Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 Morgunblaðið/Sverrir Frumsýning- hjá Brúðubílnum AMMA hengir upp þvottínn og trúðurinn Dúskur hjálpar tíl ásamt Lilla og Helgu. Brúðubíllinn sýn- ir Bimm-Bamm BRÚÐUBÍLLINN hefur frum- sýnt leikritíð Bimm-Bamm og er það önnur sýning leikhússins í sumar. í þessari sýningu er mikið að gera hjá brúðunum. Amma er að þvo stórþvott, þrífa og dusta fyrir afmæli Garps. Að auki taka Dúsk- ur trúður og Lilli, Drekinn, Krókó- díllinn og margir fleiri þátt í gamn- inu. Leikritið var frumsýnt í Hallar- garðinum í gær en næstu sýningar verða í dag, 8. júlí, kl. 10 á gæslu- vellinum við Fannafold og kl. 14 á vellinum við Amarbakka. Á morgun, föstudaginn 9. júlí, er sýning kl. 10 á gæsluvellinum við Freyjugötu og kl. 14 við Bleikju- kvísl. 12. júlí er sýning á Gullteigi og Dunhaga, 13. júlí við Iðufell og Fífusel, 14. júlí við Malarás og Árbæjarsafn, 15. júlí Rauðalæk og Frostaskjól, 16. júlí Safamýri og Hvassaleiti, 19. júlí Suðurhóla og Ljósheima, 20. júlí Tungusel og Njálsgötu, 21. júlí Vesturberg og Rofabæ, 22. júlí í Yrsufelli og Stakkahlíð, 23. júlí í Gerðubergi og Sæviðarsundi, 26. júlí við Ein- arsnes v/Skerjafjörð og Tungu- veg. Fyrri sýningin dag hvem í þessari upptalningu hefst klukkan CCL 600 AFBURÐA LASERPRENTARI A3 og A4 pappír 600x600 punkta upplausn (dpi) Intel 80960KB RISC örgjörvl Intel 82961KD grafískur örgjörvi Hárfínt duft (7 mlkrón) Margföld minnisnýting Postscript, PCL5 og HP-GL/2 35 TrueType leturgeröir • 13 HP-PCL5 leturgeröir Appletalk-, raö- og hiiðtengi Getur unniö á öllum tengjum samtímis SCSI tengi fyrir fontadisk Sjálfvirk skynjun á Postscript og PCL5 Tekur viö prentgögnum á meöan prentaö er Skaöar ekki Ozon lagiö CQ> NÝHERJI 'CalComp A l oeWwed Company AUtaJ ikrtfl á undan 10 f.h., en sú síðari klukkan 14. Síðustu sýningamar hefjast klukkan 14 hinn 27. júlí við Vesturgötu, 28. júlí við Austur- bæjarskóla, 29. júlí við Barðavog og 30. júlí er sýnt á Kambsvegi. Nánari upplýsingar er að finna í „Dagbók" Morgunblaðsins og hjá íþrótta- og tómstundaráði Reykja- víkur. Allir em velkomnir á sýn- ingar Brúðubílsins og er aðgangur ókeypis. Flaggað í Siglufirði á 90 ára afmæli síldarsöltunar FYRSTA hafsíldin var söltuð í Siglufirði 8. júlí 1903. Það voru Norðmenn sem lönduðu farmin- um og réðu fólk tíl síldarsöltun- ar. Sú nýbreytni eða nýskipan varð í launamálum að fólk fékk vinnulaun sín borguð í pening- um. Síldarævintýri endurtekin í dag em 90 ár liðin frá því að fyrstu hafsíldinni sem veidd var á djúpmiðum var skipað upp til sölt- unar í Siglufírði. Björn Valdimars- son bæjarstóri sagði Morgunblaðinu að ekki yrði sérstök dagskrá í bæn- um til að minnast tímamótanna nákvæmlega á þessum degi. En bæjarstjórinn átti samt ekki von á öðm en að Siglfirðingar myndu draga fánann að húni. Björn sagð- ist einnig vænta þess að margir bæjarbúar myndu leggja leið sína að síldarplaninu við smábátahöfn- ina til að anda að sér andrúmslofti liðinna tíma og reyndar nýlegri síld- arangan. Bæjarstjórinn minnti á að um síðustu helgi hefði síld verið söltuð og síldarball verið haldið í tengslum við norrænnt vinabæjar- mót. Björn Valdimarsson bæjar- stjóri vildi sérstaklega vekja at- hygli á því að næstu Verslunar- mannahelgi myndu Siglfírðingar minnast og halda síldarævintýri í þriðja sinn. Hann sagði að þá yrðu a.m.k. 5 tonn af síld söltuð. Síldarspekúlantinn ÓMAR Hauksson í hlutverki síldarspekúlantsins í síldarævintýri, en hversdags er hann bókari. Útborgað í peningum Þótt ekki verði sérstök afmælis- dagskrá verður flaggað bæði ís- lenskum og norskum fána á síldar- plani Siglfírðinga, því það vom Norðmenn sem höfðu forstöðu um fyrstu síldarsöltunina 8. júlí 1903. Þá kom til Siglufjarðar norskt skip, Marsley, skipstjóri Ole Myrset. Það hafði meðferðis tunnur, salt og 60-70 tunnur af síld sem fengist höfðu í reknet. Síldinni var skipað á land og hófst söltun strax og gekk hún vel. Sú nýbreytni eða nýjung gerðist að lokinni þessari söltun, að fólkið fékk vinnulaun sín borguð í peningum. Sú útborgun peningalauna _var um kl. 1. aðfara- nótt 9. júlí. Áður höfðu launavið- skipti farið fram með millifærslum í verslun Gránufélagsins; innleggi og úttekt. Verslunin bauð reyndar fram aðstoð eða milligöngu sína við þessa síldarverkun en hinir erlendu atvinnurekendur höfnuðu þeim við- skiptaháttum. Mat framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa Um 4% raunvaxtalækkun í nvju útboði á ríkisvíxlum UM 4% lækkun á raunvöxtum kom fram I útboði á 3 mán- aða ríkisvíxlum í gær að mati framkvæmdastjóra Þjónustu- miðstöðvar ríkisverðbréfa. Er þá miðað við að árshraði verðbólgu verði allt að 6% á næstu þremur mánuðum þeg- ar áhrif gengisfellingarinnar í júnílok koma fram að fullu. í útboðinu í gær var tekið tilboð- um í 3.021 milljón króna frá 7 aðilum. Þar af tilboði í 1.300 millj- ónir króna frá Seðlabanka íslands á meðalverði samþykktra tilboða. Alls bárust 33 gild tilboð í víxla að íjárhæð 4.316 milljónir en ríkið skuldbatt sig til að taka tilboðum á bilinu 500 til 3.500 milljónir. Meðalávöxtun samþykktra tilboða var 9,49%. Lægsta ávöxtun var 9,2% en hæsta 9,55%. Veruleg vaxtalækkun Morgunblaðið/Sverrir Augnlæknar þinga um gláku JVJog ístak áttu Frá alþjóðlegu þingi augnlækna um gláku, sem haldið er í Háskólabiói þessa dagana. lægsta boð 250 læknar á alþjóð- legu þingi um gláku ÞESSA dagana er haldið hér á landi alþjóðlegt þing augnlækna og vísindamanna á sviði gláku. Um 250 læknar, aðallega frá Norður-Amer- íku og Evrópu, eru á þinginu, en það er haldið á vegum bandaríska glákufélagsins og evrópska glákufélagsins. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi félög halda sameiginglega slíkt þing. Á þinginu verða m.a. nýjustu læknis, sem tekur þátt í þinginu, er rannsóknir á gláku kynntar og fjallað um nýjar og bættar aðferðir við að greina gláku á frumstigi. Þá verður einnig fjallað um skurðaðgerðir við gláku, sérstaklega leysiaðgerðir, sem öpna nýjar leiðir til bættrar meðferð- ar á gláku. Að sögn Einars Stefánssonar augn- ekki almennilega vitað hvað orsakar gláku, en ef ekkert er að gert getur sjúkdómurinn valdið blindu. Hins veg- ar segir Einar að bæði með Iyfjameð- ferð og leysiaðgerðum sé í flestum tilfellum hægt að koma í veg fyrir blindu. Hér á landi þjást um 2-3 þús- und manns af gláku. JVJ og ístak áttu lægsta tilboð i verk við mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Asbrautar I Hafnarfirði en ekki Hagvirki- Klettur, eins og ranghermt var í blaðinu í gær. Tilboð JVJ og ístaks hljóðaði upp á kr. 95.039.410, sem er 85% af kostnaðaráætlun verksins, sem var kr. 112.029.840. Hagvirki-Klettur var með næst lægsta tilboðið, kr. 96.900.000. Suðurverk bauð kr. 97.850.280, Uppfylling og Bygg- ingafélagið Kambur buðu kr. 106.834.039, Ræktunarsamband Flóa og Skeiða bauð kr. 107.700.000, Loftorka bauð kr. 109.964.800 og Klæðning bauð kr. 123.350.000. Morgunblaðið biðst velvirðingar á þeim mistökum sem urðu við vinnslu þessarar fréttar. í síðasta mánuði var meðal- ávöxtun í útboðum á ríkisvíxlum 8,7% svo að í útboðinu í gær kom fram 0,8% hækkun. En Pétur Kristinsson, framkvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar ríkisverðbréfa, sagði við Morgunblaðið, að í raun hefði komið fram veruleg raun- vaxtalækkun í útboðinu í gær ef miðað væri við verðbólguforsendur. Útboðin í júní hefðu miðast við um 1% verðbólguhraða, en nú væri útlit fyrir allt að 6% verðbólguhraða næstu þtjá mánuði vegna verð- lagsáhrifa gengisfellingarinar. Því væri raunvaxtalækkunin um það bil 4%. „Þetta er breyting frá því sem oftast hefur orðið, að nafnvextir elta ekki uppi verðlagsbreytingar vegna gengisfellinga," sagði Pétur en eftir gengisfellingu fyrir síðustu áramót hækkaði ávöxtun ríkisvíxla verulega í kjölfarið. Pétur sagði ástæðuna fyrir því að það gerðist ekki nú væntanlega þá að fjár- magnsmarkaðurinn væri skilvirkari en áður og tilboðin hefðu verið mjög ábyrg og raunsæ. Þegar Pétur var spurður hvort hann teldi að útboðið í gær myndi hafa áhrif á vaxtaákvarðanir banka og sparisjóða á næstunni svaraði hann að sér þætti það mjög trú- legt. Búast hefði mátt við að ijár- magnsmarkaðurinn horfði til þessa útboðs og tæki síðan mið af því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.