Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 33
ATVINNU/RAD- OG SMÁAUGLÝSINGAR ja MmjTM nii M —^ — I ■ A / //—x / \/0 /K //~^ A O I WSiwmMM/\LJCj?L Y^>Ií\ICs7/\K Atvinnutækifæri Ráðsmaður Ráðsmaður óskast í sveit á Vestfjörðum í vetur. Fjölskyldufólk gengur fyrir. Um gæti verið að ræða áframhaldandi starf ef um semst. Áhugasamir leggi inn svör á auglýsingadeild Mbl. fyrir 29. október, merkt: „D-4183". Hjúkrunarforstjóri óskast Heilsugæslustöðin á Raufarhöfn óskar eftir að ráða hjúkrunarforstjóra frá og með 1. janú- ar 1994. Greidd er staðaruppbót á laun. Nánari upplýsingar um stöðuna veita hjúkr- unarfræðingar í vinnusíma 96-51145, í heimasímum Þórdís 96-51245, og Ingileif 96-51212 og stjórnarformaður, Hilmar Ágústsson, í síma 96-51173. Laus störf 1. Ritari á lögmannsstofu. Reynsla af störf- um á lögmannstofu skilyrði ásamt þekk- ingu á innheimtukerfi lögmanna og leikni í ritvinnslu. Nauðsynlegt er að viðkom- andi geti hafið störf nú þegar. 2. Sölumaður á tækjum og búnaði fyrir matvælaiðnaði. Leitað er að starfsmanni með þekkingu á matvælum (t.d. mat- reiðslumanni) með góða reynslu af sjálf- stæðum sölustörfum. 3. Hjúkrunarfræðing til að selja sjúkravörur til spítala og annarra sjúkrastofnana. 50% starf, sveigjanlegur vinnutími. Leitað er að starfsmanni með skurðstofureynslu og góða söluhæfileika. 4. Rannsóknarmaður. Ýmis rannsóknar- störf á tilraunastofu. Æskileg menntun: Líffræði, efnafræði eða sambærilegt. 5. Silkiprentun. Hönnun í tölvu og silkiprent- un á fatnað. Leitað er að starfsmanni með sambærilega reynslu og/eða með einhverja myndlistarmenntun. 6. Eftirlitsmaður með húseignum og um- hverfi þeirra. 50% starf, kl. 13.-17, unnið að hluta til á skrifstofu. Áhersla er lögð á lipurð í mannlegum samskiptum. 7. Starf á saumastofu, aðallega við sníða- vinnu. Aðeins koma til greina aðilar með starfsreynslu. Vinnutími samkomulag. 8. Bókhaldsstarf ásamt sölu og almennum skrifstofustörfum hjá matvælaframleið- anda austast á höfuðborgarsvæðinu. Vinnutími 8-13. Leitað er að starfsmanni með reynslu af fjölbreyttum skrifstofustörf- um, 40 ára eða eldri. Umsóknarfrestur er til og með 27. október nk. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar á skrifstofunni frá kl. 9-15. Skólavörðustig la - 101 Reykjavlk - Simi 621355 Umboðsmenn óskast Grundarfjörður og Reyðarfjörður. Upplýsingar í síma 691113. Löggiltur fasteigna- sali eða lögmaður á fasteignasölu Óskum að ráða lögmann með hdl.-réttindi eða aðila með próf í löggildingu fasteigna- sala til starfa á fasteignasölu í borginni. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir merktar „FL - 4164“ sendist aug- lýsingadeild Mbl. fyrir 28. október nk. Öllum umsóknum verður svarað og farið með þær sem trúnaðarmál. Vélvirki eða laghentur maður sem hefur áhuga á sjálfstæðum atvinnumöguleika í sveit, óskast til starfa. Húsnæði á staðnum. Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. merkt „A - 10967“. Umsjónarmaður Félagasamtök í Reykjavík óska eftir umsjón- armanni til starfa við húseign sína. Um er að ræða fullt starf. Launakjör skv. samning- um opinberra starfsmanna. Umsóknum skal skilað eigi síðar en 1. nóv- ember 1993 á auglýsingadeild Mbl., merkt- um: „Umsjónarmaður - 12128“. Tölvunarfræðingur Starf tölvunarfræðings er laust til umsóknar. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir sendi umsóknir til auglýsinga- deildar Mbl., merktar: „Tölvari - 3989“, fyrir mánaðamót. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál. Öllum umsóknum svarað. Nordisk Media Nyt leitar að ritstjóra Fréttablaðið Nordisk Media Nyt, sem gefið er út Qórum sinnum í norrænni útgáfu og þrisvar sinnum í enskri útgáfu á ári, endurspeglar m.a. norræna fjöl- miðlapólitík og fjölmiðlaþróun. Markhópurinn er stjórnvöld einstakra ríkja, stjórnmálamenn, fjölmiðlafyrirtæki, vísindamenn, samtök o.fl. Við erum að leita að ritstjóra í hálft starf. Viðkomandi þarf að hafa blaða- manna- og/eða háskólamenntun og hafa innsýn í fjölmiðlapólitísk málefni jafnt í einstaka ríkjum Norðurlanda sem alþjóðlega. Reynsla af skjáborðsútgáfu (desk- top publishing) og góð tungumálakunnátta, sérstaklega í ensku, eru kostir. Gengið er frá að umsækjandi geti annast útgáfuna þaðan sem hann býr nú. í ritstjórn fréttabréfsins eru staðbundnir ritstjórar frá menningar- eða mennta- málaráðuneytum Norðurlandanna. Ritstjórinn ber ábyrgð gagnvart stjórnar- nefndinni fyrir menningar- og fjölmiðlastarf, sem heyrir undir Norrænu ráð- herranefndina. Nánari upplýsingar veitir Else Fabricius Jensen ráðunautur eða Jan Martin Tangeraas (fyrrum ritstjóri), í síma 90 45 33 96 02 00. Umsókn ber að senda inn í síðasta lagi 10. nóvember 1993. Heimilisfang: Nordisk Ministerrád, St. Strands- træde 18, DK-1255, Kobenhavn K, Danmörk. Merkið umslagið „Nordisk Media Nyt“. Norræna ráðherranefndin Norrcena ráöherranefndin er samstarfsvettvangur rikisstjórna NorÖurlandanna fimm og pólitiskra stjórnarstofnana sjálfstjórnarsvœöanna þriggja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.