Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 7 Nýjung hjá Þyrluþjónustunni hf. Flogið í þyrlu yfir Reykjavík, út í Við- ey og á Akranes I SUMAR ætlar Þyrluþjónustan hf. að bjóða upp á útsýnisflug yfir Reykjavík í einni af þyrlum sínum. Þyrlan er af gerðinni Bell Jetran- ger og tekur fimm manns í sæti með flugmanni. Ætlunin er að lagt verði upp í útsýnisflugið frá þyrlupalli, sem á að reisa við norðvestur- enda Faxagarðs í Reykjavíkurhöfn, að sögn Hrafns Haukssonar, ann- ars eigenda Þyrluþjónustunnar. Hrafn sagði í samtali við Morgunblað- ið, að útsýnisflugið myndi aðallega beinast að erlendum ferðamönnum, sem kæmu með skemmtiferðaskipum til landsins. Sama fyrirtæki ætlar að bjóða upp á flug út í Viðey og jafnvel upp á Akranes, ef sérstaklega er um það beðið. Aætlað er að flugið hefjist strax eftir næstu helgi. Hrafn sagði að flugið í sumar myndi vera tilraunaflug en sagðist vona að það gæti átt framtíð fyrir sér. Kortið hér til hliðar sýnir þyrlu- leiðina í öllum aðalatriðum en vind- átt hverju sinni mun stjóma því ná- kvæmlega hvaða leið verður flogin. Flogið yfir opnum svæðum „Við fljúgum eftir stóru götunum og yfír opnum svæðum þannig að 'ef upp kemur mótorbilun eða eitt- hvað slíkt getur maður nauðlent á eyjunum," sagði Hrafn. Hann sagði að þyrla svifi eðlilega til jarðar ef vélin stoppaði og því væri hægt að stýra henni til mjúkrar og ömggrar lendingar í slíku tilfelli. Mikils mis- skilnings gætti almennt um þetta atriði. Hrafn lagði mikla áherslu á að þyrla væri ekki glæfratæki heldur öruggt tæki til að flúgja með. Þyrlupallinn reisir Þyrluþjónustan í samráði við Reykjavíkurhöfn, sem mun útvega hluta af efninu í pallinn, að sögn Hrafns, en svo ætlar fyrir- tækið að léigja timbur. Byggingar- tími hans áætlar Hrafn að sé um fjórir dagar. Út í Viðey og á Akranes Fjórir munu komast með í hverja ferð og sagði Hrafn að útsýnisflugið myndi kosta 2.500 kr. á mann og hver flugferð mundi vera í um 10 til 12 mínútur. Það virkaði kannski stuttur tími en væri í raun og veru frekar löng flugferð. Þyrluþjónustan ætlar einnig að bjóða upp á ferðir út í Viðey, sem munu kosta 1.000 kr. á mann aðra leiðina, og svo sagði Hrafn að hægt yrði að sérpanta flug til og frá Akranesi enda væri þyrla ekki nema 10 mínútur að fljúga á milli Akraness og Reykjavíkur. Hvildardeild á Landakotsspítala í júlímánuði 3,7 milljóna fjárveit- ing til starfseminnar HEILBRIGÐISRÁÐUNEYTIÐ veitti 3,7 milljónum króna í aukafjárveit- ingu til rekstrar hvíldardeiidar, sem þrír hjúkrunarfræðingar reka í júlímánuði á Landakotsspítala. Eins og kom fram í frétt blaðsins í gær hafa hjúkrunarfræðingarnir nýtt lokun einnar deildar á spítaianum og starfrækja þar í sumarfríum sinum hvildardeild fyrir aldraða. Að sögn Guðmundar Árna Stef- ánssonar, heilbrigðisráðherra, var aukafjárveitingin veitt eftir að tillaga um rekstur deildarinnar barst ráðu- neytinu, og segist hann búast við að slíkur rekstur sé úrræði, sem eigi eftir að nota í framtíðinni. Heilbrigðisráðherra segir þá þjón- ustu, sem hvíldardeildin bjóði upp á, mjög þarfa. „Ég hygg að þarna sé verið að leysa mörg vandamál sem uppi hafi verið og að þetta sé hið besta mál,“ segir Guðmundur Árni. Áður á St. Jósefsspítala Hann segir að hvíldarinnlagnir sem þessar hafi áður verið á St. Jó- sefsspítala í Hafnarfirði um nokkurt árabil, þó ekki hafl verið um slíkt verktakaform að ræða. Hins vegar hafí verktakastarf verið þekkt meðal lækna hér á landi, en á meðal hjúkr- unarfræðinga sé slíkur rekstur nýr af nálinni. Um framhald á rekstri deilda, eins og hvíldardeildinni á Landakoti, seg- ir Guðmundur Árni að hann eigi von á að starf sem þetta verði aukið frem- ur en minnkað, sérstaklega þegar verið sé að ræða um deifdir, sem annars væru lokaðar vegna sumar- leyfa. Innbrot og íkveikja BROTIST var inn á skrifstofu veitingahússins Argentínu á Barónsstíg í fyrrakvöld og reynt að kveikja þar í. Eigandi staðarins varð var við eldinn áður en hann náði útbreiðslu og tókst að slökkva í honum. Rannsóknarlögregla rikisins vinnur nú að rannsókn þessa máls. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu er skrifstofan á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn og þar hafði verið brotin upp hurð og síðan kveikt í ruslafötu. Er komið var að hafði eldurinn komist í tölvu og tölvuborð en greiðlega gekk að slökkva hann. Lögreglan segir að litlu hafi munað að illa færi því á hæðinni fyrir ofan er kolageymsla veitingahússins. Loðnuaflinn yfír 14.000 tonn ÞRÁTT fyrir treg aflabrögð á loðnumiðunum í fyrri- nótt er loðnuaflinn nú kominn yfir 14.000 tonn. Þar af hafa loðnubræðslur tekið á móti 12.046 tonnum en auk þessa voru þrjú skip á leið í land með yfir 2.600 tonn í gærdag, það er Sunnuberg, Gígja og Börkur. Samkvæmt upplýsingum frá Félagi íslenskra fiskimjöls- framleiðenda hefur mest af aflanum hingað til farið til Síldar- verksmiðja ríkisins á Raufarhöfn sem tekið hafa á móti 4.500 tonnum, þar á eftir kemur Hraðfrystihús Eskifjarðar með 2.735 tonn en þar hefur Hólmaborgin tvisvar lagt upp full- fermi. Viðskiptavinir sparisjóðanna hafa sterkan Bakhjarl. BAKHJARL SPARISJÓÐANNA 6,85% RAUNÁVÖXTUN FYRSTU 6 MÁNUÐI ÁRSINS Enn einu sinni hefur reynslan sýnt að þeir sem vilja ávaxta sparifé á innlánsreikningum geta borið mikið úr býtum hjá sparisjóðunum. Hafðu þetta í huga á næstu vikum og mánuðum. íí SPARISJÓÐIRNIR fyrir þig og þína

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.