Morgunblaðið - 10.07.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 10.07.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 17 Landsliðsval í hestaíþróttum Hinrik og Eitill með góða stöðu EFTIR fyrsta dag úrtökukeppninnar fyrir landsliðsval í hestaíþróttum er Hinrik Bragason á Eitli frá Akureyri í sæti skeiðhestsins en þeir náðu bestum tíma í 250 metra skeiði 23,2 sek. sem þótti ágætur árang- ur en mikill mótvindur var meðan keppnin fór frám. Næstur er Sveinn Jónsson á Ósk frá Litla-Dal á 24,1 sek. og Hinrik er með þriðja besta tímann á Þjótanda frá Ármóti, 24,2 sek. í heimahöfn Skutull ÍS landaði 115 tonnum af rækju af miðum við Nýfundnaland á ísafirði í gær. Góð rækjuveiði við Nýfundnaland Sigurður Sæmundsson er fimmti á Grana frá Saurum með 24,5 sek. í gæðingaskeiði náði bestum árangri Sigurbjöm Bárðarson á Höfða frá Húsavík með 7,38 stig, Flutningi vatnsfalla mótmælt Geitagerði. Á AÐALFUNDI Félags skógar- bænda á Fljótsdalshéraði, sem haldin var 22. júní sl., komu fram ákveðin mótmæli gegn áformum um flutning vatnsfallanna Jök- ulsárs á Fjöllum og Jökulsár á Dal austur í Fljótsdal vegna fyr- irhugaðrar virkjunar. Bent var á að með jafn hrika- legri vatnsveitu og hér um ræðir muni það hafa í för með sér ófyrir- sjáanlega umhverfisröskun fyrir líf- ríkið og umhverfi Lagarfljóts, t.d. með breyttu hitastigi. í félaginu eru um 70 bændur. - G.V.Þ. -----♦ ♦ ♦---- Athugasemd frá Pressunni Morgunblaðinu hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Bergljótu Friðriksdóttur blaða- manni Pressunnar: í Morgunblaðinu í gær gerir Snorri Þórisson, formaður Sam- bands íslenskra kvikmyndafram- leiðenda (SÍK), tilraun til að gera tortryggilega frétt Pressunnar um aðalfund SIK. Við erum vön því að fólk bregðist við fréttaflutningi okkar með órökstuddum dylgjum um óheiðarleika, en ekki verður hjá því komist að leiðrétta efnisatriði í bréfi Snorra. Það er tvennt sem Snorri segir rangt í fréttinni: 1) Að Ásdís Thoroddsen hafi hætt við inngöngu í SÍK. Rétt er að í fréttinni stóð að Ásdís ákvað að bíða með inngöngu í félagið þar til skýringar fengjust á ársreikningum þess. Heimildin fyrir þessum upp- lýsingum var engin önnur en Ásdís Thoroddsen sjálf, sem væntanlega veit öðrum betur hvað hún hugsaði og gerði í málunum. Rætt var við hana daginn áður en blaðið kom út. Ef það er rétt, að sinnaskipti hafi orðið síðan, breytir það engu um ummæli hennar og ákvörðun 'eins og hún lýsti henni fyrir blaða- manni. 2) Að aðalfundur hafi neitað að samþykkja reikninga félagsins. Á aðalfundinum gerði Jón Ólafsson athugasemdir við áritun endurskoð- anda. Einnig var óskað skýringa á útgjöldum, sérstaklega varðandi ferða- og lögfræðikostnað. Eftir nokkrar umræður ákvað fundurinn að samþykkja reikninga með fyrir- vara um áritun yrði breytt svo ásættanlegt væri. Eftir því sem best er vitað hafa reikningarnir enn ekki verið endanlega samþykktir af aðalfundi félagsins. Frekari samtöl við heimildar- menn Pressunnar, sem þekkja vel til mála, staðfesta að frétt blaðsins hafi verið rétt, enda kemur skýrt fram í bréfi Snorra að sjóðir félags- ins hafi verið svo til tómir þegar fráfarandi stjórn skilaði af sér. Sveinn Jónsson annar á Andra frá Steðja, 6,92 og Erling Sigurðsson á Tý frá Hafsteinsstöðum með 6,83. Ekki verður keppandi valinn beint í liðið fyrir árangur í gæðingaskeiði heldur reiknast árangur í greininni með árangri í tölti og fimmgangi en einn keppandi verður valinn fyr- ir bestan árangur í þessum þremur greinum eða fyrir árangur í tölti, fimmgangi og hlýðni eða 250 metra skeiði. Þá getur knapi á fjórgangs- hesti einnig komið til greina fyrir samanlagðan árangur úr tölti, ljór- gangi og hlýðni. Um hádegisbil verður ljóst hvaða skeiðhestur verð- ur valinn í liðið en niðurstaða um önnur sæti í liðinu verður ekki kunn fyrr en síðdegis á sunnudag. Tveir knapar kepptu í hlýðni- keppni, Reynir Aðalsteinsson á Skúmi frá Geirshlíð hlaut 4,3 stig en Sveinn Ragnarsson á Koii frá Vallanesi var með 3,84 stig. SKUTULL ÍS kom til ísafjarðar í gær með 115 tonn af rækju sem aflaðist við Nýfundnaland. Rækj- an er væn en Jjós að lit og gæti það orðið til þess að lægra verð fengis fyrir hana. Að sögn Rafns Svanssonar, skip- stjóra á Skutli, voru veiðarnar und- ir eftirliti Norður-Atlantshafsfisk- veiðinefndarinnar sem íslendingar eiga aðild að. Skipið var að veiðum í tvær vikur en siglingin tók fjóra og hálfan sólarhring hvora leið. Væn rækja Rafn sagði um 80% rækjunnar sem aflaðist hefði verið pakkað um borð en 20% fara í endurvinnslu í landi. Hann að taldi að veiðiferðin myndi koma vel út en óvíst er hvort Skutull fer á sömu mið aftur þar sem skipið á enn eftir kvóta á heimamiðum. Magriús Thoroddsen hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari Dómstólar of íhaklssaniir við túlkun mannréttmdaákvæða NÝGENGINN dómur mannréttindadóm- stólsins í Strassborg í máli Sigurðar A. Sigurjónssonar leigubílstjóra hefur vakið mikla athygli. íslenskur borgari sækir rétt til mannréttindadómstólsins í Strassborg sem honum hafði ekki fengist dæmdur fyrir Hæstarétti hérlendis. Magnús Thor- oddsen, hæstaréttarlögmaður og fyrrver- andi hæstaréttardómari, segir að íslenskir dómstólar hafi verið of íhaldssamir við skýringu mannréttindaákvæða stjórnar- skrárinnar. Hvorki hann né Ragnar Aðal- steinsson, formaður Lögmannafélags ís- lands, telja þó að dómurinn I Strassborg sé í nokkrum skilningi áfellisdómur yfir Hæstarétti; mannréttindadómstóllinn dæmi eftir mannréttindasáttmála sem ekki hafi verið lögtekinn hér en Hæstiréttur byggi á íslensku stjórnarskránni. Niðurstaða Hæstaréttar 1988 í máli Sigurð- ar var að sönnu ekki einróma, dómurinn klofn- aði í afstöðu til þess hvort lagaheimild hefði verið fyrir hendi til að ákveða með reglugerð að þátttaka í stéttarfélagi væri skilyrði at- vinnuleyfis. Hins vegar voru dómararnir sjö á einu máli um að í íslenskum rétti væri mönn- um ekki tryggt hið svokallaða neikvæða fé- lagafrelsi, eða rétturinn til að standa utan félaga, auk þess sem ekki hefði í málinu ver- ið sýnt fram á að ósamræmi væri milli 73. gr. stjórnarskrárinnar um félagafrelsi og til- tekinna ákvæða alþjóðasamþykkta. En þegar úr málinu var leyst hjá mannréttindadómstóln- um í Strassborg voru átta dómarar af níu (Þór Vilhjálmsson hæstaréttardómari skilaði sératkvæði) þeirrar skoðunar að brotinn hefði verið réttur leigubílstjórans til félagafrelsis, sem honum væri tryggður í 11. gr. Mannrétt- indasáttmála Evrópu. Því vaknar sú spurning hvort dómurinn í Strassborg sé í einhveijum skilningi áfellisdómur yfír Hæstarétti íslands. „Ég tel ekki að svo sé,“ segir Ragnar Aðal- steinsson. „Sú túlkun sem beitt er í hinum nýgengna dómi mannréttindadómstólsins er það sem við köllum framsækin túlkun eða dýnamísk. Hún byggist ekki á orðalagi mann- réttindasáttmálans og heldur ekki á undirbún- ingsgögnum að setningu ákvæðisins um fé- lagafrelsi. Enda þótt ákvæði um neikvætt fé- lagafrelsi sé í Mannréttindayfirlýsingu Sam- einuðu þjóðanna frá 1948 töldu menn ekki rétt að taka upp sams konar ákvæði í Mann- réttindasáttmála Evrópu. Túlkunin byggist á Mag-nús Thoroddsen þvi sem dómstóllinn telur hafa verið réttarþró- un síðustu ára. Hann talar um að sáttmálann beri að túlka breytilega við breytilegar aðstæð- ur. Það er sérstaklega athyglisvert að það er vitnað til þriggja skýringargagna, eða óbeinna réttarheimilda, sem eru yngri en dómur Hæstaréttar. Það er vitnað til reglna um fé- lagsmálefni sem Evrópubandalagið setti árið 1989, tillagna sem Evrópuráðið samþykkti árið 1991 og aðvörunar sem íslenska ríkið fékk snemma í vor út af framkvæmd Félags- málasáttmála Evrópu. Miðað við þetta og þá viðteknu kenningu í íslenskri lögfræði að þjóð- réttarsamningur eins og mannréttindasáttmál- inn hafi tiltölulega lítið gildi að landsrétti þá var niðurstaða Hæstaréttar 1988 ekki óeðli- leg.“ Vernd einstaklingsins gegn verkalýðsfélögunum Magnús Thoroddsen segist þeirrar skoðunar að þegar 73. grein stjórnarskrárinnar var sett á sínum tíma, en Hæstiréttur byggði niður- stöðu sína á skýringu hennar, hafi ekki staðið til að vernda hið svokallaða neikvæða félaga- frelsi, heldur bara hið jákvæða, þ.e. að mega stofna félög og taka þátt í starfi þeirra. „Eg hygg að á þeim tíma hafi menn ekki verið farnir að hugsa út í hið neikvæða félagafrelsi eins og menn eru farnir að velta fýrir sér og ræða mikið núna. Þegar þessi mikilvægu mannréttindi, sem félagafrelsið er, eru sett er það til að tryggja mönnum réttinn til að stofna félög. Þetta eru hápólitísk réttindi sem beinast gegn ríkisvaldinu. Það er ekki fyrr en löngu síðar þegar menn hafa beitt þessum réttindum lengi og stofnað sterk og viðamikil stéttarfélög að upp kemur þessi hugmynd — eða kannski að sumra áliti þörfin fyrir — að takmarka eitthvað þennan rétt. Mörgum finnst sem nú séu stéttarfélögin komin í staðinn fyrir ríkið og nú þurfí að vernda einstakling- inn gegn verkalýðsfélögunum. Þegar þetta er haft í huga get ég ekki litið svo á að dómurinn i Strassborg sé áfellisdómur yfir Hæstarétti, sem var að túlka 73. grein stjórnarskrárinn- ar. Það má ekki gleyma því að mannréttinda- sáttmálinn hefur ekki verið lögtekinn hérlend- is.“ Breytt túlkun Þór Vilhjálmsson tekur fram í sératkvæði sínu að ekki segi í 11. gr. mannréttindasátt- málans að hann verndi hið neikvæða félaga- frelsi auk þess sem undirbúningsgögn sáttmál- ans sýni að höfundar hans hafi ekki viljað að 11. greinin geymdi hinn neikvæða þátt. „Síðan sáttmálinn var gerður hefur mikið vatn runn- ið til sjávar," segir Magnús Thoroddsen. „Bæði mannréttindanefndin og mannréttindadóm- stóllinn hafa tekið það upp hjá sér að túlka Mannréttindasáttmála Evrópu dýnamískt, eins og það er kallað, þ.e.a.s. líta ekki á sáttmál- ann í dag eins og gert var þegar hann var ritaður. Aðstæður hafa breyst svo mikið síð- an. Þegar ég vann hjá mannréttindanefndinni 1979-1982 kom iðulega fram í umræðum nefndarmanna að það mætti ekki einblína á fortíðina heldur ætti að túlka sáttmálann mið- að við aðstæður í dag þannig að hann yrði ekki eins og steinn í höndunum á nefndinni heldur eins og lifandi planta, eins og einhver sagði. En þó að ég líti ekki á. dóm mannréttinda- dómstólsins sem áfellisdóm yfir Hæstarétti þá tel ég hann ákaflega æskilegan. Ég tel þetta rétta og æskilega túlkun á 11. gr. sátt- málans,“ segir Magnús. - Má halda því fram að saman ljósti ólíkum hefðum, hafa íslenskir dómstólar hafnað því að skýra mannréttindaákvæði stjórnarskrár- innar dýnamiskt? „Já, ég tel að íslenskir dómstólar hafi verið of íhaldssamir í túlkun sinni. Það sér hver maður að það verður að túlka stjórnarskrárá- kvæði árið 1993 að einhveiju leyti í takt við tímann og öðruvísi en samkvæmt þeim skiln- ingi sem lagður var í þau árið 1874,“ segir Magnús Thoroddsen.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.