmsu tagi hafa verið áberandi þáttur í myndefninu á síðustu sýningum. Nú sýnir hann hins vegar eingöngu abstraktverk, að meirihluta til unnin í olíu, sem gerir verkin sterkari og veiga- meiri, einkum hvað varðar lita- valið, sem er nokkuð fjölbreytt hér. Bragi Hannesson: Blessað veri grasið. 1992. Þrátt fyrir að hér sé um að ræða abstrakt verk, er ljóst að Bragi hefur byggt á hughrifum náttúrunnar, árstíðaskipta og birtunnar í landinu. Þetta kemur jafnt fram í titlum verkanna sem og þeirri mýkt, sem myndimar bera með sér; sem dæmi um þetta má benda á jafn ólík verk og „Blessað veri grasið“ (nr. 5) og „Skammdegisnótt" (nr. 8). Myndbygging verkanna er yfírleitt miðlæg, oft eftir láréttri línu, og það er sjaldnast hægt að tala um spennu milli lita eða forma í fletinum; þannig er frem- ur rólegur heildarsvipur á sýn- ingunni, sem er ef til vill í anda listamannsins. Það er helst að það megi greina nokkra spennu í minni myndunum, t.d. „Rauða- gull“ (nr. 12). Vatnslitamyndirnar eru allar mun minni, og virka ekki eins markvissar; þær líða nokkuð fyr- ir samanburðinn við olíuverkin. Hins vegar er ljóst að Bragi kann vel til verka í þessum miðli, og inn á milli mágreina skemmtileg tilþrif, t.d. í „Alfheimar“ (nr. 22) og „Hafræna" (nr. 38). Myndimar á þessari sýningu bera ótvírætt með sér þá ánægju, sem hefur verið fólgin í gerð þeirra. Það er ef til vill vanmet- inn þáttur í allri listsköpun að þrátt fyrir innri átök geisli lífs- gleðin af því sem sýnt er, og slíkt er vissulega ætíð þægilegt fyrir augað. Sýning Braga Hannessonar í Gallerí Borg við Pósthússtræti stendur aðeins í tíu daga, og lýkur þriðjudaginn 30. mars. öi GIGTARFÉLAG ÍSLANDS fwh ÁRMÚLI 5 — 105 REYKJAVÍK Slmi: 91-30760 Aðalfundor Giytarfélags íslands Málbing iim iramlfðaistefnu Glgtaifélagsins. Aðalfundur Gigtarfélags íslands verður haldinn í Borgartúni 6, laugardaginn 27. mars nk. Venjuleg aðalfundarstörf. Fundarstjóri: Tómas Árnason, bankastjóri. Á undan fundinum verður hafdið mál- þing, sem öllum er opið um framtíðarstefnu Gigtarfé- lagsins og hefst það kl. 14.00. Aðalfundurinn verður haldinn að því loknu. Eftirtaldir aðilar verða frummælendur og ætla að segja álit sitt á því hver meginstefna og verkefni Gigtarfélags- ins eigi að vera á komandi árum, m.a. varðandi eftirfar- andi málaflokka. 1. Júlíus Volsson, gigtarsérfræðingur: Gigtlækningor — innon og uton sjúkrohúso. 2. Kristjón Steinsson, gigtarsérfræðingur: Gigtorrannsóknir. 3. Sigrún Boldursdóttir, sjúkroþjólfari: Sjúkroþjólfun — einstoklingsmeðferð/hópþjólfun. 4. Gauti Grétarsson, sjúkraþjólfori: Rekstur endurhæfingarstöðva ó vegum líknorféloga í Ijósi þeirror uppbygging- ar, sem óft hefur sér stað í sjúkraþjólfun - hugsanleg samvinna. 5. Jóhanna Ingólfsdóttir, iðjuþjólfi: Iðjuþjólfun. 6. Þóra Árnodóttir, hjúkrunorfræðingur: Róðgjöf og fræðslustorfsemi. 7. Ingibjörg Sveinsdóttir/Þórarinn Sigurjónsson, formenn landsbyggðadeilda: Hlutverk Gl ó landsbyggðinni. 8. Svavar Kristinsson, framkvæmdostjóri: Markaðssetníng - fjórmögnun líknarfélaga, fjölgun félaga, samskipti við þó. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, Þorkell Helgason, mun sitja málþingið og fjalla um hlutverk og gildi áhuga- mannafélaga varðandi heilbrigðisþjónustu. Skag’aleikflokkurinn frum- sýnir Alltaf má fá annað skip Skagaleikflokkurinn á Akra- nesi frumsýnir í kvöld nýtt ís- lenskt leikrit, Alltaf má fá annað skip, eftir Kristján Kristjánsson. Verkið er samið sérstaklega fyr- ir Skagaleikflokkinn og þá leik- ara, sem taka þátt í sýningunni, en þeir eru Clive B. Halliwell, Steingrímur Guðjónsson, Júlíus Þórarinsson, Guleifur Einars- son, Arnar Sigurðsson og Sig- ríður Árnadóttir. Efni verksins ætti ekki að þykja nýstárlegt - leikurinn gerist í lúk- ar dagróðrabáts, en eftir því sem næst verður komist er þetta fyrsta íslenska sviðsverkið sem gerist al- farið um borð í fiskibáti. Ungur maður er að byrja til sjós og fá áhorfendur að fylgjast með því hvernig honum gengur að laga sig að nýjum aðstæðum. Frekar óvenjulegt ástand (og þó kannski ekki) ríkir um borð því útgerðar- maðurinn hyggst selja bátinn með öllum aflaheimildum. Eins og sjó- manna er von og vísa ber margt á góma og kemur meðal annars fískveiðistefnan og kvótakerfíð nokkuð við sögu. Skagaleikflokkurinn frumsýnir í kvöld nýtt íslenskt leikrit, Alltaf má fá annað skip. 2. sýning verður sunnudaginn 28. mars og 3. sýning, þriðjudag- inn 30. mars. Sýningar hefjast klukkan 20.30. og sýnt í Bíóhöll- inni á Akranesi. Bergmann Þorleifsson, sá um hönnun leikmyndar og Ólafur Páll Gunnarsson setti saman hljóð- mynd. Lýsingu annast Hlynur Eggertsson. Frumsamin tónlist í verkinu er eftir Orra Harðarson. Höfundur verksins, Kristján Krist- jánsson, leikstýrir. (Fréttatilkynning) Kór Menntaskólans við Hamrahlíð KÓR Menntaskólans við Hamrahlíð heldur tónleika í Húsavíkur- kirkju, sunnudaginn 28. mars klukkan 14. og skólatónleika í Hafra- lækjarskóla, sem eru opnir öllum, haldnir verða í Ýdölum, þriðju- daginn 30. mars, klukkan 14.30. Á efnisskrá tónleikanna eru ís- lensk og erlend tónverk m.a. mót- ettan Lobet den Herrn eftir J.S. Bach og fjórar slóvenskar þjóðvís- ur eftir Béla Bartók. Einnig flytur kórinn negrasálma og þjóðlög frá ýmsum löndum. Allir kórfélagar eru nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð. Á hveiju ári verða miklar breytingar á kómum vegna þess að kórfélag- ar ljúka námi sínu við skólann. Á þessu skólaári er kórinn skipaður 80 nemendum á aldrinum 16-20 ára. Kór Menntaskólans við Hamra- hlíð heimsækir nú Húsavík í þriðja sinn. Áður hefur kórinn sungið á Húsavík í mars 1974 og mars 1980. Á þessu skólaári hefur verið haldið upp á 25 ára afmæli kór- starfsins í Hamrahlíð, en kór Menntaskólans við Hamrahlíð var stofnaður haustið 1967. Þessara tímamóta hafa báðir kóramir sem sem kenna sig við Hamrahlíð, (kór Menntaskólans við Hamrahlíð og Hamrahlíðarkórinn, skipaður eldri nemendum) minnst á ýmsan hátt m.a. með veglegum afmælistón- leikum í Hallgrímskirkju í nóvem- ber sl. Tónleikaferð Menntaskólans við Hamrahlíð til Húsavíkur, Akur- eyrar og í Aðaldal, era þáttur í afmælishátíðarhöldunum. Kórinn flýgur norður til Húsa- víkur 28. mars og aftur heim til Reykjavíkur um kvöldið 30. mars. Stjómandi kórs Menntaskólans við Hamrahlíð er Þorgerður Ing- ólfsdóttir, stofnandi kórsins og upphafsmaður kórstarfsins í Hamrahlíð. ■ Sögufélag hefur gefíð út ritið Endurreisn Alþingis og Þjóð- fundurinn eftir dr. Aðalgeir Kristjánsson. Hér er um að ræða gmndvallarrit um sögu Islands á tímabilinu 1815 til 1851, frá Vínar- fundi til Þjóðfundar. Það skiptist í sex meginkafla og nefnast þeir: í árdaga 19. aldar, Áhrif Júlíbylt- ingarinnar í ríki Danakonungs, Endurreisn Alþingis, Febrúar- byltingin og hræringar í Dan- mörku, Dregur að Þjóðfundi, Þjóðfundurinn og afleiðingar hans. Hver þessara kafla skiptist í íjölmarga undirkafla. í aðaltexta eru um 50 myndir af skjölum og ýmsum gögnum frá þessum tíma. Þar getur að líta rithendur þeirra manna, sem mest koma við sögu, undirritanir lærðra og leikra, bænda og borgara undir bænaskrár til kon- unga, uppdrætti af sætaskipan á fyrsta fundi Alþingis og á Þjóð- fundinum og jafnvel skrá um það, hvar þjóðfundarmenn urðu sér úti um húsnææði í hótellausa bænum, Reykjavík, árið 1851. Þá eru í rit- inu 16 sérprentaðar síður með lit- myndum. Þar á meðal eru teikning- ar Sigurðar málara, af nokkmm islenskum mönnum, sem við sögu koma í bókinni, myndir frá Þing- völlum og Reykjavík um miðja 19. öld og myndir af málverkum sem geymd eru í fyrsta alþingissalnum, sal Menntaskólans í Reykjavík. Ritið Endurreisn Alþingis og Þjóðfundurinn er 480 bls. og því fylgir vönduð nafnaskrá. Það er sett hjá Guðjóni Ó. hf., brotið um í Prentþjónustunni Repró og prentað í prentsmiðjunni Rún. Bók- band annaðist bókbandsstofan Flat- ey, Emil Valgeirsson, gerði kápu. Verð ritsins í bókaverslunum er krónur 4.800, en félagsmenn Sögu- félags fá 20% afslátt í afgreiðslu félagsins í Fischersundi 3. Háskólatónleikar í Norræna húsinu _______Tónlist___________ Ragnar Björnsson Sigrún Þorgeirsdóttir heitir ung söngkona, sem kynnti sig á hádegistónleikum sl. miðvikudag við píanóleik Vilhelmínu Ólafs- dóttur. Samkvæmt upplýsingum í efnisskrá er Sigrún enn í námi og báru tónleikarnir því vitni. Sigrún býr yfír nokkuð fallegri sópranrödd. Ennþá er röddin dálítið innilokuð og ennþá er raddtækninni nokkuð ábótavant, hæðin ekki örugg og þarf að staðsetjast þetur. Enn virðist vera erfítt að spá um framvindu raddarinnar, en í bili er hún eins- konar „superetta" og heyrði ég fyrir mér Cherubíni í Brúðkaup- inu, sem reyndar segir ekki svo lítið. Kannski var langjákvæðast við söng Sigrúnar, að hún virðist vel músikölsk og það mun bjarga henni yfír margar tálmanimar. Sviðsframkomu hefur hún líka ágæta og virðist ekki hrædd við áheyrendur, sem vitanlega er stór kostur og ekki öllum gefinn. Það virðist stangast nokkuð á við yfirlýsingar um músik- næmni, að Sigrún syngur ekki alltaf hreint, liggur oft neðan í tóninum. Þetta sannar reyndar það sem allir vita, að söngvari heyrir ekki sjálfan sig rétt. Ekki er þetta þó alveg afsakanlegt því söngvarar nútímans geta gripið Sigrún Þorgeirsdóttir til hljóðritunarinnar, sem á stundum segir manni að vísu það, sem maður ekki vill vita. Textameðferð virðist vera í góðu lagi hjá Sigrúnu og bravó fyrir því. í þrjátíu mínútur söng Sig- rún lög eftir Mozart, Rauré og Poulenc og áttu frönsku lögin sérlega vel við raddgerð Sigrún- ar. Best söng hún þó kannski aukalagið, lagið um litlu Gunnu og litla Jón, eftir þá vinina Dav- íð og Pál, það söng hún svo að ég hef ekki heyrt betur gert. Vilhelmína studdi söng Sigrúnar af ágætri smekkvísi á píanóið, en dró kannski um of niður í hljóðfærinu af ótta við að kæfa rödd Sigrúnar, en þetta jafnvægi er vitanlega mjög viðkvæmt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.