Morgunblaðið - 17.09.1993, Síða 15

Morgunblaðið - 17.09.1993, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 15 Leitað skjóls í kenn- ingnm prófessors eftirJón Steinar Gunnlaugsson í Morgunblaðinu 4. september sl. var sagt lítillega frá ráðstefnu um félagafrelsi, sem Evrópuráðið og íslenska dómsmálaráðuneytið héldu nýlega hér á landi. M.a. flutti þar breskur prófessor, Sheldon Leader að nafni, erindi um rétt manna til að standa utan stéttarfé- laga. Er vikið að því í pistli Morgun- blaðsins og svo gerir Bryndís Hlöð- versdóttir lögfræðingur ASÍ þetta að umtalsefni í grein hér í blaðinu 11. september sl. Ástæða er til að víkja að þessu nokkrum orðum enda gaf fyrirsögn Morgunblaðsins á greininni 4. september mönnum til- efni til að ætla, að skylduaðild að verkalýðsfélögum hefði hlotið sér- staka blessun gestanna á þessari ráðstefnu. Bryndís Hlöðversdóttir fjallar svo um málið með tilvísunum til erindis prófessors Leaders án þess að gera grein fyrir þýðingar- miklum atriðum, sem verða að fylgja, ef menn vilja reyna að meta gildi kenninga hann fyrir ástandið á íslandi. Áður en lengra er haldið, vil ég taka fram að þær umræður um félagafrelsi, sem ég hafði tök á að fylgjast með á þessari ráðstefnu, voru afar vandaðar og fræðandi. Var mikill munur að fylgjast með þessari umfjöllun eða því hags- munaslegna karpi sem jafnan hljómar hér á landi, einkum þegar fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar eru að reyna að útskýra fyrir fólki, hvers vegna ekkert sé athugavert viðaðþvingamenngegnviljasínum . til að vera félagar í verkalýðsfélög- um. Á þetta ekki síst við ræðu pró- fessors Leaders, þó að ekki væri ég sammála öllu sem hann sagði. í erindi sínu hafði hann uppi sjónar- mið sem íslenska verkalýðsforystan hefður gripið á lofti og telur greini- lega að henti hagsmunabaráttu sinni. Um efni erindis prófessorsins er það fyrst að segja, að hann gerði vitaskuld aðeins grein fyrir sínum eigin sjónarmiðum um, hvernig Mannréttindadómstólinn ætti að túlka ákvæði 11. gr. mannréttinda- sáttmálans um félagafrelsi. Tók hann sjálfur fram, að svo virtist sem dómstóllinn hefði sjálfur tekið nokkuð aðra stefnu. I öðru lagi var enginn vafi á því í erindi prófessorsins, að rétturinn til að standa utan félaga tilheyrir réttinum til að mynda félög með öðrum. Hann velti því hins vegar fyrir sér, hvort ástæða væri til að gera undantekningu frá þessu í til- viki verkalýðsfélaga og þá með vís- an til ákvæðanna í 2. mgr. 11. gr. sáttmálans, þar sem fjallað er um heimilar takmarkanir á félagafrels- inu. Taldi hann það réttlætanlegt ef fullnægt væri eftirtöldum skil- yrðum: 1. Vernda þyrfti þá gegn félags- skyldunni, sem af hugsjónaástæð- um vildu ekki vera félagar. 2. Vernda þyrfti félagana gegn skyldu til þátttöku í pólitískri starf- semi verkalýðsfélaganna, m.a. gegn því að félagsgjöld þeirra væru notuð tij að fjármagna hana. SERPANTANIR Jón Steinar Gunnlaugsson „Allir Islendingar þekkja vel hömlulausa þátttöku verkalýðsfé- laga og Alþýðusam- bands Islands í síjórn- málabaráttu af þessu tagi. Og þeir verða líka að skýra út fyrir lands- mönnum, hvernig þeir ætli að koma á valfrelsi launþega milli verka- lýðsfélaga.“ 3. Menn þyrftu að geta valið milli margra verkalýðsfélaga, þ.e. félagsskyldan mætti ekki vera bundin tilteknu félagi. Aðrir ræðumenn á ráðstefnunni andmæltu sjónarmiðum prófessors Leaders og töldu ekki ástæðu til að veita þá afslætti af félagafrels- inu sem hann vildi. Eru þau sjónar- mið m.a. á því byggð að þessi frá- vik geti ekki helgast af heimildun- um í 2. mgr. 11. gr., þar sem talað væri um takmarkanir, sem nauð- synlegar séu í lýðfrjálsu þjóðfélagi ... til að vemda réttindi og frelsi annarra. Takmarkanir Leaders geti ekki rúmast innan þeirra marka. Jafnvel þó að prófessor'Leader teldist hafa verið að lýsa viðteknum skýringum á 11. gr. mannréttinda- sáttmálans, sem hann ekki var að gera, geta íslensku verkalýðsfor- ingjarnir ekki búið sér til mikið skjól í kenningum hans. Áður en þeir gera það, verða þeir að lýsa því, hvernig þeir vilji vernda rétt þeirra sem af hugsjónaástæðum vilja ekki vera í félögunum. Þeir þurfa þá líka að skýra út hvernig þeir ætli að vernda félagsmennina gegn því að vera þvingaðir til stuðn- ings við hina pólitísku baráttu sem félögin stunda, t.d. þegar gerðar eru kröfur á hendur ríkisstjórn um ríkisútgjöld, skattamál, vaxtamál, erlendar lántökur o.fl., eða hvernig þeir ætli að vemda félagsmenn gegn þátttöku í mótmælum í tilefni af komu erlendra gesta til landsins, sem ekki eru foringjunum að skapi. Allir íslendingar þekkja vel hömlu- lausa þátttöku verkalýðsfélaga og Alþýðusambands íslands í stjórn- málabaráttu af þessu tagi. Og þeir verða líka að skýra út fyrir lands- mönnum, hvernig þeir ætli að koma á valfrelsi launþega miili verkalýðs- félaga. Að þessum skilyrðum upp- fylltum geta þeir farið að skýla sér við kenningar prófessors Leaders. Það er alveg rétt að í dómi Mann- réttindadómstóls Evrópu í leigubíl- stjóramálinu frá í sumar felst ekki fortakslaust fordæmi um öll atriði sem koma til skoðunar varðandi félagsskylduna að íslenskum verka- lýðsfélögum. Er fylísta ástæða til að varast of víðtækar ályktanir af dóminum. Endanleg svör munu sjálfsagt ekki fást nema einhver komi bitastæðu máli um þetta fyrir dómstólinn. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. Mailman Cataput körfuboltaskór Verð kr. 8.890,- Mailman jr. Stærðir 32-41. Verð kr. 4.890,- 5% staðgreiðsluafsláttur, einnig af póstkröfum greiddum innan 7 daga. SSl UTíLÍFPfflfS GUESIBÆ • S/MI 812922 Borgartúni 29 sími 620640 Ny sending af ddmu og henrafatnaði á miög góðu verðií S KARNABÆR Borgarkringlunni. sími 682912

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.