Morgunblaðið - 17.09.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993
11
„Samtal“
Sunnudaginn 19. september kl. 15
verður myndbandasýning með viðtölum
við listamenn um list þeirra og hugleið-
ingar opnuð í Menningarmiðstöðinni
Gerðubergi. Listamennirnir eru: Ásta
Ólafsdóttir, Haraldur Jónsson, Helgi
ÞörguS FriðjáRggon, Kristinn E. Hrafns-
son, Rúrí og Þorvaldur Þorsteinsson.
Listamennimir hafa allir tengst starfi
Gerðubergs með sýningum á verkum sín-
um þar eða á annan hátt. Verða viðtölin
sýnd á þremur skermum í einu.
Sýningin stendur til 3. október. Opið
er alla virka daga kl. 10-22 og um helg-
ar frá kl. 13-17.
Tónlist
Minningartónleikar um
Sigríði og Ragnar H.
Ragnar
Kammerhópurinn Ýmir heldur tónleika
í sal Gmnnskóla {safjarðar sunnudags-
kvöldið 19. september ki. 20.30. Tónleik-
arnir em haldnir í minningu hjónanna
Ragnars H. Ragnar og Sigríðar J. Ragnar.
Ragnar stjómaði Tónlistarskóla ísa-
fjarðar frá stofnun hans árið 1948 til
ársins 1984 og naut til þess aðstoðar
Sigríðar konu sinnar, sem kenndi við
skólann. Ragnar iést árið 1987, en Sig-
ríður féll frá í mars á þessu ári.
Á undanförnum ámm hafa árlega
verið haldnir á tsafirði tónleikar helgaðir
minningu Ragnars og hefur þá jafnan ís-
lensk tónlist verið í öndvegi. Það er í mjög
í anda Ragnars, sem var mikill áhugamað-
ur um framgang íslenskrar tónlistar auk
þoss sem hann var einn þekktasti píanó-
kennari á Islandi um áratuga skeið.
Að þessu sinni er það kammerhópur-
inn Ýmir sem leikur á minningartónleik-
unum. Þessi hópur kom fyrst saman á
haustdögum 1992 í þeim tilgangi að
frumflytja fimm íslensk verk, sem urðu
til að fmmkvæði Japanans Michio Nakaj-
ima, en hann var áhugamður um ís-
lenska samtímalist.
Hópinn skipa: Auður Hafsteinsdóttir,
fiðla, Bryndís Halla Gylfadóttir, selló,
Einar Jóhannesson, klarinett, Einar St.
Jónsson, trompet, Maarten van der Valk,
slagverk og Öm Magnússon, píanó.
Á efnisskránni eru þijú íslensk verk
eftir Áskel Másson, Jónas Tómasson og
Karólínu Eiríksdóttur, en einnig verk
eftir frönsku tónskáldin Maurice Ravel
og Jean Francaix.
Leiklist
„Standandi pína“ í
Tjarnarbíói
Nýtt bandarískt leikverk verður fmm-
sýnt ÍTjamarbiói sunnudaginn 19. septem-
ber kl. 20. Það er eftir leikstjórann og
leikskáldið Bill Cain og heitir á ensku
Stand-up Tragedy, sem þýtt hefur verið
Standandi pína.
Leikritið ijallar um lffsbaráttu unglinga
í New York, gerist i kaþólskum gagn-
fræðaskóla fyrir spænskumælandi drengi
í einu af fátækustu hverfum borgarinnar.
Nýráðinn kennari ákveður að fóma
öllu til að hjálpa einum dreng og koma
honum til manns.
Hópur atvinnuleikara, Fijálsi leik-
hópurinn, stendur að sýningunni í Tjarn-
arbíói og leikstjóri er Halldór E. Lax-
ness. Tónlistin er eftir Craig Sibley en
henni stjómar Valgeir Skagfjörð. Ástrós
Gunnarsdóttir samdi dansana í leikritinu.
Leikarar em; Gunnar Helgason, Felix
Bragason, Þorsteinn Bachmann, Gunnar
Gunnsteinsson, Valgeir Skagfjörð, Þórir
Bergsson, Vilhjálmur Hjálmarsson, Rób-
ert Guðmundsson og Páll Banoini.
Jón Reykdal
að staðsetja. Jón hefur hins vegar
öðlast gott vald á gvasslitunum, og
því má fyllilega vænta þess að brátt
megi sjá stað meiri myndrænna
átaka forms og lita í verkum hans
í þessum miðli.
Sýning Jóns Reykdal í Stöðlakoti
við Bókhlöðustíg stendur til sunnu-
dagsins 19. september.
Rétt og rangt um íslenskan landbúnað — nr.6 af 8
Islenskir bændur hafa
hagrætt meira en flestir
aðrir á liðnum árum....
Fullyrt er: Hið rétta er:
Það vantar hvatninguna fyrir bændur
til þess að hagræða.
Niður með kotbúskapinn -
„bændur verði ríkir!“
Islensk búvara er alltof dýr.
Bændur eru í beinum tengslum við markaðinn. Afkoma þeirra er algjörlega háð
neyslu landsmanna sem um leið þýðir að verðlagning þarf að vera sem hagstæðust
íyrir neytendur m.v. hina fjölbreyttu valkosti sem bjóðast nú. Tekjur bænda ráðast
síðan af því hve vel þeim tekst að hagræða og halda niðri framleiðslukostnaði.
Þetta þýðir að framleiðslan ferist stöðugt á ferri hendur. Sem dæmi um það má
nefna að á síðasta áratug fækkaði mjólkurframleiðendum um tæp 35%. Á sama
tíma jókst framleiðsla hvers kúabónda um tæp 50%. Bændur eiga einfaldlega allt
sitt undir því að búreksturinn gangi vel og áð vörurnar seljist sem allra best. Þess
vegna er hvatning til hagræðingar og útsjónarsemi ávallt til staðar.
Það er mikill misskilningur að búrekstur gangi því betur sem búin séu stærri.
Meira að segja í reiknitölvum er auðvelt að sjá hvenær stækkun rekstrareininganna
hættir að skila aukinni hagkvæmni. Flestir átta sig nú á því að samræmi þarf að
vera á milli bústærðar og þess landrýmis sem búið hefúr aðgang að til að afsetja
úrgang. Annars þolir landið ekki álagið, mengun skapast og grunnvatn spillist.
Það leiðir síðan til „dauða“ í ám og vötnum. Markaðsmenn um allan heim þekkja
muninn á gæðum og verðlagningu frá verksmiðjubúum annars vegar og vistvænum
fjölskyldubúum hins vegar. í umræðunni hafa menn þar að auki ruglað saman
„kotbúskap“ og landbúnaði þar sem bændur sinna búrekstrinum einungis í hluta-
starfi. Einmitt slíkur búskapur t.d. í sauðfjárrækt er í augnablikinu jafnvel líkleg-
astur til þess að standa af sér tímabundnar þrengingar. Skynsamleg stærðar-
hagkvæmni er að sjálfsögðu það sem allir sækjast eftir, jafnt hjá bændum sem í
úrvinnslu landbúnaðarafurða, en það eru hins vegar engin ein vísindi algild í
þeim efnum vegna breytilegra aðstæðna.
Stutt sumar og erfitt veðurfar mun alltaf gera íslenskum bændum erfitt fyrir í
verðsamkeppni við gróðursæl héruð nágrannaþjóðanna. Á móti geta íslendingar
haldið áfram að framleiða hágæðavöru með sjálfbærum búnaðarhátmm og teflt
þeim óhikað fram gegn t.d. verksmiðjuframleiðslu þar sem notkun ýmis konar
lyfja og hjálparefna fer stöðugt vaxandi. Einnig gegn vörum sem framleiddár
eru með litlum tilkostnaði í skjóli rányrkju og á svæðum þar sem jarðvegs- og
loftmengun er umtalsverð. I þessu markaðsumhverfi eiga íslenskir bændur allt
sitt undir því að þeim takist að framleiða sem besta vöru á eins lágu verði og
frekast er unnt og í þeim efnum hefúr mikill árangur náðst á skömmum tíma.
Sem dæmi má nefna að frá áramótunum '89/'90 hefur raunverð helstu búvara
stórlækkað. Mjólk hefúr lækkað um 12%, nautakjöt um 25%, lambakjöt um 11%,
svínakjöt um 13%, kjúklingar um 17% og egg um 22%. En það þarf meira að
koma til. Á öllum öðrum framleiðslustigum landbúnaðarins þarf að halda áfram
að hagræða og lækka tilkostnað svo sem í vinnslu, dreifingu og sölu. Það er hins
vegar ekki rétt að líta á landbúnaðinn einan í þessu sambandi. Almennt séð er
verðlag hátt á íslandi miðað við það sem gerist í okkar heimshluta fýrst og ffemst
vegna dýrari aðfanga og smæðar markaðarins. í því sambandi má t.d. benda á
verð dagblaða og þjónustu bankastofnana.
...og þeir munu halda áfram
á sömu braut til hagsbóta fyrir sjálfa sig
og íslenska þjóð!
ISLENSKIR BÆNDUR
fit ,