Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 44
HEWLETT
PACKARD
------UMBOÐIÐ’
HP Á fSLANDI HF
Höfdabakka 9, Reykjavík, sími (91) 671000
Frá möguleika til veruleika
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I 103 REYKJAVÍK
SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
TVÖF/\LDUR . vinningur
FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK.
Vanskil hafa farið
vaxandi undanfarið
Einstaklingar óska eftir greiðslufresti eða lengingn lána
HJÁ lánastofnunum fást þær upplýsingar
að vanskil, bæði heimila og fyrirtækja,
hafi að undanförnu farið vaxandi. Einnig
er nú sérstaklega áberandi að einstaklingar
leiti eftir greiðslufresti og endurskipulagn-
ingu lána. Hjá veðdeild Landsbanka Is-
lands, sem sér um innheimtu fyrir húsnæð-
islánakerfið, fengust þær upplýsingar að
aukinn fjöldi fólks kæmi til að biðja um
greiðslufrest eða greiðsluaðlögun vegna
atvinnuleysis eða tekjurýrnunar. „Við höf-
um verið með nokkuð góða innheimtu mið-
að við það sem gerist almennt en hún hef-
ur þyngst á síðustu 6 mánuðum,“ sagði
Jens Sörensen, forstöðumaður veðdeildar
Landsbanka Islands.
í skilum með lán.“
Ragnar sagði að meðan efna-
hagsástandið færi áfram versn-
andi yrðu viðvarandi erfiðleikar
hjá atvinnuvegunum og heimilun-
um.
Bjarnargreiði
Baldvin Tryggvason, spari-
sjóðsstjóri Sparisjóðs Reykjavíkur
og nágrennis, staðfesti að vanskil
hefðu farið vaxandi að undan-
förnu. „Vanskilin eru meiri á öll-
um stöðum, hvort sem um er að
ræða víxla, skuldabréf, greiðslu-
kort eða annað. Það er að harðna
á dalnum.“ Aðspurður um hvernig
sparisjóðurinn tæki á auknum
vanskilum sagði hann að reynt
væri að koma til móts við við-
skiptavini eins og mögulegt væri.
„Hins vegar verður að gæta að
því að það getur verð hinn mesti
bjamargreiði að bæta við lánum.
Það viljum við helst ekki gera
þegar í svona erfiðleika er komið,
heldur reyna að leysa vandann
t.d. með að benda viðskiptavinum
á sölu eigna og draga úr neyslu,
ef það er mögulegt.“
Morgunblaðið/Einar Falur
Hart barist í
bikarkeppninni
Vanskil hjá íslandsbanka hafa
aukist aðeins að undanförnu að
sögn Ragnars Önundarsonar,
framkvæmdastjóra hjá bankan-
um. Hann sagði að tekið væri ein-
staklingsbundið á vanskilunum og
mikið væri um að lán væra endur-
skipulögð og lengd, bæði hjá ein-
staklingum og fyrirtækjum, ef
fyrir lægju fullnægjandi trygging-
ar til þess og sömu einstaklingar
væru að gera aðrar ráðstafanir í
sínum málum.
Sala eigna
„Oft er það að fyrirtæki og
heimili geta létt á sinni skulda-
stöðu með því að minnka við sig
eignir og selja þær til að geta
greitt upp skuldir," sagði Ragnar
en nefndi að vegna versnandi ár-
ferðis væri stöðnun og jafnvel
verðfall á markaðsvirði eigna,
hvort sem um væri að ræða íbúð-
ir eða atvinnuhúsnæði. „Á sama
tíma er afkoma að versna. Raun-
vextir, sem áfram eru tiltölulega
háir, og gengisfellingar valda því
að skuldimar hækka. Þetta leiðir
til þess að fyrirtækjum og heimil-
um gengur eitthvað ver að standa
A Morgunblaðið/Einar Falur
Arbæjarlaug undir hvolfþak
FYRSTA almenningssundlaugin í Árbæjarhverfi er komin undir þak og
er áætlað að taka hana í notkun næsta vor.
LEIFTUR frá Ólafsfirði, sem
leikur í 2. deild, og 1. deildarlið
Akurnesinga, Fylkis og Víkings
tryggðu sér áframhaldandi þátt-
tökurétt í bikarkeppni karla í
knattspyrnu í gærkvöldi. Á
myndinni eru HK-mennirnir
Reynir Björnsson, t.h., og Stef-
án Guðmundsson ásamt Ólafi
Adolfssyni, leikmanni ÍA.
Nánar á bls. 42 og 43.
íbúðir
á útsölu
FJÓRAR íbúðir í Setbergshlíð í
Hafnarfirði hafa verið auglýstar
til sölu með fjórðungsafslætti.
Ástæðan fyrir útsölunni er sú, að
verið er að se\ja mikið af íbúðum
á þessu svæði og menn viþa örva
söluna, að sögn Magnúsar Axels-
sonar fasteignasala.
Ibúðimar eru í eigu fjármögnunar-
fyrirtækisins Veðs hf., en fasteigna-
salan Laufás sér um söluna. Sem
dæmi um verðlækkunina má nefna
að verð tveggja herbergja íbúðar
' lækkar úr 6.250 þúsundum í 4.714
þúsund, en þá er miðað við stað-
greiðslu, og því er t.d. ekki hægt að
taka húsbréf sem greiðslu nema að
teknu tilliti til affalla.
Magnús segir að vissulega sé hér
um að ræða nokkuð óvenjulega sölu-
aðferð, en markaðirnir taki breyting-
um og tilboð af þessu tagi séu í anda
nútíma viðskiptahátta.
Sjá nánar bls. Bl.
Uppboði á eigum Sólar hf. var frestað í annað sinn í gær
Nauðasanmmgar og endur-
skipulagiiing í undirbúningi
Stefnt er að lækkun skuldabyrði úr 1.200 milljónum króna 1600 milljónir króna
STÆRSTU kröfuhafar Sólar/Smjörlíkis hf.
samþykktu í gærmorgun að fresta öðru sinni
uppboði á eignum fyrirtækisins og hefur nýr
uppboðsdagur verið ákveðinn 19. júlí. Á fundi
stjórnenda Sólar með fulltrúum stærstu kröfu-
hafa; sem eru Iðnlánasjóður, Iðnþróunarsjóð-
ur, Islandsbanki og Glitnir, hefur í stórum
dráttum náðst samkomulag um að hefja undir-
búning fjárhagslegrar endurskipulagningar
og nauðasamninga. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hyggjast þessir lánardrottnar
afskrifa ákveðinn hluta skulda fyrirtækisins
og skuldbreyta, ýmist í hlutafé eða víkjandi
lán, svo fremi sem fjárhagsleg endurskipu-
lagning, hlutafjáraukning og nauðasamningar
ganga eftir, eins og að er stefnt. Heildarskuld-
ir fyrirtækisins nema um 1.200 milljónum
króna, en að því er stefnt að lækka skulda-
byrði fyrirtækisins um helming. Aðspurður
kvaðst Davíð Sch. Thorsteinsson, fram-
kvæmdastjóri Sólar hf., myndu gegna lykil-
hlutverki í fjárhagslegri endurskipulagningu
fyrirtækisins.
Stærstu kröfuhafarnir eiga liðlega 900 milljóna
króna kröfur á hendur fyrirtækinu, af þessum
1.200 milljóna króna heildarkröfum. Munu þeir
setja sem skilyrði fyrir þátttöku sinni í skuldbreyt-
ingum og afskriftum skulda upp á nálægt 450
milljónir króna, að sambærilegir samningar takist
við aðra kröfuhafa. Ekki liggur fyrir hversu hátt
hlutfall lánardrottnar væru reiðubúnir að afskrifa
af skuldum Sólar, þar sem jafnframt er rætt um
að ákveðnum hluta skuldanna yrði breytt í hluta-
fé og víkjandi lán til fyrirtækisins.
Verði þetta niðurstaðan, má búast við því, að
skuldir fyrirtækisins að loknum nauðasamningum
verði um 600 milljónir króna. Samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins má þó búast við að sú
tala geti enn lækkað, þar sem vonir eru bundnar
við að hlutafjáraukning geti orðið allveruleg.
Lánastofnanir þær sem hér að ofan greinir,
hafa gert ákveðnar kröfur um fjárhagslega endur-
skipulagningu fyrirtækisins og samkvæmt upplýs-
ingum Morgunblaðsins hafa forráðamenn þess
fallist á þær kröfur og mun samkomulag um það
með hvaða hætti verður staðið að þeirri endur-
skipulagningu vera í burðarliðnum. Morgunblaðið
hefur upplýsingar um að stærstu lánardrottnar
fyrirtækisins hafi gert kröfu um að þeir settu inn
eigin mann til þess að stýra rekstri fyrirtækisins,
á meðan á endurskipulagningunni stendur og mun
að líkindum verða fallist á þá kröfu, samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins.
Að sögn Davíðs Sch. Thorsteinssonar, fram-
kvæmdastjóra Sólar hf., er endurskipulagning á
starfsemi íslensks bergvatns hf., sem er að hálfu
í eigu Sólar, liður í endurskipulagningu fyrirtækis-
ins. Forráðamenn Seltzer-fyrirtækisins í Bretlandi
séu væntanlegir hingað til lands í næstu viku með
það fyrir augum að ganga frá stofnun félagsins
Seltzer á íslandi hf., sem muni væntanlega taka
framleiðslutæki Islensks bergvatns hf. á leigu í
sex mánuði.
Davíð sagði að verið væri að undirbúa að skilja
þannig út vatnshluta fyrirtækisins, í samstarfí við
Seltzer og lánardrottna. Ljóst yrði eftir næstu
viku hvemig semdist við lánardrottna. „Seltzer-
pakkinn verður það sem brýtur ísinn. Að honum
loknum er fyrst hægt að ljúka hinum kaflanum,“
sagði Davíð.
Ef saman gengur með íslensku bergvatni og
Seltzer, gengur í garð fjárhagsleg endurskipulagn-
ing á Sól hf., en í kjölfar tapsins á íslensku berg-
vatni verði fyrirtækið að fá inn nýtt hlutafé, að
sögn Davíðs. „Þetta eru óskaplega stórir og mikl-
ir samningar, sem eru mjög skammt á veg komn-
ir. En ég ætla mér að ljúka þeim þannig, að það
verði afar fýsilegur kostur að leggja hlutafé í
þetta.“ 1