Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993
29
Minning
Viktoría Kristín Guð
mundsdóttir, Björk,
Sandvíkurhreppi
Fædd 24. desember 1915
Dáin 26. júní 1993
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama,
en orðstír
deyr aldregi,
hveim sér góðan getur.
(Hávamál)
Þegar ég minnist tengdamóður
minnar, þeirra mætu konu Kristínar
í Björk, kemur þetta forna erindi
upp í huga mér, það á svo einstak-
lega vel við. jafnframt kemur það
upp í hugann að hinn 24. júní sl.,
er við fjölskyldan fyrir norðan
kvöddum hana í síðasta sinn, voru
liðin nákvæmlega 14 ár frá því ég
sá hana fyrst á heimili hennar í
Björk. Þó að viðdvölin væri ekki löng
í það skiptið varð mér strax ljóst
að þar fór mikil mannkostakona og
myndarleg, bæði í sjón og raun.
Það, ásamt fleiri kostum minnar
góðu tengdamóður, átti eftir að stað-
festast með nánari kynnum.
Kristín, eins og hún var alltaf
kölluð, var fædd í Vorsabæjarhjá-
leigu í Gaulveijabæjarhreppi hinn
24. desember 1915, næstyngst sex
systkina. Foreldrar hennar voru
Guðmundur ívarsson, bóndi þar, og
kona hans, Guðrún Magnúsdóttir.
Ung að árum missti hún báða for-
eldra sína, föður sinn er hún var tíu
ára og móður sína tvítug. Þau systk-
inin tóku við búi að foreldrum sínum
látnum og sýndu þá sem oftar hver
dugnaður og manndómur í þeim bjó,
þannig að af var látið.
Erfiðar aðstæður í æsku komu í
veg fyrir langa skólagöngu, en eftir
að skyldunámi lauk stundaði Kristín
nám við Hverabakkaskóla hjá
Árnýju Filippusdóttur. Hún þurfti
að hætta námi er móðir hennar lést
áður en skólaárinu lauk. Kom sá tími
oft til tals á milli okkar er ég, handa-
vinnukennarinn, forvitnaðist um fal-
legan útsaum og vefnað frá þessum
tíma, sem enn prýðir heimilið í Björk.
Fatasaumur var þó sá þáttur hann-
yrðanáms er henni var notadrýgst-
ur, enda ekki mikill tími aflögu til
tómstunda frá umönnun stórrar fjöl-
skyjdu.
Árið 1940 fluttist Kristín að Björk
í Sandvíkurhreppi er hún giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum, Jóni
Gíslasyni. Foreldrar hans bjuggu hjá
þeim allt til dauðadags og einnig
bjuggu um tíma í Björk Ólafur bróð-
ir Jóns og Guðbjörg, eiginkona hans,
og síðar hún ein ásamt yngstu börn-
um þeirra eftir að hún var orðin
ekkja. Ég hef oft undrast hvernig
gamla húsið í Björk rúmaði allt þetta
fólk, en víst er að þá voru gerðar
aðrar kröfur um lífsins gæði en í
dag. Og ekki hafa þrengsli og lítil
þægindi komið í veg fyrir góð sam-
skipti fólksins á bænum ef marka
má ræktarsemi barna Ólafs við
heimilið í Björk. Börn og unglingar
voru í sveit í Björk á hverju sumri,
nokkur þeirra sumar eftir sumar,
allt upp í tíu sumur. Fyrir barnabörn-
in var ætíð nóg hús- og hjartarými
hjá ömmu og afa, um lengri eða
skemmri tíma, jafnt að vetri sem
sumri, fyrst í gamla húsinu og síðar
í nýja húsinu sem flutt var í 1978.
Þau Kristín og Jón eignuðust sjö
börn, sem öll eru á lífi, bamabörnin
eru orðin 16 og barnabarnabörnin
ljögur. Vinnudagur Kristínar mun
oft hafa verið ærið langur því að
hún gekk til allra starfa, úti sem
inni, jafnframt því að annast bömin
sín sjö af umhyggju einstakrar móð-
ur. Hún var hlýr persónuleiki sem
jafnt menn sem málleysingjar hænd-
ust að. Ég hygg að allir þeir sem
kynntust henni hafi séð að í henni
sannaðist máltækiði „sælla er að
gefa en þiggja“. Hún gekk hæglát
og traust til allra verka af mikilli
ósérhlífni.
Ég minnist þess fyrir nokkrum
ámm að mér fannst hún bera sig
eitthvað einkennilega að við upp-
vaskið svo að ég spurði hana hvort
hún hefði meitt sig. Henni fannst
ekki sérstaklega orð á því gerandi,
en viðurkenndi þó að hún hefði dott-
ið við útiverk. Ekki vildi hún láta
mig sjá um uppvaskið, en féllst þó
á að ég þvægi en hún þurrkaði. Hún
reyndist handleggsbrotin.
Alltaf gat hún fundið verkefni til
að stytta barnabörnunum stundir og
aldrei skoraðist hún undan að lesa
fyrir þau á kvöldin þrátt fyrir langan
vinnudag, það var alveg sjálfsagt. í
hugum minna barna var það sjálf-
sagður hlutur að fara til ömmu og
afa í Björk í hveiju fríi. Þar sakna
þau nú vinar í stað.
Heljar reip
kómu harðlega
sveigð að síðum mér,
slíta ég vilda,
en seig þau vóru,
létt er laus að fara.
(Úr Sólarljóðum)
Kristín greindist með krabbamein
fyrir tveimur árum. Hún gekk i
gegnum erfiða meðferð sem bar
þann árangur að fjölskyldan var
orðin vongóð um að tekist hefði að
vinna bug á sjúkdómnum. En því
miður reyndist um svikalogn að
ræða, meinið tók sig upp og hafði
að þessu sinni yfirhöndina.
Ékki hafði hún mörg orð um það
þó að heilsan væri orðin slæm upp
á síðkastið. Að kvarta það var ekki
til í hennar orðaforða. Ég spurði
hana um páskana hvernig henni liði.
Hún svaraði: „Ja, svona...“ og þá
vissi ég að henni leið alls ekki nógu
vel. Enda lagðist hún á sjúkrahús
fljótlega eftir hvítasunnu og átti
ekki afturkvæmt.
Þó að aldur hennar væri orðinn
allhár var kærleiksbrunnur hennar
langt frá því þurrausinn og hún
hafði af miklu að miðla. Hugsun
hennar snerist alla tíð um velferð
sinna nánustu og annars samferða-
fólks. Það var lærdómsríkt að kynn-
ast henni og ég er þakklát fýrir
hveija þá stund sem börnin mín
fengu að njóta samvista við hana.
Ferð þín er hafin.
Fjarlægjast heimatún.
Nú fylgir þú vötnum
sem falla til nýrra staða
og sjónhringar nýir
sindra þér fyrr augum.
(Hannes Pétursson)
Tengdamóðir mín hefur lagt upp
í sína hinstu för. Það er skarð fyrir
skildi í Björk og missir aldraðs eigin-
manns mikill. En Kristín í Björk
skildi eftir flekklausar minningar
okkur til huggunar. Megi hún hvíla
í friði.
Anna Kristín Gunnarsdóttir.
Hinn 26. júní lést í Sjúkrahúsi
Suðurlands á Selfossi Viktoría Krist-
ín Guðmundsdóttir húsfreyja í Björk
í Sandvíkurhreppi. Hún verður í dag
borin til grafar frá Selfosskirkju og
vil ég því minnast hennar með
nokkrum orðum.
Kristín, eins og hún var oftast
nefnd, fæddist í Vorsabæjarhjáleigu
í Gaulveijabæjarhreppi 24. desem-
ber 1915. Voru foreldrar hennar'
hjónin Guðmundur bóndi í Vorsabæj-
arhjáleigu ívarsson bónda þar Guð-
mundssonar þar Gestssonar í
Vorsabæ Guðnasonar frá Gerðum í
Landeyjum og Guðrún Magnúsdóttir
bónda í Selparti Friðrikssonar bónda
í Forsæti og Selparti Bergssonar
bónda í Hólum í Stokkseyrarhreppi
Jónssonar eldra Ingimundarsonar
Bergssonar í Brattsholti Sturlaugs-
sonar. Var Kristín sjöundi liður frá
þeim merka ættföður, Bergi hrepp-
stjóra sem Bergsættin er kennd við.
Kristín ólst upp í Vorsabæjarhjá-
leigu í rjörmiklum og fjölmennum
systkinahópi. Systkini hennar voru
þau Guðmundur bóndi í Vorsabæjar-
hjáleigu, Lovísa húsfreyja í Vest-
mannaeyjum, ívar sem síðastur bjó
í Saurbæ í Villingaholtshreppi, Guð-
mundur Elías járnsmiður á Selfossi,
Stefán Ágúst verkamaður í Vest-
mannaeyjum og Magnús landpóstur
á Selfossi. Þetta voru atorkumikil
systkini, hvar sem þau kusu sér
starfssvið og svo hjálpsöm og verk-
lagin að mjög margir nutu góðs af.
Hinn 19. október 1940 giftist
Kristín Jóni bónda Gíslasyni í Björk
í Sandvíkurhreppi og frá því ári
hefur hún verið þar heimilisföst, eða
í 53 ár. Þar hafði Jón tekið við búi
af foreldrum sínum, Gísla Lafranz-
syni og Sigríði Vigfúsdóttur, árið
1934. Bjó Jón fyrst á móti Ólafi
bróður sínum, en hann fluttist svo
að Þórðarkoti í Flóagaflshverfi árið
1937. Bjó þá Jón næstu ár með til-
styrk foreldra sinna og systkina en
árið 1940 hófu þau Kristín þar bú-
skap sem staðið hefur til þessa.
Vel fórst Kristínu við tengdafor-
eldra sína sem dóu hjá henni í hárri
elli og mágafólk hennar átti sér
heimili í Björk svo iengi sem það
kaus. Þetta varð mjög snurðulaus
yfirtaka húsmóðurvaldanna á fjöl-
mennu sveitaheimili og þá kom það
eðli Kristínar fram að ganga fum-
laust og hljóðlátt fram í hveiju verki.
Sjö börn eignuðust þau Jón á næstu
tólf árum, en þau eru: Guðrún, f.
1941, húsfreyja á Selfossi, bjó áður
á Leirubakka í Landsveit; Sigríður,
f. 1942, búsett heima í Björk; Ólaf-
ía, f. 1943, húsfreyja í Reykjavík;
Guðmundur, f. 1944, vélstjóri og
trésmiður og nú bóndi á móti föður
sínum í Björk; Gréta, f. 1946, hús-
freyja á Selfossi; Ragnheiður, f.
1950, húsfreyja á Selfossi; og Sig-
urður, f. 1952, íslenskukennari við
Fjölbrautaskólann á Sauðárkróki.
Þessi stóri barnahópur var það
sem Kristín eignaðist best á lífsleið-
inni og mat mest. Þótt systkinin
færu til náms var þeim heimilið
mjög kært og alltaf fannst mér
mannmargt í Björk þótt þar væru
nú undir það síðasta ekki til heimil-
is aðrir en gömlu hjónin og þau
systkini, Sigríður og Guðmundur.
Kristín tók barnabörnin að sér og
studdi þau sem bjuggu lengra að til
skólagöngu á Selfossi með dvöl þar
á heimilinu. Að koma sjö börnum
til manns var mikið átak og jörðin
Björk er ekki stór að flatarmáli. En
Björkin hefur ávallt farið vel með
sína og þannig var um búskap þeirra
Jóns og Kristínar. Þau liðu aldrei
skort, fylgdust vel með í öllum bú-
skaparframförum, reistu öll hús sín
að nýju. Það var gert á löngum tíma,
lítt stofnað til skulda en að lokum
sátu þau hjónin í fallegu einlyftu
steinhúsi og nutu þar ellidaganna.
Kristín Guðmundsdóttir var kona
há vexti og þrekin, bar sig vel, hafði
prúða framkomu. Ókunnugt fólk
hefði talið hana fámála. Það var hún
kannski á mannamótum. En heima
í eldhúsi, með fjölskyldunni og nán-
um vinum beinlínis geislaði af henni.
Hún gat verið svo hnyttin í orðalagi
að maður mundi það lengi. Ekki var
hún hvefsin eða áreitin, lagði gott
til mála en ef hún þurfti að finna
að einhveiju brá fyrir léttri kímni
sem hitti í mark án þess að særa.
Hún var því sterkur persónuleiki og
átti sterkan og tryggan vinahóp. Þar
held ég að henni hafi þótt bestur
fengur í spilaklúbbi sem hún hélt
uppi hér í sveitinni með sjö öðrum
konum í hin mörg síðustu ár. Henni
var unun að blanda geði við þessar
vinkonur sínar og tók höfðinglega á
móti þeim. Reyndar var alltaf tilbúið
veisluborð í eldhúsi hennar og ekki
einungis þakka ég gott meðlæti held-
ur öll þau góðu ráð sem hún veitti
mér og öðrum á lífsleiðinni.
Kristín í Björk var sterkur per-
sónuleiki og sá styrkur yfirgaf hana
ekki hin síðustu ,ár er hún barðist
við krabbamein. Það yfirvann hún
lengi með uppskurðum og lyfjum,
en mest þó með viljaþreki sínu. Ég
man hana glaða og káta fyrir örfáum
vikum er ég heimsótti þau Jón. En
skjótt getur dauðinn höggvið og það
gerði hann hér. En eftir er skilin
minningin um afbragðs konu sem
við sveitungar minnumst með hlý-
hug og virðingu. Eiginmanni hennar
og börnum sendi ég mínar bestu
samúðarkveðjur.
Páll Lýðsson.
í dag verður borin til grafar amma
okkar V. Kristín Guðmundsdóttir er
lést aðfaranótt laugardagsins 26.
júní.
Amma tilheyrði þeirri kynslóð sem
fæddist og bjó í sveit allt sitt líf. í
augum okkar barnabamanna var
hún hin fullkomna amma með fal-
legu gráu flétturnar og hjarta úr
gulli.
Alltaf var hægt að leita til ömmu
og eru þær ófáar stundirnar sem við
barnabörnin höfum dvalist hjá ömmu
og afa í Björk, í lengri eða skemmri
tíma.
Ömmu var umhugað að við vær-
um ekki svöng og voru þá kjötboll-
ur, flatkökur og kleinur það vinsæl-
asta. Nánast aldrei lánaðist að fá
ömmu til að setjast við matborðið
með okkur þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir. Hugkvæmdist þá einum hug-
vitsmanninum í fjölskyldunni að
útbúa fyrir hana sérstaklega háan
koll þannig að hún gæti fylgst með
borðhaldinu samtímis því að hræra
í pottunum.
Amma okkar sem var fædd á
aðfangadag bar alla tíð með sér frið
og hlýju jólahátíðarinnar og fengum
við barnabörnin sextán að njóta þess
í ríkum mæli.
Söknuður okkar allra er mikill,
en minningin um hana og það sem
hún hefur gefið okkur er og verður
dýrmætt veganesti um ókomna
framtíð.
Guð blessi ömmu.
Barnabörn og barna-
barnabörn.
Erfidrylikjur
Glæsileg Iviiíii-
hlaðborð fallegir
salir og mjög
góð þjónusta.
Upplýsingar
í síma 2 23 22
FLUGLEIÐIR
flfif E1 IÐfTlIIJIi
T
FÉLAGSLÍF
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
Helgarferðir 9.-11. júlí
Brottför föstud. kl. 20.00:
1. Þórsmörk - Langidalur.
Gönguferöir við allra hœfi.
Góð gisting í Skagfjörösskála.
Munið ódýra sumardvöl. Ferðir
einnig á sunnudögum og mið-
vikudögum kl. 08 að morgni.
2. Fimmvörðuháls - Skógar.
Gist í Þórsmörk. Gengið yfir
hálsinn á laugardeginum (8-9
klst. ganga). Seljavallalaug
heimsótt.
3. Landmannalaugar. Góð gist-
ing f sæluhúsinu. Gönguferðir.
Brottför laugard. kl. 08.00:
Siglt, gengið og hjólað
á Kjalarsvæðinu.
1. Hvítárvatn - Karlsdráttur.
Stórkostleg sigling á Hvítár-
vatni í Karlsdrátt. Gönguferðir.
Gist ( Hvítárnesskála.
2. Ný fjallahjólaferð: Hvítár-
vatn - Hagavatn - Geysir. Ferð
í samvinnu við (slenska fjalla-
hjólaklúbbinn. Gist í Hagavatns-
skála.
Upplýsingar og farmiðar á
skrifstofunni, Mörkinni 6, sími
682533.
Laugardagur 10. júlf kl. 08:
Gönguferð á Heklu. Gengið frá
Skjólkvium. 7-8 klst. ganga.
Verð 2.100 kr.
Miðsumarferð á hálendið
17.-25. júlí:
Ekið austur með suðurströnd-
inni, gist f Stafafelli, næst á
Sma ouglýsingar
fíímhjQlp
Hallormsstað og siðan liggur
leiðin inn á hálendið, s.s Snæ-
fell, Kverkfjöll, Öskju, Hvanna-
lindir, Herðubreiðarlindir. Til
baka verður ekið um Sprengi-
sand.
Einstök ferð um stórbrotið
landslag - hálendiö norðan
Vatnajökuls allt ( einni ferð.
Ferðafélag Islands.
Orð lífsins,
Grensásvegi8
Vakningarsamkoma í kvöld kl.
20.30. Mikill söngur og beðið
fyrir sjúkum.
Allir hjartanlega velkomnir!
í kvöld kl. 20.309 er almenn sam-
koma í Þrfbúðum, Hverfisgötu
42. Mikill og fjölbreyttur söngur.
Samhjálparvinir vitna um
reynslu sína af trú. Kaffi að lok-
inni samkomu. Allir velkomnir.
Samhjálp.
VEGURINN
Kristiö samfélag
Smiðjuvegi 5, Kópavogi
Lækningasamkoma kl. 20.00 í
kvöld á Smiðjuvegi 5, Kópavogi.
Kennt verður um guðlega lækn-
ingu og beðið fyrir sjúkum.
„en þeir sem vona á Drottinn
fá nýjan kraft,...
Þeir hlaupa og lýjast ekki, þeir
ganga og þreytast ekki.“
UTIVIST
Hallveinarstín 1 • simi 614;3p
Kvöldferð fimmtudag
8. júlf:
Kl. 20 Undirhlíöar. Létt og
skemmtileg ganga fyrir alla fjöl-
skylduna á Bláfjallasvæðinu.
Verð kr. 1.000/1.100.
Frítt fyrir börn 15 ára og yngri.
Miðar við rútu.
Helgarferðir 9.-11. júlí:
Kl. 18.00 jökulheimar.
Kl. 20.00 Básar við Þórsmörk.
Kl. 20.00 Básar - Fimmvörðu-
háls.
Laugardag 10. júlí kl. 8.00
Fimmvörðuháls.
Ath. að sjálfboðaliða vantar til
starfa við skálavörslu í Fimm-
vörðuskála í júlí. Áhugasamir
hafi samband við skrifstofu
Útivistar.
Útivist.
Hvítasunnukirkjan
Völvufelli
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. Allir hjartanlega velkomnir.