Morgunblaðið - 10.07.1993, Page 26
26
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 10. JÚLÍ 1993
Tveir Jónar
eftírBjörn Jakobsson
Það að maður sýni hæfni í einu
starfi stjórnsýslu, þarf ekki að þýða
að hann sé hæfur í annað og
ábyrgðarmeira starf á sama sviði,
sem krefst allt annarra hæfileika
og getu en fyrra starfið útheimti.
í nýju hlutverki getur viðkomandi
maður orðið gagnslítill, eða jafnvel
skaðlegur. Fyrrverandi iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, sem vermt hefir
þá stóla báða óslitið síðan 1987 og
1988, er dæmigert eintak um þessa
niðurstöðu.
— ■ Ráðherra þessi var búinn að ná
því starfi sem hentaði ha?fileikum
hans og menntun, sem var staða
forstjóra Þjóðhagsstofnunar. Þar
var hans starf að hafa yfirumsjón
með þjóðhagsútreikningum, og út
frá þeim, gera svokallaðar þjóð-
hagsspár sem leiðbeinandi viðmið-
anir fyrir ríkisstjómir á hveijum
tíma. Þama virtist þessi maður vera
á réttri hillu. Það var síðan háð
ákvörðunum viðkomandi ráðherra
og ríkisstjórnar hvað mikið tillit var
tekið til útreikninga hans og ráð-
legginga.
Jón kippir í Jón
Þá skeði hið óvænta - eða plan-
''ícigða í lífi þessa manns, sem hann
hefur ef til vill dreymt um undir
niðri. Nafni hans, sem orðinn var
formaður Alþýðuflokksins, kippti
honum skyndilega inn í íslenska
pólitík, og lét honum eftir ömggt
sæti á lista Alþýðuflokksins í
Reykjavík. Því sæti fylgdi síðan
umsvifalaust tvöfaldur ráðherra-
stóll.
Sumir vilja meina, að formaður
Alþýðuflokksins, sem er maður úti-
funda og upphrópana, en lítið gef-
'vinn fyrir að liggja yfir löngum og
leiðinlegum skýrslugerðum, hafí
beinlínis þurft á forstjóra Þjóðhags-
stofnunar að halda inn í pólitíkina,
til að gera sínar eigin hugmyndir
trúverðugar með talnaútreikning-
um sem hann nennti ekki sjálfur
að útfæra.
Það sem flokksformaðurinn var-
aði sig ekki á var að fyrr en varði
var hann sjálfur orðinn svo flæktur
og ruglaður í talnaleik og útreikn-
ingum nafna síns, að allár grund-
vallarhugsjónir Alþýðuflokksins
höfðu umtumast svo gjörsamlega,
að flokkur sem byggði á fylgi laun-
þega og verkafólks, var skyndilega
kominn lengst til hægri, hægra
megin við Sjálfstæðisflokkinn.
Flokkur sem kennt hafði sig við
jöfnuð og réttlæti, gat nú farið að
kenna sig við ójöfnuð og óréttlæti.
Trójuhestur fjármagnseigenda
í íslenskum stjórnmálum
Meðan á þessum kollsteypum
stóð, hafði hinn óverðskuldaði póli-
tíkus fundið hinu nýja hlutverki sínu
tilgang. Hann tók að sér að gæta
hagsmuna fjármagnseigenda sem
hann gerði að grundvallaratriði í
stefnu Alþýðuflokksins.
í stuttu máli hefur þessi ráðherra
viðskipta- og bankamála að öðru
jöfnu staðið á móti og jafnvel kom-
ið í veg fyrir vaxtalækkanir. Þegar
stjórnvöld hefðu haft tök á að lækka
vexti, hefur ráðherra kallað það
handafl og ósæmilegt valdboð. Ef
vextir hafa hinsvegar hækkað, hef-
ur ráðherrann kallað það sjálfsagð-
an hlut sem þjóni markaðnum.
Hann hefur fram að þessu komið í
veg fyrir að verðtrygging á fjár-
magni væri afnumin. Hann hefur
staðið á móti og komið í veg fýrir
skattlagningu á fjármagnstekjur.
Hann hefur með vaxtastefnu sinni
stuðlað að gjaldþroti fjölda heimila
og fyrirtækja, með þeim sorglegu
afleiðingum sem af slíku leiðir.
Sem iðnaðarráðherra hefur hann
Björn Jakobsson
„Sem iðnaðarráðherra
hefur hann nánast skil-
ið við íslenskan iðnað í
rúst. Aðeins í þau tvö
ár sem núverandi ríkis-
stjórn hefur setið að
völdum, hefur fækkað
um 1.400 — eitt þúsund
og fjögur hundruð störf
í íslenskum iðnaði.“
nánast skilið við íslenskan iðnað í
rúst. Aðeins í þau tvö ár sem núver-
andi ríkisstjóm hefur setið að völd-
um, hefur fækkað um 1.400 - eitt
þúsund og fjögur^ hundruð störf í
íslenskum iðnaði. í dag fara aðeins
fimm til sex prósent framhalds-
skólanema í verklegar greinar. Til
viðmiðunar er talan í Þýskalandi
50 til 60 prósent.
Meðlimur í
Bilderberg-klúbbnum
Ráðherra iðnaðar, viðskipta og
bankamála hefur ekki farið var-
hluta af ríkulegri umbun og viður-
kenningu fyrir þjónustu sína. Nú
síðast hefur hann verið útnefndur
sem varamaður forsætisráðherra í
Bilderberg-klúbbnum, og sat síð-
asta fund klúbbsins. Bilderberg-
klúbburinn er sem kunnugt er fé-
lagsskapur auðjöfra og stjórnmála-
manna af „sérgráðu". Klúbbur þessi
var upphaflega stofnaður af Bern-
hard prins, drottningarmanni í Hol-
landi, sem uppvís varð að þiggja
stórfelldar mútur frá Lockheed-
flugvélaverksmiðjunum í sambandi
við kaup Hollendinga á herflugvél-
um. Áhrifamenn í klúbbnum nú eru
m.a. Henry Kissinger, fyrrverandi
utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Kissinger, sem var einn af aðal-
postulum kalda stríðsins, stóð m.a.
á bak við valdarán hersins í Chile,
sem leiddi af sér morðið á löglegum
forseta landsins, Salvatore Allende.
Annar áhrifamaður í klúbbnum, og
mikill vinur Kissingers, er aðaleig-
andi og stjórnarformaður Fiat-verk-
smiðjanna á Ítalíu, Giovanni Agn-
elli, en forstjórar Fiat liggja nú
undir ákærum, um hvers konar fjár-
málaspillingu og mútugreiðslur.
Sjálfur lýsti Agnelli því yfír nýlega,
að ekki væri hægt að komast hjá
því að múta stjórnmálamönnum, til
þess að geta haft sín mál í lagi.
Margir ítalskir stjórnmálamenn,
meðlimir í Bilderberg klúbbnum,
þar á meðal forystumenn krata á
Italíu, eru nú ákærðir fyrir að
þiggja mútur og draga sér fé úr
opinberum sjóðum. Þetta er dágóð-
ur félagsskapur fyrir íslenska
stjórnmálamenn á heljarþröm. Því
má ekki gleyma, að núverandi for-
maður utanríkismálanefndar Al-
þingis hefur í gegnum árin verið
nokkurs konar prótókólstjóri þeirra
íslensku stjórnmálamanna sem hafa
orðið þess „heiðurs" aðnjótandi að
verða meðlimir í Bilderberg. Eftir
að kalda striðinu lauk og íslending-
ar misstu kverkatökin á Bandaríkj-
unum (sbr. ummæli Friðriks Sop-
hussonar) hlýtur það að teljast bros-
legt að sjá íslenska stjórnmálamenn
í þessum hóp, þar sem aðgöngumið-
inn er mikil völd og auðmágn. En
hver veit nema fyrryerandi forseti
Alþýðusambands íslands verði
dubbaður upp í ítalskan alfatnað
og boðin þátttaka i klúbbnum fyrir
þátt sinn í að hanna forrit sem staðl-
ar hluskipti laumþega og verkafólks
í svokölluðum þjóðarsáttum.
Seðlabanki og kratar
Eftir því sem Jónarnir tveir, og
þeir úr forystuliði Alþýðuflokksins,
sem þeim hafa fylgt að málum, sjá
hvert stefnir, reyna þeir nú hver
um annan þveran að koma sér í
björgunarbátana til Brussel og
Genf, í Aðalverktakasendiráð og
seðlabanka.
Ráðherra viðskipta og banka-
mála lét taka af sér mál og klæð-
skerasauma nýtt frumvarp til laga
um Seðlabanka íslands og átti
klæðnaðurinn að vera tilbúinn fýrir
hann sjálfan þegar hann óskaði.
Eitthvað hefur það ennþá staðið í
alþingismönnum að festa hnappana
á hinn fyrirhugaða búning ráðherr-
ans.
Hér er í uppsiglingu eitt dæmi-
gerðasta hneyksli í íslenskum
stjórnmálum sem óhætt er að full-
yrða að hvergi gæti gerst, þar sem
pólitískt siðferði er einhvers metið
- að ráðherra bankamála geti hag-
rætt málum á þann veg, að hann
nánast skipi sjálfan sig í embætti
aðalbankastjóra Seðlabanka ís-
lands. Áður en ráðherrann settist í
Seðlbankann hefði e.t.v. verið
ástæða til að fara ofan í saumana
á því með hvað hætti hann afhenti
Útvegsbanka íslands til hinna raun-
verulegu umbjóðenda sinna, sem
nú mynda íslandsbanka, sbr. um-
mæli Sverris Hermennssonar
bankastjóra í Morgunblaðinu 1.
apríl sl. (grein: Að gefnu tilefni).
Höfundur er fyrrverandi
framkvæmdasijóri.
Kjartan Jónsson skrifar frá Kenýu
Hvar er brúðurin?
Ljjósm.: Valdís Magnúsdóttir
Brúðurin á nýja heimilinu ásamt brúðargjöfunum.
Brúðhjónin. Brúðkaup markar nýtt upphaf. U03™- Kjartan Jónsson
Ég var beðinn fyrir skömmu
um að gefa saman hjón í presta-
t kalli í hinum enda Pókothéraðs.
Það tók mig fjóra tíma að komast
þangað. Þetta passaði vel vegna
þess að ég þurfti að fara á fund
þar.
Brúðkaupsdagurinn rann upp
bjartur og fagur. Við, sem erum
frá norðlægum slóðum, segjum
oft okkar á milli: „Mikið erum við
heppin með veðrið í dag. Það er
sól einn daginn enn!“ Það brást
ekki heldur að þessu sinni. Ann-
ars finnst Afríkumönnum meiri
blessun fólgin í því að fá hellirign-
ingu.
Ég kom tímanlega til kirkjunn-
ar, en það var eitthvað, sem ekki
var eins og það átti að vera. Fólk
.< var dreift í smáhópum á svæðinu
kringum kirkjuna .og talaði í hálf-
um hljóðum. Samkvæmt áætlun
átti brúðkaupið að hefjast kl. 11.
f.h. Ég var nokkuð tímanlega,
sérstaklega þegar það er haft í
huga að ég var í afskekktri sveit
í Afríku, þar sem fólk almennt
átti ekki klukkur og enginn stress-
ar sig yfir smáatriðum eins og
nokkrum kortérum til eða frá.
Ef allt hefði verið með felldu,
hefðu konur verið önnum kafnar
við að undirbúa veislumatinn. Það
hefði rokið úr stórum pottum á
hlóðum frá bráðabirgðaeldhúsinu,
sem hróflað var upp vegna tilefn-
isins. Fólk hefði átt að vera á
þönum og vinir að bjarga ýmsu
við á síðustu stundu, gestir að
streyma til kirkjunnar, margir
eftir tveggja daga göngu, og ungl-
ingakórar að leggja síðustu hönd
á framlög sín til athafnarinnar í
rjóðrum í kring. En nú var allt
hljótt. Fáir á ferli. Ekkert að ger-
ast í bráðabirgðaeldhúsinu. Eng-
inn gestastraumur. Engar redd-
ingar á síðustu stundu.
Samningaviðræður
Þeir fyrstu, sem ég hitti, spurðu
hvort presturinn yrði til næsta
dags hjá þeim. Ég kvað já við
því. Er ég spurði nánar út í hvað
þeir ættu við, sögðu þeir mér að
aðstandendur brúðarinnar hefðu
snúið henni heim aftur. Þeir töldu
mikinn vafa leika á því, að nokk-
urt brúðkaup yrði þann daginn.
Ég og viðmælendur mínir vorum
að vonum mjög hissa vegna þess
að búið var að ganga frá og greiða
brúðarverðið. Fjölskylda brúðar-
innar hafði komið með hana dag-
inn áður, þannig að allt átti að
vera klappað og klárt. Síðan kom
skýringin. Aðstandendur brúðar-
innar sögðu, að ein kýrin af þrem-
ur, sem greitt var með, hafí verið
blind á öðru auga. Samkvæmt sið
Pókotmanna verða kýr, sem not-
aðar eru sem brúðarverð að vera
gallalausar^ Þeir voru óánægðir
og vildu skipta henni og fá aðra.
Þeir spurðu fjölskyldu brúðgu-
mans, hvort þeim sýndist brúðurin
vera eineygð. Ef svo væri ekki,
þá vildu þeir ekki fá eineygða kú.
Staðarpresturinn og leiðtogar
kirkjunnar höfðu farið snemma
um morguninn til að ræða við fjöl-
skyldu brúðarinnar til að reyna
að leysa vandann.
Tíminn leið og ekkert gerðist.
Um klukkan eitt e.h. komu samn-
ingamennirnir til baka með bros
á vör. Þeir höfðu gengið eina og
hálfa klukkustund hvora leið.
Vandinn var Ieystur, en það hafði
ekki gerst átakalaust. Karlarnir í
fjölskyldu brúðarinnar, sem ekki
voru kristnir, gerðu sér grein fyr-
ir, að þeir voru í sterkri samnings-
aðstöðu, því að brúðuguminn, sem
var búinn að kaupa mat fyrir
mörg mánaðarlaun, vildi að sjálf-
sögðu ekki að hann eyðilegðist.
Þeir fúlsuðu við kú, sem þeim var
boðin í skiptum fyrir hina, með
gallaða augað. Málið leystist þó,
er maður úr safnaðarstjórninni
bauð væna kú, sem hann átti, í
skiptum fyrir þá, sem ekki þótti
nógu góð.
Nú færðist líf yfir kirkjusvæðið.
Reykur liðaðist upp frá eldhúsinu
og gestir tóku að streyma til kirkj-
unnar.
Brúðkaup
Brúðkaupið hófst síðan kl. 14.
Kirkjan var full. Margir stóðu.
Um 6-800 manns voru viðstödd
þennan stórviðburð. Það var ekki
á hveijum degi að ungur maður
lagði út í stórkostnað við að halda
brúðkaup og lýsa því yfir í viður-
vist mörg hundruð kirkjugesta,
að hann vildi vera konu sinni trúr
allt til dauða.
Á meðal Pókotmanna mega
karlmenn taka sér eins margar
konur og þeir vilja. Auk þess eru
flestir þeirra fjöllyndir í þokkabót.
Mikilvægur hluti af giftingarat-
höfn þjóðflokksins er að flétta
hring af blautri nautshúð um úlnl-
ið konunnar. Þegar hann þornar,
er næstum ógerningur að losa
hann af. Hann er eins konar tákn
fyrir fjötra konunnar á meðal
Pókotmanna, en staða hennar er
almennt bágborin í þessu samfé-
lagi.
Kristna fólkið samgladdist
ungu brúðhjónunum. Margar
ræður voru haldnar og þeim óskað
blessunar og hamingju. Konur,
sem tóku til máls, undirstrikuðu,
hvað það væri merkilegt, að mað-
urinn lofaði að elska konuna sína
og vera henni trúr allt til dauða,
svo að hún þyrfti ekki að deila
honum með mörgum öðrum.
Það er stórkostlegt að sjá breyt-
inguna, sem orðið hefur í héraðinu
umhverfis kirkjuna á aðeins tíu
árum. Drykkjuböl hefur stórm-
innkað og kristnir menn hafa allt
aðra og jákvæðari afstöðu til eig-
inkvenna sinna en flestir aðrir.
Staða kristinna kvenna hefur
stórbatnað á þessum stutta tíma.
Þær eru þátttakendur í ýmiss
konar framfarastarfi.
Hinn kristni boðskapur færir
blessun og hamingju hvarvetna
þar sem hann er tekinn alvarlega.