Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 Togari frá Spánifyrir Rauðanúp? FORSVARSMENN útgerðarfé- lagsins Jökuls á Raufarhöfn hafa staðið í viðræðum við lánar- drottna sína og spánska aðila vegna kaupa á hálfkláruðu spánsku skipi. Þorsteinn Olafs- son, framkvæmdastjóri Jökuls, segir að samningar séu enn á umræðustigi en ef af verði sé hugmyndin sú að ljúka við smíði skipsins hér á landi. Gert er ráð fyrir úreldingu togarans Rauða- núps í kjölfar skipakaupanna. Að sögn Þorsteins er verið að smíða skipið í skipasmíðastöðinni St. Domingo í Vigo á Spáni. Hann sagði að það væri heldur stærra en Rauðinúpur, 45 m á lengd og 11,9 m á breidd, en sennilega yrði það lengt til að henta betur sem hálf- frystiskip. Þorsteinn sagði að allri grófvinnu við skipið væri lokið en eftir væri fínni vinna. Hann sagði að skipið fengist á u.þ.b. hálfvirði nýs skips. Verðbreytingar v. gengislækkunarinnar Morgunblaðið/Kristinn I VON UM SUMAR OG SOL Verðið Verðið hækkar varkr. ernúkr. w* Mullers spaghetti 73,00 79,00 8,2% Spaghetti-pakki hækkar um 8,2% ÝMSAR innfluttar matvörur hafa nú hækkað vegna nýlegrar gengis- fellingar. Sem dæmi má nefna Mull- er spaghetti-pakka, sem áður kost- aði 73 krónur, en kostar nú 79 krón- ur. Það samsvarar hækkun um 8,2%. Skattskil 3.445 fyrirtækja og einstaklinga skoðuð í átaki ríkisskattstjóra Skattálagning 1.210 aðila hækkuð um 280 milljónir ÁTAK, sem ríkisskattstjóraembættið hóf á síðasta ári til eftirlits með skattskilum fyrirtækja og einstaklinga, hefur leitt til þess að álagning á alls 1.210 aðila hefur verið hækkuð um 282 milljónir samtals. Gerð var úttekt á 1.445 fyrirtækjum með tilliti til tekju- skatta og virðisaukaskatts og 2.000 einstaklingum með tilliti til móttekins ökutækjastyrks. Alls voru því skattskil og framtöl hjá 3.445 aðilum athuguð. Tuttugu og fjórum málum hefur verið vísað til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra. Á síðasta ári voru öllum skatt- Tekjuskattsálagning vegna öku- stjórum sendir listar með nöfnum tækjastyrks var hækkuð hjá 680 viðkomandi fyrirtækja og einstakl- inga. Skoðun á þessum aðilum hófst um áramót. í byijun júlí var staða átaksins þannig að álagning hafði vetið hækkuð hjá 530 fyrirtækjum af 1.445. Tekjuskattsálagning var hækkuð hjá 420 fyrirtækjum, sam- tals um um 164 milljónir króna. Meðalhækkun var 391.400 krónur. Hjá 110 fyrirtækjum var álagning virðisaukaskatts hækkuð, samtals um tæpar 50 milljónir króna. Meðal- hækkun á fyrirtæki var 450.900 krónur. einstaklingum af þeim 2.000 sem til skoðunar komu. Meðaltalshækk- un var 100.500 krónur á mann. Samtals hafði álagning verið hækkuð um 282.400.000 krónur í byijun mánaðarins. Hins vegar er nokkur fjöldi mála enn á boðunar- stigi, þ.e. hækkanir opinberra gjalda hafa verið boðaðar gjaldend- um en úrskurður ekki felldur. Var- lega áætlað telur embætti ríkis- skattstjóra að hækkun álagningar upp á um 100 milljónir króna eigi eftir að bætast við. Fyrri hluti ársins hjá Iceland Seafood í Bandaríkjunum Söluaukning um 200 millj. Á FYRSTU fimm mánuðum þessa árs nam söluaukning hjá Iceland Seafood í Bandaríkjunum rúmlega 200 miiyónum króna miðað við sama tímabil í fyrra. Heildarsalan á þessu tímabili í fyrra nam 50,5 milljón- um dollara en 53,6 milljónum í ár. Sæmundur Guðmundsson, aðstoðar- framkvæmdastjóri íslenskra sjávarafurða hf., segir að vissulega séu menn ánægðir með að salan sé vaxandi en vilji sjá meiri sölu þar sem Bandarikjamarkaður sé nú hagstæðari en Evrópumarkaður. Þegar skoðaðar eru tölur sem liggja að baki söluaukningunni kemur í ljós að sala á fiskréttum hefur vaxið um ríflega 10%. Aukn- ing á sölu flaka er nokkru meiri eða um 20%. Sala á öðrum afurð- um minnkaði nokkuð. Hagstæð framleiðsla Sæmundur segir að daufasti sölutími ársins sé núna en menn geri sér vonir um að salan taki aftur kipp í haust. „Hvemig nán- asta framtíð á þessum markaði verður er svo aftur háð samkeppn- isaðilum okkar, eins og til dæmis þeim sem selja Alaska-ufsann svo erfítt er að spá í það dæmi,“ seg- ir Sæmundur. „Og svo á eftir að sjá hvernig samdrátturinn í þorsk- veiðiheimildum leikur okkur.“ í dag Börn Brúðubíllinn sýnir Bimm-Bamm 16 Sambandið______________________ Greiðslu KRON til SÍS rift með dómi 19 Frjómagn Minnsta ftjómagn síðustu þrjú ár 25 Leiðari I þágu bamanna 22 Viðskipti/Atvinnulíf ► Gjaldeyrir innan seilingar - Ferðaþjónustan í vamarbaráttu - Verslunarráð kvartar undan skattayfirvöldum - Ný tækni hjá JCB - Kaffiverð hækkar A dugskrá ► Senditíðni útvarpsstöðva - Kanadískt sjónvarpsefni - Ljós- myndarar sem eltast við þekkt fólk - Fólk í fréttum - Myndbönd - Bíóin í borginni Þota lenti í Keflavík með dauðan hreyfíl Morgunblaðið/Bjami Óánægðir farþegar CARL Friedman: Flugfélagið stóð sig illa. Rit Savage: Upplýs- ingar um hreyfilbilunina komu seint. „Taugatitringur en ekki skelfing“ BOEING 747-SP breiðþota frá United Airlines lenti á Keflavíkur- flugvelli kl. 12.37 í gærdag eftir að einn af fjórum hreyflum vélarinnar stöðvaðist um 100 sjómílur suðsuðvestur af landinu. Flugvélin var á leið frá London til Los Angeles með 191 far- þega. Af þeim fóru 70 til New York og Baltimore með Flugleið- um í gær. Ilinir gistu í Reykjavik í nótt og verður sennilega send vél eftir þeim í dag. Oánægja var meðal farþega vegna þess hve litlar upplýsingar þeim voru gefnar og þurftu þeir að bíða í a.m.k. tvær klukkustundir í Leifsstöð án þess að vita um framhaldið. Vélinni verður flogið til Bretlands eða Bandaríkj- anna, þar sem gert verður við hana. „Þegar drapst á hreyflinum greip ekki beint um sig skelfing heldur frekar taugatitringur. All- ir voru frekar rólegir. Við vorum nýbúin að fá matinn okkar þegar við fundum fyrir hristingi og það er líklega þá, sem drapst á hreyfl- inum, en okkur var ekki sagt frá því fyrr en seinna," sagði Rit Savage frá Seattle í Bandaríkj- unum, en hún var farþegi í flug- vélinni. Óánægja með skipulag Hjá farþegum vélarinnar, sem þurftu að gista hér á landi í nótt og Morgunblaðið ræddi við í gærkvöldi, kom fram óánægja með það hvernig flugfélagið stóð sig eftir lendingu. „Það var hald- ið vel á öllum málum þangað til við komum í flugstöðina en frá því stóð flugfélagið sig mjög illa. Þeir sendu alla farþegana skipu- lagslaust inn í flugstöðina án nokkurra skýringa. Við það gerði mikill órói vart við sig hjá fólki,“ sagði Carl Friedman frá Los Angeles. Hann sagði að farþegamir hefðu þurft að ganga um flug- stöðina í að minnsta kosti tvo klukkutíma án nokkurra upplýs- inga og sumir hefðu ekki einu sinni vitað að þeir ættu að gista á hóteli fyrr en þeir voru komnir í áætlunarbílinn á leið til Reykja- víkur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.