Morgunblaðið - 17.09.1993, Qupperneq 42
42
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 17. SEPTEMBER 1993
KNATTSPYRNA
Ásgeir yfirþjálf-
ari allra landsliða
Gústaf Adolf Björnsson og Guðni Kjartansson verða aðstoðar- -
menn hans og þeirfélagar stjórna einnig fræðslumálum KSÍ
ÁSGEIR Elíasson, landsliðsþjálfari, var ígær ráðinn yfirþjálf-
jari allra karlalandsliða KSÍ og með honum voru ráðnir Gú-
staf Adolf Björnsson og Guðni Kjartansson, en þeir þrír sjá
um þjálfun og fræðslumál. „Við væntum þess að að með
þessu hafi verið tekin framfaraspor í þjálfara- og fræðslu-
málum. Við væntum mikils af störfum þessara manna, sem
mynda samstarfshóp og vinna saman á ýmsum sviðum
knattspyrnunnar," sagði Eggert Magnússon, formaður KSÍ.
Asgeir verður jafnframt því að
vera a-landsliðsþjálfari, með
yfirumsjón með 21 árs, 18 ára og
16 ára landsliðunum, en hann og
Gústaf Adolf sjá um þjálfun og
undirbúning 21 árs og 16 ára
landsliðsins, en Guðni sér um þjálf-
un og undirbúning 18 ára lands-
liðsins. Guðni mun stjórna 18 ára
landsliðinu í Wales í byijun októ-
ber, þar sem liðið mætir Wales og
Eistlandi í keppni um að komast
í 16-liða úrslit næsta sumar.
Ásgeir og Gústaf Adolf stjórna
16-ára liðinu í úrslitakeppninni, sem
fer fram á írlandi næsta sumar.
Gústaf Adolf verður jafnframt
fræðslufulltrúi KSÍ — hefur um-
sjón með fræðslu og útbreiðslu-
starfi sambandsins, hæfileikamót-
um, knattþrautum og knatt-
spymuskóla KSÍ. Gústaf Adolf og
Ásgeir verða í fullu starfi hjá
KSI. „Það má segja með þessari
skipulagsbreytingu skiptist skrif-
stofa knattspyrnusambandsins í
tvennt — annars vegar almenn
störf og hins vegar þjálfun og
fræðslumál," sagði Eggert Magn-
ússon, formaður KSI, er hann
kynnti breytingarnar.
Arnarí
fótspor
Jóhannesa
ÞegarArnar Gunnlaugsson lék
með Feyenoord gegn Akra-
nesi í Evrópukeppninni á Laugar-
dalsvellinum, fetaði hann þar með
í fótspor Jóhannesar Eðvaldsson-
ar, sem lék með Celtic á vellinum
1975. Báðir eiga þeir það sameig-
inlegt að hafa leikið Evrópuleik
gegn sínum fyrri félögum, en Jó-
hannes lék með Celtic gegn Val.
Hvorugum tókst að skora, en Jó-
hannes var nær því — hann mis-
notaði vítaspymu; skaut framhjá
marki Valsmanna, sem máttu þola
tap, 0:2. Það var enginn annar en
Kenny Dalglish, sem kom Celtic á
bragðið gegn Val.
MorgunblaðiA/Bjami
Arnar Gunnlaugsson í baráttu við Ólaf Þórðarson, hetju Skagamanna.
ENGINN ER BETRI
ad margra mati
STÓRÚTSÖLUMAMAÐURINN
BÍLDSHÖFÐA 10
SÁ GAMLI GÓÐI Skólavörar, geisladiskar, skór, fatnaður, blóm
°g gjafavörur, skartgripir, vefnaðarvörur, leðurvörur og margt margt fleira.
Skífan - Studio - Sonja - Taxi - Saumalist - Partý - í takt - Skó-
verslun Reykjavíkur - Hans Petersen - Eitt og annað - Herrahúsið -
Skartgripaskrínið - Liljan - Blómalist - Bamabúðin - og margir fleiri.
OPNUNARTÍMI:
Mánud. — fimmtud. frá kl. 13—18
Föstudaga frá kl. 13—19
Laugardaga frá kl. 10—16
Frítt kaffi og video fyrir börnin
Gústaf Adolf Björnsson, Ásgelr Elíasson og Guönl Kjartansson
sjá um þjálfun og fræðslumál á vegum KSÍ.
FRJALSIÞROTTIR
Fimmtán ára bann
fyrir að segja ósatt
Surður-Afríkumaðurinn Sipho Mkhaliphi hefur verið dæmdur í fimmtán
ára keppnisbann fyrir að segja ósatt. Mkhaliphi, sem er maraþon-
og götuhlaupari, sló um sig þegar hann kom heim frá Bandaríkjunum i
sumar og sagðist hafa orðið sigurvegari í 160 km hlaupi í Boulder í Col-
orado — hlaupið vegalengdina á mettíma. Árangri hans var slegið upp í
þarlendum blöðum og hann gerður að hetju.
Þegar forráðamenn fijálstþrótta í S-Afríku fóru að grennslast nánar
um árangur kappans í Bandaríkjunum, kom í ljós að maðkur væri í mys-
unni. Jú, Mkhaliphi hafi verið skráður til leiks og hafið hlaupið, en hann
hafí hætt hlaupi sínu áður en það var hálfnað. Hetjan fyrrverandi — sem
sagði ósatt og baðaði sig síðan í frægðarljómanum, mun ekki sjást á
hiaupabrautinni næstu fímmtán árin; hann hleypur nú meðfram veggjum
f Jóhannesarborg.
HANDKNATTLEIKUR
Islendingar
mæfa Rússum
— í keppni um þriðja sætið í heimsmeist-
arakeppni 21 árs landsliða í Egyptalandi.
Danir og Egyptar leika til úrslita
„ÞAÐ er sárt að markatala
skeri úr um það hvort við lékum
um fyrsta sæti eða þriðja
sæti,“ sagði Þorbergur Aðal-
steinsson, landsiiðsþjálfari,
eftir að Ijóst var að ísland
myndi leika um þriðja sætið —
eftir að Egyptar lögðu Svía að
velli, 23:15, í gærkvöldi. ísland
vann Portúgal í gær, 31:21, og
voru íslendingar og Egyptar
jafnir að stigum, með átta stig,
en Egyptar voru með betri
markatölu — 30 mörk í plús,
en íslendingar 17.
Við mætum Rússum í leik um
þriðja sætið á laugardaginn,
en Egyptar og Danir leika til úr-
slita," sagði Þorbergur og sagði
hann að möguleikarnir á bronssæt-
inu væru jafnir. “Danir hvíldu marga
af sínum bestu leikmönnum þegar
þeir léku gegn Rússum og máttu
þola tap, 25:29. Það er ljóst að þetta
er besti árangur sem við höfum náð
í heimsmeistarakeppni — og ég vona
að við náum að tryggja okkur þriðja
sætið og koma heim með bronsverð-
launin."
Tap íslands gegn Rúmeníu, eftir
erfiðan sigurleik gegn Egyptalandi,
kom í veg fyrir að íslenska liðið leiki
til úrslita gegn Dönum.
íslensku strákamir byijuðu með
miklum látum gegn Portúgal í gær
— og leikmenn Portúgals gáfu eftir.
„Páll Þórólfsson átti mjög góðan leik
og skoraði átta mörk og þá var
Patrekur Jóhannesson, sem skoraði
einnig átta mörk, sterkur í vörn og
sókn. Róbert Sighvatsson skoraði
sex mörk af línu úr sex skotum, en
aðrir sem skoruðu voru Dagur Sig-
urðsson fjögur mörk, Ólafur Stef-
ánsson tvö, Jason Ólafsson tvö og
Sigfús Sigurðsson eitt. Það var mik-
il pressa á strákunum, en þeir náðu
að sýna mikið keppnisskap og léku
vel,“ sagði Þorbergur.
Egyptar léku gegn Svíum í gær-
kvöldi og sáu hátt í 30 þús. áhorfend-
ur leikinn. Svíar réðu ekkert við
Egypta. Þess má geta að öllum leikj-
um Egypta hafði verið sjónvarpað
beint, nema leiknum í gærkvöldi. Það
gerðu Egyptar til að fá fleiri áhorfend-
ur í hina stóru íþróttahöll sína, sem
var nær troðfull, eða um 30 þús.
áhorfendur.
Svíar og Ungveijar leika um
fímmta sætið á heimsmeistaramótinu.
KORFUKNATTLEIKUR
Keflvíkingar töpuðu stórt
Keflvíkingar máttu þola stórtap, 64:124, fyrir Zalgiris í seinni leik lið-
anna í Evrópukeppni meistaraliða í Litháen. Leikmenn Zalgiris skor-
uðu þrettán fyrstu stig leiksins og voru yfir 67:38 í leikhléi og um miðj-
an seinni hálfleik var forskotið orðið 42 stig, 92:50. Keflvíkingar voru
ekki ánægðir með aðstæður, en leikið var á trégólfi í gömlum hermanna-
bragga, eins og Hálogalandi. Jonathan Bow skoraði 19 stig, Guðjón Skúla-
son 18, Birgir 8, Jón Kr. 7, Kristinn 6, Böðvar 3, Sigvin 2, Brynjar 2
og Sigurður Ingimundarson 2, en hann var rekinn af leikvelli með fímm
villur þegar fimm mín. voru búnar af seinni hálfleik.