Morgunblaðið - 01.10.1993, Blaðsíða 10
seer mtiöTxo .1 huoacjutbö’í öi«ajhv:uo«om
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993
Herdís Þorvaldsdóttir og Gunnar Eyjólfsson í hlutverkum sínum.
Ástarbréf á Litla
sviði Þjóðleikhúss
FYRSTA frumsýning á Litla sviði Þjóðleikhússins á þessu leikári
verður sunnudaginn 3. október kl. 20.30. Þá hefjast sýningar á Ástar-
bréfum, eftir bandaríska leikskáldið A.R. Curney. Ástarbréf er
óvenjulegt sviðsverk, einkum vegna þess að persónur leiksins lesa
bréf hvor til annarrar allan tímann. Flyljendur eru Herdís Þorvalds-
dóttir og Gunnar Eyjólfsson.
Efni leiksins er það að Melissa og
Andy byija að skrifast á sem böm,
að því er virðist að undirlagi foreldra
sinna. Sambandið þróast með árunum
gegnum bréfin, en það er svo margt
sem kemur í veg fyrir að þau nái
saman, þau fínna aldrei réttan stað
eða rétta stund fyrir ástaijátningu
fyrr en dauðinn hefur knúið dyra.
Andrés Sigurvinsson er leikstjóri,
Þórunn S. Þorgrímsdóttir sér um
útlit sýningarinar, Ásmundur Karls-
son hannar lýsingu og Úlfur Hjör-
var þýddi verkið.
Önnur sýning á Ástarbréfum
verður föstudaginn 8. október.
Hugmynd-Höggmynd
í Listasafni Sigurjóns
SÝNINGIN Hugmynd-Högg-
mynd, úr vinnustofu Sigurjóns
Ólafssonar, í safni hans á Laug-
arnesi, verður opnuð laugardag-
inn 2. október kl. 15.
Verk frá ólíkum tímabilum í list
Siguijóns hafa verið sett upp og í
ljósmyndum og textum er reynt að
lýsa mismunandi vinnslustigum
verkanna. Verkfæri og ýmsir munir
úr vinnustofu listamannsins eru
einnig sýnd til að varpa ljósi á ferl-
ið frá hugmynd til listaverks.
Um þessar mundir eru liðin fimm
ár frá því að Listasafn Siguijóns
var vígt og opnað almenningi 21.
október 1988. Ári síðar var safnið
gert að sjálfseignarstofnun og eru
í stofngjöf Birgittu Spur áttatíu
listaverk eftir Siguijón. Frá opnun
safnsins hafa þar að auki borist
margar gjafir frá einstaklingum og
eru nokkrar þeirra á sýningunni.
Sýningin Hugmynd-Höggmynd
mun standa uppi fram á vor og er
sérstaklega hönnuð með skólafólk
í huga. I vetur er svo áformað að
bjóða upp á dagskrá fyrir börn og
foreldra þeirra.
Safnið er opið á laugardögum og
sunnudögum frá kl. 14-17 og er
kaffistofan opin á sama tíma.
Tónleikar í
Hafnarborg
BJÖRN Björnsson baryton-
söngvari heldur einsöngstón-
leika í Hafnarborg, menningar-
og listamiðstöð Hafnarfjarðar,
mánudaginn 4. október.
Björn syngur bæði íslensk lög
og ítalskar aríur við undirleik Guð-
bjargar Sigurðardóttur. Tónleikam-
ir á mánudag heQast klukkan
20.30.
Sýningin Hugmynd-Höggmynd,
verður opnuð á morgun, laugar-
dag.
6
Kvikmynda-
hátíð í dag
Kvikmyndahátíð Listahátíðar
í Reykjavík verður haldin í Há-
skólabíói og hefst í dag. Morg-
unblaðið birtir dagskrána jafn-
óðum og hér á eftir fer fyrsti
dagurinn. Allar sýningar hefjast
kl. 23.
Simple Men. Hal Hartley
leikstýrir. USA. Bræður leita
föður síns í gamanmynd.
Autum Moon. Clara Law
leikstýrir. Hong Kong. Masat-
oshi Nagase úr Mystery Train
er japanskur túristi í Hong Kong.
Mynd um ást, vináttu og góðan
mat. Síðasta sýning á mánudag.
La Scorta. Ricky Tognazzi
leikstýrir. Ítalía. Spennumynd
um dómara sem rannsakar Maf-
íuna.
Poison. Todd Haynes leik-
stýrir. USA. Hero er heimildar-
mynd um barnungan morðingja.
Horror er s/h hrollvekja. Bönnuð
innan 16 ára.
Brunahvammur
Börkur Arnarson og Svanur Kristbergsson.
Myndlist
Eiríkur Þorláksson
Sameiginleg verkefni aðila í ólík-
um geirum menningarlífsins eru
með því erfiðasta sem listamenn
takast á við. Þó eru til í listasög-
unni mörg dæmi þess að þekktir
myndlistarmenn hafi unnið leik-
myndir fyrir leikhús, tónskáld sam-
ið tónverk í kringum bókmenntaleg-
ar frásagnir o.s.frv.; samvinnan hef-
ur þannig oft verið nokkuð einhliða.
Þó eru til frá þessu ýmsar undan-
tekningar, og sýning á einni slíkri
fer nú senn að ljúka í Reykjavík.
í Gallerí Sólon íslandus við
Bankastrætið hefur undanfarið
staðið yfir sýning sem Börkur Arn-
arson ljósmyndari og Svanur Krist-
bergsson tónlistarmaður og ljóð-
skáld hafa unnið saman og gefið
nafnið „Brunahvammur". Hér er
um hálfgildis innsetningu að ræða,
þar sem allt rými salarins (og
næsta nágrenni) er nýtt saman',
og umhverfið fyllt margræðum
myndum, ljóðum, tónlist, lýsingu
og gufu, sem eiga að umlykja sýn-
ingargestinn eins og heiðaþoka.
Uppruni nafnsins segir örlítið
um það inntak, sem listamennirnir
eru að sækjast eftir: Brunahvamm-
ur mun vera eyðibýli á Vopna-
fjarðarheiði, þar sem nú sjást að-
eins óljósar tóftir, og hljóð náttúr-
unnar og minninganna er hið eina
sem heyrist dags og nætur. Slíkt
umhverfi er með vissum hætti
draumaland nútímans, þegar
skarkali borgarlífs og síbylju leitast
við að kaffæra öll skilningarvit
mannsins á sem tryggastan hátt.
Á sýningunni eru tæplega þijá-
tíu verk, auk skyggnimynda sem
varpað er á veggi, og seiðandi tón-
listar sem leikur um salinn. Þar er
um að ræða frumsamið tónverk
Svans, sem flæðir fram líkt og
lækur á fjalli, og er einkar áheyri-
legt, um leið og það er hvílandi.
Ljóð hans birtast einnig í ýmsu
formi, og er framsetningin ætíð til
þess fallin að styrkja hinn knappa
texta. Böt'kur Arnarson hefur þeg-
ar vakið á sér athygli fyrir óvenju-
leg ljósmyndaverk sín, t.d. _á sýn-
ingum í Nýhöfn og Gallerí Úmbru;
hér heldur hann áfram á sömu
braut með nýstárlegum vinnu-
brögðum.
Athyglisverðustu ljósmyndirnar
eru eflaust verk nr. 1-4, þar sem
filma er sett inn í undna rnottu úr
glerfiber, en myndefnið má túlka
sem það sem drífur manninn
áfram; hugsunin, kynkvötin,
hjartalagið og fæðuþörfin. Þessi
einföldu verk styrkjast síðan af
veikri lýsingunni. I verki nr. 16
birtist eins konar þroska- eða þróun-
arsaga, þar sem hinir einstöku
rammar fylgja manninum í gegnum
einfalda formþróun frá sáðfrumu til
eldflaugar; verkið er einnig einkar
skemmtilega sett upp.
Fleiri verk byggja á eins konar
samspili ljósmynda og'ljóðlína, og
kemur það samspil stundum vel
út. Ljóð í veltiramma við hlið ljós-
mynda af gullfiskum (nr. 14) er
ný reynsla fyrir flesta; ljóðlínur
eins og „ég er saffron hins kalda
kyns“ og „hjartað á steðjann" fá
á sig annarlegan hljóm í þessu
samhengi. Svipað má segja um
verk nr. 21-26, þar sem ljóðlínurn-
ar verða ósjálfráður myndvaki:
„fæðingartárin bergmála á dauða-
stundinni"; „minningin hefur
kennt mér að gleyrna". Samspil
af þessu tagi er aðail þess sem
hér getur að líta, og er óvenjugott
jafnræði með miðlunum.
Helsti ókostur þessarar sýning-
ar er einfaldlega staðurinn. Skark-
ali kaffihússins á hæðinni fyrir
neðan glymur í sýningarsalnum,
auk þess sem dynur mikillar um-
ferðar berst utan frá. Því nær sýn-
ingargesturinn aldrei fyllilega að
njóta þeirrar kyrrlátu stemningar,
sem augljóslega er stefnt að. Und-
irtitill sýningarinnar er „Nótt í
galleríi", og væri það væntanlega
sá tími sem sýningin nyti sín hvað
best; dauf lýsing á myndir og Ijóð,
undiralda tónlistarinnar og þögn
næturinnar væru hið fullkomna
umhverfi. En þess fá áhorfendur
ekki notið að sinni, þó vissulega
væri slíkur sýningartími athyglis-
vert framtak.
Á sýningunni er hægt að fá
keyptar hljóðsnældur með tónlist
Svans og ljóðabók hans, sem Börk-
ur gerði kápu fyrir. Engin sérstök
sýningarskrá liggur frammi, en á
lista yfir verkin er að finna þakkir
listamannanna til ijölda fyrirtækja
og einstaklinga, sem hafa aðstoðað
við undirbúning sýningarinnar; er
ánægjulegt að sjá hversu víða þann
stuðning er að finna.
Þessari nýstárlegu innsetningu
þeirra Barkar Arnarsonar og Svans
Kristbergssonar, „Brunahvammur
- nótt í galleríi", í sýningarsalnum
yfir kaffihúsinu Sólon Islandus í
Bankastræti lýkur sunnudaginn 3.
október.
Klassískur gítarleikur í
Kringlunni á laugardögum
KRISTINN H. Árnason gítarleik-
ari kemur fram á fyrstu tónleikun-
um sem verða í Kringlunni á
hverjum laugardegi fram að des-
ember i tilefni af 100 ára afmæli
spænska gítarsnillingsins Andres
Segovia. Hann spilar kl. 13 verk
eftir Bach og Tárrega og kl. 14
spilar hann verk eftir Tárrega,
Granados og Barrios.
Næstu laugardaga á þessum sömu
tímum Ieika ellefu „klassískir gítar-
leikarar“ spænska, suður-ameríska
og klassíska tónlist frá ýmsum lönd-
um til að heiðra minningu Segovia.
í hvert skipti kemur fram nýr gítar-
leikari og spilar af efnisskrá sem
hann velur sjálfur.
Gítarleikaramir sem koma fram í
Kringlunni starfa við gítarkennslu í
Reykjavík og nágrenni. Þeir eru;
Einar Kristján Einarsson, Jón Guð-
mundsson, Kristinn Ámason, Páll
Eyjólfsson, S. Rúnar Þórisson, Símon
H. ívarsson, Sveinn Eyþórsson, Þor-
kell Atlason og gítartríó sem skipað
er Þresti Þorbjömssyni, Halldóri Ól-
afssyni og Pálma Erlendssyni.
Kristinn H. Ámason lauk burtfarar-
prófí frá Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar árið 1983 og stundaði
framhaldsnám í Bandaríkjunum og
síðan á Spáni. Hann hefur komið víða
fram, m.a. í útvarpi og sjónvarpi. Á
fyrri tónleikum laugardagsins spilar
hann „Garotte en Rondeau“, „Bourrée
og tvo menúetta eftir Bach og „Recur-
dos de la Alhambra" eftir Tárrega.
í seinna sinnið sem Kristinn kemur
fram leikur hann fjórar prelúdíur og
„Marzurka" eftir Tárrega, „La Maja
de Goya“ eftir Granados og „E1 su-
eno en la floresta" eftir Barrios.
Morgunblaðið/Þorkell
Gítarleikararnir sem fram koma í Kringlunni, f.v. Sveinn Eyþórs-
son, Þröstur Þorbjörnsson, Jón Guðmundsson, Páll Eyjólfsson, Krist-
inn Árnason, Rúnar Þórisson og Símon H. ívarsson, en á myndina
vantar Einar Kristján Einarsson, Þorkell Atlason, Halldór Ólafsson
og Pálma Erlendsson.