Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Hlýtt á ræðuhöld HLUTI gesta hlýðir á mál séra Þóris Stephensens staðarhaldara. Tímamót GAMLIR nemendur Viðeyjarskóla fjölmenntu þegar skólinn var tek- inn aftur í notkun. Gamli skólinn í Viðey tekinn í notkun eftir endurbyggingu ENDURBYGGINGU Viðeyjar- skólans hins gamla er nú lokið og var hann formlega tekin í notkun í hófi í eynni nú í vikulokin. Skólinn á sér langa sögu, en kennsla hófst þar sem útibú frá Mýrarhúsaskóla haustið 1912. Hús- ið sem nú hefur verið endurbyggt var hins vegar tekið í notkun í októ- ber 1928 og stóð kennsla þar sleitu- laust til vorsins 1941, en þá lagðist skólinn af, enda fólk þá að mestu horfið úr eynni. í fyrstu var húsið að einhveiju leyti notað til íbúðar, en hefur síðan verið að grotna nið- ur um árabil, eða til árins 1989, er staðarhaldari í Viðey lét stinga allt að 60 sentimetra þykka skán út úr húsinu. Var þá formlega snú- ið til annars vegar með húsakynnin, sem þá voru nánast rústir einar. Síðan hefur húsið verið endurbyggt í áföngum og verkinu nú lokið. Upprunalega kostaði húsið 220 krónur, en endurbygging þess kost- aði nú 17,2 milljónir, þar af var kostnaður við lokaáfangann 12,1 milljón. í upprunalegri mynd Séra Þórir Stephensen staðar- haldari sagði í erindi við opnun hússins að við endurgerð þess hefði verið leitast við að halda húsinu í sem upprunalegustu mynd, þannig væri allt tréverk smíðað nákvæm- lega eftir sýnishornum úr húsinu og grunnplan hússins væri óbreytt, nema að klefí fyrir steypiböð væri nú tæknirými og upprunalegi kyndiklefínn rúmaði nú snyrtiher- bergi fyrir fatlaða. Þórir kom einn- ig inn á það í máli sínu, að fyrrum hafí húsakynnin þótt hin ágætustu, þannig að öfundar hafi gætt. Það hafi komið fyrir að foreldrar á Sel- tjamamesi, en Viðey tilheyrði áður því bæjarfélagi, hafí neitað að senda böm sín { Mýrarhúsaskóla meðan þar voru útikamrar. Draugagangur Margir fyrrum nemendur við Við- eyjarskóla vom meðal gesta. Einn þeirra, Örlygur Hálfdánarson bóka- útgefandi, er auk þess formaður Viðeyjarfélagsins og sagði hann að eftirleiðis yrði 21. október sérstakur hátíðisdagur félagsins. Örlygur sagði enn fremur að saga skóia- hússins væri margslungin og skemmtileg. Er skólahald var liðið undir lok hefði húsið t.d. verið nýtt um tíma sem íbúðarhús. Einn sem þar bjó um skeið var Steinn Stein- arr sem þráði mjög að eignast híbýl- in og fékk aðstoð vinar síns og út- gefanda, Ragnars í Smára, við að reiða fram fyrirframgreiðslu. En þegar til kom varð Steini ekki svefn- samt í húsinu vegna draugagangs og var þá kallaður til vinur hans einn sem kunni tökin á þess háttar vanda. Flæmdi sá alla drauga út í ákveðið horn í húsinu, krítaði síðan hring og tilkynnti hinum framliðnu að þeim væri ekki heimilt að hreyfa sig umfram hringinn. Eftir það var svefnfriður í húsinu. „Steinn hélt vinum sínum eftirminnilegar veislur i húsinu, en fluttist síðan þaðan og náði aftur fyrirframgreiðslu sinni,“ sagði Örlygur. Og Örlygur sagði enn fremur, að nemendur Viðeyjarskóla væru af þrennum toga. Þeir sem hófu nám og luku því í eynni, þeir sem hófu nám annars staðar og luku því í eynni og þeir sem hófu það í eynni en luku annars staðar. Engu breytti úr hvaða hópi menn kæmu, eyjan og skólin væru það sem bindi hópinn saman. Það væru sterk bönd sem ekkert ynni á. Framtíðarnot Séra Þórir Stephensen vék einnig að hugmyndum um framtíðamot hússins. Væru þau mál í athugun, en áætlað væri að nota húsið til skóla-, ráðstefnu- og sýningarhalds. Varðandi skólastarfið væm uppi hugmyndir um að reisa aðra bygg- ingu sem rúmaði mötuneyti og heimavist fyrir 30 manns auk þriggja umsjónarmanna. Myndi slík bygging nýtast bæði skólastarfi og ráðstefnuhaldi, auk þess sem nýta mætti „Tankinn", félagsheimili Við- eyjarfélagsins sem mötuneyti, að ógleymdri Viðeyjarstofu. I skóla- starfí myndi húsið vera nýtt sem skólasel fyrir 11 ára börn. Þá hent- aði húsið sýningum af ýmsum toga mjög vel. Öndin frá Kaíró sung- in í Héð- inshúsinu ÍTALSKA óperusöngkon- an Eugenía Ratti er nú á íslandi að kenna söng í níunda sinn og selja nem- endur hennar upp Öndina frá Kaíró eftir Mozart í húsnæði Frú Emelíu í Héð- inshúsinu á þriðjudags- kvöld og hefst sýningin klukkan 20. Eugenia Ratti leiðbeinir 20 nemendum á söngnámskeiði þennan mán- uð og setur upp Öndina frá Kaíró með átta þeirra. Fram koma Örn Arnarson, Valdimar Másson, Ragnar Dav- íðsson, Bjarni Guðmundsson, Margrét S. Stefánsdóttir, Laufey Geir- laugsdóttir, Ingibjörg Mar- teinsdóttir og Hörn Hrafns- dóttir. Öndin frá Kaíró tekur um klukkustund í flutningi og verður hlé gert eftir óperuna. Eftir hlé syngja nokkrir nem- endur Ratti og ef til vill fólk í salnum. Ráðherrar sammála um að draga beri úr ofbeldi í sjónvarpi Kvikmyndaeftirlitið iegg- ur ekki dóm á sjónvarpsefni DÓMSMÁLARAÐHERRA Bandaríkjanna, Janet Reno, varaði í vikunni sjónvarpsstöðvar við því að ganga óf langt í sýning- um á ofbeldisatriðum í dagskrá sinni. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra segist vera þeirrar skoðunar að draga beri úr ofbeldi í dagskrá sjónvarpsins. Öllum sé ljóst að ofbeldi í sjónvarpi hafí víðtæk og afar óæskileg áhrif, einkum á ungt fólk. Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra segir að 'ástæða sé til að beina því til forstöðumanna sjónvarpsstöðva að taka til alvarlegrar athugunar þau áhrif sem ofbeldismyndir geta haft. Það sé hlutverk þeirra sem með útvarpsmál fara að taka ákvarðanir um hvernig veija ber almenning gagnvart yfir- þyrmandi fjölda þessara mynda. Taka verði tillit til almanna- hagsmuna og tjáningarfrelsis. Auður Eydal, formaður Kvik- myndaeftirlits ríkisins, segir að í reglugerð sé kveðið á um að sjónvarpsstöðvar skuli hafa samráð við Kvikmyndaeftirlit ríkisins um efni. Eftirlitið skoði ekki sjónvarpsefni sérstaklega en stöðvarnar fái lista yfir þær myndir sem skoðaðar eru. Auður sagði að ný lög um Kvik- myndaeftirlit ríkisins væru í smíðum þar sem öllum ákvæðum um kvik- myndaeftirlit er safnað saman í eina heilstæða löggjöf. í gildandi lögum er lagt bann við ofbeldismyndum og kvikmyndaeftirlitið skoðar allt efni sem fer inn á myndbandamarkað og er sýnt í kvikmyndahúsum. Sagði hún að sem betur fer virki lögin ekki á þann hátt að þörf væri á að banna margar myndir heldur virki þau á þá sem flytja inn myndir til landsins. „Þeir vita um mörkin og halda sig innan þeirra," sagði hún. Ábyrgð sjónvarpsstöðva Auður sagðist efast um að það samræmdist stjórnarskránni að Kvikmyndaeftirlitið segði sjónvarp- stöðvum til um efnisval. „Samkvæmt núgildandi útvarpslögum bera þær ábyrgð á sínu efni en við getum og höfum verið ráðgefandi og það er mjög gott. En hvað varðar kvik- myndahús og kvikmyndaútgáfu þá eiga margir aðilar hlut að máli og eðlilegt að þar sé einn aðili sem meti efnið á hlutlausan hátt. I gildandi reglugerð segir að sjón- varpstöðvar skuli hafa samráð við Kvikmyndaeftirlit ríkisins. „Við skoðum ekki efnið en sendum þeim lista yfir myndir sem við skoðum. Þá geta þeir séð hvaða aldursmark myndir fá hjá okkur. Báðar stöðvar reyna að raða sínu efni niður á dag- skrána þannig að ofbeldismyndir eru sýndar seint á kvöldin. „Við höfum komið því sterkt á framfæri við stjómvöld og ýmsa að- ila sem hafa með mál er varða vel- ferð bama og unglinga að gera að það þurfi að vera markvisst aðhald eða leiðbeiningar," sagði Auður. „Það verður auðvitað aldrei neitt eft- irlit inni á heimilunum heldur er það foreldranna og forráðamanna bam- anna að sjá til þess. Ég held að með markvissum ákvæðum í nýju lögun- um megi draga ákveðnar línur til að fara eftir. Við erum öll á móti því sem nálgast ritskoðun en aðalatriðið er að vekja fólk til meðvitundar um ofbeldið. Ég held að allir séu sam- mála um að óbein áhrif séu óumdeil- anleg. Þetta sífellda ofbeldi lækkar siðferðisþröskuldinn og tiifínninguna fyrir hvað sé rétt. Þessi spörk í höfuð- ið með hrikalegum afleiðingum sem við höfum verið að upplifa er það sem við sjáum í annarri hverri ofbeldis- mynd en þar rísa menn upp jafn góðir á eftir. Þegar menn hafa séð svona atriði oft þá fínnst þeim þetta vera allt í lagi. Mín skoðun er sú að þörf sé fyrir ákveðinn áróður og fræðslu þannig að fólk vakni til umhugsunar um þessi mál. Ef við tökum höndum saman þá getum við hamlað gegn því að ofbeldi í jafn ríku mæli berist til barnanna. Rann- sóknir hér á íslandi sýna að 15 ára unglingur hefur eytt jafn lögnum tíma við að horfa á sjónvarp og myndmiðla og í skóla og heimanám samanlagt." Merkjanlegar breytíngar Hinrik Bjamason, dagskrárstjóri erlends efnis hjá Sjónvarpinu, sagði að á síðustu tveimur árum hafi mikl- ar breytingar átti sér stað á fram- leiðslu bandarískrs sjónvarpsefnis hvað varðaði ofbeldi. „Það hefur orð- ið mjög merkjanleg breyting í þá átt að spennumyndir og þættir eru ekki eins harkalegir,“ sagði hann. „Spennan er byggð upp með öðrum hætti miðað við það sem áður var og ég held að sjónvarpsáhorfendur hér sjá þess strax stað ef miðað er við það sem við höfum boðið uppá.“ Hinrik benti á að lög og reglur takmarki sýningar á ofbeldisefni. Það væri hins vegar umhugsunarefni hvemig framkvæmd og eftirliti væri hagað. „Ég get ekki betur séð en að í lögum sé gert ráð fyrir að litið sé eftir þvi að þessi mál séu í nokkra lagi,“ sagði hann. Það ætti einnig við um reglur um það hveijum er hleypt inn í kvikmyndahús og að stöðum þar sem hægt er að fást við skjáleiki. Sama ætti við um af- greiðslu, sölu og leigu myndbanda. „Ég tel athugandi að líta á hvemig þeim reglum er hlítt,“ sagði Hinrik. „Ég minnist þess er ég fór á sýningu á Jurassic Park. Það var mjög eftir- minnileg reynsla fyrir mig. Ég sá ýmsa foreldra teyma þar inn fímm til sex ára börn sín sem af einhveij- um undarlegum ástæðum var bönnuð börnum yngri en 11 ára.“ Sagði hann að hjá Sjónvarpinu væri reynt að koma við vömum ef eitthvað athugavert væri talið vera við þá þætti sem teknir eru til sýning- ar. Er þá tekið til þess hvernig Kvik- myndaeftirlitið hefur metið myndirn- ar en ef það er ekki fyrir hendi þá er miðað við eigið mat. Það sama gæti einnig átt við um einstaka þætti. Hinrik sagði að umræða sem þessi hefði tilhneigingu til að leiðast út í móðursýki, þar sem fólk leitaði sér að auðfundnu skálkaskjóli. í sjón- varpi yrði að vera úrval efnis rétt eins og á hinum breiða markaði, sem hæfði einum en væri óhæft fyrir aðra. Reynt væri að setja kraftmikið efni seint á dagskrána en þá kæmi upp annað vandamál sem er hátta- tími barna og unglinga. Á íslandi væri hann ekki jafn viðurkennt hug- tak og meðal annarra þjóða. Erfitt að takmarka Jónas R. Jónsson, dagskrárstjóri Stöðvar 2, telur að erfítt sé að tak- marka ofbeldismyndir í sjónvarpi frekar en þegar er gert. „Við fylgjum öllum bönnum Kvikmyndaeftirlitsins á öllum kvikmyndum," sagði hann. „Við skulum gera okkur grein fyrir að allar kvikmyndir sem framleiddar eru af stóru fyrirtækjunum í Banda- ríkjunum enf stílaðar á þá sem aðal- lega sækja kvikmyndahús. Það er að segja ungt fólk. Þeir koma til með að haga seglum eftir vindi og fara algerlega eftir því hvað áhorf- endur vilja sjá. Þessar myndir fara í gegnum Kvikmyndaeftirlitið og þeim reglum fylgjum við algerlega. Að auki bætum við oft við og bönnum myndir alveg sem bannaðar eru und- ir 12 ára. Þessar myndir sýnum við ekki fyrr en seint á kvöldin." Hvað varðar sjónvarpsþætti og umræðu um ofbeldi sagði Jónas að mjög sjaldgæft væri að sjá blóð í bandarískum sjónvarpsþáttum. Það væri helst gefíð til kynna að blóð hafi runnið en ofbeldið væri frekar í töluðu máli. Honum finnst ekki koma til greina að herða reglur um ofbeldi í sjónvarpi. Þá mætti eins setja reglur um alla fréttamennsku. Þar væri sýnt meira ofbeldi en í nokkru öðru sjónvarpsefni og liði varla sú vika að ekki væri varað við einhverri frétt vegna þess að hún væri of blóðug. Ef það yrði gert væru menn komnir yfír í ritskoðun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.