Morgunblaðið - 10.07.1993, Síða 12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JULI 1993
Rannsóknaráð-
Rannsóknasjóður
eftirPétur
Stefánsson
Frá upphafi iðnbyltingar hafa
framfarir í vísindum og tækni verið
meginuppspretta hagvaxtar í heim-
inum.
Enn í dag beita þróaðar þjóðir
vísindum og tækni af alefli fyrir
vagninn í sókninni til bættra lífs-
kjara, þótt áherslur séu mjög tekn-
ar að breytast frá nýtingu náttúru-
auðlinda til sívaxandi þekkingariðn-
aðar, viðskipta og þjónustu.
Frá örófi hefur íslenskt efna-
hagslíf einkum byggst á náttúru-
auðlindum landsins. Með tilkomu
tækninnar á fyrri hluta þessarar
aldar hafa auðlindimar þrjár, land-
ið, fiskimiðin og orkan megnað að
skila okkur hagvexti og lífskjörum
á við nágrannaþjóðir fram undir
þennan dag. Sérstök rækt hefur
verið lögð við menntun þjóðarinnar
og vísindaleg þekking í miklum
mæli verið sótt til ýmissa bestu
menptastofnana heims. Þannig er
til orðinn nýr auður í garði, sá auð-
ur sem fólginn er í þekkingu og
fæmi þjóðarinnar og stundum er
nefndur mannauður hennar eða
fjórða auðlindin.
Ný viðhorf
Rannsóknaráð ríkisins var síðast
skipað snemma á árinu 1992. Þetta
ráð tekur til starfa við allsérstakar
aðstæður. Stöðnunar gætir í at-
vinnulífi þjóðarinnar, og enginn
hagvöxtur hefur verið á Islandi allt
frá árinu 1987. Sóknin í náttúru-
auðlindir landsins virðist komin að
þolmörkum eða takmarkast af ytri
markaðsaðstæðum.
Við þessar aðstæður vaknar sú
spuming, hvemig hin unga auðlind,
þekking og fæmi þjóðarinnar nýtist
í efnahagslífí þjóðarinnar. Vitað er
að hagvöxtur þróaðra þjóða byggir
í sívaxandi mæli á hugviti og þekk-
ingu en minna mæli á nýtingu nátt-
úruauðlinda. Jafnframt er vitað að
fyrirtæki á íslandi veija hlutfalls-
lega miklu minni fjármunum til
rannsókna og þróunarstarfa en fyr-
irtæki í nágrannalöndum. Rann-
sóknarkraftar þjóðarinnar eru
dreifðír og meir tengdir opinbemm
stofnunum en fyrirtækjum í ís-
lensku atvinnulífí. Þetta er því
meira umhugsunarefni sem við
stefnum hraðbyri inn í opin mark-
aðssvæði þar sem fyrirtæki keppa
um fmmkvæði með öflugum rann-
sóknum, vömþróun og markaðs-
starfí.
Stefna Rannsóknaráðs
Rannsóknaráð það sem skipað
var á síðasta ári hefur markað sér
stefnu til næstu ára með hliðsjón
af þeim aðstæðum sem nú ríkja í
efnahagslífí þjóðarinnar. Þannig
hyggst ráðið m.a. beita sér fyrir því:
* Að vísindi, tækni og nýsköpun
verði samofín stjórn efnahags-
mála og stefnu fyrirtækja á Is-
landi.
* Að virkja mannauð þjóðarinnar í
sókn til bættra lífskjara.
* Að auka hlut fyrirtækja í rann-
sóknar- og þróunarstarfí.
* Að nýta sóknarfærin sem gefast
í alþjóðlegu samstarfi um rann-
sóknir og tækniþróun.
* Að rækta tengsl við íslendinga í
störfum erlendis til framdráttar
tækni og nýsköpun á íslandi.
Ráðið hyggst halda áfram úttekt-
um á einstökum atvinnugreinum
og stofnunum í samvinnu við við-
komandi hagsmunaaðila til þess að
meta stöðu þeirra, þróunarmögu-
leika og rannsóknaþörf. Ráðið vill
fyrir sitt leyti stuðla að því að vís-
indaleg þekking þjóðarinnar færist
meir út í atvinnulífíð og að markað-
urinn verði í vaxandi mæli leiðarljós
hagnýtra rannsókna. Til þess hníga
í senn efnahagsleg rök og sú al-
menna reynsla að þar virðist jarð-
vegurinn fyrir nýsköpun fijóastur
þar sem náin samvinna tekst milli
vísindamanna og þeirra sem starfa
að framleiðslu og markaðsmálum.
Með aðild íslands að evrópska
efnáhagssvæðinu öðlast það að-
gang að sameiginlegum rannsókn-
aráætlunum efnahagsbandalagsins.
Sú samvinna opnar íslendingum
nýja möguleika til þátttöku í alþjóð-
legu rannsóknar- og þróunarstarfi
sem ástæða er til að ætla að geti
reynst þjóðinni dýrmætt í framtíð-
inni. Rannsóknaráð leggur þunga
áherslu á að þessir nýju möguleikar
verði nýttir til hagsbóta fyrir ís-
lenskt atvinnulíf og að þau alþjóð-
legu tengsl sem þannig myndast,
deilist vítt um fyrirtæki og stofnan-
ir.
Lok er það nýmæli í stefnu ráðs-
ins að taka upp samband við íslend-
inga sem gegna lykilstöðum erlend-
is. Ráðið telur að þekking þeirra
og sambönd geti þrátt fyrir fjar-
lægðina oft reynst dýrmæt fyrir
íslenskt atvinnulíf.
Rannsóknasjóður
Sú skoðun er ríkjandi í nágranna-
löndum að æskilegt sé að nokkur
hluti opinbers rannsóknaijár fari
um fijálsa sjóði, er deili því verk-
efnabundið til atvinnulífs og stofn-
ana. Þykir þetta fyrirkomulag í
senn örvandi fyrir atvinnulífíð en
jafnframt veita rannsóknarstofnun-
um æskilegt aðhald í vinnubrögðum
og verkefnavali.
Upphafíð af Rannsóknasjóði má
Eitt neyðamúmer
fyrir landið allt
eftir Svein Andra
Sveinsson
Nýverið var haldin ráðstefna á
vegum Landssambands slökkviliðs-
manna, þar sem fjallað var um sam-
eiginlegt neyðarnúmer fyrir landið
allt. Það er ánægjulegt að fagfélag
slökkviliðsmanna sýni slíkt frum-
kvæði, sem þeir hafa og gert í fjöl-
mörgum málum er varða öryggis-
mát og brunavamir. Með þessu sýna
slökkviliðsmenn að þeir em meðvit-
aðir um hlutverk sitt og hafa ýmis-
legt til málanna að leggja varðandi
stefnumótun í slysavömum og
neyðarþjónstu.
Á annað hundrað
neyðarnúmer
Þeir sem að þessum málum
koma, em sammála um það að
núverandi skipan mála er með öllu
óviðunandi. Um er að ræða meira
en 120 símanúmer á landinu þar
sem unnt er að ná í neyðaraðstoð,
lögreglu, slökkvilið eða sjúkrabif-
reið. Þessu kraðaki fylgir mikið
öryggisleysi, þar sem ókunnugt fók
þarf að fletta upp í símaskrá vanti
það neyðaraðstoð. Það er ekki nóg
með að fletta þurfí upp í símaskrá,
heldur getur neyðastoð verið að
finna undir ýmsum heitum eftir
umdæmum, sjúkrabifreið, heilsu-
gæsla, sjúkrahús, læknir, björgun-
arfélagið, brunaliðið, lögregla,
sýslumaður, neyðaraðstoð o.s.frv.
Þannig geta þeir aðilar sem búa við
það lán í óláni að hafa, þegar þörf
er á neyðaraðstoð, aðgang að síma
og jafnvel símaskrá farið á mis við
alla neyðaraðstoð, vegna tímafrekr-
ar leitar að rétta númerinu.
Með sameiginlegu neyðamúmeri
er átt við að þeir sem þurfí á neyðar-
aðstoð að halda geti hringt í sama
númerið hvar sem þeir eru staddir
á landinu. Við hringingu í neyðar-
númer taki sérhæfður aðili er leið-
beini viðkomandi, samhliða því að
hann kalli út viðeigandi neyðarað-
stoð eða gefí viðkomandi samband
við rétta aðila.
Umræða í áratugi
í áratugi hafa þeir sem starfa
að slysavörnum og neyðaraðstoð
rætt um nauðsyn þess að koma á
neyðamúmeri. Ályktað hefur verið
í borgarráði Reykjavíkur um málið
síðan 1986, án þess þó að mikið
hafi gerst. Undanfarin misseri hef-
ur þó verið að komast hreyfing á
málið. Nefnd skipuð af Almanna-
vamanefnd Reykjavíkur skilaði á
árinu 1992 tillögum að sameigin-
legu neyðamúmeri fyrir höfðuborg-
arsvæðið og aðalfundur Samtaka
sveitarfélaga á höfuðborgarsvæð-
inu samþykkti ályktun um uppsetn-
ingu sameiginlegs neyðamúmers
fyrir landið allt á aðalfundi sínum
haustið 1992 og fól stjóm að taka
upp viðræður við önnur aðildar-
sveitarfélög. Borgarstjórn sendi síð-
an fyrr á þessu ári bréf til dóms-
málaráðherra þar sem hann óskaði
eftir viðræðum við ráðuneytið um
stofnsetningu sameiginlegs neyðar-
númers fyrir höfuðborgarsvæðið.
Mál þetta hefur verið rækilega rætt
á fundum formanna og fram-
kvæmdastjóra landshlutasamtaka
sveitarfélaga og var þar sú stefna
mótuð að skynsamlegt væri að
koma upp neyðarnúmeri á höfuð-
borgarsvæðinu, þar sem tryggt
væri að aðrir landshlutar gætu
tengst því númeri. Dómsmálaráðu-
neytið hefur síðan nýverið skipað
stýrnefnd til þess að hefja viðræður
við sveitarfélög og munu innan
skamms hefjast viðræður milli
nefndarinnar og fulltrúa sveitarfé-
laga á höfuðborgarsvæðinu.
Hvað felst í neyðarnúmeri?
Segja má að hugmyndin um sam-
eiginlegt neyðamúmer lúti að
tveimur þáttum, annars vegar að
símkerfinu sjálfu og hins vegar að
þeirri þjónustu sem veitt er eftir
að beiðni um neyðaraðstoð berst.
Það munu ekki vera neinir tækni-
legir örðugleikar í vegi þess að sett
verði upp slíkt símanúmer fyrir
landið allt í gegnum almenna sím-
kerfíð, þó uppsetningin kosti um-
talsverða fjármuni. Ekki er aðeins
um að ræða símalínur og símtæki,
heldur gríðarlega öflugt skiptiborð
og samskiptanet, tölvukerfi til að
Pétur Stefánsson
„Loks er það nýmæli í
stefnu ráðsins að taka
upp samband við ís-
lendinga sem gegna
lykilstöðum erlendis.
Ráðið telur að þekking
þeirra og sambönd geti
þrátt fyrir fjarlægðina
oft reynst dýrmæt fyrir
íslenskt atvinnulíf."
rekja til sérstakrar ákvörðunar rík-
isstjórnarinnar árið 1985, en það
ár fékk Rannsóknaráð um 165
m.kr. að núvirði til að efla hagnýt-
ar rannsóknir og þróunarstarf í
landinu. Fjárframlög til sjóðsins
hafa þó farið lækkandi og voru
komin niður í 110 m.kr. á síðasta
ári, er sú ríkisstjórn sem nú situr
við völd setti sér það mark að
hækka framlög til sjóðsins í 200
m.kr. á næstu tveimur árum.
Rannsóknaráð hefur endurskoð-
að starfsreglur Rannsóknasjóðs
með hliðsjón af nýsamþykktri
stefnu sinni og ríkjandi ástandi í
efnahagsmálum þjóðarinnar. í þeim
er því „siglt nær vindi“ en áður og
þung áhersla lögð á árangur. Hinar
Sveinn Andri Sveinsson
!Ef rétt er á spilunum
haldið, ætti að vera
búið að seíja upp neyð-
arnúmer fyrir höfuð-
borgarsvæðið síðla á
næsta ári.“
skrá inn upplýsingar varðandi neyð-
araðstoð og upptökutæki til að
varðveita öll samtöl. Það verður
væntanlega eitt af fyrstu verkefn-
um stýrinefndarinnar að velja aðila
til að taka þátt í útboði á uppsetn-
ingu símakerfisins. (Forvalsgögn
unnin af Reykjavíkurborg liggja
fyrir.)
Skipulag viðbragða við innkomn-
um beiðnum er aftur á móti mun
viðameira verkefni, sem kallar á
samvinnu og samræmd vinnubrögð
ótal aðila um land allt, lögreglu,
sjúkraþjónustu, slökkviliða, lækna,
hjálparsveita o.fl. Eðli málsins sam-
nýju reglur gera ráð fyrir því að
um 20% af ráðstöfunarfé sjóðsins
renni til uppbyggingar þekkingar
og fæmi en um 80% til verkefna
með skýr hagræn markmið.
í reglunum er áhersla lögð á ís-
lenskan raunvemleika, en þar segir
m.a.: „Við úthlutun úr sjóðnum
skal hafa hliðsjón af náttúruauð-
lindum landsins og mikilvægi ein-
stakra atvinnugreina í þjóðarbú-
skapnum. Leggja skal áherslu á
mikilvæg tæknisvið, en sérstaka
áherslu á lofandi vaxtarbrodda at-
vinnulífsins og þau svið þar sem
ætla má að samkeppnisstyrkur okk-
ar liggi í framtíðinni.“ Þá er lögð
áhersla á að örva þátttöku fyrir-
tækja í rannsókna- og þróunar-
starfí og leita eftir samfjármögnun
hagsmunaaðila til að auka og nýta
rannsóknafé sem best.
Styrkveitingar úr Rannsókna-
sjóði árið 1993 voru kynntar ný-
lega, en alls hafði Rannsóknaráð
um 175 m.kr. til ráðstöfunar þessu
sinni að meðtöldu framlagi til Evr-
ópusamstarfsverkefna. Styrkveit-
ingar þessar bera hinni nýju stefnu-
mótun Rannsóknaráðs vissulega
vitni. Þar kemur fram aukin áhersla
á hlut fyrirtækja í rannsóknar- og
þróunarstarfi og á verkefni sem lík-
leg eru talin til að skila atvinnulíf-
inu hagnýtum árangri á tiltölulega
stuttum tíma. Þannig renna nú um
70% af ráðstöfunarfé sjóðsins til
verkefna sem fyrirtæki eiga aðild
að. Mest er aukningin í styrkveit-
ingum á sviði fískvinnslu og þróun-
ar sjávarafurða annars vegar en
fiskvinnslutækni hins vegar.
í stuttu máli má segja að styrk-
veitingar Rannsóknasjóðs í ár end-
urspegli einkum þijú meginsjón-
armið. I fyrsta lagi eru fyrirtækin
einn mikilvægasti vettvangur ný-
sköpunar í atvinnulífí þróaðra
þjóða, í öðru lagi verður hver og
einn að leggja rækt við það sem
hann kann eða hefur besta aðstöðu
til í hinni óheftu samkeppni nútím-
ans, í þriðja lagi verður hver fram-
sækin þjóð sífellt að leita nýrrar
þekkingar og nýrra leiða til að und-
irbyggja hagsæld morgundagsins.
Höfundur er formaður
Rannsóknaráðs.
kvæmt er neyðarþjónstua mjög
misjafnlega langt á veg komin eftir
landshlutum. Vegna landfræðilegra
staðhátta og misjafns íbúafjölda er
útilokað að hafa sama skipulag á
viðbrögðum í öllum landshlutum.
Móttaka og úrvinnsla neyðarbeiðna
frá sameiginlegri neyðarmiðstöð
hlýtur að taka mið af staðbundnum
aðstæðum. Sumir landshlutar gætu
valið þann kost að setja upp eigin
miðstöð, þar sem allar hringingar
í sameiginlega neyðarnúmer frá
þeim landshluta færu inn á hina
staðbundnu neyðarmiðstöð. Allir
gætu hins vegar kosið að fara þá
leið að tengjast neyðarmiðstöð á
höfuðborgarsvæðinu, frá þeirri stöð
væri kölluð út staðbundin neyðarað-
stoð.
Neyðarnúmer 1995
Um forgangsröðun verkefna
stýrinefndar dómsmálaráðherra er
það að segja að það hlýtur að vera
skynsamlegast að setja fyrst upp
neyðarnúmer á því svæði sem lengst
er komið í skipulagi viðbragða við
neyðarbeiðnum. Slík vinna ætti að
reynast þarft vegnaesti fyrir stýri-
nefndina að vinna úr þegar kemur
að því að skipuleggja viðbragðs-
þáttinn í öðrum landshlutum.
Ef rétt er á spilunum haldið,
ætti að vera búið að setja upp neyð-
arnúmer fyrir höfuðborgarsvæðið
síðla á næsta ári, en þann tíma
tekur að klára tæknilegu hliðina á
neyðarnúmerinu. Þann tíma mætti
nota til að undirbúa tengingu ann-
arra landshluta við neyðarnúmerið
og viðbragðsþátt þeirra. Gangi sá
undirbúningur hnökralaust fyrir sig
gæti neyðarnúmer fyrir landið allt
verið orðið að veruleika á árinu
1995.
Höfundur er borgarfulltrúi og
formaður Samtaka sveitarfélaga
á höfuðborgarsvæðinu.