Morgunblaðið - 12.05.1993, Page 33

Morgunblaðið - 12.05.1993, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. MAÍ 1993 33 Brids Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Suðurnesja Lokið er tveimur umferðum af þremur í vortvímenningnum og hafa tvímenningjaxlarnir Gunnar Sigur- jónsson og Högni Oddsson tekið for- ystuna, hlotið 504 stig en meðalskor er 432. Næstu pör: Gunnar Guðbjörnsson - Birgir Scheving 483 Amór Raparsson - Karl Hermannsson 482 Gísli Torfason - Logi Þormóðsson - Jóhannes Sigurðsson 477 Ingimar Sumarliðason - Karl Karlsson 476 Sigurður Albertsson - Kolbeinn Pálsson - Jóhann Benediktsson 468 Hæsta skor síðasta spilakvöld: Ingimar-KarlK. 287 Gunnar-Högni 270 Eyþór Jónsson - Vignir Siprsveinss. 255 Síðasta umferðin verður spiluð nk. mánudagskvöld, 17. maí, í Stapanum og hefst keppnin kl. 19.45. Keppnis- stjóri er ísleifur Gíslason. Félag eldri borgara Fimmtudaginn 6. maí var spilaður tvímenningur hjá Félagi eldri borg- ara. Mætt voru 10 pör. í 1. sæti eru Þórarinn Árnason og Bergur Þor- valdsson, með 135. í 2. til 3. sæti Sigurleifur Guðjóns- son og Eysteinn Einarsson með 128 og Gísli Guðmundsson og Eyjólfur Halldórsson með 128. Meðalskor 108. Sunnudaginn 9. maí voru mætt 12 pör. í 1. sæti Eggert Einarsson og Karl Adolfsson með 194. í 2. sæti er Sigrún Sigurðardóttir og Jónína Bjarnadóttir með 189 og í 3. sæti er Sigurleifur Guðjónsson og Eyjólfur Halldórsson með 181. Meðalskor 165. Austurlandsmót í sveitakeppni Um síðustu helgi fór fram í Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum Austur- landsmót í sveitakeppni en þetta er eitt fjölmargra móta sem Bridssam- band Austurlands stendur fyrir ár hvert. Tuttugu sveitir tóku þátt í mótinu og varð sveit Herðis hf. hlut- skörpust, hlaut 159 stig. Svéit Landsbankans á Vopnafirði varð í öðru sæti með 153 stig, Malar- vinnslan hf. þriðja með 138 stig og Egilsstaðaapótek í fjórða sæti með 134 stig. í sigursveitinni spiluðu tvennir bræður. Þeir eru Pálmi og Guttormur Kristmannssynir annars vegar og Siguijón og Jón Bjarki Stefánssynir hins vegar. Auk þeirra spilaði brons- stigameistari Austurlands, Siguijón Stefánsson í sveitinni. í sumar verður spilamennska fyrir Austfirðinga á Reyðarfirði á þriðju- dögum en vetrarstarfí félaganna er að ljúka þessa dagana. Fjörutíu manns eru á förum til Færeyja vik- una 3.-10. júní nk. á vegum Bridsfé- lags Eskiijarðar og Reyðai-fjarðar að spila við heimamenn. Vetrarmitchell BSÍ Síðasta kvöldið í vetrarmitchell verður föstudagskvöldið 14. maí og síðan tekur við sumarbrids á föstu- dagskvöldum. Bronsstigakeppni hef- ur verið í vetrarmitchell í vetur og verður sá sem hefur flest bronsstigin samtals bronsstigameistari vetrarm- itchell og verðlaun verða afhent síð- asta spilakvöldið. Alls hafa 230 ein- staklingar fengið bronsstig í vetr- armitchell í vetur en flest, bronsstig þegar eitt kvöld er eftir hafa fengið: Lilja Guðnadóttir 281 Elín Jónsdóttir 281 María Ásmundsdóttir 225 Steindór Ingimundarson 225 Sveinn Sigurgeirsson 213 Jón Stefánsson 209 Páll Bergsson 200 Þórður Sigfússon 195 Guðlaugur Sveinsson 187 Andrés Ásgeirsson 172 Kripalujóga Orka sem endisf Byrjendanámskeið hefst 13. maí. Kennt þriðjud. og fimmtud. frá kl. 17.15-18.45. Kennari Kristín Norland. Jógastððin Heimsljós Skeífunni 19,2. hæð, s. 679181 (kl. 17-19). HLUTAVELTA. Þessir krakkar héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu 1.500 krónum. Krakkarnir heita Birna Dís Birg- isdóttir, Erlá Dögg Halldórsdóttir, Aðalheiður Sigrún Pétursdóttir, Tinna Arnardóttir og Hrund Jakobsdóttir. HLUTAVELTA. Þessar stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu þær 6.400 krónum. Þær heita Hildur Sif Thorar- ensen, Kolbrún Þorsteinsdóttir, Elín Svavarsdóttir, Bjarndís Hrönn Helga- dóttir og Tanja Kristrún Gunnarsdóttir. HLUTAVELTA. Þessar stúlkur héldu hlutaveltu til styrktar Rauða krossi íslands og söfnuðu þær 1.362 krónum. Þær heita Sonja Maggý, Ella, Ósk og Gerður Sif. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN IMORÐMANN PÁLSSON, Melabraut 32, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 14. maíkl. 10.30. Jóhanna G. Ólafsdóttir, Ása Jónsdóttir, Guðmundur Hannesson, Óli Hilmar Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Kristfn Norðmann Jónsdóttir, Óttar Svavarsson, barnabörn og barnabarnabörn. Í Móðir okkar, SIGURBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Hólmgarði 58, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju föstudaginn 14. maíkl. 13.30. Svanhildur Guðmundsdóttir, Árni Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson, Þórarinn Guðmundsson. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, KNÚTS HÖIRIIS stöðvarstjóra, Heiðarhorni 2, Keflavík. Elfn Guðmannsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Góður drengur Sam Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Öll sund Iokuð - Nowhere to Run Leikstjóri Robert Harmon. Handrit Joe Eszterhas, Leslie Bohem og Randy Feldman. Kvikmyndatökustjóri David Gribble. Aðalleikendur Jean- Claude Van Damme, Rosanna Arquette, Kieran Culkin, Ted Levine, Joss Ackland, Edward Blatchford. Bandarísk. Col- umbia Pictures 1992. Það er verið að flytja fanga í gijótið, þeirra á meðai bankaræn- ingjann Sam (Van Damme), sem hlotið hefur dóm fyrir morð sem félagi hans framdi. En það á ekki fyrir Sam að liggja að sitja af sér að sinni því fangaflutningabílnum er veitt fyrirsát og hann sleppur. Leynist í nágrenni bóndabæjar ekkjunnar Clydie (Arquette) og ungum börnum hennar, Bree (Tiff- any Taubman) og Mookie (Culk- in). Fyrst kynnist hann Mookie sem sér í honum föðurímynd og fyrr en varir er Sam farinn að beijast fyrir tilveru þessarar fátæku fjöl- skyldu, en ekkjan stendur uppí hárinu á spilltum lóðabröskurum sem hyggjast leggja dalinn hennar undir golfvelli og glæsihverfi. Ætla sér að sölsa undir sig lands- kika ekkjunnar með illu ef ekki góðu. En valmennið Sam bregst ekki Mookie og mömmu. Jafnvel þó prísundin blasi við honum á nýjan leik. Kvikmyndaunnendur eru fljótir að sjá að hugmyndin að Öll sund lokuð er endurunnin úr vestranum sígilda, Shane, og þolir illa sam- jöfnuðinn. Það vakti nokkra eftir- tekt að Joe Ezterhas (Ógnareðli) er einn höfunda handritsins því nafnkunnir kvikmyndagerðar- menn hafa ekki hingað til verið orðaðir við rýrar afurðir B-mynda slagsmálamannsins Van Damme. Enda komið á daginn að handritið safnaði ryki uppí hillu er Eszterhas varð skyndilega einn eftirsóttasti penninn vestra og framleiðendur vonuðu að allt sem hann snerti breyttist í gull. Og rauði þráður myndarinnar sleppur þótt útþvæld- ur sé en samtölin eru oft á tíðum ósköp pínleg og leikurinn ömurleg- ur hjá aðalleikurunum. Það er ver- ið að rembast við að gera Van Damme að stjörnu en það stirnir ekki af honum hér, svo mikið er víst. Svipurinn minnir lengst af á mann þjakaðan af tannpínu eða hreinlega rotinpúrulegur. Það fer svosem ekki mikið fyrir svipbrigð- um á öðru vöðvabúnti, Arnold Schwarzenegger, en hann heldur vel á spöðunum hvað svo sem hann 'leikur og kímnigáfan hjálpar. Arquette er ekki hótinu betri og engin smuga að fá minnstu samúð með þessum vanleiknu og klisjú- kenndu persónum. Ég var ósköp feginn að konan kom ekki með mér því hún er haldin þeirri áráttu að vilja vita hvað verður um per- sónurnar eftir myndarlok, einkum og sér í lagi ef endirinn er neikvæð- ur. Kemur þá til minna kasta að ljúga einhverju geðslegu, en þess- um kauða hefði ég aldrei bjargað úr svartholinu! Engu að síður er Öll sund lokuð afþreying í meðallagi því Robert Harmon The Hitcher sannar það hér að hann kann ýmislegt fyrir sér sem hasarmyndaleikstjóri og átakaatriðin eru góð, einkum fyr- irsátin og eltingarleikurinn á mót- orhjólinu. Þá er Levine (Lömbin þagna afbragðsskúrkur og Culkin spjarar sig vel sem Mookie litli. Á ekki langt að sækja það. + Innilegar þakkir fyrir auósýnda samúð og vinarhug við andlát og útför ÓLAFS LÍNDAL FINNBOGASONAR, Suðurgötu 48, Akranesi. Jónína Gfsladóttir, Emilia Lindai Ólafsdóttir, Eiríkur Sigmar Jóelsson, Hinrik Lindal Hinriksson, Júlianna Karveisdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför LÁRU GUNNARSDÓTTUR frá Vík í Mýrdal, Kleppsvegi 118, Reykjavík. Jóhannes Jónasson, Dóra Sigurðardóttir, Gunnar Jónasson, Elín Tómasdóttir, Hrólfur Smári Jónasson, ElseOlsen, Guðný Jónasdóttir, Gunnar Árnason, Lára Jóna Jónasdóttir, Karl Runóifsson, Sigurður Jónasson, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum innilega öllum þeim sem vottuðu okkur samúð sína og hluttekningu við andlát og útför ÓLAFS HELGA ÓLAFSSONAR, bifreiðastjóra, Tangagötu 10, ísafirði. Guðmundur Ólafsson, Guðbjörg Valgeirsdóttir, Halldór Þ. Ólafsson, Ingibjörg Gestsdóttir, Magnúsina Ólafsdóttir, Agnar Hallvarðsson, Eyjólfur Guðmundur Ólafsson, Kristjana Kristjánsdóttir. MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birt- ingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðs- ins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.