Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 23 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. í lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. Vextir o g kjara- samningar Meðalvextir af vísitölubundn- um útlánum eru nú 9,4% og hafa á þessu ári orðið lægst- ir 9,2% en hæstir 9,5%. í sam- tali við Morgunblaðið í gær sagði Davíð Oddsson, forsætisráð- herra, að raunvextir þyrftu og ættu að lækka tiltölulega hratt, fyrst niður fyrir 7% og síðan áfram niður í 5%, sem væri eðli- legt markmið. Forsætisráðherra telur forsendur vera fyrir hendi til raunvaxtalækkunar. Hann hvetur Seðlabankann til þess að nota það svigrúm, sem hann hafi, til að flýta fyrir raunvaxta- lækkun m.a. með ákveðnum tilslökunum gagnvart viðskipta- bönkum að því er varðar refsi- vaxtastig, lausafjárstöðu og bindiskyldu. Davíð Oddsson lýsti þessari skoðun í framhaldi af því, að þing Verkamannasambands ís- lands hefur einróma samþykkt að segja beri upp kjarasamning- um þeim, sem gerðir voru sl. vor og forsætisráðherra átti mikinn þátt í að knýja fram. í samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasam- bandsins, að það sem gera þyrfti til þess að hægt væri að tala um óbreytta kjarasamninga væri vaxtalækkun og afnám fyrirhug- aðra skatta, þ. á m. svonefndra heilsukorta. Rök forsætisráðherra fyrir því, að nú sé unnt að lækka raun- vexti, eru þessi: .. menn hafa haft þá skoðun nú um nokkurra ára skeið, að lánsfjárþörf ríkisins og vaxtastig á ríkisbréfum.bæði til skamms tíma og langs, hafi mest áhrif á raunvaxtastigið. Nú er að koma á daginn, að láns- fjárþörf ríkisins hefur lækkað á annan tug milljarða króna á þremur árum. Það hefur jákvæð áhrif til raunvaxtalækkunar. Það kemur líka fram, að ríkisbréfin hækkuðu ekki með verðbólgunni núna síðast og lækkun á vöxtum Seðlabankans hefur þegar skilað sér í l/i% lækkun vaxta á ríkis- víxlum. Það er því ljóst, að það eru að skapast ákveðnar for- sendur til þess að lækka raun- vextina." Raunvaxtalækkun af þeirri stærðargráðu, sem Davíð Odds- son talar um, mundi nánast jafn- gilda byltingu í efnahags- og atvinnulífi landsmanna. Svo mikil raunvaxtalækkun mundi lækka vaxtaútgjöld sjávarút- vegsins um nokkra milljarða og miklar fjárhæðir mundu losna í rekstri annarra fyrirtækja svo og heimilanna í landinu, en skuldasöfnun þeirra hefur verið mjög til umræðu að undanförnu. Spurningin er hins vegar sú, hvort raunhæft sé að tala um svo mikla raunvaxtalækkun. Rök Davíðs Oddssonar í þeim efnum standa fyrir sínu og það er rétt, að bankakerfið hefur vísað til lánsfjárþarfar ríkissjóðs og hins svonefnda eftirmarkað- ar, til skýringar á háu raun- vaxtastigi banka og sparisjóða. Það er svo umhugsunarefni, hvort bankamir nota önnur rök fyrir raunvaxtastiginu en efni standa til. Er hugsanlegt að þrátt fyrir tilvísun bankanna til lánsfjárþarfar hins opinbera og vaxtastigs á eftirmarkaði sé hin raunverulega ástæða sú, að þeir þurfi mikinn vaxtamun til þess að standa undir töpuðum útlán- um og treysti sér ekki til að lækka innlánsvexti meira en orð- ið er? Ef það er raunveruleikinn er spuming, hvort rök forsætis- ráðherra duga til þess að knýja fram raunvaxtalækkun. A hinn bóginn er ljóst, að rík- isstjómin mun leggja mikla áherzlu á, að þeir umdeildu kjarasamningar, sem gerðir voru sl. vor, haldi. A undanfömum misserum hafa ráðherrar hvað eftir annað gefið fyrirheit um raunvaxtalækkanir, sem ekki hafa staðizt. Nú þegar líklegt má telja, að óbreyttir kjarasamn- ingar byggist á því, að vextir lækki, er ekki ólíklegt að fram- undan séu á næstu vikum mikil átök til þess að tryggja þá raun- vaxtalækkun, sem verkalýðs- hreyfíngin telur viðunandi. Og að þessu sinni má búast við, að fyrirheitin ein dugi ekki heldur verði verkin að tala. Frá nálægum löndum berast stöðugar fréttir um vaxtalækk- anir. Fengin reynsla af vaxtaum- ræðum hér síðustu árin ýtir und- ir þá skoðun að raunvaxtastigið verði að mestu óbreytt um fyrir- sjáanlega framtíð. Yfirlýsing forsætisráðherra í Morgunblað- inu í gær er hins vegar svo af- dráttarlaus, að það mat hlýtur að breytast. Mikið er í húfi fyrir alla þá, sem stóðu að gerð kjara- samninganna sl. vor. Þess vegna má vænta tíðinda af þessum víg- stöðvum á næstu vikum. 38, '•ÞANNIG MA um það deila hveijir voru hinir raunveru- legu nýskapendur nú- tímaljóðlistar og hvert Jóhann Siguijónsson sækir helzt þau áhrif s em leiddu til þeirrar óumdeilanlegu nýsköpunar sem marka tímamótin í Sorg. Auk þess hygg ég að það sem kalla má hið nýja ljóðmál í kvæðinu, en ég hef nefnt nýja áferð, sé ekkisíður mikilvægt en torskilin tákn þess. Um það segir Örn Ólafs- son í riti sínu: „En það er mergur- inn málsins, að Ijóðið stekkur sífellt á milli þessara andstæðna, en rök- legt samhengi er ekki finnanlegt á yfírborðinu. Einmitt við það verða myndir ljóðsins áhrifaríkari en ella myndi. Vita menn slíks fyrr dæmi í íslenskri ljóðagerð?" Ég tel að með hliðsjón af Opin- berunarbók Jóhannesar og skír- skotunum í hana sé „röklegt sam- hengi“ kvæðisins augljósara en ella mundi - og með tilliti til þeirar bygg- ingaraðferðar sem skáldið notar sé húsaskipan kvæðisins fullkomlega eðlileg, þ.e. auðskiljanleg einsog efni standa til. Það fjallar um hrika- leg átök, ragnarök; líf og dauða; innri baráttu okkar allra; baráttu milli góðs og ills; sorg. En þá ekkis- ízt þær vonir sem bundnar eru við „nýtt líf og nýja sorg“. HELGI spjall 39, '•EINSOG DANSKVÆÐIN voru léttir og skemmtileg tilbreyt- ing við dróttkvætt skáldskaparkerfí Velleklu og Harmsólar og kvæði J ónasar nauðsynlegt andóf gegn reglu- bundnu og ofþvældu tungutaki rímnanna sem einkenndist af kenningahröngli og skrautlist sem alþýðu manna var meira að skapi en Ijóð- list Jónasar, þannig er auðskilin hversdagslýrík kærkomin viðbót við flókin og einkaleg skáldskaparmál módernismans. Um daga Jónasar þótti svona erindi fullgildur og raunar afbragðskveðskapur: Geisla kveikir út um ál álku súðar makið eins og leiki logandi bál um löngubúðarþakið, (2. ríma Svoldarímna, 85. erindi.) Slíkt táknmálskerfi minnir að sumu leyti á myndmálsleiki symból- istanna án þess nein tengsl séu milli þessara annars ólíku skáld- skaparstefna. 40 • Á TÍMUM SIGURÐAR Breiðfjörðs lifði enn í gömlum glæð- um og fólkið skildi kenningakerfíð eftir aldalanga notkun, en í ný- skáldskap notar sérhvert skáld eig- ið táknmálskerfí án þess styðjast við neina almenna reglu í þeim efn- um - og lesendur verða því að ráða í rúnirnar, hver á sinn hátt. Þetta veitir visst frelsi en fjötrar hugsun- ina jafnframt við tilgátur einar og óvissu. Af þeim sökum hefur margt í atómskáldskap og módernisma frá fyrsta fari átt erfítt uppdfráttar og farið forgörðum, gagnstætt þeirri ljóðlist sem byggðist á alþekktu táknmálskerfí miðalda og er eitt helzta einkenni dróttkvæðs skáld- skapar og rímna síðar. í fyrmefndu erindi Sigurðar Breiðfjörðs merkir álku súðar: skip, mak: skraut; og löngubúðarþakið er sjór. Þannig segir í erindinu að geislaskrautið minni á logandi bál á hafinu, annað ekki. En þá mætti spyija, með táknmálskerfi módern- ismans í huga, hvers vegná' það væri ekki einfaldara að ganga hreint til verks og kalla skrautið skraut og hafíð haf - og losa lesand- ann við óþol og hugarangur vegna takmarkaðs skilnings á efninu. Slíkt gæti aðvísu takmarkað tilfínning- una fyrir skáldskapnum og dregið úr innlifunarhæfni. Og ef allt slíkt táknmál hyrfi úr skáldskapnum yrði hann dularfullri og mystískri upplifun fátækari en hún er einatt aðal og einkenni góðrar ljóðlistar. Jónas leit ekki svo á og óskaði margþvældu og þreyttu táknmál- skerfí og kenningahröngli rímn- anna útí hafsauga, enda augljóst á hans dögum að hið sjálfvirka rímna- kerfí hafði gengið sér til húðar þótt svanasöngurinn yrði langur og són- mikill með köflum úr aldþýðuskáld- skap kunnáttumanna einsog Bólu- Hjálmars. En hætt er við að mód- emismans biðu sömu örlög ef hann væri ekki endumýjaður með þeim hætti sem verið hefur, svo staðlaður sem hann er í aðra röndina; og formfastur í kaótísku sundmnar- kerfi sínu, ef svo mætti segja. M (meira næsta sunnudag) INÝÚTKOMINNI BÓK DR. Gylfa Þ. Gíslasonar um viðreisn- arárin, sem Almenna bókafélag- ið sendi frá sér í fyrradag, víkur hann að landbúnaðarstefnu þeirrar ríkisstjómar, sem löng- um var kennd við þann að- sópsmikla talsmann bænda- stéttarinnar í forystusveit Sjálfstæðis- flokksins, Ingólf Jónsson. í bók dr. Gylfa segir m.a. um upphaf útflutningsbóta, sem áttu eftir að verða þungur baggi á skatt- greiðendum: „Á fyrsta ári Viðreisnar- stjórnarinnar 1960 hóf ríkissjóður greiðslu uppbóta með útfluttum landbúnaðarafurð- um. Gátu þær numið vemlegum hluta framleiðslukostnaðar og allt að 10% af heildarverðmæti landbúnaðarframleiðsl- unnar. Ástæða þess, að Alþýðuflokkurinn féllst á lagaákvæðin um greiðslu útflutn- ingsbóta var sú, að útflutningur var þá lítill sem enginn og ekkert benti til þess, að aukning hans yrði sú, sem raun varð síðar á. Skýringin var jafnframt sú, að felld vom samtímis úr gildi lagaákvæði, sem heimiluðu að hækka útsöluverð innan- lands til þess að bæta upp halla á útflutt- um vörum. Samkomulag var um þessa löggjöf í svonefndri sexmannanefnd, þar sem fulltrúar neytenda áttu sæti.“ Síðan segir í bók Gylfa Þ. Gíslasonar um áhrif og afleiðingar þessarar ákvörðun- ar: „Aukin fjárfesting í landbúnaði skilaði ekki arði. Þetta hafði í för með sér, að ríkissjóður þurfti að styrkja landbúnaðinn í vaxandi mæli. Þær byrðar urðu smám saman þungar. Þegar leið á sjöunda ára- tuginn, varð þetta æ ljósara. Innan ríkis- stjórnarinnar hreyfðum við ráðherrar Al- þýðuflokksins því með vaxandi þunga, að mótuð yrði ný stefna í málefnum landbún- aðarins, komið yrði i veg fyrir offram- leiðslu landbúnaðarafurða og markaðsöfl yrðu ráðandi í ríkari mæli við verðmyndun afurðanna innanlands. Það urðum einkum við Ingólfur Jónsson, sem skiptumst á skoðunum um þetta innan ríkisstjórnarinn- ar. En samkomulag var um það milli flokk- anna að gera þessar deilur ekki opinber- ar. Ingólfur Jónsson reyndist hafa traust fylgi fyrir sínum málstað innan Sjálfstæð- isflokksins. Og það verður að játa, að ekki var nægilega sterkur áhugi á þeim sjónar- miðum, sem ég var einkum talsmaður fyr- ir, í mínum flokki. Til þess verður einnig að taka tillit, að stefnan í landbúnaðarmál- um var aldrei gagnrýnd af stjórnarand- stöðuflokkunum. Þeir studdu hana, eins og áður er getið. Þó var svo komið fyrir kosningamar 1967, að samkomulag varð um það, að héldu flokkarnir áfram stjóm- arsamstarfi eftir kosningamar, skyldi stjórnin skipa nefnd til þess að endurskoða stefnuna í málefnum landbúnaðarins. í Sjálfstæðisflokknum varð það fyrst og fremst fyrir atbeina Bjama Benediktsson- ar að þetta samkomulag var gert.“ Síðar í bók sinni víkur dr. Gylfi að þing- kosningunum 1967 og segir að atkvæða- hlutfall Sjálfstæðisflokksins hafí lækkað talsvert, eða úr 41,4% í 37,5%, og segir að það hafí einkum gerzt í Reykjavík og á Reykjanesi. Hann víkur hins vegar ekki að þeirri skýringu, sem á þeim tíma var helzt gefín á atkvæðatapi Sjálfstæðis- flokksins á höfuðborgarsvæðinu, en segir: „í Sjálfstæðisflokknum höfðu menn áhyggjur af niðurstöðum kosninganna. Fylgistap flokksins í þessum kosningum, sem einkum varð í Reykjavík og á Reykja- nesi, olli því þó ekki, að flokkurinn hug- leiddi annars konar stjórnarsamstarf en það, sem staðið hafði í átta ár. Hins vegar hefur það getað átt sinn þátt í því, að forystumenn flokksins ræddu það við for- ystumenn Alþýðuflokksins, að breytingar yrðu gerðar á ríkisstjóminni, ekki á ráð- herrum, heldur á skiptingu ráðuneyta milli stjórnmálaflokkanna." Innan Sjálfstæðisflokksins á þessum tíma var litið svo á, að ein helzta skýring- in á fylgistapi flokksins á suðvesturhorni landsins hefði verið málflutningur dr. Gylfa og annarra talsmanna Alþýðuflokksins í landbúnaðarmálum. Og sú skoðun var uppi, að Alþýðufiokkurinn ætti auðveldan leik að ná til sín atkvæðum frá Sjálfstæðis- flokknum með því að herða róðurinn í land- búnaðarmálum. í þessu ljósi má m.a. skoða viðbrögð forystumanna Sjálfstæðisflokks- ins fyrir nokkram vikum, þegar deilur blossuðu upp um innflutning á landbúnað- arafurðum. Það vora ekki bara forystumenn Sjálf- stæðisflokksins, sem höfðu áhyggjur af úrslitum kosninganna 1967 og áhrifum þeirra á samstarf viðreisnarflokkanna. Þær áhyggjur vora einnig til staðar í Al- þýðuflokknum. Á þeim tíma höfðu Sjálf- stæðismenn upplýsingar um, að forystu- menn Alþýðuflokksins hefðu af því þungar áhyggjur, að reiði forystumanna Sjálf- stæðisflokksins í garð Alþýðuflokksins vegna málflutnings þeirra í landbúnaðar- málum væri svo mikil, að þeir mundu verða ófúsir til áframhaldandi stjórnarsamstarfs. En það er áreiðanlega rétt, sem segir í bók dr. Gylfa, að niðurstaða af slíkum umræðum varð eftirfarandi: „Innan Sjálf- stæðisflokksins voru uppi háværar raddir um, að flokkurinn fengi menntamál og sjávarútvegsmál. Bjarni Benediktsson sagði mér, að Sjálfstæðisflokkurinn mundi verða fús til þess að láta fjármál og iðnað- armál af hendi .. . En slíkar breytingar komu aldrei til formlegra kasta flokks- stjórnanna. Athugun á afstöðu manna í flokkunum báðum leiddi í ljós, að slíkar breytingar mundu ekki njóta nægilegs fylgis.“ Breytt við- horf í land- búnaðar- málum RÚMUM ÞREMUR áratugum eftir að útflutningsbætur voru teknar upp í landbúnaði, voru þær felldar niður. Halldór Blöndal, landbúnaðarráð- herra, lýsti því svo í ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í gær, föstudag: „Það lá fyrir vorið 1991, að ekki voru lengur pólitískar forsendur fyrir því að halda út- flutningsstyrkjum á landbúnaðarvörar áfram. Og bændur gerðu sér grein fyrir því eins og aðrir. Þess vegna var óhjá- kvæmilegt að gera ráðstafanir til þess að fella útflutningsbætur niður en umfram- framleiðslan yrði flutt út á ábyrgð bænda. Þessi aðlögun hefur reynzt sársaukafull." Nú standa deilumar um landbúnaðar- málin ekki sízt um það, hvort leyfa eigi innflutning á landbúnaðarvöram. Áugljóst var af ræðu landbúnaðarráðherra á lands- fundinum, að hann er að beita sér fyrir mikilvægri breytingu á landbúnaðarstefn- unni um leið og hann leggur áherzlu á rétt bænda til umþóttunartíma til þess að laga sig að breyttum aðstæðum. I lands- fundarræðu sinni sagði Halldór Blöndal: „í viðskiptum með landbúnaðarvörar er stefnt að meira fijálsræði en verið hefur, enda eru nú gerðar tilraunir til þess með nýju GATT-samkomulagi að ijúfa þá múra, sem einstakar þjóðir hafa byggt um sig í viðskiptum með þær. Um leið og þessi nýju viðhorf gera þær kröfur til ís- lenzks landbúnaðar að hann standist sam keppni erlendis frá á næstu áram opna þau fyrir nýja möguleika til útflutnings. Bæði vegna þess, að nýtt GATT-samkomu- lag þýðir það, að söluverð landbúnaðar- vara í vestrænum löndum færist nær raun- veralegum framleiðslukostnaði, ný sjónar mið eru að ryðja sér til rúms, sem for- dæma þá illu meðferð, sem nútíma verk- smiðjubúskapur hefur of oft í för með sér, og nýir markaðir era að opnast fyrir matvæli, sem framleidd eru á náttúruleg um grunni, hollustuvörur, sem ég vil kalla. Fyrir þessum nýju viðhorfum er vaxandi skilningur hjá bændastéttinni og þau era í fullu samræmi við þá stefnu, sem ég hef lagt til grundvallar í ræðum mínum hjá Stéttarsambandi bænda, á búnaðarþingi og á almennum fundum með bændum víðs vegar um landið.“ Landbúnaðarráðherra lýsti þessum nýju viðhorfum nánar síðar í ræðu sinni á lands- fundi sjálfstæðismanna, þegar hann sagði: REYKJAVÍKURBREF Laugardagur 23. október „Þegar við íslendingar voram að undirbúa inngöngu okkar í EFTA voru ýmsir ugg- andi um, að iðnaðurinn mundi ekki stand- ast samkeppnina. Af þeim sökum var hon- um ákveðinn átta ára umþóttunartími og þótti öllum sjálfsagt. Þegar við íslendingar eram nú með sama hætti að opna fyrir frjálsari viðskipti með landbúnaðarvörar er jafn sjálfsagt, að nokkur umþóttunar- tími sé gefinn, þótt engum, ekki einu sinni bændum sjálfum, detti í hug, að hann geti orðið jafnlangur og iðnaðurinn naut. Eins og GATT-samningarnir eru hugsaðir er gert ráð fyrir verndartollum, svokölluð- um tollígildum, sem reiknuð era út með sérsökum hætti eftir því, sem samningur- inn ákveður. Gert er ráð fyrir því, að smám saman dragi úr tollverndinni, sem nemur 36% á samningstímanum, en sam- tímis verði dregið úr innanlandsstuðningi um 20%. Þetta gerir að sjálfsögðu miklar kröfur til landbúnaðarins, en nauðsynlegt er að hafa í huga, að á síðustu þrem árum hefur dregið úr beinum framleiðslustuðn- ingi um 35% miðað við.fjárlög næsta árs og um 40% ef heildarútgjöld landbúnaðar- ráðuneytisins eru tekin inn í dæmið. Það jafngildir árlegum spamaði, sem nemur 4,5 milljörðum króna.“ Frá því, að Ingólfur Jónsson lét af emb- ætti landbúnaðarráðherra sumarið 1971 við lok viðreisnartímabilsins hefur sjálf- stæðismaður ekki setið í þessu embætti fyrr en nú, að undanskildum Pálma Jóns- syni, sem var landbúnaðarráðherra í ríkis- stjórn Gunnars Thoroddsens, sem var hins vegar mynduð í beinni andstöðu við Sjálf- stæðisflokkinn. Af ofangreindum tilvitnun- um í ræðu landbúnaðarráðherra er jafn- framt ljóst, að það er ekki fyrr en nú á síðustu árum með búvörusamningnum og svo stefnumörkun núverandi landbúnaðar ráðherra að þáttaskil eru að verða í land- búnaðarmálum. Eðlilegt er, að áherzla sé lögð á að fram- kvæma þessar breytingar með þeim hætti, að bændur geti sætt sig við þær. Áhrif breyttra aðstæðna á afkomu þeirra má glögglega sjá á eftirfarandi ummælum landbúnaðarráðherra á landsfundinum: „Á hinn bóginn fela búvörasamningarnir það í sér, að flatur niðurskurður hjá sauðfjár- bændum nemi á þrem árum rúmum þriðj- ungi þar sem hann er mestur, en það er yfírleitt á svæðum, þar sem lítið er um aðra tekjumöguleika. Ef dæmið er reiknað til enda kemur í ljós, að það jafngildir sennilega um 50% skerðingu á ráðstöfun- artekjum viðkomandi sveitaheimila, sem er vitaskuld meiri, langtum meiri kjara- skerðing, en aðrar stéttir hafa orðið að bera og eru bændur þó ekki uppi með kröfugerð.“ Sáttum landbúnað- arstefnuna SÚ STEFNA, SEM landbúnaðarráð- herra lýsti í lands- fundarræðu sinni, á að geta orðið grundvöllur að sátt í þjóðfélaginu um landbúnaðarstefnuna. Innflutningur á landbúnaðarvörum er á næsta leiti á grundvelli nýs GATT-sam- komulags og vegna væntanlegrar þátttöku okkar í Evrópska efnahagssvæðinu. Bænd- ur fá ákveðinn umþóttunartíma í formi tollverndar, sem minnkar smátt og smátt. Sanngjarnir menn hljóta að fallast á þess- ar meginlínur, sem grandvöll þjóðarsáttar um landbúnaðarmál. Jafnframt þurfa ríkisstjórn og Alþingi að beita sér fyrir því að felldar verði niður greiðslur úr vösum skattgreiðenda til hags- munasamtaka bænda, vinnuveitenda og launþega, eins og Morgunblaðið liefur hvatt til á undanförnum vikum. Loks fer ekki á milli mála, að mikið verk er að vinna við að draga úr milliliðakostnaði í landbún aði. Því lýsti Halldór Blöndal með eftirfar- andi orðum á landsfundinum: „Það hefur líka komið í ljós, að þrátt fyrir sína þröngu stöðu hafa búvörar bænda lækkað að raun- gildi síðustu misserin, þótt það skili sér ekki í endanlegu verði til neytandans í þeim mæli, sem verðugt er. Þar stöndum við íslendingar sem oftar frammi fyrir óhæfilega háum milliliðakostnaði, sem sumpart á rætur sínar að rekja til fámenn- is okkar, til of mikillar og illa nýttrar fíár- festingar og lítil aðhalds á neytendamark- aði. Þannig stingur veralega í augu, að sláturkostnaður hér á landi er í sumum dæmum fjórfalt hærri en í nágrannalönd- um og í sumum dæmum tíðkast óeðlilegir viðskiptahættir með búvörar bænda sem að sínu leyti eiga skýringu í því, að spilað er á það að íslenzkir neytendur era vanir háu matvælaverði. Óhjákvæmilegt er að könnun sé gerð á því hver sé staða íslenzkr- ar framleiðslu borið saman við innflutning í matvöraverzluninni og verzlun yfirleitt.“ í sjónvarpsviðtali á föstudagskvöldi kvaðst landbúnaðarráðherra þekkja dæmi þess, að þegar mikið framboð væri á eggj- um væri verði til eggjaframleiðenda þrýst niður án þess að það skilaði sér alltaf í lægra verði til neytenda. Það er auðvitað fullt tilefni til þess að ganga úr skugga um þetta. Dreifíngaraðilar verða að gera sér ljóst, að til þeirra era gerðar kröfur í þessum efnum ekki síður en til bænda sjálfra og milliliða í landbúnaðarfram- leiðslu og dreifíngu. í forystugrein Morgunblaðsins sl. fimmtudag, þegar landsfundur Sjálfstæð- isflokksins var settur, var lögð áherzla á nauðsyn þess, að landsfundurinn tæki af skarið í landbúnaðarmálum og sjávarút- vegsmálum. Ræða landbúnaðarráðherra er vísbending um að sú geti orðið niður- staðan í landbúnaðarmálum. Þegar þetta er skrifað að morgni laugardags, liggur ekki fyrir, hver niðurstaða landsfundarins verður í sjávarútvegsmálum. Morgunblaðið/RAX „Sú stefna, sem landbúnaðarráð- herra lýsti í lands- fundarræðu sinni á að geta orðið grundvöllur að sátt í þjóðfélaginu um landbúnaðar- stefnuna. Inn- flutningur á land- búnaðarvörum er á næsta leiti á grundvelli nýs GATT-samkomu- lags og vegna væntanlegrar þátttöku okkar í Evrópska efna- hagssvæðinu. Bændur fá ákveð- inn umþóttunar- tíma í formi toll- verndar, sem minnkar smátt og smátt. Sanngjarn- ir menn hljóta að fallast á þessar meginlínur, sem grundvöll þjóðar- sáttar um land- búnaðarmál.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.