Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 08.07.1993, Blaðsíða 40
40 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 8. JÚLÍ 1993 IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA Fjórtán ára piltar fengu leið- sögn hjá landslidsþjálfurum Morgunblaðið/Frosti Knattspyrnuskóli KSÍ eins og hann var skipaður í ár. í aftari röð frá vinstri: Þórður Lárusson þjálfari, Sigurður Sveinn Þórðarson, Ágúst Benediktsson [ÍR], Bjarni Guðjónsson [ÍA], Bjarni Lárus Hall [Gróttu), Guðmundur Steinars- son [IBK], Amar Jóhannsson [Víkingi], Asmundur Gísiason [Völsungi], Daníel Bjamason [Fram], Finnur Bjamason [Fram], Kristján Jóhannsson [IBK], Arni Páll Pétursson [KR], Vignir Már Eiðsson [UMF Þrótti], Haukur Hauksson [Fram], Elvar Geir Magnússon og Magnús Einarsson þjálfari. Fremri röð frá vinstri: Konráð Gíslason [Fjölni], Haukur Úlfarsson [Víkingi], Andrés Jónsson [Fram], Þorleifur Ámason [Dalvík], Freyr Karlsson [Fram], Kjartan Helgason [FH], Jón Ingi Einarsson [Fylki], Búi Bendtsen [KR], Grímur Garðarsson [Val], Ágúst Guðmundsson [Val], Tryggvi Bjömsson [Víkingi] og Guðmundur Einarsson [Fylki]. Knattspymuskóli KSÍ heimsóttur: KNATTSPYRNUSKOLA KSI var slitið í síðustu viku. Þá höfðu 24 piltar sem allir eru fæddir árið 1979 dvalið á Laugarvatni í fimm daga við knattspyrnuæf- ingar. ^%jálfarar U-16 ára landsliðsins, þeir Þórður Lárusson og Magnús Einarsson stýrðu skólanum en þeir fengu góða aðstoð hjá landsliðsþjálfurunum Ásgeiri Elías- syni, Gústafi Björnssyni og Guðna Kjartanssyni. Kristinn Björnsson þjálfari mfl. Vals, Ivan Sochor þjálf- ari mfl. KR og Velimir unglinga- þjálfari hjá' ÍBK stjórnuðu einnig æfingum og af upptalningunni hér að framan má ætla að hópurinn hafi verið í góðum höndum. Þá hlýddu piltarnir á fyrirlestra um íþróttameiðsli, næringafræði og dómgæslu frá sérfræðingum um þessi efni. „Ég er sannfærður um að piltarn- ir hugsa öðruvísi um knattspyrnu en áður en þeir komu hingað. Við lögðum mikla áherslu á að þessi ferð væri byggð upp á sama hátt og landsliðsferð. Hér hefur allt snú- ist um knattspyrnu, allt er í föstum skorðum og tíminn nýttur til hins ýtrasta,“ sagði Þórður. Erfitt val Alls voru 120 drengir tilnefndir af félögunum og það kom í hlut þeirra Þórðar og Magnúsar að fylgj- ast með þeim á forvalsæfingu og í leik í vetur. Endanlegt val byggðist á frammistöðu drengjanna á þeim vígstöðum. Þórður og Magnús sögðu að valið hefði verið erfitt. „Það er alltaf erfitt að velja og undantekning að menn séu sam- mála um hlutina. Fram og Víkingur eru með sterkustu liðin í fjórða flokki og því ekki óeðlilegt að flest- ir piltarnir komi úr þessum félögum. Við reyndum að velja drengina eft- ir alhliða getu en ekki eftir því hvaða stöðu þeir leika á vellinum. Hins vegar er ekkert þak á því hve margir eru valdir úr hvetju félagi.“ Pressuliðið náði jöfnu Knattspyrnuskólinn var fyrst settur á laggirnar 1986 og frá upp- hafi hafa drengjalandsliðsþjálfaran- ir valið í tvö lið. A-liðið er kallað landslið og B-liðið pressulið en þau mættust á grasvellinum á Laugar- vatni á síðasta degi skólans. Liðin skildu jöfn 3:3 í bráðfjörugum leik en þess má geta að það er í fyrsta sinn í átta ára sögu skólans sem gressuliðið nær jöfnu. Þorleifur Árnason skoraði tvö af mörkum pressuliðsins og Grímur Garðarsson eitt. Mörk landsliðsins sem var um tíma 1:3 undir í leiknum skoruðu Landsliðsmaðurinn Guðmundur Steinarsson og Búi Bendtsen úr pressulið- inu stíga léttan dans í leik liðanna. þeir Finnur Bjarnason, Guðmundur Steinarsson og Bjarni Guðjónsson. Andrés Jónsson landsliðsmaður býr sig undir að skjóta en Tryggvi Björns- son úr pressuliðinu fylgist með. Hvað fannst þeim um skólavistina? Skólinn var mjög skemmtilegur og fræðandi. Mestur tíminn hefur farið í æfingar en frítímann þess á milli höfum við notað til að slappa af og fara í sundlaugina," sagði Bjami Guðjónsson miðvallarspilari frá Akranesi. „Það er óneitanlega gott að vera valinn í þennan hóp og ég ætla að leggja mikið á mig til að komast í drengjalandsliðið á næsta ári,“ sagði Bjarni. Ekki nógu margir í lið Það eru ekki bara drengir úr stóru félögunum sem valdir voru í skólann og Vignir Már Eiðsson, leikmaður með UMF Þrótti í Vogum er besta dæmið um það. Félag hans stillir upp innanhússliði en hefur ekki mannskap til að fylla í lið á íslandsmótinu utanhúss í hans ald- ursflokki. Því þurfa drengirnir að skipta í önnur félög yfir sumartím- ann. „Þetta er búið að vera í einu orði frábært. Ég hef kynnst öllum strákunum og lært mikið í knatt- spyrnu á þessum tíma. Þreytan er farinn að segja til sín núna í lokin en ég á aldrei eftir að gleyma þess- um tíma,“ sagði Vignir. Svekktur að vera ekki valinn Freyr Karlsson sem leikur með Fram fann aðeins tvennt að dvöl- inni á Laugarvatni, Rigninguna og að vera ekki valinn í landsliðið. „Við höfum lært mikið og ég er mest spenntur fyrir upphitunar- og skotæfingum sem Velimir kom með. Ég er búinn að spila lengi á móti þessum strákum sem eru hérna en hef aldrei kynnst þeim fyrr en nú og þeir hafa komið mér á óvart,“ sagði Freyr. Með mörk í genunum „Ég er farinn að spila betur enda ekki annað hægt þegar maður er undir stjórn svona góðra þjálfara," sagði Guðmundur Steinarsson framlínumaður úr IBK. Hann hefur verið á skotskónum í sumar og skor- að tuttugu mörk fyrir Keflavíkurlið- ið á íslandsmótinu og svipar að því leytinu til föðurs síns, Steinars Jó- hannssonar sem var mikill marka- skorari með Keflavíkurliðinu á árum áður. Reyndar var svo um marga pilta í skólanum að feður þeirra eða bræður hefðu náð langt í knattspyrnunni. Fljótir strákar „Ég hef fylgst mjög vel með knatt- spyrnuskólanum sl. þrjú ár og er viss um að þetta er jafnasti hópur- inn sem ég hef séð til. Það hafa yfirleitt verið stærri strákar í skól- anum, en núna er mikið um „tekn- iská“ og fljóta .leikmenn. Þetta er frískur og hópur og jafnframt svo- lítill skaphópur," sagði Lárus Grét- arsson, þjálfari 4. flokks Fram sem fylgdist með hópnum síðasta dag- inn. „Ég get ekki neitað því að ég hefði viljað sjá tvo leikmenn frá Vignlr Már Eiðsson. mér til viðbótar í þessum hópi en það má endalaust deila um valið. Ég tel að það mætti gefa drengjun- um fleiri tækifæri á forvalsæfing- unum áður en hópurinn er valinn. Þrátt fyrir að þessir strákar hafi verið valdir núna er ekki þar með sagt að það verði eingöngu piltar úr þessum hópi sem valdir verða í U-16 ára liðið. Það eru margir efni- legir piltar fyrir utan sem bíða eft- ir sínu tækifæri." Freyr Karlsson, Guðmundur Steinarsson og Bjarni Guðjónsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.