Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.03.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARZ 1993 ÞRIÐJA tilraunakvöld Músíktilrauna, árlegr- ar hljómsveitakeppni Tónabæjar, verður í kvöld, en kvöldið í kvöld er einkonar auka- kvöld vegna mikillar þátttöku. Fyrsta til- raunakvöldið var sl. fimmtudag. það annað í gær, en tvær sveitir fara áfram af þeim níu Hróðmundur hippi Því sérkennilega nafni Hróðmundur hippi heitir hljómsveit úr Garðabæ. Sveitina skipa Hrafnkell Pálmason gítarleik- ari, Guðni Tómasson söngvari, Sigurgeir Agnarsson bassa- leikari, Haraldur A. Leifsson trommuleikari og Þórhallur Bergmann hljómborðsleikari. Hróðmundar segjast leika venjulegt, en þó fjölbreytt rokk, en meðalaldur sveitar- manna er rétt innan við sautján ár. Ljósmynd/Björg Sveinsdóttir Disagreement Hafnfírsku rokksveitina Disagreement skipa Ingi Valur Grétarsson gítarleikari og söngvari, Ásbjörg Magnúsdóttir söngkona, Atli Björgvin Odsson gítarleikari, Bjarni Jakob Gíslason bassaleikari og Kristinn Snær Agnarsson trommu- leikari. Tónlist sveitarinnar er íjölbreytt og því erfítt að skilgreina hana, en meðalaldur er um sextán ár. : Pain Pain heitir hljómsveit sem er að mestu af Norðurlaridi. Sveitina skipa ÖrJygur Benediktsson söngvari, Þráinn Ámi Baldursson gítarleikari, Haraldur Rúnar Sverrisson bassa- leikari, Hjörtur Hólm Hermannsson trommuleikari og Heið- ar Jónsson söngvari. Sveitarmenn, sem eru allir á sautj- ánda árinu, leika nýbylgjudauðarokk. sem keppa á hverju kvöldi. Úrslit verða svo í næstu viku. Líkt og jafnan er keppt um hljóð- verstíma í Músíktilraununum, en fyrstu verð- laun verða 25 tímar í Sýrlandi, fullkomnasta hljóðveri landsins. önnur verðlaun 26 tímar í Grjótnámunni, þriðju verðlaun eru 20 tímar Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tjalz Gissur Tjalz Gissur er hljómsveit úr Kópavogi sem tók einnig þátt í síðustu músíktilraunum. Að þessu sinni skipa sveitina Kristinn og Guðlaugur Júníussynir, Kristinn syngur og slær gítar og Guðlaugur ber bumbur, Einar sem leikur á sólógít- ar, Amar Snær Davíðsson bassaleikari og söngkonan Emilíana Toriano. Meðalaldur er á bilinu sextán og sautján ára. Tjalz Gissur leikur nýrokk eða nýbylgju. Entearment Entearment heitir hljómsveit úr Kópavogi sem skipuð er Kjartani Júlíusi Einarssyni rymjara, Gunnari Emi Svavars- syni og Elmari Davíð ísidórssyni gítarleikurum, Hlyn Inga Grétarssyni bassaleikara og Herði trommuleikara. Meðal- aidur sveitarmanna er rúm átján ár, en Entearment leikur dauðarokk. Rack Rack er laugvetnsk sveit sem skipuð er þeim Jakob Veig- ari Sigurðssyni og Gottskálk Kristjánssyni gítarleikurum, Stefáni Magnússyni trommuleikara, Pálma Steingrímssyni söngvara og Stefáni Jónssyni bassaleikari. Rack leikur ein- faldlega rokk, en meðalaldur meðlima er um átján ár. í Hljóðrita og fjórðu verðlaun 20 tímar í Hljóð- hamri. Að auki fá sigurvegaranir ýmis önnur verlaun sem Japís, Samspil og Paul Bernburg gefa, en Hljóðfæraverslun Steina gefur besta gítarleikara tilraunanna gítar. Árni Matthíasson tók saman Suicidal Diarrhea Því ókræsilega nafni Suicidal Diarrhea heitir hljómsveit úr Reykjavík sem leikur sambland af dauðarokki, rokki - og pönki, einskonar nýbylgjupönk. Hana skipa Jóhannes Pétursson bassaleikari, Viðar Jónsson trommuleikari, Edw- ard Morthens söngvari og Eyjólfur Róbert Eyjólfsson og Sigurður Árnason Waage gítarleikarar. Meðalaldur þeirra félaga er rúm átján ár. Svívirðing Svívirðing er Reykjavíkursveit sem skipuð er Róbert Ólafs- syni gítarleikara og söngvara, Guðbjarti Árnasyni trommu- leikara, Jóni Tryggva Jónssyni bassaleikara og Arnari Þór Guttormssyni gítarleikara. Svívirðingarmenn eru ríflega tvítugir, en sveitin leikur rokk með gömlum og nýjum áhrifum, frekar hrátt. Joseph and Henry Wilson í höfuðið á Wilson-bræðrum heitir hljómsveit sem runnin er frá Laugaskóla. Hana skipa Heiðar Jónsson trommuleik- ari, Richard Haukur Svavarsson sólógítarleikari, Magni Sigmarsson bassaleikari og Öm Guðmundsson rytmagítar- leikari og söngvari. Þeir félagar, sem eru tæplega sautján ára, leika rokk og ról. uiTækniual Skeifan 17, sími 6816 65

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.