Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 10.07.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 Greiðsluloforð menntamálaráðherra vegna mynda Hrafns Gunnlaugssonar Ekki inni í fjárlög- um vegna mistaka VEGNA mistaka gleymdist að setja heimild til greiðslu fyrir þrjár kvikmyndir Hrafns Gunnlaugssonar inn í fjárlög, að sögn Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra. Þar var um mistök menntamálaráðu- neytis að ræða, en Ríkisendurskoðun hefur gagnrýnt að menntamála- ráðherra hafi gefið út yfirlýsingu um kaup á myndunum án heimildar. Ríkisendurskoðun gerði, í skýrslu sinni um samskipti Hrafns Gunn- laugssonar við ýmsa opinbera sjóði, athugasemd við greiðsluloforð Olafs G. Einarssonar til Hrafns vegna kaupa á þremur kvikmyndum hans. Loforðið var gefið með samþykki fjármálaráðherra, en Rikisendur- skoðun telur að menntamálaráð- herra hafi brostið heimild til að gefa út óskilyrta yfirlýsingu um kaup á myndunum. „Eg hef ekki fengið skýrslu Rík- isendurskoðunar í héndur og veit ekki nákvæmlega hvemig athuga- semdum hennar er háttað,“ sagði Friðrik Sophusson i samtali við Morgunblaðið „Það er hins vegar hárrétt að ég samþykkti að mennta- málaráðherra greiddi þessar filmur, enda stóð aidrei annað til en málið yrði tekið inn á fjárlög þessa árs og fengi samþykkt Alþingis. Það mun hins vegar hafa gleymzt að gera ráð fyrir þessu í fjárlagagerð mennta- málaráðuneytisins. Þama er því um mistök að ræða,“ sagði Friðrik. Aðspurður hvort greiðsluloforðið væri gilt, í ljósi þessara kringum- stæðna, sagðist Friðrik telja að svo væri. „Greiðsluloforðið er gilt en Alþingi á að samþykkja ráðstöfun fjár á borð við þessa. Það er alveg ljóst,“ sagði hann. „Menn greiða eflaust peningana út, en þá í trausti þess að meirihlutinn samþykki það. Fé er oft greitt úr ríkissjóði án þess að Alþingi hafi fjallað um málið, af því að upp geta komið ófyrirsjáanleg atvik. Reglan er sú, að þá koma menn með tillöguna inn til þingsins, nema þeir hafí opna fjárlagaheim- ild.“ Ekki náðist í Ólaf G. Einarsson menntamálaráðherra í gær vegna þessa máls. Morgunblaðið/Kristinn Varað við sjávarföllum EKKI er langt síðan sagt var frá því að nokkrir krakkar og fóstmr af skóladagheimilinu Höfn við Marargötu hefðu orðið fyrir því óláni að verða eftir úti í Gróttu þegar flæddi að. Björgunarsveitarmenn úr björgunarsveitinni Albert á Seltjarnamesi komu fólkinu til hjálpar en í kjölfarið var ákveðið að koma fyrir aðvörunarskiltum við Gróttu. Tóku menn þá höndum saman, Slysavarnafélagið og björgunar- sveitarmenn úr Albert sömdu texta og bömin af skóladagheimilinu máluðu stafína á skiltin. Skiltun- um tveimur var síðan komið fyrir í fjöranni við Gróttu og í Gróttu í gær. í miðjum hópnum er Ámi Kolbeins, formaður björgunarsveitarinnar Al- berts. Kvikmyndasjóður Evrópuráðsins „Skýjahöll- in“ fær 15 milljónir kr. SKÝJAHÖLL Þorsteins Jóns- sonar, kvikmyndagerðar- manns, var úthlutað 15 milljón króna styrk úr kvikmynda- sjóði Evrópuráðsins á síðasta fundi sjóðsstjórnarinnar í Du- blin 29. júní til 1. júlí. Sjóðsstjóm úthlutaði rúmum 400 milljónum fslenskra króna til fimmtán kvikmynda í fullri lengd og einnar heimildarkvik- myndar. Meðal kvikmynda í fullri lengd er kvikmynd Þor- steins Jónssonar og hlaut hún styrk að fjárhæð 1.200 þúsund FFR eða sem nemur 15 milljón- um íslenskra króna. Þess má geta að fyrr á þessu ári hlutu Bíódagar Friðriks Þórs Friðrikssonar, kvikmyndagerð- armanns, styrk að fjárhæð 1.600 þúsund FFR eða sem nemur um 20 milljónum íslenskra króna. Framlag íslands í sjóðinn nemur á þessu ári rúmlega 2,5 milljónum króna en heildarst- uðningur sem fengist hefur á þessu ári til íslenskra verkefna úr sjóðnum nemur u.þ.b. 35 milljónum króna. Formaður stjórnar Kvikmyndasjóðs um verklag sjóðsins Þetta kallar auðvitað á r vissa hagsmunaárekstra Hef starfað eftir lögum og reglum sjóðsins, segir Hrafn Gunnlaugsson RÍKISENDURSKOÐUN gagnrýnir verklag opinberra sjóða sem veita framlög til kvikmyndagerðar í skýrslu sinni um málefni Hrafns Gunnlaugssonar og telur m.a. að hæfisreglna stjórnsýsl- unnar hafi ekki verið gætt hjá Kvikmyndasjóði þar sem fyrir liggi að einstakir stjórnarmenn sjóðsins hafi tekið þátt í skipun manna í úthlutunarnefnd þrátt fyrir að þeir hafi sótt um eða ætlað sér að sækja um styrki úr sjóðnum. Ragnar Arnalds, formaður stjórn- ar Kvikmyndasjóðs, segir að engum sé ljósara en stjórn Kvik- myndasjóðs og kvikmyndagerðarmönnum sjálfum að nauðsynlegt sé að endiu-skoða lögin um Kvikmyndasjóð og þrýst hafi verið á um að það yrði gert. Hann tekur undir að núverandi fyrirkomu- Iag feli í sér hættu á hagsmunaárekstrum. Ragnar sagði að mikið hefði ver- ið fjallað um þau atriði sem Ríkis- endurskoðun gerir athugasemdir við meðal kvikmyndafólks og í stjórn sjóðsins. „Lögin voru gerð þannig úr garði að hagsmunaaðilar tilnefna menn í stjórnina og það þótti nauðsynlegt og eðlilegt vegna þess að þekkingin og reynslan er hjá kvikmyndagerðarmönnunum sjálfum,“ sagði Ragnar. „Auðvitað kallar þetta á vissa hagsmunaárekstra. Við höfum ósk- að eftir því að reglugerð verði sett um sjóðinn og best væri að taka á þessu máli þar ef það er ekki bein- línis gert með lagabreytingu," sagði hann. Hrafn Gunnlaugsson undirbýr stofnun kvikmyndavers Bíður samþykkís fyrir byggingu í Laugamesi í SKÝRSLU Ríkisendurskoðunar um fjármálaleg samskipti Hrafns Gunnlaugssonar við ýmsa opinbera sjóði og stofnanir kemur fram að Lánasjóður Vestur-Norðurlanda veitti fyrirtæki Hrafns F.I.L.M. hf. 5. milljóna króna skilyrt lán á síðasta ári til að kanna grundvöll fyrir byggingu og rekstri kvikmyndavers á Laugarnestanga í Reykja- vík. Hrafn segir að um kvikmyndavinnustofu sé að ræða. Allar teikn- ingar séu tilbúnar en beðið sé samþykkis byggingarnefndar borgar- innar. F.I.L.M. var jafnframt gefinn kostur á að sækja um tæplega 25 millj. kr. viðbótarlán til 10 ára ef forkönnun yrði lokið fyrir 10. apríl á þessu ári með þeirri niðurstöðu að stofnun kvikmyndavers verði talinn vænlegur kostur. Ef óhag- kvæmt reyndist að mati sjóðsins að reisa kvikmyndaver hér á landi, fellur skuldbinding lánþega til end- urgreiðslu á hinu skilyrta láni niður en jafnframt er tekið fram að ljúki forkönnun með ófullnægjandi hætti að mati sjóðsins eða alls ekki verði lánþegi að endurgreiða lánið. F.I.L.M. samdi við sjóðinn um að lengja lánstímann til 1. apríl 1994. Hrafn sagði að málið væri á góð- um rekspöl. Sagði hann að hér væri fyrst og fremst verið að hugsa um að skapa aðstöðu fyrir endur- vinnslu kvikmynda sem hefði skort hér á landi. Hrafn sagðist eiga von á að samþykki byggingarnefndar lægi fyrir með haustinu og þá yrði ráðist í framkvæmdir í haust eða með vorinu. Sagði hann að um væri að ræða fjárfestingu upp á 20 til 30 millj. króna. Ágreiningur um tilnefningar Ragnar sagði að í nokkrum til- fellum hefðu einstakir stjórnarmenn sem tengst hefðu umsóknum til sjóðsins ekki tekið þátt í vali á full- trúum í úthlutunarnefndina og hefði m.a. sjálfur talið sig vanhæfan til þess þegar síðast var valið í nefnd- ina þar sem hann hefði verið meðal umsækjenda um styrk úr Kvik- myndasjóði. Benti hann á að gerð hefði verið tilraun til þess að endurskoða lögin á Alþingi veturinn 1990-1991 en málið hefði strandað á seinustu stundu vegna ágreinings um hvaða hagsmunafélög ættu að tilnefna menn í stjórn Kvikmyndasjóðs. Seg- ist hann hafa rætt þessi mál við Knút Hallsson, fyrrverandi ráðu- neytisstjóra, á síðasta ári og þeir komist að þeirri niðurstöðu að rétt væri að breyta fyrirkomulaginu á þann hátt að enginn sæti í stjóm Kvikmyndasjóðs sem hefði beinna hagsmuna að gæta en kvikmynda- gerðarfólk væri áfram í snertingu við sjóðsstjómina, t.d. í gegnum sérstakt fulltrúaráð. Þessu verði þó aðeins komið á með lagabreytingu. Skipaður af Svavari Gestssyni „Seta mín í stjórn Kvikmynda- sjóðs er þannig til komin, að ég er tilnefndur af aðalfundi Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda einróma," segir Hrafn Gunnlaugs- son, sem situr í stjóminni fyrir hönd Sambands íslenskra kvikmynda- framleiðenda. „Það er síðan menntamálaráðherra þáverandi, Svavar Gestsson, sem skipaði mig í stjómina. Menntamálaráðherra á hveijum tíma er að sjálfsögðu í lófa lagið að óska eftir annarri tilnefn- ingu, telji hann að tilnefning við- komandi fagfélags bjóði upp á hagsmunaárekstra. Ég hef setið í stjórn Kvikmyndasjóðs sem fulltrúi kvikmyndaframleiðenda og starfað eftir þeim lögum og reglum sem gilda um sjóðinn. Að sjálfsögðu þarf að endurskoða lög og reglur sem þessar í ljósi þess að íslenska amatörkvikmyndaleikhúsið er orðið að atvinnuleikhúsi. Lögin voru sett við amatöraðstæður,“ sagði Hrafn Gunnlaugsson í samtali við Morg- unblaðið. Siðareglur ekki samþykktar Lárus Ýmir Óskarsson situr í stjórn sjóðsins af hálfu Félags kvik- myndagerðarmanna. Hann og vara- maður hans Sigurður Sverrir Páls- son töldu sig vanhæfa til að taka þátt í vali á síðustu úthlutunarnefnd þar sem þeir hygðust sækja um styrki hjá sjóðnum. „Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar að það sé ástæðulaust að gefa tilefni til gransemda um að menn hafí óviðurkvæmileg áhrif á val dómara þegar sótt er um styrki. Þessi umræða hefur magnast upp vegna þess að þetta er orðinn hluti af miklu stærra máli, sem öllum er kunnugt um og varðar Hrafn Gunnlaugsson, sem hefur setið hér og þar og margir hafa haft sterk- lega á tilfinningunni að hann hafí ráðskast með þetta á svolítið sér- kennilegan hátt. Þess vegna hafa menn líka orðið viðkvæmari gagn- vart öðrum,“ segir Láras Ýmir. „Andrúmsloftið í þessum geira er orðið þannig að það er sjálfsagt að koma í veg fyrir allar hugsanleg- ar grunsemdir og girða fyrir þetta eins og mögulegt er,“ segir hann. Lárus hefur ásamt fleiri kvik- myndagerðarmönnum samið siða- reglur fyrir kvikmyndagerðarmenn með aðstoð lögfræðings sem hann segir að hafi átt að fást samþykkt- ar í hagsmunafélögum kvikmynda- gerðarmanna með það fyrir augum að draga eins og kostur væri úr hugsanlegum hagsmunaárekstrum. Segir hann að ekki hafi tekist að fá þær samþykktar í félögunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.