Morgunblaðið - 01.10.1993, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar:
691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði
innanlands. I lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið.
Alþýðusambandið á
sjálft að borga
Að Alþýðusambandi íslands
(ASI) standa átta lands-
samtök. Innan þeirra eru um
220 félög og deildir. Auk þess
eiga 25 félög beina aðild að
ASÍ. Innan ASÍ eru, þegar
allt er talið,^ um 65.100 ein-
staklingar. Á vegum ASÍ og
aðildarfélaga eru gildir sjóðir,
auk þess sem árlegar tekjur
ASÍ skipta mörgum tugum
milljóna króna. ASÍ er ein
stærstu, fjölmennustu og
sterkustu heildarsamtök í
landinu.
í ljósi framansagðs er það
fjarstæða hjá Láru V. Júlíus-
dóttur, framkvæmdastjóra
ASÍ, að spurning sé, hvort
þessi hagsmunasamtök eigi
ekki að fá hærri framlög úr
ríkissjóði — af skattpeningum
fólks og fyrirtækja — en nú
er, en ríkið greiðir á þessi ári
um 13 milljónir króna til ASÍ.
Það er þvert á móti engin
spurning að Alþýðusamband
íslands á og getur eitt og sjálft
staðið undir kostnaði við þá
hagsmunagæzlu, sem sam-
bandið sinnir, og þeirri sér-
hæfðu vinnu sem henni heyrir
til.
Framkvæmdastjóri ASÍ
segir í viðtali við Morgunblað:
ið í gær að á skrifstofu „ASÍ
starfí 13 manns og stór hluti
vinnu þeirra sé unninn í þágu
hins opinbera í formi setu í
nefndum og ráðum og við að
semja álitsgerðir og umsagnir
til stjórnvalda“. Þetta á að
réttlæta 13 milljóna ríkissjóðs-
framlag til ASI árið 1993 og
„spurninguna" um hærri
meðgjöf hins opinbera á kom-
andi árum. Það er á hinn bóg-
inn harla líklegt að á vegum
ríkisins, ráðuneyta og opin-
berra stofnana sé nægilegt lið
sérfræðinga til að sinna öllum
störfum af þessu tagi í þágu
hins opinbera.
Alþýðusamband íslands er
ekki eina dæmið um ríkissjóðs-
framlög til hagsmunagæzlu-
samtaka, sem gera verður at-
hugasemdir við. Morgunblaðið
hefur áður bent á það í for-
ystugreinum að tímabært sé
að endurskoða ríkissjóðsfram-
lög til Búnaðarfélagsins og
Fiskifélagsins.
í leiðara Morgunblaðsins
19. september sl. er til dæmis
bent á, að verulegur hluti af
rekstrarkostnaði bændasam-
takanna sé greiddur úr ríkis-
sjóði, það er af skattgreiðénd-
um og þar með neytendum.
Til þessa lágu að vísu söguleg-
ar ástæður, en nú er tímabært
að linni.
Á þessu ári fá Búnaðarfélag
íslands, búnaðarsamtök í hér-
uðum og Hagþjónusta land-
búnaðarins samtals 140 millj-
ónir króna úr ríkissjóði. Stöðu-
gildi hjá Búnaðarsambandinu
eru um 40 og um 30 greidd
úr ríkissjóði. Það þýðir í raun
að þrír af hveijum fjórum
starfsmanna Búnaðarfélags
íslands eru opinberir starfs-
menn, eiga aðild að lífeyris-
sjóði opinberra starfsmanna,
þiggja laun af skattgreiðend-
um og þar með neytendum.
Fiskifélag íslands fær, svo
annað dæmi sé nefnt, 6,3
m.kr. á fjárlögum þessa árs,
en Búnaðarfélagið 83 m.kr.,
sem fyrr er vikið að. Starfs-
menn Fiskifélagsins eru og
flestir í lífeyrissjóði opinberra
starfsmanna. Þessi skipan
kann að hafa átt við fyrir ára-
tugum en ekki lengur. Þetta
er úrelt fyrirkomulag sem
breyta þarf.
Samtök launafólks í land-
inu, ASÍ, eru stór og sterk
hagsmunagæzlusamtök, sem
gegna mikilvægu hlutverki í
þágu umbjóðenda sinna. Það
er sjálfgefið að þau hafí í sinni
þjónustu sérhæft starfsfólk,
sem fylgist með framvindu
hins efnahagslega veruleika í
þjóðarbúskapnum. Samtökin
hafa hins vegar alla burði til
þess að bera kostnað af eigin
starfsemi og eiga a.ð gera það.
Það er liðin tíð að hags-
munagæzlusamtök eigi kröfu
til fjárlagaframlaga. Sú brýna
nauðsyn brennur hins vegar á
bökum alþingismanna að
draga verulega úr ríkissjóðs-
útgjöldum næsta árs og næstu
ára, sníða þau að efnum sam-
félagsins og tekjum ríkisins.
Framlögin til Alþýðusam-
bandsins, Búnaðarfélagsins,
Fiskifélagsins og hliðstæðra
aðila eru að vísu ekki þunga-
vigtarútgjöld í fjárlagadæm-
inu, ein og sér, en að baki
þessum fjárframlögum liggur
úreltur hugsunarháttur, sem
leiðir til margvíslegra annarra
fjárútláta ríkissjóðs, sem einn-
ig er ástæða til að afnema.
Verkaiýðshreyfíngin sjálf er
hins vegar orðin fjármála-
veldi, sem getur greitt sinn
eigin kostnað sjálf og á auðvit-
að að hafa frumkvæði um
það, að þessi framlög verði
felld niður á fjárlögum og sýna
með þeim hætti gott fordæmi.
ir
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993
23
Fjármálaráðherra um ársfundina í Washington
Ekkert óeðli-
legt við ferðina
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra visar á bug að för full-
trúa íslenskra stjórnvalda á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Alþjóðabankans í Washington sé gagnrýni verð og bendir
á að þeir nýti ferðina til að sinna ýmsum öðrum fundum og
viðræðum. Hann segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Al-
þjóðabankinn greiði ferðakostnað og uppihald bæði aðal- og
varafulltrúa í stjómum þessara stofnana, en af hálfu Islands
era það Sighvatur Björgvinsson viðskiptaráðherra og Friðrik
Sophusson. Er einnig greiddur kostnaður aðal- og varafulltrúa
í sjóðráði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, af hálfu Islands eru það
Jón Sigurðsson Seðlabankastjóri og Finnur Sveinbjömsson,
skrifstofustjóri í iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu.
„Það er ekkert óeðlilegt við þetta.
Bandalag starfs-
manna ríkis og bæja
Fær þrjár
milljónír
kr. frá rík-
inu árlega
RÍKIÐ veitir á þessu ári þrjár
milljónir kr. til starfsemi
Bandalags starfsmanna ríkis
og bæja, en Morgunblaðið
greindi frá því í gær að ASÍ
fær 13 milljónir árlega. Heild-
artekjur BSRB eru á þessu ári
um 45 milljónir og er framlag
ríkisins, að sögn Ögmundar
Jónassonar, formanns BSRB,
veitt til hagdeildar og fræðslu-
starfs BSRB.
Ögmundur segir að fræðslustarfið
felist m.a. í að kynna fólki réttindi
þess og skyldur í starfi, en hagdeild-
in hafí með höndum vinnslu margvís-
legra gagna, útgáfu á kjararann-
sóknum, útreikninga og undirbúning
á lagafrumvörpum og fleiri þátta í
samvinnu við ríki og sveitarfélög.
Ögmundur segir að framlag ríkis-
ins hafí verið svipað að raungildi um
árabil en að auki hafí orlofssjóður
BSRB fengið styrkveitingar öðru
hvoru, en ekki í ár. Hann segir að
helsta tekjulind BSRB sé félagsgjöld
sem nemi 0,35% af föstum mánaðar-
launum félagsmanna.
Hingað koma menn úr fjármálalífinu
alls staðar að og það er eitt af stærri
verkefnum þeirra sem sækja þessa
fundi að hitta menn úr fjármála-
stofnunum. íslendingarnir hafa verið
hér á fjölda smærri funda til þess
að fjalla um lánamál stofnana og
íslenska ríkisins. Þessir fundir eru
notaðir í þeim tilgangi. Þetta er eig-
inlega markaðstorg slíkra viðskipta
sem hér fer fram þessa dagana,"
sagði Friðrik.
Benti hann á, að auk þátttöku í
ársfundum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
og Alþjóðabankans hefði hann,
ásamt embættismönnum fjármála-
ráðuneytisins, sótt fund fjármálaráð-
herra Norðurlandanna og Eystra-
saltsríkja um stuðning Norðurlanda
við þessi ríki, sem fram fór í Wash-
ington 27. sept. en sá fundur var
haldinn þar og á þessum tíma að ósk
íslendinga til þess að spara ferðir
til Norðurlandanna.
Fundur með fjármálaráðherra
Bandaríkjanna
í gær var send úr fréttatilkynning
frá iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu
í tilefni af umfjöllun fjölmiðla um
ferðina og kostnað af henni. Þar
kemur m.a. fram að að Friðrik Soph-
usson og Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra munu í dag sækja
fund sem fjármálaráðherra Banda-
ríkjanna boðaði til þar sem rætt verð-
ur um fjárhagsaðstoð ríkja heims við
Palestínumenn í framhaldi af friðar-
samningunum við Israel.
Síðar í dag munu Friðrik, Sighvat-
ur og Jón Sigurðsson svo sitja ráð-
stefnu íslensk-ameríska verslunarfé-
lagsins um viðskipti íslands og
Bandaríkjanna í Washington og mun
Jón Baldvin einnig ávarpa ráðstefn-
una. Fjármála- og utanríkisráðherra
eru væntanlegir til landsins í nótt.
Fréttu fyrst af uppsögnum í fjölmiðlum
Ráðherra segir
stöðuna hafa
verið þrönga
STARFSFÓLK á leikskólum ríkisspítalanna hefur vítt heil-
brigðisráðherra vegna þess að það frétti fyrst um uppsagnir
sínar gegn um fjölmiðla. Heilbriðisráðherra segir að þröng
staða hafi verið í málinu og ekki unnt að koma í veg fyr?T~
að þannig færi. Hann sagði að ráðuneytið myndi leggja sitt
af mörkum til að sem minnst röskun yrði á högum starfs-
fólks og barna á leikskólunum. Anna K. Jónsdóttir, formað-
ur stjórnar Dagvistar barna, segir að ummæli sín um bruðl
á leikskólunum hafi átt við rekstur þeirra fyrir nokkrum
árum.
Ráðherrann talar við stúdenta
Morgunblaðið/Sverrir
FJÖLMENNI var á fundi Vöku um íslenskan landbúnað. Aðalumræðuefnið var innflutningur á landbúnaðarafurðum og þurftu framsögumenn-
irnir, Halldór Blöndal landbúnaðarráðherra og Þorvaldur Gylfason hagfræðiprófessor að svara mörgum spurningum stúdenta og kennara
þeirra sem voru á fundinum.
Landbúnaðarráðherra á fundi í Háskólanum um íslenskan landbúnað
Framleiðslukerfi landbún-
aðar afnumin á næstu árum
SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ætlar að beita sér fyrir af-
námi framleiðslukerfa landbúnaðarins á næstu árum. Þetta
kom fram í máli Halldórs Blöndals landbúnaðarráðherra á
hádegisfundi sem Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta,
efndi til í Odda, húsi félagsvísindadeildar Háskóla Islands,
í gær. Fundarefnið var íslenskur landbúnaður og fór mestur
tími í umræður um innflutning á landbúnaðarvörum. Fram-
söguerindi fluttu landbúnaðarráðherra og Þorvaldur Gylfa-
son prófessor í hagfræði.
Framleiðslu- og verðstýring böl
Halldór Blöndal sagði það vera
mikið böl fyrir landbúnaðinn að vera
bundinn opinberri framleiðslu- og
verðstýringu, að hana bæri að af-
nema og Sjálfstæðisflokkurinn ætl-
aði að beita sér fyrir því. Þá sagði
hann hörmulegt að frumvarp sem
heimilaði innflútning landbúnaðaraf-
urða undir sérstökum kringumstæð-
um hefði dagað uppi á Alþingi sl. vor.
Halldór sagði að bændur vildu
lækka verð á sínum vörum en kostn-
aður milliliða væri alltof mikill, slát-
urkostnaður væri t.d. 3-4 sinnum
hærri en í nágrannalöndum og verð-
lagning verslana óeðlileg. Hann tók
sem dæmi að verslanir hefðu mikinn
hagnað af því að selja mjólkurafurð-
ir og notuðu hann til að standa und-
ir kostnaði við aðra v.öruflokka. Hann
sagði að íslenskir neytendur yrðu að
beita sér fyrir því að þessir hlutir
breyttust.
Kynbætur með náttúrulegum
aðferðum
Halldór sagðist vilja beita sér fyr-
ir því að lækka álögur á fóður fyrir
dýr sem gefa af sér hvítt kjöt, þ.e.
kjúklinga og svín. Þá sagðist hann
vilja gera kjúklinga- og svínabænd-
um kleift að kynbæta dýrin með
náttúrulegum aðferðum. íslenskir
Tryggvi Pálsson framkvæmdastjóri við Islandsbanka
Tröppum vexti niður
eins og þeir fóru upp
Meðalvextir á skuldabréfum banka og sparisjóða tæp 17%
VEXTIR á óverðtryggðum útlánum lækka hjá íslandsbanka,
Búnaðarbanka og sparisjóðunum um allt að 3 prósentustig
í dag. Þá hefur Islandsbanki hækkað vexti vísitölubundinna
lána um 0,2 prósentustig. Forráðamenn íslandsbanka og
Búnaðarbanka búast við frekari vaxtalækkunum á næstu
vikum. Stefán Pálsson, bankastjóri Búnaðarbanka, segir að
vaxtabreytingin sé áfangi að því marki að lækka vexti eftir
hækkanir í lgölfar gengisfellingar i júní. Staðan verði endur-
metin I bankanum eftir tíu daga.
„Ég tel að nafnvextir verði að
lækka enn frekar og hef trú á að
það gerist í næsta mánuði," segir
Stefán. Aðspurður segir hann að
vaxtaskiptasamningar Seðlabanka
og viðskiptabankanna hafi engin
áhrif á vaxtaákvarðanir nú eða
næstu mánuðina. Þeirra muni aðeins
Helstu vextir bank 1.okt.1993 , Landsbanki INNLÁNSVEXTIR: Vextir breyting 7.00 0.00 a og sp íslandsbanki Vfextir Breyting 3,25 -3,50 arisjóð Búnaðarbanki Vextir Breyting 5,00 -1,50 a Sparisjóðir Vextir Breyting 7,50 0,00
Bundnir skiptikjarareikn. Overttyggfl kjfir 7,00 -3,75 "8,75 0,00
ÚTLÁNSVEXTIR: Almenn víxillán, .7nn n Rn meflalfnrvoxtir 1Í,W-U,0U 17,30 -1,00 17,20 0,00 16,00 -0,40
Almenn skuldabréfalán, 7R7n nnn meðalvextir 16,80 -3,00 17,20 -2,00 17,00 0,00
Afurðalán í kr., 17 cn nnn meðalvextir U’UU 15,75 -3,50 16,25 -2,00 17,20 0,00
Raunvextir á þriggja mánaða víxli
með gjalddaga um næstu áramót eru
nú um 14,9% að meðaltali, miðað
við verðbólguspá. Fyrir vaxtahækk-
anir í kjölfar gengisfellingar í lok
júní voru raunvextir á víxlum um
9,6%, miðað við verðbólgu á árs-
grunni.
gæta ef verðbólga fari á skrið á
nýjan leik.
íslandsbanki lækkar mest
Meðalvextir á almennum skulda-
bréfalánum lækka um 3 prósentustig
í íslandsbanka, en 2 prósentustig í
Búnaðarbanka og eru óbreyttir í
sparisjóðunum og Landsbanka. Is-
landsbanki lækkar forvexti á víxlum
um 1 prósentustig, Landsbanki um
0,5 en sparisjóðirnir um 0,4. Vextir
afurðalána lækka um 3,5 prósentu-
stig í íslandsbanka og um 2 pró-
sentustig í Búnaðarbanka. Lækkun
á óbundnum og óverðtryggðum innl-
ánsreikningum íslandsbanka er 3,5
próseijitjistig, -en 1,5 prósentustig í
Búnaðárbanka. Búnaðarbanki lækk-
ar einnig vexti á óverðtryggðum
bundnum skiptikjarareikningum um
3,75 prósentustig.
í íslandsbanka eru meðalvextir á
skuldabréfum nú 16,8%, en 17,2% í
Búnaðarbanka, 17% í sparisjóðunum
og 16,7% í Landsbanka. íslandsbanki
er með hæstu meðalvexti víxillána,
17,3%, Búnaðarbanki með 1-7,2%,
Landsbankinn með 17% og sparisjóð-
irnir með þá lægstu, 16%.
Búist við frekari lækkun
„Ég held að 3-3,5 prósentustiga
vaxtalækkun sé myndarlegt skref,“
segir Tryggvi Pálsson, fram-
kvæmdastjóri við íslandsbanka.
„Við höfum áður lýst því yfir að við
teljum rétt að trappa okkur niður
líkt og við tröppuðum okkur upp
eftir gengisfellinguna í sumar. Eg
bendi á það að íslandsbanki er stór-
stígastur i lækkun nafnvaxta að
þessu sinni.“
Tryggvi segir að búast megi við
frekari lækkun vaxta en engin
ákvörðun liggi fyrir um það hver hún
verði, eða hversu skjótt. „Við tökum
okkar ákvarðanir í samræmi við að-
stæður í efnahagslífinu. Þetta er eins
og verðákvörðun á vöru út úr búð,
verslunareigandi tilkynnir sjaldnast
fyrirfram að hann ætli að lækka
verðið í næsta mánuði."
neytendur hefðu ekki áhuga á svo-
kölluðu hormónakjöti.
Halldór sagði að eftir að GATT-
samkomulagið tæki gildi, sem hugs-
anlega verður í byijun árs 1995,
yrðu lögð tollaígildi á innfluttar land-
búnaðarvörur sem yrðu síðan afnum-
in í áföngum til ársins 1998.
ísland í algjöram sérflokki
Þorvaldur Gylfason sagði ísland
vera í sérflokki hvað innflutnings-
höft á landbúnaðarvörum áhrærði.
Alls staðar í Evrópu gætu neytendur
valið á milli t.d. innlends og inn-
flutts osts og skinku, meira að segja
í Albaníu þar sem Þorvaldur var
nýlega staddur. Þorvaldur rakti sögu
innflutningsbanna, sagði innflutning
á landbúnaðarvörum hafa verið
leyfðan á síðustu öld og fram á þessa.
Hann hefði síðan verið bannaður
árið 1931 sem kreppuráðstöfun. Þeg-
ar kreppunni lauk án þess að bann-
inu væri aflétt hefði það verið rétt-
lætt með heilbrigðisrökum og árið
1985 var það síðan lögfest. Þorvald-
ur sagði ákvæði búvörulaga um að
Framleiðsluráð landbúnaðarins hefði
neitunarvald gegn búvöruinnflutn-
ingi hugsanlega stangast á stjórnar-
skrána vegna þess að innflutnings-
bann væri ígildi skatts á neytendur
og samkvæmt stjórnarskránni væri
óheimilt að framselja skattlagning-
arvald til aðila utan þings. Neitunar-
vald Framleiðsluráðs væri í raun
skattlagningarvald.
Bændur hafa haft 50 ára
- aðlögunartíma
Þorvaldur sagði að íslendingar
ættu ekki að sætta sig við að innflutn-
ingur landbúnaðarvara yrði leyfður
að einhveijum tíma liðnum, bændur
hefðu haft 50 ára aðlögunartima og
ætti það að vera nóg. Innflutnings-
bannið kostaði hveija fíögurra manna
fjölskyldu u.þ.b. 10.000 krónur á
mánuði og ef fólkið í landinu hefði
ekki þurft að eyða þeim í niðurgreiðsl-
ur með íslenskum landbúnaðarvörum
þá væri efnahagsvandi þjóðarinnar
minni en hann er í dag. Ekki væri
hægt að skilja vanda landbúnaðarins
frá efnahagsvandanum í heild.
Guðmundur Árni Stefánsson,
heilbrigðisráðherra, kvaðst harma
að starfsfólk leikskóla sjúkrahús-
anna skyldi fyrst frétta af upp-
sögnunum gegn um fjölmiðla.
Málið hefði hins vegar tengst fjár-
lagafrumvarpi sem ekki yrði lagt
fyrir fyrr en í byrjun þings og
hefði það skapað þrönga stöðu í
málinu.
Þrír mánuðir til stefnu
Hann benti á að enn væru þrír
mánuðir til stefnu. Starfsfólkinu
hefði verið sagt upp formsins
vegna en lögð væri áhersla á það
að hálfu ráðuneytisins að það gæti
starfað áfram og yrði allt gert til
að sem minnst röskun yrði á hög-
um barna á leikskólunum. Viðræð-
ur myndu fara fram milli forsvars-
manna viðkomandi sjúkrahúsa og
sveitarfélaga og myndi heilbriðis-
ráðuneytið leggja sitt af mörkum
til að góð samvinna kæmist á.
Guðmundur Árni sagði að ljóst
væri að áramót væru ekki góður
tími til breytinga og væri því mikil-
vægt að skapa aðlögun fyrir börn-
in á leikskólunum. Meginefni máls-
ins væri hins vegar að leikskólar
væru samkvæmt lögurh á höndum
sveitarfélaga en ekki ríkis og teldi
hann sem heilbrigðisráðherra for-
gangsverkefni að tryggja sjúkra-
stofnunum fjármagn til að sinna
sjúklingum.
Misræmi
Anna K. Jónsdóttir, formaður
stjórnar Dagvistar barna, sagði í
samtali við Morgunblaðið að þegar
hún hefði talað um bruðl hjá leik-
skólum spítalana hefði hún átt við
rekstur þeirra fyrir fjórum til fimm
árum þegar eftirspurn eftir hjúkr-
unarfræðingum var sem mest. Þá
hefði gætt mikils misræmis milli
rekstar þar og rekstrar leikskóla á
vegum sveitarfélaga. Hún sagff'
að þá hefði verið hægt að tala um
buðl á leikskólum spitalanna og
þá hefði ekki verið til í dæminu
að Sóknarkonur kæmust að með
börn sín á þessum leikskólum.
Málið gæti farið
fyrir dómstóla
Vanræksla og ónógar öryggisráðstafan-
ir líklega orsök vinnuslyssins í Safamýri
RANNSÓKN Vinnueftirlits ríkisins bendir til að vanræksla
og ónógar öryggisráðstafanir hafi átt stóran þátt í vinnu-
slysi þegar 19 ára piltur féll átta metra niður á steingólf í
nýbyggingu Fram við Safamýri fyrir skömmu. Slit í öryggis-
læsingu króks sem hann var hífður með er meginorsök slys-
ins. Óheimilt er að vinna í sigbúnaði og hafði pilturinn enga
líflínu. Vinnueftirlitið kannar nú hversu alvarlegt brotið er
og gæti það farið fyrir rétt. Pilturinn slasaðist alvarlega en
er á batavegi.
Jens Andrésson, tæknifulltrúi
hjá vinnueftirlitinu, sagði að piltur-
inn hefði verið hífður upp með
krana. Hann hefði verið í öryggis-
belti með klofreimum og ólar ör-
yggisbeltisins þræddar saman í
svonefnda D-sylgju. Keðja hefði
verið hengd í krók kranans en á
henni verið svonefndur Kuplex-
krókur með öryggislæsingu.
Slitin öryggislæsing
Kuplex-krókurinn væri hins
vegar svo slitinn að um 6 milli-
metra gap var milli króksnefsins
og öryggislæsingarinnar. D-sylgj-
an hafði svo þröngt innanmál að
hún sat fremst á króknum sem er
það þykkur við botninn að sylgjan
náði ekki að setjast niður á hann.
Pilturinn var hífður upp á slá í
átta metra hæð með þessum bún-
aði þar sem hann skyldi kanna
herslu á boltum og var hann hífður
til á slánni nokkrum sinnum. Milli
hífinga kom slaki á vírinn og hef^r
sylgjan þá runnið fram á krókimT
og sloppið út um gapið við örygg-
islæsinguna.
Engin líflína
Jens sagði að öll vinna í sigbún-
aði hefði verið bönnuð af vinnu-
eftirlitinu frá árinu 1992 og þessa
vinnu hefði átt að framkvæma úr
körfu eða af palli. Væri sigbúnaður
notaður þyrfti að hafa líflínu og
eins væri hægt að koma fyrir ör-
yggisneti. Hvorugu var til að dreifa
þegar pilturinn var hífður. Jens
sagði að pilturinn hefði ekki verið
með hjálm.
Vinnueftirlitið mun gefa um-
sögn um vinnuslysið og verði nið-
urstaðan að um alvarlegt brot at-
vinnurekanda eða verkstjóra sé að
ræða fer málið fyrir rétt. Eins
getur hinn slasaði eða lögmaður
hans tekið málið upp.