Morgunblaðið - 24.10.1993, Side 43

Morgunblaðið - 24.10.1993, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 43 eftir Elínu Pálmadóttur ALLTERÞETTA AFSTÆTT Allt er afstætt, sagði vitur maður fyrr á öldinni og sannaði það með flóknum út- reikningi. Einfaldari úrlausn og skiljanlegri rak á okkar fjörur í vikunni. Spilakassamir sem í upphafi viku voru ósiðlegir, hrein- ustu spilavíti, eru það ekki lengur nú í vikulokin. Ekki sannað með útreikningum heldur samkomu- lagi. Svona geta málin verið af- stæð. Hvort spilakassar á fullorð- insstöðum séu ósiðlegri en spila- kassar með opnum aðgangi fyrir krakka var víst aldrei rætt, enda er það líklega ekki síður afstætt en hver eigi rétt á að hirða gróð- ann. Fjarskalega er nú samt gott að þessi ofsi allur er liðinn hjá, maður verður hálf hræddur að heyra í fjölmiðlunum misaugljós- ar hótanir frá prúðasta fólki og sjá heilum flota af bílatröllum með einbeittum jökum í æsingi stefnt að úr öllum áttum. Það getur verið býsna erfítt að átta sig á öllum þessum frétt- um sem að berast í bútum. Sam- kvæmt afstæðiskenningunni fer það víst eftir því hvar maður stendur sjálfur miðað við það sem frá er sagt. Ætli margir eigi t.d. ekki bágt með að greiða úr öllum þessum opinberu kostnaðar- og eyðslutölum sem streyma að nú í þrengingunum. 400 þúsund krónu maðurinn lítur eðlilega • öðru vísi á tölurnar en 70 þúsund krónu launakonan. Fer varla á milli mála að þau sjá þær sitt frá hvorum sjónarhólnum. Hvað verð- ur þá lítilsvert og hvað stórmál? Kannski má fínna einhvern gjaldmiðil sem allir skilja - eða geta a.m.k. komið sér saman um. Aliir geta víst fundið til. í frétt um verðlagningu bæklunarlækn- inga í blaðinu nýlega var haft eftir yfírlækni slysa- og bæklun- arlækninga að þorri aðgerða í bæklunarlækningum kosti undir 120 einingum ef svæfíngalæknir deyfir sjúkling, en einingin sé rúm 131 kr., sem mun þá vera tæpar 4.000 kr., ef ég kann rétt að reikna. Hann talar að vísu líka um dýrari aðgerðir og ljóst er að þarna vantar ýmislegt svo sem sjúkrahúsleguna, ef um hana er að ræða. En þegar hugsað er til allra þeirra sem biða og finna til, meðan skera verður niður bæklunaraðgerðir í spamaðar- skyni, þá mætti kannski lina æði stóran skammt af sársauka og þjáningu býsna margra fyrir upp- hæð sem fer sjálftekið í annað. Ekki svo vitlaust að hugsa í sömu andránni til mannsins, sem sagt var frá í blöðum, að legið hefði í rúminu í heilt ár kvalinn í mjöðmum meðan hann beið eftir að komast að í uppskurð á spít- ala og til þess sem er að taka 100 þúsund krónu aukahlunnindi á mánuði. Hve margar bæklunar- aðgerðir felast t.d. í einum fimm milljón krónu bíl, 3 milljón krónu bíl og svo framvegis. Þarf raunar ekki bíla til. Þegar maður sér að risnukostnaður ríkisins hefur lækkað um 50 milljónir á síðasta ári samanborið við árið á undan þá gæti býsna mörgum bæklun- araðgerðum verið borgið af því, eða hvað? Og ef nú opinberi ferðakostnaðurinn, sem stóð í stað milli ára, lækkaði eitthvað svipað á næsta ári, þá mætti það bæta býsna dijúgan sársauka. Jafnvel ein veisla eða opinber heimsókn getur í þessu ljósi kom- ið að gagni. Eitthvað í þá áttina virðist Norma Major, forsætisráð- herrafrú Breta, hugsa þegar hún lætur hafa eftir sér: Eiginkonurn- ar koma ekki til með að gera neitt gagn eða skila einhveijum árangri (achieve anything), til hvers er þá verið að eyða skatt- peningum í að senda okkur með? Þetta kemur jú allt úr sama sjóðnum. Þeim sem að hugsa stórt finnst eflaust margt svodd- an tittlingaskítur að ekki taki þvi að vera að nefna það, meðan þeir sem vanir eru smáskömmt- unum sjá það í öðru ljósi. Það er þetta sem kallast afstæðis- kenningin. En eftir stendur spumingin: hveiju á að varpa fýrir borð, þegar einhveiju verður að fóma til að komast af? Um þetta snúast nú allar um- ræður. Ekki aðeins hér á landi heldur líka í öðmm Evrópulönd- um og víðar. Og það er gott! Ef maður leggur við eyra fer vart á milli mála að veröldin er á vega- mótum. í umræðum þeirra sem hæst ber má orðið greina að flest- ir em búnir að átta sig á því að nú verður ekki hjá jiví komist að velja nýjan veg. A þeim beina framundan er stór hindmn, að þvl er sýnist óyfirstíganleg. Þarna munu vera næstu stóm krossgöt- umar síðan iðnbyltingarvegamót- in. Og til að velja brúklega götu verða menn á öllum hólum auðvit- að að leiða saman hesta sína, ríf- ast og ræða. Líklega ekki svo vitlaust að fá inn alla gallana, sanngjama og ósanngjama, og varpa þeim í púlíuna. Þannig ku í lýðræðisríki vera aðferðin til að slípa af broddana. Sú aðferð gafst vel á sínum tíma hjá Richelieu kardinála, æðsta valdamanni Frakklands á tímum Loðvíks 13. á 17. öld. Sagt er að í tíðum veislum hans hafi ógeð hans á gestum sem stönguðu úr tönnunum með oddinum á hnífn- um sínum, orðið til þess að prelát- inn skipaði svo fyrir að allir hnífs- oddar borðtólanna skyldu sorfnir af. Allar götur síðan hafa borð- hnífar verið hin brúklegustu og geðfeldustu tól. Og vita skaðlaus- ir. Þessa sögu má lesa í bók sem nefnist Þróun gagnlegra hluta eftir Henry Petroski. Vonandi eru hlutirnir að þróast hjá okkur í gagnlega átt í öllum þessum lát- um. ENSKA ER OKKAR MAL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR • LIFANDI NÁMSKEIÐ Ný 7 vikna námskeið Áhersla á talmál 10 kunnáttustig Hámark 10 nem. í bekk Enskuskólinn TÚNGATA 5 - SÍMI 25330 Linda P. Bertha BETRISTOÐ ■ BETRIPJONUSTA! MEIRIHÁTTAR TÆKJASALUR - ÞJÁLFUN ÖLL KVÖLÐ Einn best búni tækjasalur landsins, nýlega stækkaður og yfirfarinn. Mikið af nýjum tækjum frá Competition Line í Svlþjóð. Ef þú vilt æfa á afslöppuðum stað, með toppþjálfara við hendina og fjölbreytt æfingatæki er Ræktin rétti staðurinn fyrir þig. Láttu sjá þig og við tökum vel á móti þér - því fyrr því betra. ,_ , NYTT FITUBRENNSLUNÁMSKEIÐ Nýtt 8 vikna námskeið hefst miðvikudaginn 27. okt. fyrir byrjendur og þé sem vilja taka vel á. Við leggjum áherslu á að fræða þig um ástæðu offitu og hvernig á að ná varanlegum árangri. Útbýti meö greinum, skýringum og næringarfræði. Fyrirlestrar um mataræði og hreyfingu. Vigtun, fitumæling o.fl. Þolfimi þrisvar í viku. Tækjasalur tvisvar í viku. Þeir sem missa 8 kíló eða fleiri fá frítt mánaðarkort hjá Ræktinni. Takmarkaður fjöldi kemst að. Skráið ykkur strax! TÍMATAFLAN f RÆKTINNI: Mónudagur Þriöjudagur Ftmmtudagur Föstudagur Laugardagur 10; 30-11:30 MRL ♦ Pallar MRL + Pallar i j 11Æ0 Fitubr. opin 12.-00 Kariatímar Kariatímar Kartatímar | Kariatímar I MRL + Pelar 14:00-15.-00 MRL + Pafar MRL + Pallar 13:00 PaNar + æf. 16:30-17:» PaHar + æf. Pallar aef. Pallar + Jrf.!ftubr-°^n 17:30-18:30 Þrek MRL + Pallar Þrek MRL + PaHar MRL + Pallar 18:30-19:30 MRL + Pallar Prekhringur MRL + PaHar t-. i ' Fitubrennsla Prennnngur ^ j öyrjenaat. 19:3020:30 Fitubrennsla Byrjendat. MRL Fttubrennsla Byrjendat. MRL 20:3021:» Fitubr. opin Framhaldst. Pallar + æf. Fitubr. opin Framhaldst Pallar + æf. Fullkominn tækjasalur. Vatnsgufa. Fjölbreyttir þolfimitímar á dýnulögöu æfingagólfi. Þrautreyndir kennarar. Fjölskyldutilboð. DÚNDUR STÖÐ Gíldir frá 1. sept. FROSTASKJÓLI 6 SlMAR 12815 & 12355 FASTEIGNIR Á SPÁNI Verð frá fsl. kr. 1.500.000,- Glæsilegt úrval, við strönd eða fjær, eftir óskum. ____________________ tstl H Metsölublað á hverjum degi! ABYRGIR AÐILARIARATUGI INtehhationa~l umboðið á íslandi, sími 91 -44365. 7ár á íslandi Fjöldi einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja eiga nú íbúðir/raðhús/einbýlishús frá þessu trausta fyrirtæki. Mánaðarlegar skoðunarferðir. Vinsamlegast leitið upplýsinga og fáið myndabækling.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.