Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 01.10.1993, Qupperneq 1
80 SIÐURB/C 222. tbl. 81.árg. FÖSTUDAGUR1. OKTÓBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Mesti jarðskjálfti í hálfa öld ríður yfir vesturhluta Indlands Tíu þúsund talin af AÐ MINNSTA kosti tíu þúsund manns fórust og jafnmargir særðust er öflugur jarðskjálfti reið yfir héröðin Maharashtra, Andrha Pradesh og Karnataka í vesturhluta Indlands. Um fimm- tíu þorp jöfnuðust nær alveg við jörðu og létust heilu fjölskyld- urnar er hús þeirra hrundu. Mesti skjálftinn, sem mældist 6,4 á Richterkvarðanum, kom snemma um morgun er flestir voru enn sofandi. Mesti mannskaðinn varð í borg- unum Umarga og Khilari sem eru í um 450 kílómetra fjarlægð frá Bombay. Búast má við að tala látinna eigi eftir að hækka verulega og telja sumir að allt að tuttugu og fimm þúsund manns kunni að hafa farist Þetta er mesta mannfall af völdum landskjálfta í suðurhluta Asíu í hálfa öld. Sjá nánar á bls. 20. Abkhazía Síðasta virkið fallið Tbilisi. Reuter. SVEITIR aðskilnaðarsinna í Abkhazíu náðu í gærmorgun á sitt vald borginni Ocham- chira og síðdegis féll borgin Gali þeim einnig í skaut. Þar með hafa aðskilnaðarsinnar hrakið stjórnarher Georgíu úr virkjum sínum í héraðinu, að sögn talsmanns varnar- málaráðuneytisins í Tbilisi. Á mánudag féll Sukhumi, höfuð- staður Abkhazíu, í hendur uppreisnarmanna. Soso Margishvili, talsmaður varnarmálaráðuneytisins í Tbilisi, sagði að sveitir aðskilnaðarsinna hefðu ráðist úr þremur áttum á Ochamchira í fyrrinótt. Fullyrti hann að rússneskar hersveitir hefðu liðsinnt aðskilnaðarsinnum en yfir- völd í Moskvu hafa ætíð mótmælt því að rússneskir hermenn ættu aðild að átökunum í Georgíu. Með falli Ochamchira hafa að- skilnaðarsinnar náð þjóðveginum meðfram Svartahafsströnd Abk- hazíu á sitt vald. Sagði Margishvili að ákaft væri barist um þijú þorp í nágrenni vegarins, Tsager, Merk- ula og Aradu. Ringulreið í röðum georgíska stjórnarhersins er sögð megin- ástæða undanhalds stjórnarhersins í Abkhazíu og þess að Ochamchira, sem er 60 km suður af Sukhumi, féil. Hersveitum sem vörðu borgina bárust misvísandi fyrirmæli frá mörgum foringjum. í gær var stjómarherinn sagður safna liði og ráða ráðum sínum suður af borg- inni. Þúsundir óbreyttra borgara voru sagðir á flótta frá Ochamchira suð- austur af borginni í átt til borgar- innar Gali. Jeltsín fellst á samninga- viðræður við þingmenn Moskvu. Reuter. BORIS Jeltsín Rússlandsforseti féllst í gær á að hefja samningavið- ræður með milligöngu rétttrúnaðarkirlqunnar til að binda enda á deilu hans við þingmenn, sem hafast við í Hvíta húsinu í Moskvu. Var greint frá þessu eftir fund Aleksý' öðrum patríarka, æðsta yfir- manni rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar. „Við ætlum að reyna að frelsa Ilvíta húsið á rólegan hátt og án þess að stefna lífum al- mennra borgara í hættu," sagði Júrí Lenov, talsmaður forsetans. Munu sendinefndir frá báðum deiluaðilum eiga fyrsta fund sinn í höfuðstöðvum kirkjunnar í dag. Lcí Scala lokað? Róm. The Daily Telegraph. CARLO Fontana, forstöðumaður Scalaóperunnar í Mílanó, telur hættu á að Ioka verði óperuhús- inu í kjölfar verulegs niðurskurð- ar á ríkisframlögum. Kemur þetta fram í grein sem hann ritar í dagblaðið Coríere della Serra. Ríkisstjórn Ítalíu ætlar að skera niður ríkisútgjöld um 1.400 milljarða íslenskra króna á næsta ári, þar af fímm milljarða vegna menningar- mála. í fyrra var framlagið til La Scala lækkað í þtjá milljarða króna, sem Fontana segir ekki einu sinni duga fyrir launakostnaði. Nú stendur til að lækka framlagið um 400 millj- ónirtil viðbótar. Næsta leikár Scalaó- perunnar hefst 7. desember og sagði Fontana í grein sinr.i að niðurskurð- urinn „ógnaði tilveru" óperunnar. Fréttastofan Interfax greindi frá því að forsetinn væri reiðubúinn að aflétta umsátrinu um Hvíta húsið ef þeir sem þar hefðust við létu vopn sín af hendi á sama tíma. Alexander Rútskoj varaforseti bauðst hins veg- ar til þess að þingmenn og stuðnings- menn þeirra söfnuðu vopnum sínum saman og þau yrðu geymd undir eftirliti. A móti fór hann fram á að aftur yrði veitt vatni og rafmagni til þinghússins og símalínur opnaðar. Það er einnig talið hafa vegið þungt á metunum að andstaða við stefnu Jeltsín gagnvait þinginu hefur farið vaxandi i héruðum Rússlands, þar sem kommúnistar ráða víða enn ríkjum. Ráð, sem leiðtogar 60 af 88 héruðum Rússlands hafa stofnað, kom saman í gær og krafðíst þess að jafnt forsetinn sem þingið gæfu eitthvað eftir af völdum sínum. Hót- uðu þeir að grípa til efnahagslegra og pólitískra aðgerða ella s.s. að hætta að greiða skatta til ríkisins. Sergei Shakrai, helsti lögfræðilegi ráðunautur Jeltsíns, sagði hins vegar ekki koma til greina að verða við þeirri kröfu. Þá komu leiðtogar frá Síberíu saman í borginni Novosib- irisk og hótuðu að loka fyrir olíu- og gasleiðslur og stöðva lestarsam- göngur um Síberíu ef forsetinn af- létti ekki umsátrinu. Ekki NATO-aðild Vestrænir stjórnarerindrekar sögðu í gær að Jeltsín hefði ritað leiðtogum Frakklands, Þýskalands, Bandaríkjanna og Bretlands bréf þar sem hann varaði þá við að veita ríkj- um Austur-Evrópu aðild að Atlants- hafsbandalaginu. „Jeltsín leggur til að NATO og Rússar tryggi sameigin- lega öryggi Austur-Evrópu í stað þess að bandalagið víkki út í aust- ur,“ sagði einn stjórnarerindreki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.