Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 31 þurfti til að fá samskonar vinnu í útlöndum. Síðan sáu þeir Villi, Hilmar og Hallgrímur, eiginmaður Kristbjargar um að ég fengi vinn- una og gæti þar með lært málið. Allt af sama höfðingsskap og reisn og ávallt. Þegar faðir minn veiktist og dó voru Ella og Villi sterk stoð móður minni. Tæplega áttræður krafðist Villi þess að fá að smíða krossinn yfir leiðið hans. I einveru móður minnar þau tíu ár sem hún var ekkja og ég víðs fjarri átti hún ávallt skjól þeirra Laufskálahjóna víst. Þegar ég kom og tilkynnti þeim lát hennar var sorgin í andlit- um þeirra fölskvalaus. Farin af kröftum komu þau og kvöddu einn af elztu vinum sínum. Barátta Ellu og Villa úr örbirgð til allsnægta hefur gegn um móður mína haft mikil áhrif á mig og nýzt mér þegar á móti blæs. Móðir mín veiktist og fatlaðist illa aðeins tvítug að aldri, elzt fímm systkina og móðir hennar nýorðin ekkja. A þeim tíma voru engar sjúkratrygg- ingar en hún lá þá í tvö ár á sjúkra- húsi. Löngu síðar sagði hún mér að þá hefði hún ekki viljað lifa því fremur vildi hún láta líf sitt en segja sig til sveitar. Baráttugleði og fram- tíðartrú vina hennar, Ellu og Villa urðu henni öðru fremur til eftir- breytni og innblásturs og síðar lífs- fýllingar. Kynslóðin sem með óbilandi trú sinni á mátt góðra verka hefur skapað ísland nútímans, tæknivætt velferðarþjóðfélag úr viðjum fá- tæktar og vanmáttar, hverfur nú óðum af sjónarsviðinu. í mínum huga persónugera Ella og Villi í Laufskálum þessa kynslóð, þetta tímaskeið sem við kveðjum nú. Lífs- hlaup þeirra hjóna er sem fegursta tónverk. Það eru mikil forréttindi að mega segjast hafa verið vinur þeirra. Guð blessi minningu Elínar Krist- jánsdóttur og Vilhjálms Bjarnason- ar í Laufskálum. Gísli Einarsson. inni með vistir lyrir sig og vinkonur sínar í götunni sem ekki gátu farið út vegna hálku. Ég man að ég varð hálf hissa því hálkan var svo mikil að það var varla stætt úti; enn þann dag í dag er ég viss umað ekki fór hún út sín vegna. Aldrei var hún verklaus og þegar hún var komin á efri ár og hætt að passa börn þá fór hún að sauma út mynd- ir og ekki bara það heldur fann hún upp alveg nýja útsumsaðferð þann- ig að myndimar fengu meiri dýpt og fyllingu og urðu mjög fallegar. Síðan gaf hún þær ættingjum og vinum eins og hennar var von og vísa. Afkomendahópurinn hennar er orðin stór og hefur umvafið hana með ástúð, sérstaklega Jóhanna sem hefur búið með henni alla tíð og létt henni lífíð í veikindum síð- ustu ára. Nú þegar hún hefur kvatt þennan heim munum við minnast hennar með virðingu og þakklæti. Við hjón- in og börnin okkar sendum Jó- hönnu, Sigurborg og Jóhanni tengdasyni hennar, ásamt öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Blessuð sé minning hennar. Margrét Valdimarsdóttir. Blómastofa FriÓfinns Suöurlandsbraut 10 108 Reykjavík. Sfmi 31099 Opið öll kvöld til kl. 22,- einnig umhelgar. Skreytingar við öll tllefni. Gjafavörur. + Ástkær eiginkona mín, GUÐRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR, Neðstaleiti 2, verður jarðsungin frá Seltjarnarneskirkju mánudaginn 25. október kl. 13.30. Fyrir hönd aðstandenda, Sigurður Jónsson. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, GUÐMUNDUR H. SIGURJÓNSSON brunavörður, andaðist í Vífilsstaðaspítala 22. október. Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. október kl. 15.00. Hörður Guðmundsson, Jónína Guðmundsdóttir, Sveinn Pálmi Guðmundsson,Hulda Valdimarsdóttir, Guðmundur Geir Ludwigsson og barnabörn. + Móðir okkar, fósturmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR PÁLÍNA FRIÐRIKSDÓTTIR frá Látrum í Aðalvik, verður jarðsungin þriðjudaginn 26. októberkl. 10.30frá Kópavogs- kirkju. Matthildur G. Guðmundsdóttir, Jón Freyr Þórarinsson, Erna Þ. Guðmundsdóttir, Gunnar Örn Gunnarsson, Bjargey Guðmundsdóttir, Jakob Þór Jónsson, Kristín M. Guðmundsdóttir, Guðmundur Þórðarson, Valdimar Kr. Valdimarsson, Rósa Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, JÓN GUNNLAUGUR HALLDÓRSSON, er lést 17. október verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í Reykja- vík þriðjudaginn 26. október kl. 15.00. Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hans er bent á Félag aðstandenda Aizheimerssjúklinga í Hlíðabae, Flókagötu 53. Sigríður Soffia Jónsdóttir, Fanney Jónsdóttir, Sigurður Hauksson, Sólveig Jónsdóttir, Gestur Þorgeirsson, Björg Jónsdóttir, Grímur Sæmundsen og barnabörn. + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, PÁLL HAUKUR KRISTJÓNSSON, Árskógum 6, Reykjavík, lést föstudaginn 22. október. Jarðarför auglýst síðar. Svava Magnúsdóttir, Sigurður K. Pálsson, Elsabet Baldursdóttir, Jónfna Pálsdóttir, Helen Svava Helgadóttir, Magnús Geir Pálsson, Áslaug Sif Gunnarsdóttir og barnabörn. + Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐNÝ GUÐRÚN JÓNSDÓTTIR frá Lækjarhúsum, Borgarhöfn, Skipasundi 34, verður jarðsungin frá Áskirkju mánu- daginn 25. október, kl. 13.30. Þeir, sem vilja minnast hennar, láti líkn- arstofnanir njóta þess. Jóhanna Sigurðardóttir, Sigurborg Sigurðardóttir, Jóhann Kristmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR MOSAIK H.F. Hamarshöfða 4 — sími 681960 + Tengdafaðir minn og afi okkar, JÓHANNES GUÐMUNDSSON, Framnesvegi 16, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 25. október kl. 15.00. Guðmundur A. Jóhannsson, Lilja Sólrún Guðmundsdóttir, Jóhannes Guðmundsson, Kristfn Guðmundsdóttir. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, fósturfaðir, tengdafaðir, afi og bróðir, KJARTAN KJARTANSSON, Mávanesi 8, Garðabæ, verður jarðsunginn frá Garðakirkju þriðjudaginn 26. október kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir, en þeim sem vildu minn- ast hins látna, er bent á Hjartavernd. Hallfrfður Guðnadóttir, Halldór S. Kjartansson, Snjólaug Jóhannsdóttir, Eygló B. Kjartansdóttir, Kjartan H. Kjartansson, Viðar R. Helgason, Birgir R. Halldórsson, Stella Thorarensen Bohnsack. + Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma, langamma og langalang- amma, SÓLVEIG HRÓBJARTSDÓTTIR frá Hellisholti, Vestmanneyjum, síðast til heimilis í Hvannhólma 2, Kópavogi, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 26. okt. kl. 13.30. ■ ÍJUI IUI ■ ijai iai ouii, VV/IIUMMU ™ "VM ouwtui y Klara Hjartardóttir, Marta Hjartardóttir, Óskar Hjartarson, Aðalheiður Hjartardóttir, Hafsteinn Hjartarson, Ágústa Hróbjartsdóttir, börn, barnabörn og barnabarnabörn. Elfas Kristjánsson, Daníel Guðmundsson, Ruth Kristjánsdóttir, Gústaf Sigurjónsson, Fríða Ágústsdóttir, + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför, STEINUNNAR ÞORSTEINSDÓTTUR, Flókagötu 7, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 4-b og 6-b, Borgar- spítalanum. Ásta Sigfúsdóttir, systkini og aðrir vandamenn hinnar látnu. + Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, HJÁLMFRÍÐAR LIUU BERGSVEINSDÓTTUR Ijósmóður. Guðrún Þórarinsdóttir, Nikulás Þ. Sigfússon, Sigríður L. Þórarinsdóttir, Sigurþór Jakobsson, Bragi Þórarinsson, Fanney Gísladóttir, börn og barnabörn. + Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ELÍNAR KRISTJÁNSDÓTTUR, Laufskálum, . Álfheimum 35. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki öldrunardeildar Landakotsspítala fyrir frábæra umönnun. Hilmar Vilhjálmsson, Kristín Hallgrímsdóttir, Valdís Vilhjálmsdóttir, Tryggvi Hannesson, Kristbjörg Vilhjálmsdóttir, Hallgrímur Einarsson, Bjarni Vilhjálmsson, Björg E. Guðmundsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.