Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTOBER 1993
19
margra, sem lesið hafa bók Cric-
htons og séð Rísandi sól, að Web
Smith, félagi Connors, er hvítur í
bókinni en svartur í myndinni.
„Þetta var með ráðum gert,“ segir
Connery. „Markmiðið var að undir-
strika hversu ólíkir lögreglumenn-
irnir tveir eru. Wesley kemur um
langan veg og er settur undir hand-
leiðslu mína; ætlunin er að áhorf-
andinn fái á tilfinninguna að þetta
samstarf eigi álíka mikla möguleika
og snjóbolti í helvíti. Að lokum ná
mennirnir hins vegar saman. Að
breyta úr hvítum lögreglumanni yfír
í svartan gerði sambandið á milli
persónanna kraftmeira."
Armani kom með rétta útlitið
I Rísandi sól fær svarti lögreglu-
maðurinn Connor sem félaga vegna
þess að sá síðarnefndi hefur þekk-
ingu á tungu og siðum Japana.
Connery sökkti sér ofan í japanska
menningu og siði til að undirbúa sig
fyrir hlutverkið. Hann dvaldi í Japan
í tvo mánuði og þurfti meðal annars
að læra að koma nokkrum setning-
um á japönsku út úr sér, sem hann
segir að hafí ekki verið auðvelt. Við
val á búningum var reynt að undir-
strika tengsl Connors við Japan.
Fatahönnuðurinn Giorgio Armani
var fenginn til að ljá Connery nokk-
ur jakkaföt úr framleiðslu næsta
árs, sem fól í sér ákveðna hættu á
að viðskiptaleyndarmál lækju út, en
Armani þótti verkefnið svo áhuga-
vert að hann sneið og saumaði fötin
á Connery sjálfur. „Við vildum
ákveðið útlit og Armani kom full-
komlega til móts við allar mínar
óskir. Það átti að skína út úr fötun-
um að Connor ætti nóga peninga
og um leið áttu þau að hafa ákveð-
inn blæ, svona mitt á milli sam-
úræjabúnings og munkskufls. Þetta
er ein skyrtan, sem ég notaði,“ seg-
ir Connery og bendir á svörtu silki-
skyrtuna sína. „Með svörtum jakka-
fötum og svörtu bindi fengust réttu
áhrifín."
Pólitísk gagnrýni ekki
verri en kvikmyndagagnrýni
Connery er óhræddur að tala um
stjórnmál og ræðir meðal annars
um Norður-írland og ástandið í
Suður-Afríku, sem kemur við sögu
í væntanlegri mynd hans, A Good
Man in Africa, sem gerð er eftir
skáldsögu Williams Boyds. „Ástand-
ið er slæmt í Suður-Afríku og ég
fékk á tilfinninguna þegar ég var
þar að það hefði tekið of langan
tima að greina vandamálið. Málin
eru komin í þvílíka flækju að ég get
ekki séð annað en að mikið blóð
muni enn renna áður en tekst að
finna lausn.“
Skozk þjóðemishyggja er hins
vegar stjórnmálastefna Connerys
sjálfs. Hann hefur komið fram opin-
berlega fyrir hönd Skozka þjóðar-
flokksins (Scottish National Party),
sem berst fyrir sjálfstæði landsins.
„Ég fer heim til Skotlands að
minnsta kosti einu sinni á ári, stund-
um tvisvar eða oftar. Ástæðan fyrir
því að ég styð Þjóðarflokkinn er að
mér finnst að sjálfstæði sé það eina,
sem er pólitískt verjandi. Þjóðar-
flokkurinn er eini flokkurinn sem
vill sjálfstæði. Sósíalistaflokkurinn
[brezki Verkamannaflokkurinn] vill
ekki skozkt sjálfstæði. Samt hefur
meirihluti Skota stutt sósíalista í
fjórtán ár án þess að þeir hafí kom-
izt í ríkisstjóm. Eina ástæða fyrir
fylgi sósíalista í Skotlandi er að
Skotar vilja losna við íhaldið, sem
myndi alveg áreiðanlega ekki veita
þeim sjálfstæði. En sósíalistarnir
myndu ekki þora það heldur, vegna
þess að þá misstu þeir skozku at-
kvæðin! Stóru flokkamir vilja ekki
sjálfstæði Skotlands, en ég vona að
lýðræðisþróunin, sem á sér stað inn-
an Evrópubandalagsins, muni leiða
til þess að Skotar verði sjálfstæðir
einn daginn.“
Hvernig tekur þú þeirri gagnrýni
sem þú hefur orðið fyrir vegna þátt-
töku þinnar í kosningabaráttu Þjóð-
arflokksins í Skotlandi? „Hún er
ekki verri en kvikmyndagagnrýnin!
Menn mega ráðast á mig eins og
þeim sýnist."
Bond eldist vel
Sean Connery öðlaðist heims-
frægð fyrir leik sinn í kvikmyndun-
um um James Bond. Saknar hans
Bonds? „Mér er nú frekar hlýtt til
hans. Mér finnst ótrúlegast hvað
hann hefur haldið lengi út, í 31 ár.
Ég horfi stundum á gömlu myndirn-
ar og mér fínnst athyglisvert hvað
þær hafa elzt vel. Ég veit ekki alveg
hvers vegna það er. I mörgum göml-
um myndum gera útvíðu buxurnar,
síða hárið og bartarnir það að verk-
um að þær eru beinlínis tímastimpl-
aðar. Ég er ekki viss um hvemig
var farið að því að koma í veg fyrir
að Bond-myndimar eltust illa. Ja-
mes Bond hefur líklega alltaf haft
klassískan fatastíl."
Connery segir að kímnin hafí leik-
ið stóran þátt í velgengni myndanna
um James Bond. „Húmorinn dró
áhorfendur að. Hitt er annað mál
að bækurnar hans Ians Flemings
voru flestar sneyddar kímnigáfu.“
Hann hætti að leika James Bond
af því að honum fannst hann vera
að festast í hlutverkinu. En er Conn-
ery að festast í öðm hlutverki, hlut-
verki hins föðurlega leiðbeinanda?
Hann lék föður Indiana Jones,
munkinn ráðagóða í Nafni rósarinn-
ar, kennara unglingsins, og nú
gamlan og reyndan lögreglumann,
sem leiðir ungan félaga sinn í allan
sannleika um ýmsa leyndardóma.
„Ég get ekkert gert að því þótt ég
sé farinn að eldast. - Hvað get ég
gert annað en að leika föðurlegar
persónur?" spyr Connery glaðbeittur
á móti. „Ég sé nú ekki margt líkt
með þessum söguhetjum, nema hvað
þær em allar kennarar með einum
eða öðrum hætti, á mismunandi tím-
um. Ég sé ekki að það sé það sama
og að leika sömu' persónuna í sex
myndum í röð, sem allar nutu ótrú-
legrar velgengni."
Engar endurminningar
Ætlar gamla kempan að skrifa
endurminningar sínar af þijátíu ára
ferli sem stórstjarna? „Mig langar
alls ekki til þess. Það hafa verið
gefnar út sex ævisögur um mig og
þær voru allar skrifaðar án vitundar
minnar og vilja. Vinir mínir hafa
ekki stundlegan frið fyrir sjálf-
skipuðum ævisöguriturum. Þetta
hefur gengið svo langt að ég fékk
bréf frá eiginkonu eins höfundarins,
sem vældi yfir því að honum gengi
ekkert með bókina og ég yrði að
hjálpa þeim. Ekki bað ég hann að
skrifa um mig! Ég las fyrstu bókina
og hún var full af villum og kjaft-
æði. Ég skil ekkert í þessu fólki að
taka það á sjálft sig að draga alls
konar heimskulegar, freudískar eða
hálf-freudískar, hálfvitalegar álykt-
anir um mig, sem það þekkir ná-
kvæmlega ekki neitt! En það leggur
þetta á sig og græðir peninga."
Connery er slæmur í hálsinum,
sem heyrist á mæli hans, og hann
er spurður hvort eitthvað sé til í því
að hann sé alvarlega veikur. „Ég
var með bólgna hálskirtla og lét fjar-
lægja þá með leysigeislaaðgerð.
Þeir komu hins vegar aftur eftir
hálft annað ár og það varð að endur-
taka aðgerðina. Þegar það dugði
heldur ekki til ákvað ég að láta
geisla á mér hálsinn, fór í aðgerð
hér í Bretlandi á afmælisdaginn
minn, 25. ágúst. Ég hef það gott
núna en ég verð að bíða í að minnsta
kosti hálft annað ár og sjá hvort
þetta hefur virkað. Ef ekki - þá
verð ég bara að skera mig á háls!“
^djjunnua
w
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
►
\
Á sunnudögum bjóðum við þér að kaupa sbake, pylsu, ís og smeU á aðeins 100 kr. stykkið.
*Alltaf á sunnudögum í vetur.
ARTUNSHOFÐA
BILDSHOFÐA 2
, FOSSVOGI
REYKJAVIKURVEGI 54 HAFNARF.