Morgunblaðið - 01.10.1993, Síða 26

Morgunblaðið - 01.10.1993, Síða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. OKTÓBER 1993 talað, ballerína með kórónu sem gat dansað og svo þau skötuhjú Barbie og Ken. Þegar Ragnar var ekki í heimsókn var líka hægt að hverfa til fjarlægra slóða í stofunni hennar ömmu með því að skoða myndirnar í albúminu af sérkennilega húsinu hans með pálmatijám í garðinum og dást að frændsystkinunum Roi> ald og Dagmar sem léku sér með síamsketti og voru falleg og sól- brún. Þeir bræður Ásvaldur faðir minn og Ragnar voru um margt líkir í háttum og útliti þó lífsstíll þeirra og stjórnmálaskoðanir hafi verið ólíkar. Þeir höfðu gaman af að takast á um heimsmálin á árum kaldastríðsins og minnist ég margra skemmtilegra umræðna við eldhús- borðið á þeim vettvangi. Hafði ég sjálf mikla ánægju af að rökræða bandarískt þjóðfélag við Ragnar eftir því sem ég eltist og hafði að sjálfsögðu, með mínar hugsjónir um velferðarríkið, marga heimatilbúna fordóma í garð þess. Það kastaði þó ekki rýrð á álit mitt á Ragnari sem var ætíð mjög hlýr í garð okk- ar systranna og áhugasamur um hagi okkar. Ragnar var farsæll maður í einkalífi og störfum. Efalítið hefur þó blundað með honum í gegnum lífíð þessi ljúfsári tregi sem ein- kennir marga þá sem setjast að á erlendri grund. Ást hans á Islandi var sterk og hvorki aldur né heilsa öftruðu honum frá því að ákveða heimsókn til Islands nú í sumar. Af jieirri för varð þó ekki. Eg kveð frænda minn með virð- ingu og þakklæti fyrir þann ljóma sem hann gaf bernsku minni með tilvist sinni. Eftirlifandi eiginkonu hans, Evu, börnum, barnabörnum, systkinum sem og öðrum ástvinum hér heima og í Bandaríkjunum votta ég mína dýpstu samúð. Regína Ásvaldsdóttir. mann sinn ungan að árum og flutt- ist þá suður með Ásvald og Guð- rúnu. Föðurfólki sínu kynnist Ragn- ar eftir að hann er uppkominn og var ætíð mjög gott samband á milli þeirra. Ragnar fékk snemma áhuga á matargerðarlist og vann sem nemi á Hótel Borg. Hann fór á síld sem kokkur þó hann væri ekki fullnuma í greininni og síðan réðst hann til Eimskip og sigldi út með Fossunum. Árið 1941 varð hann eftir í New York og lærði matreiðslu á Hótel Waldorf Astoria. Hugur hans stefndi þó alltaf heim að námi loknu en í New York kynntist hann stórglæsilegri stúlku af ítölskum ættum, Evu, og ákvað að setjast að í Bandaríkjunum. Eva var ekkja með tvo unga syni og saman eign- uðust Ragnar og Eva tvö börn, Dagmar og Ronald. Ragnar starf- aði sem einn af yfirmatreiðslu- mönnum á Waldorf til ársins 1955 en þá fluttist fjölskyldan vestur til Los Angeles í Kaliforníu. Þar starf- aði hann sem yfirmatreiðslumaður á hótelunum Beverly Hilton og Ambassador í fjölda ára. Síðustu ár starfsferils síns annaðist hann mötuneyti fýrir yfírmenn hjá stóru orkufyrirtæki í Los Angeles og tók einnig að sér veislur fýrir heimili og fyrirtæki. Ragnar var mikill íjölskyldumað- ur og áhugasamur um heimili sitt og garðrækt. Hann var heiðarlegur og hreinskiptinn í fasi. Ragnar var mótaður af því sjálfsöryggi sem einkennir þá sem þurfa snemma að læra að treysta á sjálfa sig í lífsbar- áttunni og hafði einlæga trú á því að viljinn væri allt sem þyrfti til að komast áfram í lífinu. Banda- rískt þjóðfélag hentaði honum því vel þrátt fyrir að hann væri mikill íslendingur í sér og ræktaði vel tengslin við landið og fólk sitt. Æska mín er órjúfanlega tengd minningunni um heimsóknir frá Ragnari frænda í Ameríku. Hann kom með reglulegu millibili til ís- lands að sumri til og dvaldist þá á heimili foreldra minna og ömmu í Kópavogi. Það var dálítill heims- borgarabragur yfir Ragnari þar sem hann gekk um götuna heima í síðum rykfrakka og með hatt. Heimilið fékk á sig framandlegan •blæ, ilmur af rakspíra lá í loftinu og hljómurinn af íslensku með út- lendum hreim. Að eiga frænda í Ameríku var líka stöðutákn meðal vinkvennanna á þessum árum því heimsóknunum fylgdu alltaf stórir pakkar. Dúkkan Kathy sem gat Minning Ragnar Bóasson Þó þú langfórul! legðir sérhvert land undir fót, bera hugur og hjarta samt þíns heima- landsmót (St. G. St.) Með örfáum orðum langar mig að minnast föðurbróður míns, Ragnars Bóassonar sem iést á sjúkrahúsi í Los Angeles í Kaliforníu hinn 2. ágúst, 75 ára að aldri. Ragnar var fæddur á Seyðisfírði 18. maí 1918. Hann ólst fyrstu árin upp hjá einstæðri móður sinni, Sveinrúnu Jónsdóttur og afa sínum og ömmu þeim Jóni Jónssyni kennd- um við Austdal og Guðrúnu Mar- gréti Einarsdóttur en þau bjuggu að Miðbæ á Seyðisfirði. Sveinrún giftist síðar Andrési Rasmussen og áttu þau þijú börn, Guðrúnu f.1923, Oddnýju f.1925 og Ásvald f.1928. Oddný lést aðeins tveggja ára að aldri. Fjölskyldan bjó við þröngan kost og fór svo að hjónin Sturla Vilhjálmsson og Guðlaug Guð- mundsdóttir hlupu undir bagga og tóku Ragnar ungan að aldri í tíma- bundið fóstur. Þau hjón ólu samtals upp 11 fósturböm og er þeirra minnst sem mikils sómafólks. Ragnar lærði snemma að standa á eigin fótum. Fór ungur sem vinnu- maður í sveit á sumrin til Margrét- ar móðursystur sinnar á Mjóafirði og á bæinn Mýri í sömu sveit. Minntist hann ávallt þessa fólks með virðingu og þakklæti. Um fermingu fer hann aftur til Sturlu og Guðlaugar sem þá voru flutt suður og bjuggu í Garðinum og síð- ar í Skeijafirði. Tengslin við móður sína og yngri hálfsystkini vom þó sterk og Ragnar saknaði æskuslóð- anna. Sveinrún missti síðan eigin- <0 VIÐEYJARSTOFA fyrir smærri og stærri hópa ^Cs> Eftirminnileg ferð fyrir stórfjölskylduna, starfsmannafélögin, niðjamótin, átthagasamtökin, félagssamtökin og alla hina hópana. <0(£> (hinni sögufrægu Viðeyjarstofu „Slotinu", er rekinn vandaður veitingastaður. Par svigna borðin undan krásunum, rétt eins og þau gerðu fyrir 200 árum. Matseðillinn og matreiðslan er þó með öðrum hætti en þá var. J q)(c) * Má freista ykkar með ævintýralegri ferð og sælkeramáltíð á góðu verði! Sigling út í Viðey tekur aðeins 5 mínútur á afar geðþekkum báti. Q>(D Upplýsingar og borðapantanir í símum 6219 34 og 6810 45 Missið ekki af léttum og skemmtilegum styrktartónleikum í Langholtskirkju Jóhann Sigurðarson leikari kynnir Karlakór Reykjavíkur tekur lagið ___________________Stjórnandi Friðrik S. Kristinsson______________ Blásarakvintett Reykjavíkur leikur létt-klassíska tónlist. Bernharður Wilkinsson, Daði Kolbeinsson, Einar Jóhannesson, Joseph __________________Ognibe, Hafsteinn Guðmundsson.__________ Auður Hafsteinsdóttir leikur iög eftir Massenet og Elgar ______________Guðríður S. Sigurðardóttir leikur á píanó.__________ Kuran Swing verður í léttri sveiflu og leikur kiassískan jazz* Zsymon Kuran, Haukur Ragnarsson, Björn Thoroddsen, Olafur Þórðarson Útívorið** Einar Clausen, Halldór Torfason, Þorvaldur Friðriksson og Ásgeir ____________________________Böðvarsson.________________ Kór Langholtskirkju, Blásarakvíntett Reykjavíkur, Guðríður S. Sigurðardóttir og Ólöf Kolbrún flytja lög úr vinsælum söngleikjum. South Pacific, Cats, Carousel og Oklahoma. Stjórnandi Jón Stefánsson Sunnudaginn 3. okt. kl. 16.00 Þriðjudaginn 5. okt. kl. 20.00 Miðvikudaginn 5. okt. kl. 20.00 Miðasala í Langholtskirkju Opið laugardag og sunnudag milli kl. 13.00 og 16.00. 'KuranSwingleikuráþriðjudagogmiðvikudag- **Út(voriðsyngjaásunnudag Leikfimi: Fyrir byrjendur og íþróttafólk, eldri borgara, ófrískar konur og konur með barn á brjósti. Topp-tímar fyrir þá sem vilja grennast Þolfimi. Funk Brennslutimar. vaxtamótun, Kvennatimar Pallatimar Prekhringur. Kraftganga. Hlaupahópur. Skíðahópur. I J.L. húsinu

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.