Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 IÍFRÓDUR SHEVARDNADZE Blóðug borgarastyrjöld ríkir í Georgíu og hættan er sú að allt Kóka- sus-svæðið logi í ófriði fari uppreisnar-menn með sigur af hólmi HRAKFARIR I ABKHAZIU Abkhazi gætir georgískra hermanna sem teknir voru til fanga er varnir stjórnarhersins hrundu í Abkhazíu-héraði. eftir Ásgeir Sverrisson GEORGÍA er við að klofna í þrennt og óvissa ríkir um póli- tíska framtíð Edúards A. She- vardnadze, leiðtoga landsins. I þessu fyrrum sovétlýðveldi ríkir borgarastyijöld og Shevardnadze hefur ekki tekist það ætlunarverk sitt að endurreisa efnahag lands- ins með því að tryggja friðinn og vinsamleg samskipti við Rússa. Staða forsetans gagnvart þjóð- ernissinnum hefur versnað í réttu hlutfalli við sigra aðskilnaðar- sinna í Abkhazíu-héraði og fram- rás uppreisnarmanna undir stjórn Zviads K. Gamsakhurdia, fyrrum forseta, til austurs í átt til höfuð- borgarinnar, Tbilisi. Snögg um- skipti og miklar tilfinningasveifl- ur einkenna stjórnmál í Georgíu. Sigrar aðskilnaðarsinna í vestur- hlutanum hafa orðið til þess að ýta enn frekar undir þjóðernis- heiftina en Shevardnadze hefur sagt að föðurlandinu verði aðeins bjargað með því að tryggja hern- aðaraðstoð erlendis frá. Reynist þessi fullyrðing á rökum reist mun afstaða Rússa ráða úrslitum um framtíð landsins en þá stað- reynd munu þjóðernissinnar og liðsmenn Gamsakhurdia aldrei sætta sig við. Tilfinningaþrungin ávörp Edú- ards Shevardnadze hafa orð- ið til þess að vekja athygli umheimsins á harmleiknum í Georgíu. Forsetinn hraktist í fyrra mánuði frá Súkhúmi, höfuðborg Abkhazíu, eftir að hafa lýst yfir því að borgin yrði varin til síðasta manns. She- vardnadze gaf til kynna að hann væri tilbúinn til að láta iífið í nafni einingar föðurlandsins og fréttir um að forsetinn hefði eitur meðferðis þar sem hann dvaldist í byrgi sínu í borg- inni vöktu athygli og ugg á Vestur- löndum. í vestri nýtur Shevardnadze mikillar virðingar fyrir þátt sinn í að binda enda á kalda stríðið er hann var utanríkisráðherra Sovétríkjanna í valdatíð Míkhaíls S. Gorbatsjovs. Hugrekki hans er og annálað; það var Shevardnadze sem knúði fram merkustu tilslakanir Sovétmanna í óþökk herafla landsins, öryggislög- reglunnar og forréttindastéttarinnar. Víst er að framganga hans á því sviði hefur síst verið ofmetin en í Georgíu eru þeir margir sem minnast hans fyrir vægðarleysi er hann var flokksleiðtogi kommúnista þar í landi áður en hann var hafinn til vegs og virðingar í Moskvu. Upplausn í röðum stjórnarhersins Á mánudag í fyrri viku lýsti She- vardnadze síðan yfir því í enn einu sjónvarpsávarpi að stjómarherinn væri ófær um að vetja Georgíu. Tug- þúsundir manna væru á flótta frá átakasvæðunum í vesturhluta lands- ins og hungursneyð vofði yfir hunds- aði umheimurinn þetta ákall um hjálp. Forsetinn kvað algjöra upp- lausn ríkjandi innan stjórnarhersins og óhugsandi væri að aftur yrði unn- ið það land sem þjóðernissinnar í vesturhlutanum og aðskilnaðarsinnar Abkhaza hefðu náð á sitt vald. Rúm- um sólarhring áður, á sunnudag, hafði borgin Samtredia, ein mikil- vægasta samgöngumiðstöð Georgíu, fallið í árás hersveita Zviads Gamsak- hurdia, sem hrakinn var frá völdum í blóðugri uppreisn. Shevardnadze lýsti yfir því að Georgíubúar neydd- ust því til að biðja Samveldi sjálf- stæðra ríkja - og þá átti forsetinn einkum við Rússland, Azerbajdzhan og Armeníu - um aðstoð. Það er til marks um samhengisleysið og ör- væntinguna í yfiriýsingum forsetans að aðeins fáeinum mínútum eftir að hann hafði látið þessi orð falla lýsti hann yfir því að Kutaisi, næsta stærsta borg Georgíu, sem er í aðeins 30 kílómetra fjarlægð frá Samtredia, myndi aldrei falla. Nágrannaríkjunum er vissulega vandi á höndum. Fyrir Rússa jafnt sem Armena og Azera er mikilvægt að tryggð verði birgðaleiðin sem ligg- ur í gegnum höfuðborgirnar Bakú í Azerbajdzhan og Jerevan í Armeníu, til Georgíu í gegnum Tbilisi og til vesturs að Svartahafsborginni Poti sem verið hefur á valdi uppreisnar- manna. Andrei Kozyrev, utanríkis- ráðherra Rússlands, sagði á þriðjudag að mikilvægt væri að halda járn- brautarlínu þessari opinni en lét jafn- framt í ljós að Rússar hefðu engan hug á því að hafa afskipti af borgara- styijöldinni í Georgíu. Daginn eftir kom rússnesk bryndeild, skriðdrekar og brynvarðir liðsflutningabílar, sem haldið hafði til við Svartahaf, óvænt til Kutaisi. Talsmenn rússneskra stjórnvalda kváðu þetta gert til að flytja Rússa frá borginni en sökum liðstyrksins veltu margir vöngum yfir því hvort ráðamenn í Moskvu vildu með þessu hvetja uppreisnaröflin til að sýna stillingu. Síðar var skýrt frá því að ákveðið hefði verið að rúss- neskar, armenskar og azerskar her- sveitir tryggðu að flutningaleiðin mikilvæga í gegnum Georgíu yrði opin. Áhyggjiir Rússa og hagsmunir hersins Líklegast fara hagsmunir herafla Rússa og stjórnvalda i Moskvu ekki saman í þessu efni. Greinilegt er að rússneskir stjórnmálamenn hafa nú komist að þeirri niðurstöðu að She- vardnadze geti reynst mikilvægur bandamaður á þessu svæði þótt enn séu þeir ekki tilbúnir til að hafa bein afskipti af átökunum. Á hinn bóginn kann það að reyn- ast hættulegt fordæmi að hundsa með öllu átökin í Georgíu. Sá hluti þessa svæðis sem tilheyrir Rússlandi er trúlega sá viðkvæmasta í landinu. í norðurhluta fjallanna, sem skilja að Kákasuslýðveldin þijú og Rúss- land er að finna aragrúa þjóða og þjóðarbrota, sem margar hveijar beijast fyrir aðskiinaði frá Rússum, sem yfirbuguðu þær á síðustu öld. Þessar þjóðir hafa myndað með sér svonefnt Samband ijallaþjóða og það eru hermenn og málaliðar frá þessu svæði sem meðal annarra hafa stutt Abkhaza í- Georgiu í bardögum við sveitir Shevardnadze og fengið að launum herfang sem til hefur fallið í borgum þeim og bæjum sem aðskiln- aðarsinnar hafa brotið undir sig. Yfirmenn heraflans fá á hinn bóg- inn ekki séð ástæðu þess að senda hersveitir á vettvang til að freista þess að binda enda á blóbaðið í Georg- íu. Rússneski herinn hefur ávallt litið svo á að verkefni hans sé að veija föðurlandið og tryggja einingu þess. Þá er Shevardnadze tæpast ofarlega á vinsældalista herforingja þar sem hann stýrði utanríkisráðuneytinu er lögð voru drög að brottflutningi her- afla Sovétríkjanna úr fyrrum leppríkj- um kommúnista. Takist aðskilnaðarsinnum að halda Abkhazíu-héraði og takist georgíska stjómarhernum ekki að hefta sókn þjóðemissveita Gamsakhurdia er hættan því sú að allt Kákasus-svæðið logi í ófriði innan skamms tíma. Þá munu magnast kröfur um að öryggi Rússa í þessum suðupotti þjóðabrot- anna verði tryggt. Þessa staðreynd geta hin pólitísku yfirvöld í Moskvu ekki leitt hjá sér og því hafa ráða- menn þar komist að þeirri niðurstöðu að óbeinn stuðningur við She- vardnadze þjóni hagsmunum þeirra. Stjórnvöldum í Moskvu er jafnframt ljóst að hefðbundin „diplómatísk" milliganga mun ekki reynast haldgóð á þessu eldfima svæði. Það er með tilliti til þessa sem afstaða Rússa og viðbrögð hersins munu skipta sköpum í Georgíu. Ósk um aðild að samveldinu Á þetta féllst Shevardnadze í raun fyrr í þessum mánuði er hann lýsti yfir því eftir að hafa átt fund með Borís Jeltsín Rússlandsforseta að Georgía myndi ganga í Samveldi sjálfstæðra ríkja, samband fyrrum sovétlýðvelda. Sagði Shevardnadze að með ákvörðun sinni leitaðist hann við að koma í veg fyrir frekari átök og hrun efnahagsins. Þetta var ör- væntingarfull tilraun forsetans til að halda landi sínu saman. Að auki fólst í þessu viðurkenning hans á því hve efnahagur Georgíu er tengdur Rúss- landi. Georgíubúar neituðu að ganga í samveldið árið 1991 og beittu hefð- bundnum rökum þjóðernissinna. Þá hafði skáldið og menntamaðurinn Zviad Gamsakhurdia, einn þekktasti andófsmaður landsins á sovét-tíman- um, verið kjörinn forseti í fyrstu lýð-. ræðislegu kosningunum í sögu Ge- orgíu. Miklir fiokkadrættir og blóðug stjórnmálaátök urðu til þess að hann varð að flýja land í ársbyijun 1992. Gamsakhurdia ásakaði Rússa um að ætla að grafa undan sjálfstæði lands- ins. Samskipti ríkjanna bötnuðu er Shevardnadze tók við en vegna átak- anna í Abkhazíu reyndist sú þíða skammlíf. Eftir fall héraðsins sagði VIRTUR LEIÐTOGI Edúard Shevardnadze, forseti Georgíu, nýtur mikillar virðingar á Vesturlöndum vegna fram- göngu sinnar á vettvangi alþjóða- mála á lokastigum kalda stríðs- ins. Það var Shevardnadze miklu fremur en Míkhaíi S. Gorbatsjov Sovétleiðtogi. Shevardnadze Rússa hafa svikið Ge- orgíu. Með inngöngu Georgíu munu 12 af hinum 15 lýðveldum fyrrum Sov- étríkjanna heyra samveldinu til. Að- eins Eystrasaltsríkin, Eistland, Lett- land og Litháen, eru utan þess. Gömlu sovétlýðveldin flykkjast nú í faðm Rússa og er það til marks um árang- ursríka utanríkisstefnu í samræmi við nýja skilgreiningu þeirra á áhrifa- svæði sínu. Sú ákvörðun Shevardnadze að ganga í samveldið féll í grýttan jarð- veg í Tbilisi og margir stuðnings- manna forsetans, sem kalla má hóf- sama þjóðernissinna, mótmæltu opin- berlega þessum umskiptum í utanrík- isstefnu Georgíu. í þessu fólst vissu- lega uppgjöf og ekki varð það til að auka vinsældir forsetans er hann lét að því liggja að Georgíubúar gætu fallist á að Rússar fengju að halda herstöðvum í landinu. Þar með hafði forsetinn í raun farið þess á leit við Rússa að þeir héldu herafla sínum í Georgíu þrátt fyrir að gengið hafi verið frá samkomulagi, sem kveður á um að brottflutningi rússneska hersins eigi að vera lokið fyrir árslok 1995. Ólgan hefur því farið vaxandi í höfuðborginni á sapia tíma og yfirlýs- ingar forsetans hafa orðið til þess að herða Zviad Gamsakhurdia í þeim ásetningi sínum að sameina Georg- íubúa á ný undir merkjum þjóðernis- hyggjunnar. Boðkerfi stjórnarhersins er hrunið, birgðaleiðir rofnar og bar- áttuandinn í röðum hermanna hefur tæpast getað talist sannfærandi. Á miðvikudag hermdu þó óstaðfestar fréttir að hersveitir ríkisstjórnarinnar hefðu náð þremur bæjum í vestur- hluta landsins á ný á sitt vald. Þar sem stuðningur við stefnu She- vardnadze fer ört minnkandi í landinu og hinir hófsömu í röðum þjóðernis- sinna gerast nú blendnir í trúnni er það forsetanum nauðsynlegt að fleiri slíkar fregnir berist frá vígstöðvun- um. Reynist fregnir af óbeinni íhlutun Rússa, Armena og Azera réttar má ætla að það verði einnig til þess að efla baráttuþrekið í röðum stjórnar- hersins. Sættir útilokaðar Nú er svo komið að Georgíubúum verður ekki hlíft við frekari blóðsút- hellingum og hryllingi nema að sætt- ir takist með þeim Shevardnadze og Gamsakhurdia. Slíkt má telja nánast óhugsandi. Gamsakhurdia sem sneri heim úr útlegð þann 24. fyrra mánað- ar er barist var um Súkhúmi, hefur raunar hafnað þeim möguleika að samningaviðræður verði teknar upp. Gamsakhurdia lítur á sig sem hinn réttkjörna forseta Georgíu og telur því stjórn Shevardnadze ólöglega. Forsetinn fyrrverandi segir She- vardnadze ábyrgan fyrir upplausninni í landinu og hefur fullyrt að hann hafi enga stjórn á sveitum þeim sem undir fána stjórnarhersins beijist. Því sé ekki um raunverulega valdabar- áttu að ræða í Georgíu heldur bar- áttu hins réttkjörna forseta við vopn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.