Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LIF FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
Vítamínbætt mjólk
með litlu fituinnihaldi á markað
Mjólkursamsalan stefnir að því í haust að markaðssetja vítamín-
bætta mjólk með litlu fituinnihaldi. Framleiðslan hefur verið í
undirbúningi og þróun í tvö ár.
„Við höfum áhuga á að koma
með magrari afurð á markaðinn
sem fellur vel að smekk neytenda
um bragð og áferð, og verður nýja
mjólkin enn kalkríkari en venjuleg
nýmjólk. Við viljum reyna að ná
til þess hóps, sem hefur verið treg-
ur til neyslu mjólkur, m.a. vegna
fituinnihalds, en vill fá næringar-
‘efni mjólkur," segir Einar Matthí-
"asson, matvælaverkfræðingur hjá
Mjólkursamsölunni.
„Nýja mjólkin er áþekk venju-
legri nýmjólk, en nánast laus við
alla fitu. Hún er þykkt til að vega
upp á móti bragðáhrifum, sem
verða þegar fitan er tekin úr, en
við það eykst prótein- og kalkinni-
hald. A-vítamíni er ,auk þess bætt
út í mjólkina í stað þess A-vítam-
íns sem hverfur með fitunni. Þá
verður meira af D-vítamíni en í
hinni hefðbundnu nýmjólk, en það
er mikilvægt kalkbúskap líkamans.
Það hefur sýnt sig að þeir áhættu-
hópar, sem neyta of lítils kalks,
neyta líka of lítils D-vítamíns,“
* segir Einar.
Orkuinnihald svipað
og í undanrennu
Hitaeiningafjöldi nýju mjólkur-
innar verður mjög svipaður og í
undanrennu. Mjólkin mun innihalda
öll vítamín,
sem eru í
venjulegri
mjólk og vít-
amínbættari
og kalkríkari.
Magn D-vít-
amíns er auk-
ið um 25-30%
og kalkinni-
hald um 20%.
Til að full-
nægja daglegri kalkþörf þarf 2-3
glös af henni á dag, en rúmlega
þijú af hinni hefðbundnu mjólk, að
sögn Einars.
Skv. könnunum Manneldisráðs
fá neytendur um 75% af kalkþörf
úr mjólk og mjólkurafurðum og er
því mikilvæg sem kalkgjafi og nán-
ast ógjörningur er að fullnægja
daglegri kalkþörf nema með neyslu
mjólkurafurða. „Við vonum að nýja
mjólkin fái góðar viðtökur og við
náum til markhópa sem ekki hafa
verið eins góðir mjólkumeytendur
og sumir aðrir. Konur eru lakari
mjólkurneytendur en karlar, en þær
þurfa ekki síst á mjólkurafurðum
að halda. Nauðsynlegt er fyrir ung-
ar stúlkur, sem eru að vaxa að fá
kalk til að styrkja beinabyggingu.
Þá er kalkið nauðsynlegt til að
sporna við beinþynningu," segir
Einar. ■
Grillráð
vikxmnar
Það er gott að venja sig á að
pensla alltaf ristina með matarolíu
áður en farið er að grilla. Þá festist
maturinn síður við ristina. Þetta á
einnig við klemmugrindur sem not-
aðar eru á grillið. ■
Sumarúttsölurnar
hefjast fyrir alvöru á mánudaginn
EINSTAKA verslunareigendur
við Laugaveg eru nú þegar búnir
að setja sumarvörur á útsölu og
víða eru vörur komnar á tilboðs-
verð. Hinsvegar verða útsölu-
skilti í mörgum búðum á mánu-
daginn, 12. júlí, en þá hefst form-
lega útsölutíminn í Kringlunni.
Sumir verslunarstjórar í Kringl-
unni fóm þó undan í flæmingi þeg-
ar minnst var á útsölur, sögðu að
þær færu alltof fljótt af stað og að
þeir myndu hinkra í nokkra daga í
viðbót. Að fá uppgefnar dagsetn-
ingar var torsótt mál og svarið yfir-
leitt í þá veru að þá yrði ekkert að
gera fram að þeim tíma.
Afsláttur frá 40-70%
Salan hefur verið dræm í sumar
og mörgum verslunareigendum sem
rætt var við bar saman um að útsöl-
umar í ár yrðu góðar, afslátturinn
mikill að minnsta kosti þegar líða
tæki á. Yfirleitt verða útsölur fram
í miðjan ágúst en þá víkja þær fyr-
ir haustfatnaði.
Afsláttur af nýjum vörum er um
40% og hækkar síðan þegar frá líð-
ur og af vöram sem ekki era alveg
nýjar fer afslátturinn jafnvel strax
upp í 70%
Hjá Englabörnum verður rýmt
fyrir nýjum vöramerkjum svo af-
slátturinn kann að verða meiri en
venjulega en verður frá 40%. Nýju
vörumerkin sem verslunin Engla-
börn er að byija með eru Cake-
walk, Floriane og Babar. Útsala þar
hefst á mánudag.
Útsala hjá Behetton hófst síðast-
liðinn föstudag. Afsláttur er frá
20% til 70%.
Útsalan hjá Hagkaup
með breyttu sniði
Að sögn forráðamanna hjá Hag-
kaup hefst árleg sumarútsala þeirra
um miðjan júlí, líklega í næstu viku.
Hún verður með breyttu sniði þetta
árið, veittur verður mikill afsláttur
strax í byijun og ætlunin er að
lækka ekki vörarnar meira þegar
líða tekur á. Mun afsláttur af nýjum
vöram verða um 50% og mun meiri
af eldri vöram. Það sem verður á
útsölu hjá Hagkaup að þessu sinni
er fatnaður, skór, sængurver, sól-
húsgögn, handklæði, eitthvað af
leikföngum, og búsáöld. Þá mun
útilegubúnaður verða á sérstöku
tlboðsverði kringum verslunar-
mannahelgina.
Vörar af útsölumarkaði verða
fluttar í verslanir Hagkaups í Skeif-
unni og Kringlunni þannig að út-
sölumarkaðurinn verður lokaður á
meðan útsala stendur yfir. ■
Kjúklingur með eplum
FERÐALANGAR sem leið eiga
um Baltimore á næstunni og eru
á bíl ættu endilega að staldra
við í Ellicott City. Það tekur um
20 mínútur að aka þangað frá
miðborg Baltimore.
Patterson hefur rekið staðinn
sinn PJ’s í níu ár og hann er með
opið fram á kvöld alla daga vik-
unnar. Á vetuma geta gestir ornað
sér við arineld og allan ársins hring
—y gengur töframaður um stað-
Sm inn og kemur matargestum
H í opna skjöldu með ýmsum
SS uppákomum.
OS Staðurinn er frekar ódýr
og enginn íburður i innrétt-
iA ingum en maturinn er góður.
& Eftir að hafa nýlega snætt
& hjá Patterson kjúklingarétt
SD sem var fremur óvenjulegur
en mildur á bragðið, gerði ég
mér ferð í eldhúsið og falað-
Matreiðslumennirnir Randy
Ellsworth og Angel Razuri ásamt
eigandanum Patterson
stu léttvínin eru ólík
en eiga sameiginlegt að vera í ódýrari kantinum
Hvítvínsdrykkja slendinga jókst á fyrstu sex mánuðum þessa árs töluverður hluti af heildarsölu léttvína og íkleg er að þar séu
miðað við sama tíma í fyrija. Hins vegar var almennur samdráttúr í veitingahús stærstu kaupendurnir. Dýrasta rauövín á skrá ÁTVR,
áfengis- og tóbakssölu á þessum tíma, eins og komið hefur fraln í Chlateau Batailley kostar 2.960 kr. og seldust 343 flöskur af því
fréttum. Sala á rójsavíni drcfet saman um tæp 12%, en minni muhur fyrku sex mánuði ársins. Dýrasta hvítvídið, Montagny Les
er á rauðvíns- og'hvítvínssolu milli ára. Söluhæstu vínin eru ólík og Chágnots kostar 1.760 kr. flaskan og háfa 163 flÖskur af því selst á
því ekki hægt að sjá skýrarjínur í vínsmekk okkar, en verðið þefur fyrsfu sex mánuðum ársins. Á þessumAíma seldúst rúmlega
augljóslega ál
tegundir eru þær söluhæstu. Athygli
' ur að sala á sérpöntuðum vínóm er
220.000 lítrar af rauðvíni, rúmlega 173Í000 lítrar af qvítvíni og
röskléga 3.200 lítrar af rósavíni.
ist eftir uppskriftinni hjá mat-
reiðslumeistaranum Randy Ellsw-
orth. Hann var tregur til í fyrstu
því rétturinn var að koma á mat-
seðilinn en ég sannfærði hann um
að samkeppnisaðilar hans vestra
kæmust ekki í að lesa Morgunblað-
ið þann dag sem uppskriftin birt-
ist.
Staðurinn er við aðalgötuna í Elli-
cott City.
Kjúklingur með epl-
um og möndlum
400 g úrbeinaðar kjúklingabringur
2 msk ristaðar möndlur
1 epli flysjað og skorið í bita
Vi bolli epla brandy (Calvados
hentar ágaetlega)
1 1/4 dl ananas safi
1 tsk. sykur
1 tsk. púðursykur
1 'h dl rjómi
Kjúklingabringum er velt upp
úr hveiti. Látið krauma í smjöri á
pönnu. Brúnið bitana á báðum
hliðum og bætið síðan eplabitum
við. Látið krauma í um það bil
mínútu og bætið þá eplabrandýi
út í. Innan skamms fer ananas-
safinn á pönnuna og möndlurnar.
Sykri og púðursykri er blandað
saman og í lokin er þeirri blöndu
stráð yfir pönnuna og ijóma hellt
yfír.
Berið fram með hrísgijónum og
grænmeti. ■
grg