Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 Í3 aða hópa rustamenna. Með þessu er Gamsakhurdia að vísa til „Georgíu- riddaranna" svonefndu (Sakartvelos Mkhedrioni) en svo nefnist hópur sem telur um nokkur þúsund vígamenn, hefur sterk tengsl við „sovésku" mafíuna og fór fremstur í flokki er Gamsakhurdia var steypt. Þessi hóp- ur, sem stutt hefur Shevardnadze, kennir sig við þjóðernishyggju og föðurlandsást en andstæðingamir segja þetta vopnaðan og þokkalega skipulagðan glæpalýð. Leiðtogi „ridd- aranna“ er Jaba nokkur Ioseliani, sem mun hafa verið þekktur undirheima- foringi í tíð Sovétríkjanna sálugu. Á stuðning þessa manns hefur She- vardnadze m.a. þurft að reiða sig. Skáldid reyndist harðstjóri Stuðningsmenn Gamsakhurdia eru á hinn bóginn ekki annálaðir fyrir mannkærleika og víðsýni. Gamsak- hurdia er frá héraðinu Mingrelíu í vesturhluta landsins en þar nefnist höfuðstaðurinn Zugdidi. Er hann var kjörinn forseti í maímánuði 1991 lýsti hann yfir sigri lýðræðisins í landinu. Annað átti eftir að koma á daginn. Gamsakhurdia barði miskunnarlaust niður alla andstöðu. Blaðamenn sem létu óvinsamleg orð falla um forset- ann, framferði hans og persónu, lentu á bak við lás og slá. Brugðið var á það kunnuglega ráð að banna mál- gögn stjórnarandstöðunnar í nafni lýðræðisins. Ofsóknarhugmyndum forsetans var gert hærra undir höfði og svo fór loks að hann kvað upp þann dóm að andstæðingar sínir væru „njósnarar" á mála hjá útlend- ingum. Hroll setti að stuðningsmönn- um Gamsakhurdia á Vesturlöndum er þær fréttir bárust að pyntingar- tæki hefðu fundist í kjallara embætt- isbústaðar skáldsins er það flýði land. Þessir tveir menn berjast nú um völdin í Georgíu en á meðan treysta abkhazískir aðskilnaðarsinnar stöðu sína. Talið er að um 150.000 manns hafi neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna. Margir hafast við í fjöllum uppi, aðrir halda til í flótta- mannabúðum og eru háðir neyðarað- stoð Sameinuðu þjóðanna og alþjóð- legra hjálparstofnana. Áhugaleysi Vesturlanda Er Edúard Shevardnadze kom til íslands í september 1992 á leið sinni til Bandaríkjanna sagði hann í sam- tali við Morgunblaðið að hann vildi nota þá virðingu sem hann nyti á alþjóðavettvangi í þágu Georgíu og leiða landsmenn sína út úr ógöngun- um. „Það er hagsmunamál fyrir Vest- urlönd að koma okkur til aðstoðar eins og þau hafa hjálpað Rússlandi og Úkraínu,“ sagði hann. „Frekari spenna í Georgíu gæti skapað mörg vandamál á Vesturlöndum.“ Bill Clinton Bandaríkjaforseti hefur nú lýst yfir stuðningi við stjóm She- vardnadze en fram til þessa hafði mat manna á Vesturlöndum á þeim hagsmunum sem í húfi eru ekki reynst í samræmi við væntingar hans. Hins vegar efast fáir um pólitíska hæfileika Shevardnadze og hann hef- ur oflega reynst sannspár á stjórn- málasviðinu. Hann sagði af sér emb- ætti utanríkisráðherra Sovétríkjanna vorið 1991 í mótmælaskyni við aukin áhrif harðlínumanna í kommúnista- flokknum og spáði því þá að þeir myndu reyna að ræna völdunum, sem gekk eftir. Hann lýsti og yfir þyí áður en Súkhúmi féll í hendur Abk- haza að svo kynni að fara að Georg- ía myndi liðast í sundur yrði sókn aðskilnaðarsinna ekki brotin á bak aftur. Nú þegar Kutaisi, önnur stærsta borg Georgíu, stendur ein eftir í vesturhluta landsins blasir við að þessi spádómur forsetans er við það að rætast. Spádómsgáfa og inn- sýn Shevardnadze hefur hins vegar ekki náð að hafa afgerandi áhrif á vígstöðuna og snúist stríðsgæfan ekki snögglega á sveif með stjórnar- hernum mun forsetinn tæpast halda velli. f tíð Sovétríkjanna voru lífskjör Georgíumanna þau bestu í ríkjasam- bandinu en nú stendur Shevardnadze frammi fyrir klofningi landsins, gífur- legum flóttamannavanda og algjöru hruni efnahagslífsins. Beiðni forset- ans um erlenda hemaðaríhlutun felur í sér viðurkenningu á því að sjálf- stæði ríkisins heyri sögunni til. Nái sveitir Gamsakhurdia borginni Kuta- isi verður klofningnr Georgíu stað- festur og þá mun Edúard She- vardnadze hrökklast frá völdum. NORDMENDE Okkur tókst að semja sérstaklega um heilan gám af þessum vönduðu Nordmende 29" sjónvarpstækjum. Nú getur þú gengið inn í þessi magn- innkaup okkar við Nordmende-framleiðendurna í Þýskalandi og tryggt þér 29" stereo-litsjónvarpstæki á lægra verði en þekkst hefur áður hérlendis. Spectra SC 72 NICAM er með 29" flötum giampalausum Black Matrix Super Planar-skjá, S-VHS-tengi, 40W Nicam stereo- magnara, 4 hátölurum, Stereo Wide, Surround hljómi (tengi fyrir Surround-hátalara), tengi fyrir heyrnartól, 60 stöðva minni, sjálfvirkri stöðvaleit, Pal-Secam-NTSC-video, fullkominni fjarstýr- ingu, aðgerðastýringu á skjá, innsetningu á stöðvanafni á skjá, tímarofa, 16:9 breiðtjaldsmóttöku, barnalæsingu, íslensku textavarpi, 2 scart-tengi, tengi fyrir 2 auka hátalara o.m.fl. Nordmende-sjónvarpstækin eru vönduð þýsk gæðaframleiðsia og hafa um áraraðir verið í notkun á íslandi við góðan orðstýr. Ath! Samskonar sjónvarpstæki kosta u.þ.b. 130.000,- til 150.000,- kr. hér á landi, en þessi bjóðast ódýrari vegna magninnkaupa. VISA-raðgreiðslu 7.200, EURO-raðgreiðslur: t 11.437,- Munalán: 27.450,- kr. útborgun og 3.845, - kr. á mán. í 30 mánuði yiSA-raöjjrejðslur: Engin útborgun og u.þ.b. kr. á mán. í 18 mánuði EURO-raðgreiðslur: Engin útborgun og kr. á mán. í 11 mánuði Verð aðeins 109.900,- kr. eða foz Frábær greibslukjör vib allra hæfi MUNALÁN Öaöað 30 sssaa,* SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 ■ ■ Við erum með sýningartæki í versluninni, en von er á sendingunni til landsins eftir u.þ.b. eina viku. Það er um takmarkað magn að ræöa og við erum þegar byrjuð aö taka á móti pöntunum. Því er best að hafa hraðann á til að komast inn í þessi magninnkaup. Komdu strax, það margborgar sig ! ■.. '‘■'s l' SOPTEXT PR' NICAM DICITAL STERRO

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.