Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLl 1993
Vextir hækka hjá Lands-
banka o g Islandsbanka
Landsbanki hækkar raunvexti skuldabréfalána um 0,25%
ÍSLANDSBANKI og Landsbanki koma til með að hækka vexti
hinn 11. júlí nk. Landsbankinn hækkar vexti verðtryggðra
skuldabréfalána um 0,25% og forvexti víxla um 1% og verða
meðalforvextir þá 13%. Islandsbanki hækkar forvexti víxla
um 2,5% og eru meðalforvextir víxla þá 15,3%. Gert er ráð
fyrir að næstu vikur verði frekari breytingar á vöxtum hjá
Islandsbanka.
I frétt frá Islandsbanka segir
að í kjölfar gengisbreytingarinnar
á dögunum aukist verðbólga tíma-
bundið á næstu vikum. Aætlað sé
að næstu tvo mánuði geti hækkun
lánskjaravísitölunnar samsvarað
allt að 7% verðbólgu á ári. Eins
mánaðar hækkun verði væntan-
lega tölvuvert meiri. Búist er við
að í októbermánuði hafi hækkun
lánskjaravísitölunnar gengið yfir
og mánaðarlegar breytingar á
henni samsvari þá 1-2% verðbólgu
á ári. Jaframt segir að þessi þróun
valdi tímabundinni hækkun á
óverðtryggðum vöxtum. Áætlað er
að víxilvextir fari lækkandi á ný
þegar kemur fram í september.
Hækkanir á markaðnum
í viðtali við Morgunblaðið sagði
Brynjólfur Helgason aðstoðar-
bankastjóri í Landsbankanum að
samkvæmt spám væri framundan
verðbólgukúfur sem kæmi á næstu
3 mánuðum. Hann sagði hækkun
óverðtryggðu vaxtanna á víxlum
vera í kjölfar hækkunar verðbólgu
vegna gengislækkunar og hækkun
verðtryggðra skuldabréfalána vera
í samræmi við hækkanir sem verið
hefðu á markaðnum að undan-
förnu.
Ávöxtunarkrafa húsbréfa fer
lækkandi
Kaupþing og Landsbréf lækk-
uðu í gær ávöxtunarkröfu húsbréfa
í 7,45% úr 7,48 en ávöxtunar-
krafan hefur farið lækkandi und-
anfama daga. Jón Kjartansson
forstöðumaður verðbréfaviðskipta
Kaupþings sagði nokkra þætti hafa
leitt til lækkunarinnar nú og nefndi
hann m.a. að krafan hefði hækkað
óvenju hratt seinnihluta júnímán-
aðar. „Mismunurinn á ávöxtun-
arkröfu á húsbréfum og spariskír-
teinum var orðinn óeðlilega hár.
Síðan hefur það gerst að útgáfa
húsbréfa hefur minnkað eitthvað.
Við teljum líka að fólk hafi beðið
með að selja þau þangað til krafan
færi aftur lækkandi.“
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 10. JULI
YFIRLIT: Yfir Grænlandi er 1.033 mb hæðarhryggur sem teygir sig langt
suður í haf. Við Hjaltland er 988 mb lægð sem hreyfist lítið.
SPÁ: Noröanátt, yfirleitt kaldi eða stinningskaldi en víða allhvasst suð-
austantil. Norðanlands verður skýjað að mestu en úrkomulítið vestantil
en skúrir austantil. Um landið sunnanvert verður léttskýjað víðast hvar.
Hlýjast verður um 15 stiga hiti um hádaginn sunnanlands en kaldast um
5 stig við norðurströndina.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG, MÁNUDAG OG ÞRIÐJUDAG:Norðan- og norð-
vestanátt, nokkuð hvöss um austanvert landið á sunnudag og mánudag
en hægari á þriðjudag. Bjart veður sunnanlands og vestan en skýjað
norðaustantil á landinu og dálítil súld eða rigning öðru hverju. Kalt verö
ur áfram norðanlands en 10-14 stiga híti um hádaginn sunnanlands.
Nýir veðurfregnatímar: 1.30, 4.30, 7.30, 10.45, 12.45, 16.30, 19.30,
22. 30. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600.
Q $k & &
Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað
r r r * r *
r r * r
r r r r * r
Rigning Slydda
* * *
* *
* * *
Snjókoma
Alskýjað
V ^ V
Skúrir Slydduél Él
Sunnan, 4 vindstig.
Vindörin sýnir vindstefnu
og fjaörimar vindstyrk,
heil fjöður er 2 vindstig.
10° Hitastig
V Súld
= Þoka
i«g..
FÆRÐA VEGUM: (KI.17.301 gær)
Greiðfært er um þjóðvegi landsins. Hálendisvegir eru óðum að opnast
hver af öðrum og er t.d. orðið fært um Uxahryggi, í Eldgjá að sunnan,
Veiðivötn, Jökulheima, Herðubreiðarlindir, KverkfjÖII og Lanumannalaug-
ar um Sigöldu. Einnig er Kjalvegur orðinn fær stórum bilum. Viða er
unnið við vegagerð og eru vegfarendur af gefnu tilefni beðnir að virða
þær merkingar sem þar eru.
UDplýsingar um færð eru veittar hjá Vegaeftirliti í síma 91-631500 og
ígrænnilfnu 99-6315. Vegagerðin.
VEÐUR VIÐA UM HEII1
kl. 12.00 ígær að ísl. tírm
hiti veður
Akureyri 9 hálfskýjað
Reykjavík 12 léttskýjað
Bergen 11 skýjað
Helslnki 16 skýjað
Kaupmannahöfn 20 alskýjað
Narssar8suaq 11 rigning
Nuuk 7 skýjað
Osló 18 hálfskýjað
Stokkhólmur 18 rign. 6 síð.klst.
Þórshöfn 8 rigning
Algarve 24 1 1
Amsterdam 17 alskýjað
Barcelona 26 iéttskýjað
Berlín 26 léttskýjað
Chicago 25 alskýjað
Feneyjar 26 heiðskírt
Frankfurt 27 hátfskýjeð
Giasgow 14 skúrásíð.klst.
Hamborg 23 skýjeð
London 11 rigning
Los Angeles 19 alskýjað
Lúxemborg 24 iéttskýjað
Madríd 32 aiskýjað
Malaga 29 alskýjað
Mallorca 33 léttskýjað
Montreal 24 mistur
New York 29 mistur
Orlando 25 heiðskfrt
Parfs 26 léttskýjað
Madeira 22 hálfskýjað
Róm 25 léttskýjað
Vín 26 léttskýjað
Washington 29 heiðskírt
Winnipeg 13 léttskýjað
IDAGkl. 12.00
Heimild: Veðurstofa
(Byggt é veðurepá kl. 16.15
Morgunblaðið/Hólmfríður Jóhannsdóttir
Vel varðir í varpinu
í AKUREYJUM á Breiðafirði er mikið kríuvarp. Um þessar mundir
eru ungarnir að koma úr eggjunum og það er eins gott að hafa góð
höfuðföt ef menn hætta sér nálægt hreiðrunum. A myndinni sjást
Birgir Þór Birgisson, Óskar Hjaltason og Jón Einar Jóhannsson heilsa
upp á nýfædda kríuunga í Akureyjum.
Forsvarsmenn skipafélaganna um gagnrýni
Ekki hækkun um-
fram áhrif geng-
isfellingar innar
ÓLAFUR Ólafsson, forsljóri Samskipa, segir fyrirtækið ekki hafa
hækkað verðskrá sína um 7,5% eins og Guðmundur Gylfi Guðmunds-
son hagfræðingur hjá ASÍ segir í Morgunblaðinu í gær, heldur sé
hækkunin 4,1%. Þórður Sverrisson, framkvæmdastjóri flutningasviðs
hjá Eimskip, segir enga hækkun hafa orðið á gjaldskrá Eimskips,
en þar sem gjaldskráin sé I eriendri mynt þurfi þeir sem greiða flutn-
ingsgjöld í íslenskum krónum að greiða hærri upphæð vegna gengis-
fellingarinnar.
menn eru ekki í aðstöðu til að lækka
þau enn frekar," segir hann.
Þórður Sverrisson segir að ekki
sé um gjaldskrárhækkun hjá Eim-
skip að ræða. „Stærstur hluti kostn-
aðar af flutningastarfsemi okkar
er í erlendri mynt og tekjur okkar
sömuleiðis eins og hjá öðrum fyrir-
tækjum í útflutningsstarfsemi. Af
þeim sökum, á sama hátt og kostn-
aðurinn er áfram óbreyttur, er
gjaldskráin líka óbreytt. Það eina
sem breytist er gengið," segir Þórð-
ur.
Hann segir gengisbreytinguna
hafa neikvæð áhrif á afkomu Eim-
skips á þessu ári og því sé unnið
að því að finna leiðir til að vega á
móti því. •
Útsala á íbúðum í Setbergshlíð í Hafnarfirði
Skrifstofan eins
Ólafur Ólafsson segir 4,1%
hækkun Samskipa vera í samræmi
við kostnaðarsamsetningu skipafé-
lagsins á olíum, skipum, gámum
og öðrum þeim hlutum sem tengj-
ast erlendum gjaldmiðlum. „Þjón-
ustutengd gjöld og gjöld sem ekki
eru umsamin í samningum okkar
við fragtkaupendur hækka um 4,1%
í samræmi við samsetningu okkar
kostnaðar,“ segir Ólafur.
„Uppistaðan af flutningum okkar
í millilandasiglingum er skráð í er-
lendum gjaldmiðlum og hen'ni höf-
um við ekkert breytt. Eðlilega halda
taxtarnir sama verðgildi þó krónan
falli í verði. Samskip hefur á undan-
förnum tveimur árum verið í farar-
broddi með lækkun farmgjalda og
og jámbrautarstöð
„VIÐ höfum þegar fengið tilboð í eina íbúð og ég á von á öðru á
næstu mínútum. Skrifstofan hefur verið eins og járnbrautarstöð
undanfarna tvo daga út af þessu,“ sagði Magnús Axelsson á fasteigna-
sölunni Laufási í samtali við Morgunblaðið, en fasteignasalan aug-
lýsti á þriðjudaginn fjórar íbúðir í Setbergshlíð í Hafnarfirði til
sölu með 25% afslætti. Seljandi íbúðanna er fjármögnunarfyrirtækið
Veð hf.
Magnús segir að viðbrögðin séu
langt umfram það sem hann hafi
þorað að vona eða búist við. „Þetta
er að vísu nýjung á fasteignamark-
aði en tilboð á þessum markaði er
ekkert öðruvísi en tilboð í raftækja-
verslun eða matvörubúð. Ákveðinn
hluti af söluvörunni eru settur á
kjarapall. Tilboðinu lýkur 19. júlí
og þá verður varan tekin af kjara-
pallinum og boðin á verðlistaverði
aftur," segir Magnús.
Ekki upphaf verðlækkunar
Magnús segist eiga von á að
aðrir byggingaframleiðendur muni
skoða möguleika á slíkum við-
skiptaháttum. „Ég mun skýra öðr-
um framleiðendum frá reynslu okk-
ar þótt það sé auðvitað þeirra
ákvörðun hvort þeir geri svipaða
hluti. Ég á von á að aðrir bygginga-
framleiðendur muni skoða sinn
gang,“ segir hann.
Magnús segir þetta ekki vera
upphaf þess að verð lækki á fast-
eignamarkaðinum almennt. „Það
er af og frá. Það er ekki hægt því
að til þess að byggingastarfsemi
geti haldið áfram til frambúðar
verður að vera álagning. Tilboðin
eru tilboð um sölu á vöru með mjög
lítilli eða jafnvel engri álagningu
en aðeins í ákveðinn tíma.“