Morgunblaðið - 10.07.1993, Síða 21

Morgunblaðið - 10.07.1993, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993 21 Morðið á rússnesku keisarafjölskyldunni árið 1918 Komust ríkisarfum og ein dætraima lífs af? London. Reuter. STAÐFEST hefur verið með nær óyggjandi hætti að bein sem rann- sökuð hafa verið undanfarna mánuði í Bretlandi eru úr síðustu krýndu þjóðhöfðingjum Rússa, Nikulási II og Alexöndru, og börnum þeirra. Vladímír Lenín, stofnandi Sovétríkjanna, er nú talinn hafa gefið skipunina um að fjölskyldan skyldi tekin af lífi 17. júlí 1918, rösklega hálfu ári eftir að bolsévikkar höfðu rænt völdum í Rúss- landi. Keisarafjölskyldan reyndi að fá pólitiskt hæli í Bretlandi en Georg Bretakonungur er sagður hafa verið því andvígur, talið hættu á að dvöl fjölskyldunnar gæti hvatt breskan verkalýð til að hefja byltingu. En þótt búið sé að finna beinin er ekki öll sagan sögð. Ekki er vfst að niðurstaðan bindi enda á 75 ára vangaveltur um ör- lög keisarafjölskyldunnar. Sögu- sagnir hafa lengi verið á kreiki um að eitt eða fieiri af bömunum hafi komist lífs af. Engin bein fundust úr Alexej ríkisarfa og heldur ekki úr einni af dætrunum, óvíst hverri. Sumir útskýra þetta með því að vísa til gamals orðróms þess efnis að bein Alexejs og Anastasíu, einn- ar dótturinnar, hafi verið brennd en ekki bein hinna í íjölskyldunni. Ríkisarfinn var dreyrasjúklingur; munkurinn alræmdi, Raspútín, gat með óskýrðum hætti stöðvað blæð- ingar drengsins og varð því átrún- aðargoð móðurinnar. Saga Önnu Anderson Anna Anderson á gamals aldri. Anna Anderson, kona er lést 1984 í Bandaríkjunum, kom fram á sjónarsviðið í Berlín árið 1920 og staðhæfði að hún væri keisara- dóttirin Anastasía. Hún gat ekki lýst því á sannfærandi hátt hvernig hún hefði sloppið lifandi frá Rúss- landi en bjó yfir ýmiss konar vitn- eskju um einkamál fjölskyldunnar. Anderson tapaði að vísu máli sem hún höfðaði í Þýskalandi til að fá úrskurðað að hún væri raunveru- lega dóttir keisarans en margir, Fórnarlömb bolsévikka ALEXANDRA keisaraynja ásamt dætrum sínum. þar á meðal sumir ættingjar fjöl- skyldunnar voru lengi í vafa. Fleira ' var í húfi en sannleikurinn; keisara- ættin átti miklar eignir erlendis. Kvikmynd var síðar gerð um ævi Anderson. Enn er á lífi fólk sem fullyrðir að það sé afkomendur keisarahjón- anna. Einn þeirra er karlmaður á Spáni er segist vera sonur Maríu keisaradóttur og nefnir sig Alexej II. Breski sagnfræðingurinn Mich- ael Occleshaw segir að gamlar leyniskýrslur breskra stjórnvalda bendi til þess að einni dótturinni, er hét Tatjana, hafi verið bjargað og flutt frá Katrínarborg til Vladívostok á Kyrrahafsströndinni. Síðan hafi hún lifað undir fölsku nafni einhvers staðar í Evrópu. Janet Thompson, stjórnandi bresku stofnunarinnar sem rann- sakaði beinin, segir að rætt hefði verið um að bera sarnan blóðsýni úr þessu fólki saman við sýni úr beinunum en engin ákvörðun verið tekin. Þá hlýtur að koma til greina að grafa upp bein Onnu Anderson sem aldrei tók aftur fullyrðingarnar um uppruna sinn. Þáttur Jeltsíns Borís Jeltsín, núverandi Rúss- landsforseti var fyrr á árum hæst- ráðandi í deild kommúnistaflokksins i Sverdlovsk, sem var heiti Katrínar- borgar á sovétskeiðinu. Hann lét þá jafna við jörðu húsið þar sem ijölskyldan var í haldi en segist nú iðrast beisklega þeirra ákvörðunar. Attali end- urgreiddi vínföngin London. Reuter. JACQUES Attali, fráfar- andi bankastjóri Evrópu- bankans, hefur endurgreitt rúmlega tvær milljónir króna, sem hann notaði sjálfur í vín og veisluföng á veitingahúsum. Skýrði breska dagblaðið The Daily Telegraph frá því í gær. Talsmaður bankans sagði blaðinu, að Att- ali, sem gegnir bankastjóra- starfinu þar til efirmaður hans er fundinn, hefði endur- greitt kredit- kortareikninga fyrir mat og vín ofan í sjálfan sig þótt hugsanlega mætti líta á einhvern hluta kostnaðarins sem óhjá- kvæmilegan. Blaðið náði ekki í Attali sjálfan en hann sagði af sér í síðasta mánuði vegna ásakana um gífur- legt bruðl. Evrópubankinn var stofnaður fyrir tveimur árum til að hjálpa Austur-Evrópuríkjunum og gegn því að fallast á, að aðsetur hans yrði London fékk Francois Mitterr- and, forseti Frakklands, að ráða bankastjóravalinu. Tilnefndi hann þá Attali, fyrrverandi ráðgjafa sinn. Frakkar hafa nú lagt til, að franski seðlabankastjórinn, Jacqu- es de Larosiere, taki við embætt- inu. Hryðjuverkasamtökin Rauða herdeildin í Þýskalandi Þýsk lögregla óttast öldu hryðjuverka RAF *Bonn. Reuter. ÞÝSKU hryðjuverkasamtökin Rauða herdeildin (RAF) sök- uðu í gær stjórnvöld um morð á einum félaga þeirra og hétu jafnframt að berjast áfram gegn kapitalískum stjórn- arháttum í Þýskalandi. í yfirlýsingu samtakanna segir, að lögreglan hafi „tekið af lífi“ einn félaga þeirra, Wolfgang Grams, 27. júní sl. en baráttunni gegn kapitalismanum muni verða haldið áfram. Var ekki nefnt sérstaklega, að dauða Grams yrði hefnt og sagt, að haldið yrði fast við stefnuna, sem mörkuð var í apríl 1992, en hún fól í sér að hætt var árásum á einstakl- inga. Lögreglan er þó við öllu búin vegna hugsanlegra banatilræða. Ónefnt vitni Reuter Stormasamur þingfundur TIL handalögmála kom á þinginu í Tævan í gær vegna þeirrar ákvörðun- ar þingforsetans að meina áhorfendum að fylgjast með þingfundi. Stjórnar- andstöðuþingmaðurinn Lu Hsiu-yi (annar til hægri) mótmælti þessu harð- lega og á myndinni draga stjórnarþingmenn hann burtu. Rannsókn á dauða Grams, sem var skotinn þegar lögreglan ætlaði að handtaka hann í bænum Bad Kleinen, hefur snúist um framburð ónefnds vitnis, sem heldur því fram, að lögreglan hafi fyrst skotið á Grams og fellt og síðan skotið til bana af stuttu færi. Innanríkisráð- herra Þýskalands sagði af sér vegna þessa máls og ríkissaksóknarinn var látinn fara og einnig er farið að hitna nokkuð undir Sabine Leuthe- usser-Schnarrenberger dómsmála- ráðherra. Rannsókn hefur leitt í ljós, að Grams var skotinn til bana af stuttu færi með byssu, sem ekki er lög- reglubyssa, en ekki vitað hvort um var að ræða hans eigin byssu en með henni hafði hann áður skotið einn lögreglumannanna. Tímaritið Der Spiegel birti frásögn af dauða Grams og kvaðst hafa eftir ónefnd- um lögreglumanni og er nú lagt hart að ritstjórunum að gefa upp nafn hans svo unnt sé að fá botn í málið. „Fergie“ segist hafa fullorðnast London. Reuter. SARA Ferguson, fyrrverandi eiginkona Andrésar Bretaprins, sagði í sjónvarpsviðtali í gær, að undangengin hneykslismál hefðu kennt sér að hafa taumhald á því ólgandi og sveiflukennda lundarfari sem kom henni í vandræði. „Fergie“ sagði líka að hún myndi áfram verða góður vinur Andrésar, þrátt fyrir að þau séu formlega skilin. Hertogaynjan, sem bresku æsi- fréttablöðin festu ásthatur á í fyrra eftir að þau komu höndum yfir myndir af henni topplausri á sundlaugarbarmi með öðrum manni, sagði í viðtalinu, að hneykslið og sú gífurlega athygli sem fylgdi í kjölfarið, hefði kennt sér lexíu. „Það kom mér til að hugsa um og gæta að því hvað mér hættir til að sjást ekki fyrir og lenda í alls konar vandræðum. Ég þarf að hafa meiri aga á mér til þess að flækjast ekki í afleið- ingum sem ég ræð ekki við,“ sagði Sara. Svo lengi lærir sem lifir „Það er margt athugavert við mig. Öll gerum við mistök, en svo lengi lærir sem lifir og maður hlýt- ur að halda áfram að vera til.“ Sara segir að hún ætli aldrei að giftast manninum sem var með henni á sundlaugarmyndunum, texanska fjármálaráðgjafanum John Bryan, og að hún haldi sam- bandi við Andrés prins, ekki síst vegna dætranna tveggja, Beatrice og Eugenie. „Við Andrés tölum saman á hveijum degi og það skiptir miklu að rækta þá vináttu. Ég bý í tiltölulega litlu húsi, sem er gott - sérstaklega fyrir börnin mín sem fá þá að sjá meira af mér.“ Sara Ferguson Sjálfstraustið horfið Sara er 33 ára og segir að hneykslismálin og hjónaskilnaður- inn hafi svipt hana sjálfstraustinu, en mannúðarstarf sem hún hyggst gera að sínu helstá opinbera starfi, hafi hjálpað sér að koma aftur skikki á tilveruna. „Ég er ekki enn búin að finna sjálfs- traustið aftur; ég læt hveijum degi nægja sína þjáningu og von- andi verða þeir bráðum skemmti- legir aftur.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.