Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 13
13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 Einokunarlækn- ingar á íslandi? * eftir Arna Tómas Ragnarsson Einhvern tíma í skyldunáminu læra fléstir íslendingar að einhver mestu fantatök sem Danir beittu okkur hér á árum áður hafi verið hin illræmda einokunarverslun. Sérhver íslendingur varð að hafa einn og aðeins einn kaupmann, sem hann fékk að versla við, — hagsmunir neytendans skiptu engu máli, verð og vörugæði voru hug- tök sem Danir létu sig litlu skipta. Brot á reglum um einokunarversl- un varðaði viðurlögum; húðstrýk- ingu, fangelsisvist eða einhverju þaðan af verra. Þegar farið er yfir þennan kafla Islandssögunnar í skóla fyllumst við heilagri vandlætingu og reiði. Þeim mun merkilegra er það því að nú — nokkur hundruð árum síðar, þá telur allstór hópur manna að hliðstætt kerfi eigi aftur erindi við okkur — ekki í verslun, heldur í annars konar þjónustu — í læknis- þjónustu. Tilvísanir — refsigjald Samkvæmt tillögum sem þegar liggja fyrir í heilbrigðisráðuneytinu mun enginn íslendingur fá að leita sér þjónustu hjá sérfræðilækni án tilvísunar frá heimilislækni sínum. Sé það þó gert þarf viðkomandi að greiða meira fyrir þjónustu sér- fræðingsins en hinn, sem tilvísun hefur. Brot á nýju reglunum varða sem sagt viðurlögum — ekki húðstrýkingu í þetta sinn, heldur er viðkomandi að hluta til sviptur réttindum til þeirra sjúkratrygg- inga, sem hann hefur þó þegar greitt fyrir. Segja má að sá sem leiti milliliðalaust til sérfræðilækn- is þurfi að greiða refsigjald fyrir. Enginn kemst án leyfis Af því að ég er ekki viss um að fólk hafi gert sér grein fyrir þeim breytingum sem yfir það mun dynja nú á næstunni og ætla ég að taka lítil dæmi um það sem koma skal. Sjálfur starfa ég sem gigtlæknir á stofu. Flestum sem til mín koma er illt einhvers staðar. Fólkið kem- ur úr ýmsum áttum, margir vegna ábendinga annarra sem hjá mér hafa verið með svipuð vandamál, „Erum við tilbúin til að kasta fyrir róða því kerfi sem við búum nú við og vitum að virkar vel, fyrir annað, sem við vitum ekkert um — og það án þess að sjá veigamikil rök fyrir breytingunni? Eigum við enn einu sinni að líða fyrir það að sjúk- lingar hafa engin hags- munasamtök til að gæta réttar síns? Hvað segja neytendasamtök- in — eru þau hlynnt hinum fyrirhuguðu ein- okunarlækningum?“ sumum er vísað til mín af heimilis- læknum og enn öðrum af sérfræði- læknum. Hin fyrirhugaða breyting leiðir til þess að án refsingar kemst aðeins til mín sá hópur, sem fram- vísar tilvísun frá heimilislækni sín- um. Þannig getur maðurinn, sem tognar í baki fyrir utan dyrnar hjá mér, ekki talað við mig án þess að borga refsigjald. Ekki heldur getur hann Guðjón sérfræðilæknir sent til mín frænda sinn, sem er svo illt í hnakkanum, án þess að frændanum sé refsað. Og sjúkling- urinn, sem er inni hjá honum Torfa lækni í næstu stofu, hann fær ekki að líta við hjá mér þó Torfi óski þess nema hann fái til þess leyfi hjá heimilislækni sínum. Ekki má heldur gleyma henni Jónu frænku sem vill láta kvenlækni skoða sig, en heimilislæknirinn hennar vill gera það sjálfur — hún fær sína refsingu þegar hún gerir upp við kvenlækninn. Réttindaskerðing sjúklings og lækna Þetta er í stuttu máli sú vitleysa sem koma skal. Getur það verið að engum finnist mikilvægur rétt- ur sinn skertur? Ég veit að minnsta kosti að minn réttur sem læknir er skertur. Nú fæ ég t.d. ekki leng- ur að vera liðlegur við frænda minn sem er með magasár og senda hann til magalæknis eins og ég hef gert hingað til — ég verð að senda hann fyrst til heimil- islæknisins þótt ég viti að hann eigi þangað lítið erindi. Kannski fæ ég ekki heldur að senda sjúkl- inginn sem hjá mér er á stofu til annars sérfræðings eða í rannsókn án leyfis heimilislæknisins nema viðkomandi borgi refsigjaldið aftur í hvert skipti. En þó finnst mér réttur þeirra sem veikjast vera skertur enn meira en minn og ég veit að þetta kerfi mun kosta mikinn þvæling fólks um allan bæ til að eltast við leyfisplögg (tilvísanir). Auðvitað er það von og ætlun kerfisins að fólk muni ekki nenna að standa í þessum þvælingi — að það muni heldur borga sín refsigjöld og að þannig spara sjúkratryggingunum stórfé. Af hverju tilvísanir? Spurningin er þessi — af hveiju „tilvísanaskyldu"? í stórum drátt- um geta legið fyrir því tvenns kon- ar rök, fagleg eða fjárhagsleg. í stuttu máli sagt þá ríkir mikill ágreiningur og óvissa um báðar þessar hliðar málsins. Hvað varðar faglegu rökin þá er í hnotskurn spurt að því hvort fólk fái betri þjónustu hjá heimilislækni með „heildarsýn" yfir öll vandamál sjúklings síns eða sérfræðingi með meiri menntun og reynslu á ákveðnu sviði. Annað kostulegt sjónarmið er það að sumum finnst nauðsynlegt að heimilislæknar verði n.k. flokkunarvél fyrir hina ýmsu kvilla fólks — að fólkinu sjálfu sé ekki treystandi fyrir því að vita hvert það eigi að leita, — ekki heldur þó það geti þegið um það ráð læknisins frænda síns eða læknisins sem býr í næsta húsi. Um fjárhagslega hlið málsins er ekki síður deilt, — er ferð til heimilislæknis ódýrari en ferð til sérfræðings? Enginn veit heldur hvort úrræði heimilislæknis við ákveðnu vandamáli séu að jafnaði ódýrari en úrræði sérfræðings við sama vandamáli. I þessu sambandi má einnig benda á niðurstöðu Þor- kels Helgasonar, sérfræðings heil- brigðisráðuneytisins um þessi mál. Hann hélt því fram í nýlegu er- indi, að eftir lauslega athugun sína AUGLYSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ *) Á KR. 10.000,00 1980-1 .fl. 15.04.93-15.04.94 kr. 332.215.70 *)lnnlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, mars 1993. SEÐLABANKI ÍSLANDS Árni Tómas Ragnarsson virtist sér að sparnaður hins opin- bera við að taka upp hið nýja tilvís- anakerfi væri svo óverulegur, að af þeirri ástæðu einni tæki því ekki að gera breytingarnar. Aðeins rök miðstýringar til grundvallar Af hveiju er þá verið að þessu? Það er aðeins eitt svar — það er vegna innbyggðrar tilhneigingar báknsins til miðstýringar. Það get- ur ekki verið tilviljun að þetta sama tilvísunarmál er búið að vera á borðum heilbrigðisráðuneytisins árum saman og skiptir þá engu hvað ráðherrann heitir. Ef veigamikil fagleg eða fjár- hagsleg rök lægju fyrir þessum breytingum hefði ráðuneytið haft nægan tíma til að undirbúa málið svo vel að útkoman væri borðleggj- andi. En í staðinn er okkur boðið upp á alls kyns rökleysur. Þegar fundinn er út meðalkostn- aður vegna vinnu sérfræðinga er hár kostnaður rannsóknarstofu- lækna, sem í rauninni reka margra manna fyrirtæki, t.d. reiknaður eins og hver annar kostnaður vegna sérfræðinga og það síðan borið saman við meðalkostnað vegna starfsemi heimilislækna. Inn í meðalkostnað vegna sérfræðinga er á sama hátt tekin starfsemi skurðlækna, sem þurfa að gera stórar aðgerðir úti í bæ vegna lok- unar sjúkradeilda á spítölum. Það er þó auðvitað augljóst mál að þessa starfsemi á að bera saman við hliðstæðu sína á spítölunum en alls ekki stofur heimilislækna þar sem engin slík starfsemi fer fram. Bara eiginhagsmunapot? Það er alveg segin sága að þeg- ar læknar fara að skrifa um svona mál, þá er það afgreitt sem tilraun til eiginhagsmunapots. Það er best að viðurkenna það strax að sem sérfræðilæknir þá á ég þarna veru- legra hagsmuna að gæta, bæði faglegra og fjárhagslegra. Það eiga líka þeir heimilislæknar sem beijast fyrir tilkomu nýja kerfísins. Én sýnist þetta bara vera einka- mál lækna — eru ekki hagsmunir annarra líka í húfi? Erum við tilbú- in til að kasta fyrir róða því kerfr sem við búum nú við og vitum að virkar vel, fyrir annað, sem við vitum ekkert um — og það án þess að sjá veigamikil rök fyrir breytingunni? Eigum við enn einu sinni að líða fyrir það að sjúklingar hafa engin hagsmunasamtök til að gæta réttar síns? Hvað segja neytendasamtökin — eru þau hlynnt hinum fyrirhuguðu einok- unarlækningum? Hvað segir þú lesandi góður — einnig þú munt einhvern tíma þurfa á lækni að halda — þetta kemur þér því líka við! Fjárstob hf,- fjármálaráðgjöf Endurskipulagning fjármála, greiösluáætlanir, skuldbreytingar, samningaumleitanir viö kröfuhafa o.fl. Franz Jezorski, lögfr. Borgartúni 18, sími 629091. Garðabær - lóðaúthlutun Krókamýri Garðabær auglýsir eftirtaldar lóðir í Krókamýri til umsóknar: • 17 einbýlishúsalóðir í Krókamýri 28-60. • 8 parhúsalóðir í Krókamýri 62-76. Höfundur skipulags er Ingimundur Sveinsson, arkitekt. Upplýsingar um byggingar- og skipulagsskilmála ásamt um- sóknareyðublöðum liggja frammi á bæjarskrifstofum Garðabæjar, Sveinatungu við Vífilsstaðaveg. Umsóknarfrestur er til 15. apríl 1993. Bæjarstjórinn i Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.