Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 29 12. júní 1943) hinn 12. júní 1968. Stofnuðu þau heimili sitt á Fram- nesvegi 16 og bjó Jóhannes hjá þeim alla tíð. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn, en eitt þeirra er látið. Lára varð bráðkvödd 7. apríl 1993. Samheldni ijölskyldunnar á Framnesveginum var einstök, bæði heima og heiman, en þau iðkuðu mjög útilíf, veiðiferðir, skíðaferðir og önnur ferðalög og útivist. Við systkinin biðjum góðan Guð að vaka yfir afabörnunum, tengda- syni Jóhannesar og öðrum ættingj- um og vinum og gefa þeim styrk í sorg þeirra við fráfall Jóhannesar, um leið og við þökkum þeim fyrir frábæra umönnun í veikindum Jó- hannesar, en hann lést 16. október sl. á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Systkinum Jóhannesar og öðrum ættingjum færum við innilegar samúðarkveðjur. María Eggertsdóttir, Guðmundur Ó. Eggertsson. ------» ♦ ♦------ Barðaströnd Gottog gjöfult sum- ar kveður Barðaströnd. NÚ ER senn á enda eitt af bestu sumrum sem komið hefur hér vestra um áratuga skeið. Hey- skapur gekk mjög vel og eru næg hey allstaðar. Beijaspretta var mjög góð og kom fólk úr öllum landshlutum til að tina ber og njóta góðs veðurs í hinum fögru dölum Barðastrandar. Óhætt er að fullyrða, þó mikið hafi verið týnt af beijum, að þó nokkur hafi orðið frostinu að bráð. Sauðfjárslátrun er lokið. Þurftu Barðstrendingar nú í fyrsta skipti að fara með féð í annan landshluta, þ.e. til Búðardals, og kýrgripi vítt og breitt um landið. Hvers vegna svo er komið ræði ég ekki. Féð kom mjög vænt af fjalli og er að kjöt af lömbum héðan er eftirsótt og þykir gott á pönnuna. Nýja fyrirtækið Fanney hf. á Bijánslæk hóf skelveiðar nú í haust. Binda Barðstrendingar miklar vonir við þetta fyrirtæki. - S.J.Þ. -------» ♦ ♦----- Kynningar- bæklingur um stjórnsýslulög UM þessar mundir er dreift á öll heimili í landinu kynningarbækl- ingi um stjómsýslulög, sem ráðu- neytið hefur gefið út í tilefni af gildistöku þeirra hinn 1. janúar nk. Útgáfa bæklingsins markar upp- haf umfangsmikillar kynningar á lögunum fyrir almenning og starfslið stjómsýslunnar. Um næstu mán- aðarmót eru lögin ásamt greinargerð þeirri, sem frumvarpið að þeim fylgdi, væntanleg í handbókaformi og um áramót kemur út ítarlegskýr- ingarit um nánari útfærslu laganna. Jafnframt mun ráðuneytið á næstu vikum og mánuðum standa fyrir námskeiðum fyrir starfslið stjórnsýslunnar til undirbúnings að gildistöku laganna. -------»-■» ♦----- ■ BÚNAÐARSAMBAND Borg- arfjarðar boðar til almenns bænda- fundar um landbúnaðarmál í Hótel Borgarnesi þriðjudaginn 26. okt. kl. 21. Frummælendur á fundinum verða Sigurgeir Þorgeirsson, að- stoðarmaður landbúnaðarráðherra, Gunnlaugur Júlíusson, hagfræð- ingur Stéttarsambands bænda og Þórólfur Sveinsson, varaformaður Stéttarsambandsins. Þeir munu fjalla um landbúnaðinn frá sjónarhóli stjórnvalda, markmið og leiðir og stöðu hans í tengslum við alþjóðlega viskiptasamninga. Einnig ræða þeir um landbúnaðarkerfið, framleiðslu- stjórnun og sameiginleg verkefni bænda. Fundurinn er öllum opinn. FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA OG HAGFRÆÐINGA Nýjar hugmyndir um þróun sveitar- stjórnarstigsins verða til umræðu á morgunverðarfundi Félags viðskipta- og hagfræðinga á Hótel Holiday Inn miðvikudaginn 27. október kl. 8.00-9.30. Sigfús Jónsson, formaður nefnda um sameiningu sveitar- félaga, mun flytja erindi og svara fyrirspurnum um: - Hugmyndir um sameiningu sveitarfélaga. - Breytta verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga. - Breytta fjármögnun. - Stofnun reynslusveitarfélaga. Félagar í FVH og aðrir áhugamenn um umræðuefnið eru velkomnir. L . HEIMILISIÐNAÐARSKÓLINN Laufásvegi 2 - sími 17800 Námskeið í nóvember Skráning stendur yfir ★ Ásaumur í vél (applíkering) 2.-23. nóv. ★ Myndvefnaður 2. nóv.-25. jan. ★ Prjóntækni 3.-24. nóv. ★ Tauþrykk, blokkprent 3.-24. nóv. ★ Brúðugerð 4. nóv,- 2. des. ★ Útskurður 8.-29. nóv. ★ Fatasaumur 8.-29. nóv. ★ Tuskumottur (vefnaður) 11. nóv.-2. des. ★ Dúkaprjón 16. nóv.-7. des. y i Heigarnámskeið ★ Útskurður 13.-14. nóv. ★ Spunnið á rokk 13.-14. nóv. ★ Sauðskinnsskór 20. og 27. nóv. Skrifstofan er opin mánudaga-fimmtudaga kl. 10-12 og 13-15. Skráning i síma 17800. Námsmannalína Búnaðarbankans er fyrir alla námsmenn frá 16 ára aldri. 100% lánshlutfall Allt að 100% lánshlutfall af væntanlegu láni frá LÍN 1 % lægri vextir 1 % lægri vextir af framfærsluláni, ekkert lántökugjald iYfirdráttarheimild Yfirdráttarheimild, allt að 50.000 kr. án viðskiptagjalds iSkipulagsbók Skipulagsbók, einföld og þægileg Námsstyrkir á hverju ári klámslokalán Lánsréttur á lokaári iGjaideyrisþjónusta Gjaldeyrisþjónusta á námsmannakjörum flutningalán Lán vegna búslóðaflutninga NAMS > LINAN á BÚNAÐARBANKINN - Tmustur banki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.