Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 1
64 SIÐUR B/C 151. tbl. 81. árg. FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1998 Prentsmiðja Morgunblaðsins Sýna samstöðu MÖRG hundruð serbneskra kvenna komu í gær saman til mótmælafundar á aðaltorgi höfuðborgarinnar, Belgrad. Þar hafa meðlimir í Endurnýjunar- hreyfingu Serba verið í hungurverkfalli undanfarna fimm daga. Sýndu konurnar samstöðu með þeim með því að vísa þremur fíngrum upp í loft, sem er tákn serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Lögfræðingabrandarar eru taldir auka á ofbeldi Los Angeles. The Daily Telegraph. ( BRANDARAR um lögfræðinga hafa valdið því að mun meira er nú um árásir á fólk í þeirri stétt, segir talsmaður stærstu samtaka lögfræðinga í Bandaríkjunum. Harvey Saferstein, formaður Lög- mannasamtaka Kaliforníu, segir að brandarar sem beinast gegn lögmönnum ættu að flokkast undir „hatursglæpi". Hann fordæmdi meðal annars útgáfu á bókum á borð við „101 aðferð til að losna við dauðan lögfræðing". Saferstein lét þessi orð falla í tengslum við rannsókn á skotárás sem gerð var á lögmannastofu í San Fransisco í síðustu viku. Þar létu átta manns lífið. Á líki árásar- mannsins, sem banaði sjálfum sér, fannst yfirlýsing þar sem hann bar fyrirtækinu á brýn kynþátta- og þjóðernisfordóma; að það hefði „nauðgað" honum og taldi upp nöfn „glæpamanna og nauðgara" þar sem nöfn lögmanna voru nefnd. Heimur án lögfræðinga Annað sem Saferstein nefndi voru sjónvarpsauglýsingar þar sem „hinn fullkomni heirnur" er skil- greindur sem heimur án lögfræð- inga; þar sem kúrekar fanga lög- fræðinga með snörum. „Eg bið Bandaríkjamenn að hætta að of- sækja lögfræðinga með þessum hætti, ekki síst auglýsendur og styrktaraðila, því þetta getur valdið ofbeldi og árásum." Að sögn Safer- steins eru atburðimir í San Frans- isco einungis brot af þeirri ofbeldis- öldu sem risið hefur gegn lögfræð- ingum. Afbrotalögmenn hafa orðið fyrir líkamsárásum af hálfu umbjóð- enda sinna; lögmenn í f|ölskyldu- málum hafa fengið hótanir frá fólki sem stendur í illvígum skilnaðarmál- um. í fyrra var lögfræðingur skot- inn til bana á lögbókasafni í Los Angeles og tveir lögfræðingar voru myrtir í dómssal í Texas. Kravtsjúk vill eiga kjamavopn Kiev. Reuter. LEONÍD Kravtsjúk, forseti Úkra- ínu, sagðist í gær vera samþykkur því að þær kjarnorkuflaugar úr vopnabúri Sovétríkjanna fyrrver- andi, sem staðsettar eru í landinu, yrðu tímabundið lýstar eign Úkra- ínumanna. „Ég er þeirrar skoðunar að það beri að ákveða að Úkraínumenn séu eigendur þeirra kjarnorkuvopna sem staðsett eru á landsvæði þeirra þar til þau verða eyðilögð," sagði forset- inn. Þing Úkraínu samþykkti ályktun í þessa veru í síðustu viku en um 176 kjarnorkuflaugar er að fínna í Úkraínu. Utanríkisráðuneyti lands- ins og margir þingmenn segja álykt- unina hins vegar ekki hafa neitt laga- legt gildi. Kravtsjúk sagðist eihnig vera þeirrar skoðunar að til Iengri tíma litið ætti Úkraína að vera kjarnoku- vopnalaust ríki. Mannrétt- indabrot aldrei ver- ið fleiri London. The Daily Telegraph. ÁRIÐ 1992 var ár „hörmu- legra mannréttindahamfara" að mati mannréttindasamtak- anna Amnesty International. Ársskýrsla samtakanna var birt í gær og kemur þar fram að mannréttindabrot hafa aldrei verið framin I fleiri rílqum, eða 161. Meðal ríkja sem Amnesty seg- ir hrikaleg mannréttindabrot vera framin í eru Chad, Kína, Irak, Líbería, Perú og Sri Lanka. Samtökin segja að Evrópa sem heimsálfa skeri sig út vegna stríðsins í fýrrverandi Júgóslavíu og versnandi ástands í lýðveld- um Sovétríkjanna fyrrverandi. Samkomulag um víðtæka lækkun tolla undirritað í Tókýó Leitað að innstungu BILL Clinton Bandaríkjaforseti og Kiichi Miyazawa, forsætisráðherra Japans, leita að innstungu fyrir heymartæki til að geta hlustað á þýðingu á fundi sjö helstu iðnríkja heims. Auknar líkur á GATT- áárinu AUKNAR líkur eru nú taldar á að takast muni að ljúka Uruguaylotu GATT-viðræðn- anna eftir að samningamenn Bandaríkjanna, Kanada, Evrópubandalagsins og Japans und- irrituðu í Tókýó í gær samkomulag um niður- fellingu eða lækkun tolla á átján mikilvægum vöruflokkum. Fulltrúar Bandaríkjastjórnar fögnuðu samkomulaginu óspart og sögðu að i því fælist umfangsmesta tollalækkun sem nokkurn tímann hefði verið samið um í sög- unni. Leiðtogar sjö helstu iðnríkja heims funda nú i Tókýó og er vonast til að þeir muni taka undir samkomulagið i lokaályktun sinni og að síðan verði fallist á það af þeim 110 ríkjum, sem aðild eiga að GATT. Bandarískir embættismenn voru mjög bjart- sýnir á áhrif af tollasamkomulaginu, yrði það að veruleika, og sögðu að það myndi skapa tvær milljónir nýrra atvinnutækifæra í heiminum. Þá myndi það verða til að auka framleiðslu í heimin- um um 5,4 billjónir Bandaríkjadala. John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði að samkomulagið yrði til að auka viðskipti í heiminum verulega og að af völdum þess yrðu tollar lækkaðir á mikilvægum breskum útflutn- ingsafurðum, s.s. vefnaðarvöru og skosku viskíi. „Samkomulagið þýðir í einu orði atvinnu,“ sagði Major. Bill Clinton Bandaríkjaforseti var svo ánægð- ur með niðurstöðuna, að hann boðaði til blaða- mannafundar í skyndi til að greina bandarískum sjónvarpsáhorfendum frá því sem gerst hafði. Þó að fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims sé ekki sá vettvangur þar sem samið er um GATT var hann talinn mikilvægt tækifæri til að sýna fram á að þessi voldugu ríki hefðu póli- tískan vilja til að fá fram niðurstöðu í GATT-við- ræðunum fyrir áramót. John Major sagði að GATT-viðræðurnar ættu að geta hafist á ný í Genf í næstu viku og að það væri „bijálæði“ ef einstök aðildarríki Evrópubandalagsins myndu leggjast gegn samkomulaginu sem undirritað var í Tókýó í gær. „Við verðum einfaldlega að þrýsta á og þrýsta á óháð því hversu óvinsælir við verðum fyrir vikið til að samkomulag náist fyrir árslok,“ sagði Major. Sjá nánar bls. 21.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.