Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 48
rJJ BL E) B. I LÉTTÖL V ^ tripwMfiMð) Gæfan fylgi þér í umferðinni SJOVAtaHÁLMENNAR MORGUNBLAÐIÐ, ADALSTRÆTl 6, 101 REYKJA VÍK SÍMI 091100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1505 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Mikil uppstokkun fyrirhuguð hjá Miklagarði Framkvæmdastj ór- inn lætur af störfum FRAMKVÆMDASTJÓRI Miklagarðs, Björn Ingimarsson, hefur sagt upp og mun hann láta af störfum um næstu mánaðamót. Björn segir bráðabirgðayfirlit fyrir árið 1992 benda til lakari afkomu en milliupp- gjör á árinu, sem hann kynnti fyrir sljórn Miklagarðs, gaf til kynna. Ekki fæst uppgefið hvert tapið var í fyrra. Mikil uppstokkun er fyrir- huguð hjá fyrirtækinu og Björn sagði hugsanlegt að gripið yrði til einhverra uppsagna samhliða þeim aðgerðum. Hann sagði þó að væntan- lega yrði meira um tilfærslur starfsfólks á milli eininga fyrirtækisins, en þjá Miklagarði starfa um 500 manns. Hagvirki-Klettur í nauðasamningum 120starfs- mönnum sagt upp SAMKVÆMT lögum um nauða- samninga fá starfsmenn Hag- virkis-Kletts uppsagnarbréf um næstu mánaðamót, en uppsagn- irnar taka ekki gildi nema útséð verði um að nauðasamningar við kröfuhafa takist. Alls er um 120 starfsmenn að ræða. Lög um nauðasamninga skylda tilsjónarmann Hagvirkis-Kletts til að senda öllum starfsmönnum fyrir- tækisins með fasta starfssamninga uppsagnarbréf. Hvort uppsagnirnar taka gildi verður ljóst í byijun maí. Auglýst var eftir innköllunum á kröfum í fyrirtækið í Lögbirtingar- blaðinu í fyrradag. Veittur er fjög- urra vikna kröfulýsingarfrestur. Eftir það líða tvær vikur áður en atkvæðisfundur verður 4. maí. Stjórn Miklagarðs fundaði í gær og ræddi breytingar á rekstrinum. Að sögn Bjöms er stefnt að því að fyrirtækinu verði skipt upp. Sala vissra eininga verði höfð í huga en rekstrarformi annarra breytt. Aðspurður hvort rætt hefði verið um að selja húsnæði Miklagarðs í Holtagörðum sagði Björn að allar einingar væm skoðaðar. Hann sagði jafnframt að því hefði verið velt upp að sérstök eining yrði stofnuð um 11-11-verslanirnar en hvort þær yrðu seldar væri annað mál. Bjöm sagðist ekki hafa séð sér fært annað en að segja upp starfi sínu til að fyrirtækið héldi trú- verðugleika og til að stjórninni væri fært að lagfæra reksturinn eftir þörfum. Rangar upplýsingar „Það kom í Ijós að upplýsinga- kerfi Miklagarðs vom ekki betri en það að ég byggði afkomutölurnar á röngum upplýsingum," sagði Björn. „Fyrirtækið er ekki gjaldþrota. Meginvandamál okkar eru greiðslu- erfiðleikar og fyrirtækið hefur átt í slíkum erfiðleikum lengi. Þá hefur breyting orðið á fjármögnun á inn- flutningi Miklagarðs sem komið hef- ur þungt niður á okkur fyrri hluta þessa árs. Að breytingum loknum munu standa eftir mun sterkari ein- ingar. Ég hef fulla trú á fyrirtækinu og þeim efnivið sem þar er. Með endurvöktu trausti á forystumönn- um fyrirtækisins mun dæmið klárast farsællega." Ekki náðist í stjórnarmenn Mikla- garðs í gær, en þeir sátu á fundi fram undir miðnætti. Verðlaunin afhent ÁSDÍS Thoroddsen leikstjóri og handritshöfundur kvikmyndarinnar Ingaló og Sólveig Arnarsdóttir aðalleikkona myndarinnar fengu í gærkvöldi afhent verðlaunin sem þær hlutu á norrænu kvikmynda- hátíðinni $ Rúðuborg um síðustu helgi. Bengt Forslund framkvæmda- myndahátíðinni sem nú stendur stjóri Norræna sjónvarps- og kvik- yfir. Aðsókn hefur verið miklu betri myndasjóðsins afhenti þeim stöll- en búist var við og hefur verið um verðlaunin fyrir sýningu á uppselt á margar sýningar. Inguló í Háskólabíói í gærkvöldi. Sjá bls. 19: „Kom mér alger- Myndin er sýnd á Norrænu kvik- lega...“ Morgunblaðið/RAX Votviðrasamt áfram ÞAÐ hefur verið ákaflega votviðrasamt á höfuðborgarsvæðinu síðustu daga og þeir sem vinna útistörf hafa þurft að vera vel gallaðir. Hætt er við að þeir þurfi að klæðast göllunum áfram því spáð er rigningu næstu daga. Flugmenn mótmæla nýjum tillögnm um flugumferð Reglur um viimutínia stefni öryggi í hættu SAMTOK flugmálastjórna Evrópulanda (Joint Aviation Authorities, JAA) hafa að undanförnu unnið að saniræmingu ýmissa reglna um flugumferð og eru þær nú til umsagnar hjá aðildarlöndunum. Evrópu- samtök flugmanna svo og alþjóðasamtök þeirra hafa mótmælt þessum reglum og telja meðal annars að reglur um vinnutíma séu rýmkaðar um of og öryggi i flugi stefnt í hættu. Samtök flugmanna í einstökum löndum efna í dag til upplýsingaherferðar til að vekja athygli á málinu, bæði í fjölmiðlum og með dreifingu efnis til flugfarþega. Tekjur af ferðaþjón- ustu rýrna ÍSLAND er eitt fjögurra OECD-landa sem öfluðu minni gjaldeyristekna af ferðaþjónustu 1992 en á ár- inu á undan. Gjaldeyristekjur minnkuðu mest milli ára á Grikklandi, en næstmest á íslandi, um 7,6%. Aukning milli áranna 1991 og 92 var mest á Tyrklandi, 43,2%. Sjá nánar bls. B8: „Þolum við 1% fjölgun ...“ Tryggvi Baldursson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, segir að nýju tillögumar geri ráð fyrir allt að 14 tíma vakttíma flug- manna að degi til en 12 tíma að næturlagi. Þetta geti í reynd þýtt allt að 12 til 13 tíma flugtíma. Hámarkið nú níu tímar Tryggvi segir að í kjarasamning- um FIA sé hámarksflugtími nú 8 tímar á vélum með tveggja manna áhöfn en 9 tímar ef þriðji flugmað- urinn er með. Þá sé í tillögunum ekki tekið tillit til tímamismunar eftir langflug þegar hvíldartími sé ákvarðaður. Stífari áætlanir og minna öryggi Tryggvi segir að mikið hafi verið fjallað um þessar reglur á síðustu fundum Evrópu- og Alþjóðasam- taka flugmanna og einstakra flug- mannafélaga í Evrópu. Séu þessir aðilar sammála um að verði þessar reglur samþykktar muni flugöryggi stefnt í voða. Telja þeir að með þeim sé flugrekendum mögulegt að setja upp mun stífari áætlanir en tíðkast hafi í flugrekstri í Evrópu og Bandaríkjunum um árabil. Flugöryggi ekki ógnað Grétar Óskarsson hjá Flugmála- stjórn segir að þessar tillögur séu byggðar á reglugerðum nokkurra Evrópuþjóða, t.d. Bretlands, Hol- lands, Þýskalands og Norðurland- anna og sé Island aðili að þessum tillögum. Grétar segir að hér sé um að ræða þversnið af reglum þessara landa og því í raun um litlar breyt- ingar að ræða, en með þessu eigi að sameina og samræma flugreglur í Evrópu. Taldi hann fráleitt að flug- öryggi væri ógnað með tilkomu reglnanna. Þær eru nú til umsagnar hjá aðildarlöndum og taldi Grétar hugsanlegt að þær yrðu gefnar út síðar á þessu ári. . Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tekið við norrænum verðlaunum SÓLVEIG tekur við verdlaunum sínum úr hendi Bengt Fors- lunds. Asdís stendur á milli þeirra. Atvinnuástand gott á Snæfellsnesi 100 útlendingar í vinnu í þremur kaupstöðum NÆR eitthundrað útlendingar starfa nú við fiskvinnslu í þremur kaup- stöðum á Snæfellsnesi, Ólafsvík, Grundarfirði og Hellissandi. Atvinnu- ástand er gott og vantar fólk á Grundarfirði. í Ólafsvík eru 20 útlendingar, mest Norðurlandabúar, starfandi við fiskvinnslu. Auk þess er á staðnum búsettur hópur Filippseyinga sem vinnur í físki. Samkvæmt upplýsing- um frá Verkalýðsfélaginu Jökli er aðeins einn á atvinnuleysisskrá. Vinnuaflsskortur Á Grundarfirði er enginn á at- vinnuleysisskrá að sögn Þórunnar Guðmundsdóttur hjá Verkalýðsfélag- inu Stjörnunni. „Við höfum ekkert orðið vör við það atvinnuleysi sem hefur verið viðvarandi á landinu und- anfarna mánuði. Það er skortur á húsnæði hér en samt vantar okkur fólk hingað til að setjast að því næg er atvinnan," sagði hún. Sautján Pólveijar starfa í fiski á staðnum, flestir konur. Auk þess hafa 10-15 manns af ýmsu þjóðerni sest þar að. Á Hellissandi eru 20 erlendir far- andverkamenn í fiskvinnslu en auk þess 10 útlendingar sem hafa sest að.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.