Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1918 242. tbl. 81. árg. SUNNUDAGJJR 24 .OKTÓBER1993 Prentsmiðja Morgunblaðsins Finnska stjómin lokar öllu sparisjóðakerfinu Helsinki. Frá Jan-Erik Andeiin, fréttaritara Morgnnblaðsins. Segir Thatcher hafa verið sem einræðisherra London. Reuter. GEOFFREY Howe, fyrrverandi að- stoðarforsætisráðherra Bretlands, segir í viðtali, sem birtist í gær í breska blaðinu The Financial Timés, að Marg- aret Thatcher hafi verið farin að hegða sér eins og einræðisherra á síð- ustu árum sínum sem forsætisráð- herra og litið á gagnrýni sömu augum og föðurlandssvik. „A síðustu árum Thatchers í forsætisráðherraembætt- inu gerði hún engan greinarmun á sinni eigin persónu, ríkisstjórninni, flokknum og sjálfri þjóðinni og að gagnrýna hana jafngilti að bregðast föðurlandinu," segir Howe lávarður í viðtalinu, sem eru viðbrögð hans við bók Thatchers, „Arin í Downing- stræti“, en þar hefur hún ýmislegt að segja og ekki allt gott um fyrrverandi samstarfsmenn sína. Howe segir, að Thatcher hafi verið meðal mikilhæf- ustu forsætisráðherra í Bretlandi fyrstu átta árin en þriðja kjörtímabil- ið, sem hófst 1987, hafi einkennst af mistökum og ástríðufullri löngun hennar til að ráða öllu. „Það, sem varð henni að falli, var þessi krafa um, að allir beygðu sig fyrir skoðunum hennar, sem hún reiddi gjarna fram sem spurningu um fullveldi þjóðarinn- ar,“ segir Howe. „Refsivöndur“ gegn hraðakstri ÞAÐ nýjasta í hraðahindrunum er „refsivöndurinn", sem svo má kalla, enda er honum aðeins brugðið á loft þegar ástæða er til. Veiyulegar hraða- hindranir eru vissulega mjög árang- ursríkar en gallinn við þær er sá, að þær gera engan greinarmun á réttlát- um og ranglátum. Þær fara illa með höggdeyfa í bílum og strætisvagna- sljórar í Bretlandi kvarta sáran undan þeim. Stundum eru hindranirnar allt að 50 á áætlunarleiðinni og oft kemur fyrir, að fólk fellur við þegar farið er yfir þær. Alec James þjá fyrirtæk- inu Speedalerte í Birmingham hefur nú ráðið bót á þessu en hraðahindrun- in hans felst í tveimur 30 sm breiðum stálbrettum, sem felld eru ofan í ak- reinina og er bilið á milli þeirra 38 sm. Ef ekið er á löglegum hraða yfir það fyrra, gerist ekkert með það síð- ara, en sé farið of hratt skýst það upp um fimm sm. Búnaðurinn, sem stjórn- ar þessu, er sagður mjög einfaldur og kostnaður við hraðahindrun af þessu tagi er ekki nema 10-15% meiri en við venjulegar hindranir. SPARISJÓÐIR i Finnlandi heyra brátt sög- unni til. Á föstudag ákvað rikisstjórnin að skipta þeim og einni milljón viðskiptavina þeirra á milli fjögurra stórbanka. Kemur þessi ákvörðun í kjölfar lokunar EKA- sparisjóðanna nú í vikunni en til hennar var gripið eftir að viðskiptavinir þeirra tóku út allt sitt fé af ótta við, að þeir væru að verða gjaldþrota. Stærstur hluti fínnsku sparisjóðanna, sem eiga sér 150 ára langa sögu, var raunar kom- inn í eigu ríkisins en 1991 tók það að sér SKOP, eins konar seðlabanka sparisjóðanna, til að koma í veg fyrir, að hann yrði gjald- þrota. Á síðasta ári tók það svo undir sinn verndarvæng 650 útibú Sparbanken. Greiða 70 milljarða fyrir Það eru Postbanken, sem er í ríkiseigu, og stórbankarnir OKO, KOP og Unitas-SYP, sem skipta sparisjóðunum á milli sín og greiða fyrir þá um 70 milljarða ísl. króna. Hefur þessi ákvörðun sætt gagnrýni á þingi en Esko Aho forsætisráðherra segir, að með henni séu FÁTT virðist geta komið í veg fyrir, að Ftjálslyndi flokkurinn í Kanada komist til valda að loknum kosningum á mánudag og bindi enda á niu ára stjórn Ihaldsflokksins. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum nýt- ur Fijálslyndi flokkurinn fylgis 43-44% þeirra, sem gert hafa upp hug sinn, en íhalds- flokkurinn fær ekki nema 16% eða minna en Siðbótarflokkurinn, sem kannanir gefa 19% hagsmunir skattgreiðenda best tryggðir. I þeirri kreppu, sem nú er í fínnsku fjár- mála- og efnahagslífí, verður ríkið að styðja við bankakerfíð í landinu með næstum 370 milljörðum ísl. króna árlega. atkvæða. Verði úrslitin þessu lík verður Jean Chretien, leiðtogi Fijálslynda flokksins, næsti forsætisráðherra Kanada. í kosningabarátt- unni hefur hann lofað aukinni atvinnu og að skerða í engu velferðarkerfið, heilbrigðisþjón- ustu, s_em er ókeypis, og mjög örlátt lífeyris- kerfí. íhaldsmenn segja, að í raun sé verið að lofa ófarnaði og jafnvel þjóðargjaldþroti. Sjá „Þingkosningamar ...“ á bls. 27. Kanadamenn að kjörborðinu Ottawa. Reuter. SOKNARHUGUR & SAMTAKAMÁTTUR TILGANGURINN HELGAR MEÐALIÐ mmi sól Sean Connery 18 Viótal við Aðalheiði Spans, stofnanda Sóknar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.