Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 14

Morgunblaðið - 24.10.1993, Síða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 eftir Guðno Einorsson HARALDUR Sumar- liðason, formaður ný- stofnaðra Samtaka iðnaðarins og forseti Landssambands iðnað- armanna, telur að vaxt- armöguleikar atvinnu- lífsins felist í innlend- um iðnaði. Hann telur iðnaðinn hafa hingað til liðið fyrir úrelta atvinnustefnu. Harald- ur er ófeiminn við að mæla fyrir kerfisbreyt- ingu í efnahagslífinu sem felst meðal annars í upptöku veiðileyfa- gjalds, stórri gengis- fellingu og verulegri lækkun virðisauka- skatts - til að efla inn- lenda framleiðslu, auka atvinnu og minnka við- skiptahallann. Þessar skoðanir eru hans eigin en ekki mótuð stefna Samtaka iðnaðarins. Morgunblaðið/Sverrir G: Í Sameining virðist lausnarorð nútímans. Unnið er að sam- einingu sveitarfélaga og rætt um að gera landið að einu kjördæmi. í viðskipta- lífinu hefur fjöldi fyrirtækja sameinast á undanfömum árum. Hinn 24. september sl. voru stofnuð Samtök iðnaðarins. í þeim runnu saman Félag íslenskra iðn- rekenda, Landssamband iðnaðar- manna, Félag íslenska prentiðnað- arins, Verktakasamband íslands, Samband málm- og skipasmiðja og Meistara- og verktakasamband byggingarmanna. Skipta má þess- um aðilum í tvær meginfylkingar. Annars vegar eru atvinnurekendur í löggiltum iðngreinum og hins vegar iðnrekendur. Stofnfélög Samtaka iðnaðarins munu starfa til áramóta, en verða þá lögð niður. Hagkvæmni heildarinnar Við stofnun eru innan vébanda Samtaka iðnaðarins um 2500 rekstraraðilar, sem veita um 25 þúsund manns atvinnu eða fimmta hveijum vinnandi manni í landinu. Velta aðildarfyrirtækjanna er um 75 milljarðar á ári og að sögn Haraldar er verðmætasköpun í iðn- aði nú um 50% meiri en í sjávarút- veginum. Samtök iðnaðarins eru ein öflugustu atvinnurekendasam- tök í landinu. Þau eiga aðild að Vinnuveitendasambandi íslands og eru aðilar innan Samtaka iðnaðar- ins um 40% af VSÍ. Merkir samein- ingin að iðnaðurinn sé að fylgja tískunni eða búa önnur sjónarmið að baki? „Sameining okkar byggir á tveimur forsendum,“ svarar Har- aldur. „Annars vegar er aukin hag- kvæmni. Miklum tíma og orku hef- ur verið eytt í sömu og sambærileg verk innan hinna ýmsu samtaka iðnaðarins. Með því að sameinast spörum við mikla vinnu og þar með fjármuni. Við höfum hvatt fyrir- tækin til að hagræða hjá sér og fylgjum nú sömu ráðum.“ Við sam- einingu félaganna sex næst hag- ræðing í skrifstofuhaldi sem nemur 12 til 13 ársverkum. Á skrifstofu Samtaka iðnaðarins verða unnin 17 til 18 ársverk, sem skiptast á eitthvað fleiri starfsmenn. Hina meginforsendu sameining- arinnar segir Haraldur vera þá að auka slagkraft iðnaðarins sem at- vinnugreinar í þjóðfélaginu. „Við höfum orðið varir við að skiptingin í hin ýmsu samtök hefur stundum verið til trafala. Áherslumunur hef- ur dregið úr styrk okkar, til dæmis í samskiptum við ríkisvaldið, þótt minna hafi borið á því hin síðari ár.“ Samtök iðnaðarins hafa hug á að fá til liðs við sig ýmsa aðila sem nú standa utan vébanda samtak- anna. Þar koma til greina bæði iðnfyrirtæki, ýmsar þjónustugrein- ar, hugbúnaðarfyrirtæki og aðilar í tölvuiðnaðinum svo nokkuð sé nefnt. Rekstur Samtaka iðnaðarins verður kostaður af aðildargjöldum félaga í samtökunum. Iðnaðar- málagjald, sem innheimt hefur ver- ið með sköttum af rekstraraðilum í iðnaði og hefur runnið til hags- munasamtaka þeirra, verður lagt af í áföngum á næstu árum. Röng gengisstefna Haraldur telur þörf á breyttri atvinnustefnu stjórnvalda og verð- ur eitt af verkefnum hinna nýju samtaka að knýja á um breyting- ar. Haraldur segir mikið skorta á að iðnaðurinn hafi notið sömu fyrir- greiðslu og stuðnings af hálfu yfir- valda og sumar atvinnugreinar. „Ef marka má opinbera umræðu þá hefur iðnaðurinn átt litla og veika talsmenn á þingi, en sjávarútvegur og landbúnaður sterka og marga talsmenn. Það hefur verið stutt við sjávarútveginn vegna þess að hann er okkar aðal gjaldeyrisatvinnuveg- ur. Afkoma sjávarútvegsins hefur stjórnað gengisskráningunni í mörg ár. Gengið hefur þannig löng- um verið óhagstætt innlendri iðn- aðarframleiðslu, það er reyndar hagstæðara nú en oftast áður. Það er merkilegt að oft hafa bestu ár sjávarútvegsins verið verstu ár iðn- aðarins. Ég vil meina að þessi vit- lausa gengisstefna hafi orðið til þess að íslenskur iðnaður hafi misst af tækifærum sem ekki bjóðast aftur.“ Hvað áttu við? „Ég nefni til dæmis húsgagna- iðnaðinn, sem hefur dregist mjög saman og við erum á góðri leið með að drepa skipasmíðaiðnaðinn. Menn hafa frekar kosið að flytja inn niðurgreidda framleiðslu en byggja upp hér innanlands. Það er sárt til þess að vita að íslendingar hafa verið að byggja upp skipa- smíðaiðnað í Noregi og jafnvel Póllandi á sama tíma og iðnaðurinn hefur koðnað niður hér á landi.“ Haraldur telur að ekki hafi nægi- lega verið hugað að stöðu innan- landsframleiðslunnar í samkeppn- inni við innflutninginn. Nú, þegar menn binda vonir við aukna atvinnu við útflutningsgreinar, komi okkur í koll stefna undanfarinna ára. „Is- lenskur iðnaður ætti að hafa miklu HARALDUR Sumarliðason er formaður Samtaka iðnaðarins og forseti Landssambands iðnaðarmanna. sterkari stöðu en hann hefur nú á _ innanlandsmarkaði,“ segir Harald- C ur. „Áður en menn fara að leggja á ráðin um útflutning held ég að til verði að koma uppbygging hér innanlands. Það er undantekning ef fyrirtæki, sem ekki nær fótfestu á innanlandsmarkaði, getur orðið sterkt útflutningsfyrirtæki.“ Haraldur telur talsvert skorta á að stjórnvöld sýni iðnaðinum stuðn- ing í verki. „Það er fráleitt að það skuli ekki vera keppikefli opinberra aðila að beina viðskiptum sínum til innlendra framleiðenda. Ef þeir hafa ekki hugsun á að beina við- skiptunum inn á við hvers getum við þá krafist af einstaklingum? Það er vaxandi atvinnuleysi en við höfum flutt inn erlent vinnuafl í stórum stíl með því að kaupa út- lenda iðnaðarvöru í stað þess að kaupa innlenda. Nýlega var efnt til herferðar þess efnis að kaupa íslenska framleiðslu. Við urðum þess varir að almenningur tók við sér í neysluvörunni, en við hefðum viljað sjá öflugri stuðning hins opin- I

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.