Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 1
64 SIÐUR LESBOK/C
STOFNAÐ 1913
153. tbl. 81.árg.
LAUGARDAGUR 10. JULI 1993
Prentsraiðja Morgunblaðsins
Izetbegovic fellur frá sátt um þrískiptingu
Vatn er á þrot-
um í Sarajevo
Sar^jevo, London. Reuter.
ALIJA Izetbegovic, forseti Bosniu, sagði í gær að forsætisráð lands-
ins hefði hafnað hugmyndum um að landinu yrði skipt í þrennt eft-
ir þjóðernum. Hótanir Vesturlanda um að draga gæslulið burt frá
Bosníu virtust hafa fengið hann til að íhuga alvarlega að sættast á
þrískiptingu landsins. Ástandið í höfuðborginni Sarajevo er nú orðið
hörmulegt, þar sem hvorki er rafmagn né gas að fá og vatnsbirgð-
ir eru á þrotum.
hersveitir múslima væru komnar að
fótum fram. „Baráttunni er ekki
lokið fyrr en maður gefst upp,“
sagði hann á fréttamannafundi.
Hann sagði ennfremur að sjö af 10
meðlimum forsætisráðsins hefðu
samþykkt einróma að hafna friðará-
ætlun Serba og Króata. Níu meðlim-
ir ráðsins myndu hittast í Zagreb í
dag og greiða atkvæði um áætlun-
ina, áður en þeir hittu sáttasemjara
að máli. Atkvæðagreiðslan væri þó
Izetbegovic sagði í fyrradag að
ef til skiptingar kæmi þá yrði það
skipting eftir þjóðernum. „Hinn
kosturinn er endaiaust stríð. Það
er illur kostur." Douglas Hurd, ut-
anríkisráðherra Bretlands, sagði í
fyrradag að gæslulið Sameinuðu
þjóðanna yrði ef til vill að hverfa
burt úr Bosníu, og þá hlytu stríðsað-
ilar að berjast uns yfir lyki.
Izetbegovic hafnaði því í gær að
Falsaðir
Ferrari
Róm. The Daily Telegraph.
FERRARI-bílaverksmiðjurnar
ítölsku urðu fyrir nokkru áfalli
þegar upp komst að verksmiðja
steinsnar frá bílaverksmiðjunum
sjálfum hafa verið að smíða og
selja falsaða Ferrari-bíla.
Lögregla í borginni Modena, fæð-
ingarstað Enzo heitins Ferrari, sem
hannaði bílinn fræga, komst á snoð-
ir um starfsemi sem velti milljónum,
innan við fimm kílómetra frá aðal-
stöðvum Férrari. Átta manns eru
sakaðir um að hafa falsað klassísk-
ar árgerðir frá sjötta og sjöunda
áratugnum, með því að nota bíl-
parta frá eiginlegum framleiðanda
til þess að „gera við skemmda bíla“.
Þessi vafasama framleiðsla var síð-
an seld til útlanda, aðallega til Bret-
lands, Sviss og Bandaríkjanna.
einungis formsatriði.
Alþjóða heilbrigðismálastofnunin
spáir því að yfir Sarajevo muni dynja
slíkar hörmungar, að slíkt hafi ekki
þekkst síðan verst lét í síðari heims-
styrjöld. Eldsneyti fyrir vatnsdælur
sé á þrotum og fólk í borginni hafi
sumt gripið til þess ráðs að sjóða
holræsavatn til neyslu. Hersveitir
Serba hindruðu í gær flutning á olíu
til borgarinnar, þrátt fyrir skriflegt
loforð stjómmálaleiðtoga þeirra,
Radovans Karadzic, um flutninginn.
Draskovic látinn laus
Reuter
FORSETI Serbíu, Slobodan Milosevic, lét í gær lausan
leiðtoga stjórnarandstöðunnar í landinu, Vuk Draskovic,
og konu hans, Danicu. Skýrði serbneska ríkissjónvarpið
frá þessu og hafði eftir Milosevic, að fangelsun hans
hefði verið farin að gefa slæma mynd af landi og þjóð.
Höfðu þjóðarleiðtogar á Vesturlöndum, í Frakklandi,
Þýskalandi og Bandaríkjunum, krafist þess, að þeim
hjónum yrði sleppt en þeim var báðum misþyrmt þegar
þau stýrðu mótmælagöngu gegn stjórninni 2. júní sl.
Eftir að Draskovic var látinn laus veifaði hann til stuðn-
ingsmanna sinna úr glugga sjúkrahússins þar sem hann
hefur dvalið, og var augljóslega mjög af honum dregið,.
en fyrir rúmri viku hætti hann að neyta matar og
drykkjar til að leggja áherslu á kröfu sína um frelsi.
Rússlandsþíng lýsir yfír
eign sinni á Sevastopol
Bein íhlutun og jafnvel stríðsyfirlýsing segja Úkraínumenn
Niðurstöður DNA-rannsókna
Beinaleifar
úr fjölskyldu
Rússakeisara
London. Reuter.
BRESKIR vísindamenn skýrðu frá því í gær að
þeir væru svo til sannfærðir um að beinaleifar,
sem þeir hafa rannsakað og fundust i mýri skammt
frá Katrínarborg í Rússlandi, séu úr Nikulási II
Romanov, síðasta keisara Rússa. Kommúnistar
myrtu keisarafjölskylduna þar í borg í júlí 1918
eftir að hafa rænt völdum í nóvember 1917.
Vísindamennimir notuðu blóðsýni úr Filippusi
drottningarmanni til samanburðar en amma hans,
Viktoría, og Alexandra keisaraynja voru systur.
„Við erum meira en 98,5% viss um að líkamsleifam-
ar em úr Romanov-fjölskyldunni," sagði Peter Gill,
er veitir forstöðu hóp sem stundar DNA-rannsóknir
fyrir bresku réttarrannsóknaþjónustuna. Beinin voru
grafin upp 1991 og Pavel Ivanov, yfirmaður DNA-
rannsókna rússnesku vísindaakademíunnar, tók þau
með sér til Bretlands sl. haust til að fá aðstoð við að
_ , . . Reuter
Bein keisara
Pavel ívanov með eitt af beinum fjölskyldunnar.
rannsaka þau. Beitt var nýrri tækni við samanburðinn
og var notað blóð úr tveim ættingjum keisarans en
'nöfn þeirra hafa ekki verið látin uppi.
Að sögn Gills er hægt að greina ákveðna hluta í
genum sem börn erfa frá móður og eru ávallt óbreytt.
Gill sagði að þessir genahlutar í keisaraynjunni og
börnum hennar hefðu verið nákvæmlega eins og í
Filippusi. Vegna óvenjulegra eiginleika gena keisarans
látna, þau innihéldu tvær gerðir af DNA, var erfiðara
að slá nokkru föstu um líkamsleifar hans. Gill sagði
þó að önnur gerðin hefði reynst sú sama og í ættingj-
unum, hin næstum því eins.
Sjá frétt á bls. 21.
Moskvu. Reuter.
RÚSSNESKA þingið samþykkti í gær með miklum meirihluta að lýsa
Sevastopol, helstu borg á Krímskaga pg aðsetur Svartahafsflotans,
rússneska eign og skipaði jafnframt Úkraínusljórn að flytja herlið
sitt frá borginni. Hún og skaginn allur hafa tilheyrt Úkraínu frá
1954. Utanríkisráðherra Ukraínu fordæmdi samþykktina sem beina
íhlutun í úkraínsk innanríkismál og formaður utanríkismálanefndar
úkraínska þingsins sagði, að hún væri líkust stríðsyfirlýsingu.
Samþykkt rússneska þingsins
mun ekki verða til að bæta sam-
skipti Rússlands og Úkraínu, sem
hafa verið stirð, meðal annars vegna
kröfu Rússa um að fá Krímskaga
aftur o g deilna um skiptingu Svarta-
hafsflotans. Raunar er ekki ljóst
hvernig þingið ætlar að fylgja sam-
þykktinni eftir því að framkvæmda-
valdið er að mestu í höndum Borísar
Jeltsíns, forseta Rússlands, og hann
mun áreiðanlega hundsa hana. Við-
brögðin í Kíev, höfuðborg Úkraínu,
voru hins vegar mjög hörð.
Anatolí Zlenko, utanríkisráð-
herra Úkraínu, sagði hana bein af-
skipti af innanríkismáium landsins
og Dmytro Pavlytsjhko, formaður
utanríkismálanefndar Úkraínu-
þings, tók enn dýpra í árinni. „Þetta
líkist engu nema stríðsyfirlýsingu,“
sagði hann. „Við munum veijast
með öllum tiltækum ráðum."
Líklegt þykir, að samþykkt rúss-
neska þingsins sannfæri Úkraínu-
menn um, að Rússar vilji enn seil-
ast til yfirráða í landinu og hugs-
anlega kemur þetta mál í veg fyrir,
að Úkraínustjórn afsali sér sovésku
kj arnorkuflaugunum.
Krímskagi tilheyrði Rússum
áður, en 1954 færði Sovétstjórnin
hann Úkraínu að gjöf i tilefni af
því, að þá hafði landið lotið Rússum
í 300 ár. Á þessum tíma hafði gjöf-
in aðeins táknræna merkingu en á
því hefur orðið breyting. í Sevastop-
ol er meirihluti íbúanna rússneskur.
Rússneska þingið skipaði einnig
Úkraínustjórn að flytja burt herlið
sitt frá borginni „til að koma í veg
fyrir spennu“ og ákvað, að rúss-
neski seðlabankinn annaðist fjár-
hagslega fyrirgreiðslu við hana. Þá
samþykkti þingið einnig 4,5 millj-
arða rúblna framlög til Svartahafs-
flotans og þykir þáð augljós tilraun
til að komast yfir hann allan.