Morgunblaðið - 17.09.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 17.09.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993 17 Morgunblaðið/Sverrir Bjarni Halldórsson, annar sölustjóra Borgarplasts, og Björgvin Bjarnason, framkvæmdastjóri Ósvarar, handsala samninginn, en skipshöfnin af togara útgerðarfyrirtækisins var viðstödd og fékk veitingar í tilefni þessa. Borgarplast selur 600 ker til Osvarar Málþing um endur- reisn Viðeyjarstofu I TILEFNI af fimm ára afmæli endurreisnar Viðeyjarstofu efnir Reykjavíkurborg til opins málþings í Viðey nk. sunnudag. Þar verða flutt erindi um endurreisn Stofunnar, um höfund hennar, N. Eigtved. Skoðanakönnun DV á fylgi flokkanna Kvennalisti vinnur á og tap Alþýðu- bandalags KVENNALISTINN eykur fylgi sitt á kostnað Alþýðubandalags- ins ef marka má skoðanakönnun sem DV hefur gert á fylgi sljórn- málaflokkanna. Könnunin náði til 600 manna og var hópnum jafnt skipt milli kynja og höfuð- borgarsvæðis og landsbyggðar. Meira en þriðjungur úrtaksins eða 35,7% voru óákveðnir og 10% vildu ekki svara. Kvennalistinn fær nú 16,9% at- kvæða en fékk 12,7% í síðustu könnun. Alþýðubandalagið fær 13,2% atkvæða en fékk 16,5% í síð- ustu könnun sem fram fór í júní. Sjálfstæðisflokkurinn fengi 33,4% atkvæða sem er nánast það sama og hann fékk í síðustu könnun og Framsóknarflokkurinn fengi um einu prósentustigi minna en í síð- ustu könnun 26,4% atkvæða en fékk áður 27,6%. Alþýðuflokkurinn bætir við sig tæpu prósentustigi, fengi 9,8% en fékk 8,9% samkvæmt könnuninni í júní. FRIÐARSTUND fer fram í Fríkirkjunni í Reykjavík næst- komandi sunnudag klukkan 14. Undirbúningur friðar- stundarinnar er unninn af presti Fríkirkjusafnaðarins, séra Cecil Haráldssyni í sam- vinnu við nokkur áhugamanna- félög um mannrækt og frið. Þau félög eru Lífssýn, Nýald- arsamtökin, Ljósheimar/Isl. Heilunarfélagið, Snæfellsás og Bahai samfélagið. Cecil Har- aldsson sagði í samtali við Morgunblaðið að um guðsþjón- ustu yrði að ræða en það væri hins vegar óvepjulegt að þessi samtök sameinuðust með þess- um hætti. „Það er mjög gott að það komi saman fólk sem hefur áhuga á því málefni sem um er að ræða og hefur áhuga á því að efla kirkjustarf," sagði hann. í fréttatilkynningu frá undirbún- ingsnefnd friðarstundarinnar segir: „Máttur bænarinnar er öflugasta mannlega afl sem til er. Þegar við stillum saman hug og hjörtu margra manna í sameiginlegu átaki til að breyta ímynd heimsins og fylla hann af friði, erum við hvert og eitt okkar þátttakendur í mótun nýrrar heimsmyndar." Allir velkomnir í kirkjuna Markmið samverustundarinnar er að sameina fólk með mismun- andi lífsviðhorf og trúarskoðanir í bæn fyrir friði á jörðu. Sagði sr. Cecil að fólk frá nokkrum þeim áhugamannafélögum sem unnið hafa að undirbúningi friðarstundar- innar hefði haft samband við sig og stungið upp á að haldin yrði sameiginleg friðarstund í kirkjunni. „Eg sá ekki ástæðu til annars en að bjóða fólkið velkomið, ég býð alla velkomna í kirkju hjá mér,“ sagði hann. Dagskrá hefst kl. 13.50 með tónlist. Pálmi Gunnarsson syngur: Allt sem við viljum er friður á jörð. Upphafsorð prests, bæn (allir biðja saman), sálmur nr. 539 (allir BORGARPLAST hf. og Ósvör hf. á Bolungarvík undirrituðu samning um kaup Ósvarar á 600 taka þátt), guðspjall, sálmur nr. 331 (allir taka þátt), hugleiðing prests, bæn (allir biðja saman), sálmur nr. 550 (allir taka þátt), leikið á hörpu. 1. Hugleiðing og bæn (allir biðja saman), 2. hugleiðing og bæn (all- ir biðja saman), 3. hugleiðing og bæn (allir biðja saman), 4. hugleið- ing og bæn (allir biðja saman), 5. hugleiðing og bæn (allir biðja saman. Tónlist (hörpuleikur). Hugleiðsla Erlu Stefánsdóttur. Tónlist. Friðrakerti tendruð og kveðju orðprests, tónlist og friðar- stund lokið. „MENN hafa alltaf þörf fyrir að endurnýja hjá sér. Auðvitað dregur þó úr því ef tekjurnar minnka, en það gekk ágætlega hjá netabátunum á vertíðinni, sérstaklega á Suðvesturlandi, og það er því alltaf möguleiki á að einhveijir telji sig sjá ástæðu til að kaupa þessi skip, ef þeim finnst verðið skaplegt" segir Jón- as Haraldsson skrifstofustjóri þjá LIU er hann var spurður hvort hann teldi vænlegan mark- að fyrir fjögur línu- og netaskip frá Nýfundnalandi hér í ljósi tekju- og aflasamdráttar, en LÍÚ hefur nú milligöngu um sölu skipanna hér á landi fyrir sljórn- völd á Nýfundnalandi. Jónas sagði aðspurður að það væri ekki í verkahring LÍÚ að stuðla að innflutningi skipa með þessum hætti. „En við þurfum að eiga mannsæmandi skip og skipin eru svo úrelt samkvæmt landslögum," sagði hann. Jónas sagði einnig að það hefði ekki síst vakað fyrir LÍÚ að geta átt góð samskipti við stjóm- fiskikerum á íslenzku sjávarút- vegssýningunni í gær. Guðni Þórðarson, framkvæmdastjóri Borgarplasts, segir að samning- ur um sölu á jafnmörgum ker- um sé einnig í burðarliðnum. Borgarplast hefur nú selt bæði Ósvör og Þuríði hf. á Bolungar- vík fiskiker. Borgarplast hefur nú fengið vottun um gæðakerfí fyrirtækisins samkvæmt IST ISO 9001 staðlin- um og segja forystumenn fyrir- tækisins það vera mikilvægan áfanga, sem þegar hafi skilað því miklu. Fyrirtækið sýnir hefðbund- in fískiker á sýningunni,*en auk þess kynnir það nýjung í fram- leiðslu bauja og belgja fyrir físki- skipaflotann úr efninu polyvinylcl- orid. Búizt er við því að fram- leiðsla þessarar vöru hefjist af fullum krafti á næsta ári. Ýmsar aðrar nýjungar eru á döfinni og má þar nefna samstarfsverkefni Iðntæknistofnunar og Borgar- plasts um leit að lausnum til að auka frostþol plastefna, einkum í vörubrettum, en það verkefni er styrkt af Norræna iðnþróunar- sjóðnum. völd á Nýfundnalandi um ýmis hagsmunamál í framtíðinni. ----» » ♦--- Alþýðusamband Suðurlands Arsþing á Klaustri 12. ÞING Alþýðusambands Suð- urlands verður haldið á Kirkju- bæjarklaustri 18. og 19. septem- ber. Þingið hefst kl. 13.30 á laug- ardeginum. Aðalmál þingsins verða kjara- og atvinnumál. Auk þeirra verður fjallað um fyrirhugaðar aðgerðir ríkisstjóm- arinnar t.d. niðurskurð og auknar álögur í heilbrigðiskerfinu. Skipu- lagsmál verkalýðshreyfíngarinnar munu einnig verða til umfjöllunar og þá einkum með tilliti til hagsmuna launafólks á Suðurlandi. A þessu sumri eru liðin fimm ár frá því endurreisn Viðeyjarstofu lauk. Islenska ríkið hóf endurreisn- ina, lauk við húsin að utan, en tók síðar þá ákvörðun að afhenda Reykjavíkurborg húsið að gjöf á 200 ára afmæli borgarinnar 1986. Stór hluti verksins var þá eftir, en á veg- um Reykjavíkurborgar var verkinu nú lokið á tveimur ámm og Viðeyjar- stofa og Viðeyjarkirkja opnaðar í upprunalegri mynd 18. ágúst 1988. Málþingið verður haldið í Viðeyj- arstofu sunnudaginn 19. september nk. Farið verður með Viðeyjarfeiju úr Sundahöfn kl. 10 árdegis. Magnús L. Sveinsson, forseti bæjarstjómar, setur málþingið. Þorsteinn Gunnars- son, arkitekt endurbyggingarinnar, flytur erindi um endurreisnina. Curt V. Jessen, arkitekt frá Danmörku, sem var ráðgefandi fyrir íslensku hönnuðina, flytur erindi um Nicolai Eigtved, höfund Viðeyjarstofu og Pétur H. Ármannsson, arkitekt, flyt- ur erindi um dönsk áhrif á íslenska byggingarlist. Allir munu fyrirlesar- arnir skýra mál sitt með litskyggn- um. Fyrirspumir og umræður verða á eftir hveiju erindi, en gert er ráð fyrir að þinginu ljúki um kl. 16.30. Málþinginu stjórna sr. Þórir Stephensen, staðarhaldari í Viðey, og Magnús Sædal Svavarsson, bygg- ingarstjóri Viðeyjar. Þátttaka er öll- um heimil. TRAUSTAR VORUR OG ÞJÓNUSTA VIÐ ÍSLENSKAN FISKIÐNAÐ OG 13 IMMBÚ HAÞRYSTIVOKVAKERFI Drifbúnaöur fyrir spil o.fl. Radial stimpildælur • Vökvamótorar JjjSAB ALLT TIL RAFSUÐU Vélar, vír og fylgihlutir INTERROLL .% joKi FÆRIBANDAMÓTORAR MONO FLYGT LOWARA DÆLUR Ryöfríar há- og lágþrýstiþrepadælur Fiskidælur • Slógdælur þjónustudeild okkar veita sölumenn fúslega faglegar upplýsingar- hafiö samband. HÉÐINN V E R S L U N SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 Friðarstund í Fríkirkjunni Skrifstofustjóri LÍÚ um sölu fjögurra skipa frá Nýfundnalandi Alltaf einhver þörf á að endumýja skip ARGUS/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.