Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 10
MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 eftir Pál Þórhallsson Á FJÖLFÖRNUM áningarstað í höfuðborginni standa kassarn- ir fimm upp við vegg. Tindrandi skjáir freista og gefa fyrir- heit um auðfenginn gróða. Um níuleytið birtast spilafélagarn- ir eftir að hafa skroppið frá í kvöldmat. Þeir taka einbeittir til starfa, fara fimum höndum um skjáinn, horfa á gæfuhjól- ið snúast, spá og spekúlera, nú hlýtur sá stóri að koma því lukkan hefur verið svo fráhverf upp á síðkastið. Öðru hveiju bregður einn sér frá, spígsporar um gólfið, kaupir sér skaf- miða úr sjálfsala eða skiptir ávísun hjá afgreiðslustúlkunni. Félagarnir hafa gætur á aðskotafólki sem kann lítt til verka. Um leið og kassi er orðinn heitur er hinum ókunnuga stugg- að burt og liprir fingur renna seðli i rifu, nú kemur sá stóri. En kassinn lætur ekki segjast, klukkan er orðinn ellefu, félag- arnir halda heim, það gengur betur á morgun. fgreiðslustúlkan hefur séð margt um dagana. „Það er svakalegt ástand á þessu fólki,“ segir hún. Tíu til fimmtán manns stunda kass- ana reglulega. Aðrir mæta stíft um skeið en sjást svo ekki í langan tíma og eru þá e.t.v. að reyna fyrir sér annars staðar. Sumir eru ellilífeyris- þegar og hafa nógan tíma en leigubíl- stjórar taka líka gjaman spil á milli túra. Eitt á fólkið sameiginlegt, það hættir ekki fyrr en handbært fé er uppurið. Það fer aldrei með pening heim. Einn fastagesturinn fer kannski með fimmtíu þúsund yfir helgi. Spilafíkn hefur ekkert verið rann- sökuð hér á Iandi en ef marka má erlendar kannanir á útbreiðslu ættu um tvö þúsund manns að vera haldn- ir spilaáráttu hérlendis. Sumir hafa tapað öllu sínu og leita sér aðstoðar. Meðferð er torveld m.a. vegna þess hve áreitin eru víða sem minna á alla þá kosti sem bjóðast þeim sem vilja hætta fé sínu í von um vinning. Einn af kassakörlunum hefur nú hafið undirskriftasöfnun gegn spila- kassavæðingu landsins. Byrjadi meó •ikallakössunum Spilakassamir í landinu eru rúm- lega fjögur hundruð. Þeir eru reknir af Rauða krossi íslands (RKÍ) í sam- vinnu við Samtök _ áhugafólks um áfengisvandann (SÁÁ), Landsbjörg og Slysavamarfélag Islands. Kass- amir eru bæði á vínveitingastöðum og í sjoppum. Kassamir eru finn- skrar og bandarískrar gerðar og hermt er að hver þeirra kosti allt að eina milljón hingað kominn. Vinning- ar geta hæstir orðið 2.000 kr. í sjopp- um en 8.000 kr. á vínveitingahúsum. Vafasamt er hve miklar ályktanir er hægt að draga af þessum upphæðum því rennslið í gegnum hverja vél er mikið og menn geta verið fljótir að tapa miklu eða vinna mikið. Þess má geta að vinningshlutfall er 80-90%. RKÍ fékk fyrst leyfi fyrir spilakössum, svokölluðum tíkalla- kössum, árið 1972. Síðan þá hefur hagur samtakanna vænkast mjög en mesta tekjuaukningin hefur orðið á allra síðustu árum. Embættismenn í dómsmálaráðuneytinu, sem fer með happdrættismál, viðurkenna að menn hafa teygt sig eins langt og hægt var til að leyfa Rauða krossinum að reka kassana þótt lagagrundvöllur væri óskýr. Það vekur einnig athygli að samkvæmt leyfisbréfum vegna spilakassana má eingöngu nota mynt í þá. Sumir taka hins vegar við seðl- um, allt uppi í þúsundkalla. Ólafur W. Stefánsson hjá dómsmálaráðu- neytinu segir að ekki sé ljóst hvernig tekið yrði á þessu ef á reyndi en fram hafi komið er samstarfsaðilar Rauða krossins bættust í hópinn að kassam- ir gætu tekið við seðlum. Æ fleiri hafa rennt hýru auga til spilakass- anna sem fjáröflunartækis og urðu RKÍ-menn að semja við ofangreinda aðila um samvinnu m.a. sökum þrýst- ings frá dómsmálaráðuneytinu. Líklega hafa þó fæstir gert sér grein fyrir hve mikið kas^sarnir gefa af sér fyrr en síðustu daga eftir að stríð Happdrættis Háskóla íslands (HHÍ) og RKÍ varð opinbert. Á síð- asta ári var ágóði af kössunum 399 milljónir og þar af runnu 299 milljón- ir til RKÍ. Tæknimaður hjá RKÍ seg- ir að íslenski markaðurinn ætti að bera 1.000-1.200 kassa miðað við það sem gerist erlendis. Fjölgunin á kössunum hefur verið ör undanfarin ár enda er þessi fjárfesting mjög fljót að skila sér. Sjoppu- og veitingahúsa- eigendur eru líka mjög fúsir til að setja upp kassa. Þeir fá 15% í sinn hlut sem getur verið ærin búbót. Einn viðmælandi Morgunblaðsins velti því fyrir sér hvort ríkið skatt- legði þessar greiðslur og hvort það væri gerlegt vegna þess að hlutur RKÍ er skattfijáls. Rauðakrossmenn segja að hlutur húsnæðiseigenda sé hvergi lægri en hér á landi og þetta hlutfall myndi hækka ef kæmi til samkeppni á spila- kassamarkaðnum og minna fé renna til góðra málefna. Einkaleyfi RKÍ og samstarfsaðila til reksturs spilakassa hérlendis er einmitt gífurleg auðlind. Kassamir eru orðnir gróðavænleg- asta happatækið hérlendis og hvar- vetna í heiminum er því spáð að Grætt á spila- ástríóunni i þágu góós málstaóar Einkaleyfi á markaónum er sannkölluó gull- náma Óvíóa heffur ríkió jaffn litil afskipti af happdrættis- markaónum og hérlendis framtíðin liggi í þeim a.m.k. fram að aldamótum. Þetta er aðalfjáröfl- unarleið RKÍ og vaxtarmöguleikamir hafa virst miklir í framtíðinni ef ekki kæmi til samkeppni. Þetta skýrir lík- lega hve viðbrögð RKÍ-manna vom snörp er horfur voru á að einokun- innþ yrði aflétt með því að hleypa HHÍ inn á markaðinn með Gullnám- una svokölluðu. „Umræda um siðferói i f járöflun mun magnast" Sá uggur sem var í RKÍ og sam- starfsmönnum vegna fyrirætlana HHÍ kemur vel fram í minnispunkt- um hinna fyrmefndu frá 5. október sl.: „Það er bjargföst skoðun RKÍ og samstarfsaðila að sú leið sem HHÍ vill fara sé mjög varasöm af ýmsum ástæðum. Óttast er að almennings- álitið í landinu snúist gegn öllum rekstraraðilum verði farið af stað með þeim hamagangi sem fyrirsjáan- legur er. Spilafíkn og umræða um siðferði í fjáröflun mun magnast og hætta er á að opinberar umræður á Alþingi og víðar muni skaða málstað félaganna." Viðbrögðin við þeim tíð- indum að ráðherra ætlaði að veita HHÍ leyfi fyrir spilakössunum voru líka harkaleg. Var hann sakaður um grófa og siðlausa aðför að helstu tekjuöflun samtakanna. „Fjölgun spilakassa og rekstur spilavíta með þessum hætti er óæskileg í íslensku samfélagi og mun hafa neikvæðar félagslegar afleiðingar," segir í yfír- lýsingu 16. október. Rauðakrossmenn viðurkenna samt fúslega núna að þeirra eigin gulln- áma hafi sín skúmaskot. Eitt er það að ágóðinn kemur að einhveiju leyti úr vasa tiltölulega fámenns hóps veiklundaðra spilafíkla. Annað er það hversu böm og unglingar hafa átt greiðan aðgang að kössunum. Sam- kvæmt því sem fram kemur í skýrslu sem gerð var fyrir dómsmálaráðu- neytið á síðasta ári er hvarvetna er- lendis gengið ríkt eftir því að börn og unglingar noti spilakassana ekki og eru ströng viðurlög við brotum þeirra sem bera ábyrgð á kössunum. I Bandaríkjunum eru spilakassar yf- irleitt ekki leyfðir nema á stöðum þar sem einungis fullorðnum er heim- ill aðgangur að sögn Pauls Dworins ritstjóra Gaming & Wagering Busi- ness sem blaðamaður ræddi við sím- leiðis. Undantekning er þó í Las Vegas þar sem kassarnir eru víðar. Alls staðar er þó 18 ára aldurstak- mark. Þeir sem fara öðru hveiju í sjoppur hér á landi vita að lítið er fylgst með því hvort börn undir sext- án ára spili í kössunum eins og áletr- un á þeim og leyfisbréf dómsmála- ráðuneytisins kveður á um. Að sögn embættismanns í dómsmálaráðu- neytinu hefur lögregla ekki sinnt þessu eftirliti eins og kveðið er á um í leyfísbréfum. Misbrestur á eftirliti Starfsmenn RKÍ segja að ef kvart- að hefur verið yfir eftirlitsskorti t.d. af hálfu foreldra þá hafi eigendur staðanna verið áminntir en ekki munu vera dæmi um að kassar séu innkallaðir af þessum sökum. „Við förum fram á það við eigendur stað- anna að eftirliti sé sinnt. En það er alltaf einhver misbrestur á að því sé nægilega framfylgt,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri RKÍ. Þessa dagana er verið að senda eig- endum staðanna bréf þar sem minnt er á ofangreindar reglur. Sigrún seg- ir að RKI sé með hugmyndir um að þeir aðilar sem hafa tekjur af happ- drætti, lottói og spilakössum taki höndum saman til að hjálpa þeim sem ánetjast spilafíkn. Meðferðarfulltrú- ar verði þá sendir á námskeið til útlanda í því skyni. En af hveiju heldur RKÍ þessari ijáröflun áfram þrátt fyrir skugga- hliðarnar? „Þetta er kannski rétt eins og að það er ekki hætt að selja áfengi þótt einhveijir verði áfengissjúkling- ar,“ segir Sigrún. Fylgifiskar spila- kassanna eru að vissu leyti í and- stöðu við uppbyggingarstarf RKÍ innanlands en siðferðisvandinn er kannski enn augljósari hjá SÁÁ sem hefur tekjur af spilakössunum sem m.a. er varið til að meðhöndla spilaf- íkla! Ef fjáröflunin hefur sannanlega neikvæð félagsleg áhrif dregur það auðvitað úr heildargildi starfsins fyr- ir þjóðfélagið. SÁÁ-menn hafa svar- að því til að víða standi menn frammi fyrir siðferðilegum vandamálum. Þýðir það svar að samtökin gætu hugsað sér að reka knæpur í fjáröfl- unarskyni? En má ekki segja um líknar- og góðgerðarfélögin að jafngott sé að féð sem spilafíklamir eyði fari í gott málefni? Það væri líklega nokkuð til í því ef eyðslan og félagslegi skaðinn sem henni fylgir væri föst stærð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.