Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Hlutverk kvenna í friði á jörðu Frá Heimsfriðarsambandi kvenna á Islandi eftir Birgittu Einarsson ogPauline Sch. Thorsteinsson Árið 1987 18. mars var Heims- friðarsamband kvenna stofnað í Tókýó. Megintilgangurinn er sá að vekja athygli á stöðu kvenna, menntun barna, stöðu ijölskyldunn- ar og málefni hjónabandsins. Síðan hefur Heimsfriðarsamband kvenna verið stofnað í mörgum löndum. í kjölfarið hefur stofnandinn Hak Ja Han Moon farið víða um heim og haldið fyrirlestra. í Asíu talaði hún til yfir einnar milljón kvenna. Eftir það hélt hún marga fyrirlestra í Evrópu og Bandaríkjunum. Hér á eftir fer úrdráttur úr fyrirlestri sem haldinn var í Frankfurt á síðasta ári. Hér í heimi sé ég mikilfengleik handavinnu Guðs á jörðinni, konur af öllum kynþáttum, trúarbrögðum og með ólíkan menningarlegan bak- grunn. En það er eitt sem sameinar flestar okkar hér. Við erum konur ákveðnar í að byggja betri heim fyrir börn okkar og fjölskyldur. Við sjáum merki hnignunar og óreiðu allt í kringum okkur. Við þurfum ekki að leita lengra en til okkar eigin samfélaga til að finna börn sem fæðast háð eiturlyfjum, börn sem bera ör eftir h'kamlega og kyn- ferðislega misnotkun, framtíðar- drauma sem hrynja vegna ótíma- bærra getnaða, og heilu hverfin umsetin ofbeldi. Slíkur raunveru- leiki hefur áhrif á okkur sem kon- ur. Fjölskyldur okkar og börn hrær- ast í menningu sem aðallega snýst í kringum sjálfa sig. Áhrif slíkrar síngimi nær frá einstaklingi til fjöl- skyldna okkar og samfélags, frá þjóð til alls heimsins. Þess vegna hef ég ýtt úr yör Heimsfriðarsambandi kvenna. Ég hef hvatt fólk til þess að taka sam- an höndum og heyja þessa orrustu til bjargar fjölskyldum okkar. Sem konur höfnum við þeim hugmynda- fræðum sem hafa kúgað manninn frá fyrri tímum. Við erum öll sam- einuð í þrá okkar að gera útlæg stríð, kúgun og arðrán úr þessum heimi og flýta þeirri framtíðarvon um raunverulegt frelsi, frið og framfarir. Birgitta Einarsson. Pauline Sch. Thorsteinsson. Heimsfriðarsambandið markar upphaf fyrir hið Islenska heimsfriðarsamband kvenna og fyrir margar okkar, þáttaskil í hlutverki okkar sem konur. Á þessum sögulegum. tímum breytinga, höfum við hjónin verið talsmenn „guðisma" í viðleitni okk- ar til að yfirstíga öfl kúgunar, þar er trú mín að framlag okkar hafi átt sinn þátt í hruni kaldastríðs- tímans. í dag vil ég kynna heim- speki sem kveður á um að við hefj- um okkur yfir landamæri kynþátta, trúarbragða og þjóða til að lækna þennan heim. Þessi heimspeki kall- ast „guðismi“. Hvernig verður þá heimur frelsis friðar og framfara að veruleika? Til að vita þetta verðum við fyrst að skilja Guð og tilgang hans með .sköpun alheimsins. Upphaflega skapaði Guð tilgang til kærleika, til þess að upplifa gleði. Til að skapa eitt listaverk, vinnur t.d. höggmyndasmiður dag og nótt, gefur allt sitt og allan sinn styrk í verkið. Hvaðan kemur slíkur hugur þessa höggmyndasmiðs? Hann kemur frá Guði sem hefur sömu þrá eftir tilgangi kærleikans, þar sem hann getur upplifað gleði. Ef við fullyrðum að lífi okkar skuli aðeins lifað fyrir okkur sjálf þá myndum við aldrei'upplifa kær- leikann. Kærleikurinn verður því aðeins til þegar við fórnum okkur sjálfum í því markmiði að elska náungann. Kjarna þessa máls er lýst í hinu sígilda verki Charles Dickens, þegar herra Scrooge var ekki fær um að upplifa gleðina, þrátt fyrir allan sinn auð, fyrr en hann lærði að lifa lífinu í þágu annarra. Þegar Scrooge fórnaði sér í þágu samfélags síns þá varð hann frumkvöðull kæ/leikans meðal ná- granna sinna. Á sama hátt þegar kona fómar sér fyrir ijölskylduna sína, þá á hún frumkvæðið að ást í fjölskyldu sinni. Þegar við fórnum okkur í þágu annarra þá kann það að sýnast svo eins og við séum að tapa öllu, en í rauninni er það hið gagnstæða sem er upp á teningnum. Við verðum ekki aðeins viðfangsefni og hand- hafar kærleikans, heldur förum við einnig yfir á æðra kærleikssvið. Það er grundvallarlögmá kær- leikans að því meir sem við fórnum okkur fyrir aðra því hærra stigi kærleikans náum við. Þegar við fórnum okkur í þágu æðri málstað- ar, þá erum við ekki aðeins með allan okkar huga við það, heldur munum fremur öðlast miðlægan sess í tilgangi þar sem æðri kærleik- ur mun fullkomnast. Gott dæmi um þetta grundvallarlögmál kærleikans má finna í sögu kristindóms. Ástæðan fyrir því að kristindómur- inn varð að trúarbrögðum sem byggðu á upprisu felst einmitt í þeirri staðreynd að höfuðkenningar kristindómsins helja til skýjanna dyggð sjálfsfórnarinnar í þágu ann- arra. Jesús breytti samkvæmt kær- leikslögmálinu. Jafnvel þegar hann hefur verið dæmdur til að deyja á krossinum, þá var elska hans og fórnfýsi falin í andlátsorðum hans: „Faðir, fyrirgef þeim því þeir vita eigi hvað þeir gjöra.“ Saga mannkyns frá upphafi sýn- ir að markmið Guðs um frelsun mannkynsins hefur alltaf verið leið kærleikans. Hið illa notar á hinn bóginn valdið því það hefur ekki kærleiksþelið til að bera. Það er í anda Guðs að taka á móti fyrsta högginu en sigra að lokum en þar sem aðferð hins illa er sú að reiða fyrr til höggs en glata öllu saman að lokum. Skoðum til að mynda heimsstyij- aldirnar fyrri og síðari og þriðja heimsstríðið milli hugmynda komm- únisma annars vegar, og hins vegar hins fijálsa heims. í sérhveiju til- viki var hið illa árásaraðili og í öll- um tilfellum tókst að ráða niðurlög- um þess. Guð er almáttugur og hefur valdið til að grípa inn í og taka aftur það sem er hans að eig- in geðþótta. Guð gerir samt sem áður ekki slíkt því það er ekki í anda kærleikans. Drottinn breytir ávallt í anda kærleikans. Hann vinnur með þrautseigju að því að endurheimta heiminn með því að úthella látlaust kærleika sínum og lætur þá sem næst honum standa þjást fyrir heiminn allan. Guð hefur djúpa samúð með þeim sem eru ofsóttir fyrir þær sakir einar að starfa á hans vegum. Að sæta ofsóknum fyrir að ganga Guðs vegu, er ein leiðin til að öðlast blessun hans. Saga spámannanna sýnir okkur þetta lögmál í verki. Spámennirnir Hak Ja Han, forseti Heimsfriðar- sambands kvenna. komu til að boða orð Drottins og hefðu með sanni átt að fá höfðing- legar viðtökur sem miklir kenni- menn, en þess í stað þá voru þeir ofsóttir á grimmilegan hátt og þeim ranglega misþyrmt. Sumir létu jafnvel líf sitt fyrir hendi ofsækj- enda sinna. En vitið þið hvað henti að lokum hina ofsóttu spámenn? Þeir fengu að lokum allt það sem þeir höfðu glatað og meira til. Faró Egyptalands hrakti Móses í útlegð, bæði Konfúsíus og Múham- með voru gróflega ofsóttir meðan þeir lifðu. Jóhanna af Örk var brennd á báli og Jesús var kross- festur eins og hver annar afbrota- maður. En eftir því sem tímar liðu leiddi sagan í ljós mikilleika þeirra sem börn Guðs. Þegar við byijum núna á þessu ári konunnar þá verðum við að vera fyrirmyndarhreyfing kærleikans í þágu alls heimsins. Við verðum að byija á okkur sjálfum og sameina líkama okkar og sálir og tengjast kærléika Guðs. Við verðum þ.a.l. að lifa fyrir aðra og efla þannig ást og skilning í samfélagi okkar. Heimsfriðarsamband kvenna skilur mætavel að siðferðilegar og andlegar rætur þessarar þjóðar eru ennþá lifandi. Hjálpum hver ann- arri og veijum tíma okkar í þágu þessa málstaðar, sameinumst í hug- myndum okkar og styrkleika til að ná þessu göfuga markmiði. Höfundar eru forsvarsmenn Heimsfriðarsambands kvenna á íslandi. LYFJAUMRÆÐA Á VILLIGÖTUM eftir Hjörleif Þórarinsson Dálkahöfundurinn Víkveiji velti fyrir sér frumvarpi heilbrigðisráð- herra um aukið fijálsræði í lyfjasölu í pistli sínum hér á dögunum. Hann hafði áhyggjur af því, þar eð lyfsölu- leyfið yrði bundið lyíjafræðingi, að stórmarkaðir gætu lent í vandræð- um þegar upp kæmi sú staða að segja þyrfti lyfjafræðingi upp. Þá gæti lyíjafræðingurinn tekið lyf- söluleyfið með sér og stórmarkaður- inn yrði að leita nýs lyfjafræðings með leyfi til að halda áfram rekstri lyfjabúðar. Eigendur stórmarkaðar- ins hefðu ekki fullt sjálfdæmi í málinu. Lykiiatriði í þessari umræðu er að hið faglega sjálfstæði lyfjafræð- ingsins verði ávallt tryggt og áð heilbrigðismarkmið skipi hærri sess en sjónarmið kaupmennskunnar; kaup og sala. Vangaveltur Víkveija og fleiri aðila sem um þetta mál hafa fjallað á opinberum vettvangi, sýna að lyfjaumræðan er á villigötum. Ráð- herra ætlar að spara hundruð millj- óna með auknu frelsi og sam- keppni; apótekarar hafa risið önd- verðir gegn og telja að allt sé best óbreytt og nýir þátttakendur í leikn- um eru eigendur stórmarkaða sem vilja Iyfsölu undir sitt þak. Hver fullyrðingin rekur aðra um mikinn kostnað og lyf séu of dýr hérlendis. Spara verði hvað sem það kostar en fáir minnast á að rétt notkun lyfrja sé samfélagi og ein- staklingum til góðs eða að um fjár- festingu sé að ræða í auknu heil- brigði, færri veikindadögum, minna álagi á stofnanir o.s.frv. Vitræn verður umræðan ekki fyrr en stjórn- völd hafa sett markmið og mótað stefnu í lyíjamáium til framtíðar, en ekki einungis til eins ijárlagaárs í senn. Það sem þarf að ákveða er: 1. Hve mikið af hlutlægum upplýs- ingum á að veita í tengslum við lyf og lyíjanotkun? 2. Hve mikið eiga sjúklingar að greiða fyrir lyfin? 3. Hve mikið'getur og vill hið opin- bera greiða í lyfjum? í framhaldi af þessu ættu stjórn- völd og kjörnir fulltrúar þjóðarinnar að útfæra lyfjadreifingarfyrirkomu- lag sem tæki mið af þörfum neyt- enda, þ.e.a.s. þar sem boðið er upp á lyfjafræðilegar upplýsingar og ráðgjöf með afhendingu lyfja, ör- yggi sé tryggt, aðgengi að lyfjum sé tryggt, einnig utan venjuíegs opnunartíma, og að verð lyfja sé hóflegt. Forðast verður að setja málið upp á þann veg að lyfjakostnaður sé útgjaldastærð sem lifi sjálfstæðu lífi, óháð þróun annarra þátta heil- brigðisþjónustunnar og hafi þá nátt- úru helsta að enda í vasa framleið- enda og seljenda. Lyfjakostnaður ríkissjóðs hækkar að öllu óbreyttu, því meðalaldur þjóðarinnar hækkar, sjúklingar dvelja meira á heimilum sínum en „Lyfjakostnaður ríkis- sjóðs hækkar að öllu óbreyttu, því meðalald- ur þjóðarinnar hækkar, sjúklingar dvelja meira á heimilum sínum en áður, ný lyf koma til skjalanna sem gera kleift að meðhöndla sjúkdóma sem áður var ófært o.fl.“ áður, ný lyf koma til skjalanna sem gera kleift að meðhöndla sjúkdóma sem áður var ófært o.fl. Til að stemma stigu við hækkun- inni hafa stjórnvöld gripið til að- gerða sem miðað hafa að því að beina notkun frá dýrari lyijum til ódýrari, lækka álagningu í heild- og smásölu og aukið kostnaðarhlut- deild sjúklinganna. Það sem gleymst hefur er að huga að því hvernig lyfin eru notuð. Ódýrt lyf er ekki nauðsynlega lykill að bættu heil- brigði einstaklingsins. Hann hlýtur að felast í réttri notkun rétta lyfsins og upplýsingagjöf. Sem dæmi um tvíbentar sparn- aðaraðgerðir er nýleg reglugerð þar sem læknum er gert að skylt að merkja lyfseðlana með R eðá S eft- ir því hvort afgreiða á hið tilgreinda sérlyf eða ódýrasta lyf með sama virka efni. Fyrir utan hæpna með- Hjörleifur Þórarinsson ferð á skráðum vörumerkjum, þá er helsti galli þessarar reglugerðar fólginn í því að hendur lyijafræð- ingsins eru bundnar varðandi af- greiðslu S-merktra lyfja. Honum er gert skylt að afgreiða það sem ódýr- ast er. Ekki er gert ráð fyrir að sjúklingurinn geti haft skoðun á lyfjavalinu eða að lyijafræðingurinn hafi eitthvað til málanna að leggja. Nú þegar lyijaverð breytist mánað- arlega getur það þýtt að sjúklingur- inn fær „nýtt“ lyf afgreitt í hvert skipti sem hann kemur í apótek. Innihald og áhrif eru þau sömu, en útlit breytt og framleiðandi annar. Við þessar aðstæður eykst hættan á rangri lyijanotkun ef ekki fylgja nægar upplýsingar frá lækni eða lyijafræðingi. Þessa dagana rekast bæði læknar og lyijafræðingar á tilfelli þar sem einstaklingur er að taka sama virka efnið í fleiri en einni útgáfu. Röng lyijanotkun dregur úr lífsgæðum einstaklingsins, eykur álag á heilbrigðisstofnanir og er þjóðfélaginu dýr. Sú spurning vaknar líka hvort ekki sé rétt að draga úr mikilvægi lyijaálagningar og lyijasölu í apó- teksrekstri og huga meira að því að launa fyrir heilbrigðisþjónustu sem sé þjóðfélagslega hagkvæm, s.s. eftirlit með lyfjaskömmtun fyrir aldraða og fatlaða sem dvelja í heimahúsum, upplýsingagjöf um lyf, móttöku og eyðingu lyfja og hættulegra efna, lyfjafræðilega þjónustu gagnvart dvalarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum, starf í lyfjanefndum í frumheilsu- gæslu, þátttöku í fyrirbyggjandi aðgerðum til að draga úr eyðnismiti o.s.frv. Þessum verkefnum telja lyfjafræðingar að sinna eigi betur. Að lokum ber að hafa hugfast að lykilatriði allrar lyfjameðferðar og lyfjadreifmgarþjónustu er að veittar séu nægar upplýsingar um lyfin, að meðferð sé fylgt eftir af fagaðilum og að sjálfstæði lyfja- fræðingsins til að starfa með hag neytandans að leiðarljósi sé tryggt. Af þessum ástæðum m.a. er verslun með lyf ekki sambærileg annarri verslun. Höfundur er formaður Stéttarfélags íslenskra lyfjafræðinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.