Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
5
Ahrif gengisfellingar á skipafélög
Farmgjöld hafa
hækkað um 7,5%
FARMGJÖLD skipafélaganna hækkuðu í íslenskum krónum við
gengisiækkunina þar sem þau eru reiknuð út frá erlendri mynt.
Að meðaltali hækkuðu farmgjöld sem samsvarar gengislækkuninni
eða um 7,5%. Forsvarsmenn Eimskips gera ráð fyrir minni innflutn-
ingi í kjölfar gengislækkunarinnar og forsvarsmenn Samskipa höfðu
áður gert ráð fyrir 5% samdrætti í innflutningi á árinu.
Þórður Sverrisson, fram- vegna hennar, en endurskoðuð
kvæmdastjóri flutningasviðs Eim- áætlun fyrir árið, að teknu tilliti
skips, segist ætla að innflutnings- til gengisfellingarinnar, lægi ekki
magnið á árinu dragist saman um fyrir.
einhver prósent.
ai 11! U Si
Iá
Mbl/Einar Falur
Tívolíið
á Miðbakka
opnað í
kvöld
VERIÐ var að leggja síðustu
hönd á uppsetningu ferðatívolís
á Miðbakka við Reykjavíkur-
höfn í gær. Ráðgert er að opna
tívolíið í kvöld, en það verður
opið daglega í sumar frá kl. 14.
Þetta unga fólk var mætt í gær
til að kynna sér aðstæður.
Kannski verða svo farnar
nokkrar bunur í tækjunum þeg-
ar öll dýrðin er komin af stað.
Erlendar skuldir hækka
um 200 milljónir
„Onnur áhrif gengislækkunar-
innar eru m.a. þau að hækkun er-
lendra skulda Eimskips nemur yfir
200 milljónum og heildaráhrifin á
rekstarafkomu eru neikvæð,“ sagði
Þórður Sverrisson.
í járnum
Árni Geir Pálsson, markaðs- og
kynningarstjóri hjá Samskipum,
sagðist ekki gera ráð fyrir að flutn-
ingsmagn félagsins myndi minnka
beinlínis í kjölfar gengislækkunar-
innar. „Okkar spár gerðu ráð fyrir
5% samdrætti í flutningum til
landsins í ár þar sem ráðstöfunar-
tekjur heimilanna hafa minnkað og
það er samdráttur í öllum fram-
kvæmdum. Við teljum að þessi
gengislækkun hafí ekki áhrif á það
magn sem verður flutt til landsins
með okkur. Þær neysluvörur sem
við teljum að helst komi til með
að draga úr innflutningi eru bílar
og Samskip eru ekki stórir innflytj-
endur á bílum.“
Erlendar skuldir Samskipa munu
aukast um yfir 100 milljónir króna
vegna gengislækkunarinnar að
sögn Árna Geirs. Hann sagði að
gert væri ráð fyrir verri afkomu
_________________________
Borgey á Höfn
í nauðasamningnm
Kvótaskerð-
ingin þýðir
90 milljóna
tekjutap
HALLDÓR Árnason, fram-
kvæmdasljóri Borgeyjar hf. á
Höfn í Hornafirði, segir að undir-
búningi fyrirtækisins að nauða-
samningum við lánardrottna
miði samkvæmt áætlun, en fyrir-
tækið hefur greiðslustöðvun til
15. september næstkomandi.
Hann sagði í samtali við Morgun-
blaðið í gær að skerðing veiði-
heimilda fyrirtækisins á næsta
fiskveiðiári næmi um 580 þorsk-
ígildistonnum, sem væri um 90
milljónir króna að markaðsvirði.
„Það er náttúrlega ekki til þess
að auka mönnum bjartsýni, þegar
kvótaniðurskurðurinn er með þeim
hætti, sem hann er í dag,“ sagði
Halldór.
Hann sagði að því stefnt að
niðurstaða í nauðasamningum lægi
fyrir vel fyrir 15. september, en á
þessu stigi væri útilokað að segja
hversu langan tíma þyrfti til þess
að ljúka málinu.
f lav*
| ofti
5 MANNA tjald Lapland
2SVEFNPOKAR Ntestar-50
32 l.kælibox Allt í einum pakka
opið laugardag kl. 10-16
sunnudag kl. 13-16
AALLA
FÆTUR!
Itölsku DEMON
gönguskórnir frá kr . 7.900.-
...þar sem ferðalagið byrjar!
SEGLAGERÐIN
ÆGIR
„GtXOf/V
POSTSENDUM SAMDÆGURS
TJALDASYNING
MJM HELGINA