Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 11 unn góð skil, bæði hvað varðar söngtækni og túlkun. Tónleikunum lauk Þórunn með íslenskum söngverkum, fyrst þremur eftir Jón Leifs, við vísur úr Hávamálum, og þá þremur eft- ir Karl 0. Runólfsson. Þórunn hef- ur náð góðu valdi á sérkennilegu tónmáli Jóns Leifs og söng öll lög- in mjög vel en þó sérstaklega það síðasta, Deyr fé, deyja frændur. Sama má segja um lög Karls en þar var Hrafninn mjög vel sung- inn. Þórunn er mjög góð söngkona, ræður yfir góðri tækni og hefur tónlistina vel á valdi sínu en mætti aðeins mýkja tónmyndunina, sem hefði komið að góðum notum í lögunum eftir Debussy og Brahms. Davíð K. Játvarðsson lék mjög vel og samvinna hans og Þórunnar var „músíkantísk" og sérlega vel samstillt. Fyrsti þj ó ð minj adagiirinn á sunnudaginn ÁKVEÐIÐ hefur verið að næsti sunnudagur, 11. júlí, verði sérstak- ur þjóðminjadagur. Er þetta í fyrsta sinn hér á landi sem at- hygli almennings, ekki síst ferðafólks, er beint að söfnum og menningarminjum um land allt með þessum hætti. Víða í Evrópu eru þjóðminjadagur eða dagur menningararfleifðar orðnir árleg- ur viðburður. Ókeypis aðgangur verður að Þjóðminjasafninu í Reykjavík, þar sem m.a. er í gangi viðamikil af- mælissýning, Nesstofusafni á Sel- tjarnarnesi, Sjóminjasafninu í Hafnarfirði, Keldum á Rangárvöll- um, Víðimýrarkirkju í Skagafirði og Laufásbæ í Eyjafirði. Þá verður boðið upp á leiðsögn sérfræðings við hinar sögufrægu fornleifar á Stöng í Þjórsárdal, en þar standa yfir fornleifarannsóknir sem varp- að hafa nýju ljósi á byggð og mannlíf í dalnum. í fréttatilkynningu frá Þjóð- minjasafninu segir: „Fólk sem er á ferð um landið er hvatt til að skoða nærliggjandi byggðasöfn og huga að minjum og minjastöðum á leið sinni. Þjóðminjasafnið hefur gefíð út þjóðminjakort, aðgengi- legan leiðarvísi um söfn og minja- staði um land allt og fæst það á afgreiðslustöðum olíufélaganna og víðar. Þjóðminjakortið er einfaldað skýringarkort sem heppilegt er að nöta með ferðakortum Landmæl- inga íslands. íslenskar þjóðminjar eru ein undirstaða sjálfstæðrar þjóðmenn- ingar á íslandi. Á tímum þegar Islendingar tengjast umheiminum og öðrum þjóðum og menningar- heimum miklu nánari böndum en áður er ræktun og varðveisla ar- fleifðar þjóðarinnar mikilvægari en nokkru sinni fyrr.“ Ný vasasöngbók komin út FÉLAG tónskálda og textahöfunda hefur gefið út nýja söngbók sem ber heitið 250 íslenskir dægurlagatextar. I bókinni eru text- ar eftir rúmlega 40 höfunda og spannar efnið meira en 30 ár í íslenskri dægurlagasögu. í fréttatilkynningu frá FTT seg- ir: „Fæstir þeirra texta sem birtast í bókinni hafa verið gefnir út á bók áður, en einnig eru í bókinni upplýs- ingar um hljóðritanir. Meðal annars eru hér útgefnir textar sem Hljóm- ar, Flowers og Dátar sungu á sínum tíma, en einnig koma við sögu Brimkló, Trúbrot, Stuðmenn, Spil- verk þjóðanna, Ðe Lónlí Blú Bojs, Mannakorn, Bubbi, Megas, Bjart- mar, Ný dönsk, Sálin hans Jóns míns og margir fleiri. Þessi útgáfa ætti því að vera kærkomin viðbót við allar þær söngbækur sem út hafa komið á undanförnum árum. 250 íslenskir dægurlagatextar koma út á tíu ára afmæli Félags tónskálda og textahöfunda en áður hefur félagið gefið út fimm nótna- hefti með íslenskum lögum.“ Söngbókin er 286 bls. í vasa- broti og kostar 1.425 kr. Um dreif- ingu sér íslensk bókadreifing. Ibúðtil sölu 2ja herb. íb. í 6 ára gömlu fjölbhúsi við Hverafold er til sölu og laus strax. íb. er um 60 fm ásamt stæði í bílahúsi. Ib. er á jarðh. með sér afgirtum garði fyrir íbúðina. Húsnæðislán frá 1987 er áhv. kr. 1,7 millj. Upplýsingar veitir Haukur Pétursson í síma 35070 eftir kl. 19.00. Grandavegur - þjónustuíbúð fyrir aldraða Vorum að fá í sölu sérlega glæsilega og skemmtilega 3ja herb. tæplega 90 fm íbúð á 8. hæð í lyftuhúsi. Sólstofa. Mikil sameign. Glæsilegt útsýni yfir borgina. íbúðin er til afhendingar nú þegar. Eign í sérflokki. EIGNASALAN, Ingólfsstræti 8, símar 19540 og 19191. STORUTSALA GARÐHUSGQGN 20-40% AFSLÁTTUR Gbandsoleil ARREDA SPA2I APEKTI Itölsk gæðavara Seld með 20-40% afslætti meðan birgðir endast. Hvítt veðurþolið plast. Mikið úrval - Frábært verð! FESTIVAL Kringlótt borð 90 cm breitt. „ýb&áétrrkrtSTUT- Verð nú kr. 2.674,- CLUE Armstóll. Setdýpt 58 cm. __VeFé-áðorkFT8957~ Verð nú kr. 695,- VIENNA Armstóll. Setdýpt 58 cm. __VeFé4étirkrr.u95T- Verð nú kr. 876,- Oll sumarblóm á kr. 39,- Risabúnt: 12 afskornar rósir á aðeins kr. 895,- blómoual +- Tjaldadagar í Skátabúðinni \ B J ó 51 V/4 <8 'A/ ■A _ ¥Q « JL. * Alla fimmtudaga í sumar sýnum við þær 49 tegundir af tjöldum sem fást í Skátabúðinni. Þá færðu tjaldið sem þig vantar með allt að 10% staðgreiðsluafslætti. KsT -3KAWK FKAMMK Snorrabraut 60 • Sími 61 20 45

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.