Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
Bletta-englar
Leiklist
Súsanna Svavarsdóttir
Leikfélag Reykjavíkur - Borg-
arleikhús
ENGLAR í AMERÍKU
Höfundur: Tony Kushner
Þýðandi: Veturliði Guðnason
Leikstjóri: Hlín Agnarsdóttir
Leikmynd: Stígur Steinþórsson
Búningar: íris Ólöf Sigurjóns-
dóttir og Stígur Steinþórsson
Lýsing: Elfar Bjarnason
Hljóðmynd og tónlist: Þórólfur
Eiríksson
Dramaturg: Páll Baldvin Bald-
vinsson
Ástin hefur tvö andlit; andlit
orða og andlit gerða og þau tvö
andlit eru rauði þráðurinn í gegn-
um þetta sérkennilega verk. Höf-
undur stillir upp hliðstæðum; ann-
ars vegar hjónabandi þar sem
kona og karlmaður segjast elska
hvort annað, en eru of sjúk af
trúarlegum kreddum til að skilja
hvað ást er í raun og veru, hins
vegar sambúð tveggja karlmanna
sem eyðniveiran sýkir. Einnig þeir
segjast elska hvorn annan.
Um leið eru þessi sambönd and-
stæður. Hjónabandið er byggt á
óheiðarleika frá upphafi; þau
Joseph og Harper eru mormónar
og líf svoddan fólks einkennist af
hreinlífi, banni á tóbaki og áfengi,
sannleiksást og vinnusemi. En líf
þeirra Josephs og Harper er dálít-
ið sérkennileg útfærsla á þessum
einkennum; hann getur ekki snert
konu sína, vegna þess að hann er
„í skápnum," svo að segja má að
hreinlífíð sé dálítið öfgakennt hjá
þeim. Ekki eru tóbak og áfengi
vandamálið, en frúin bryður pillur
og líður best á ofskynjunarplan-
inu. Á meðan allt lítur vel út á
yfirborðinu, samkvæmt mormóna-
reglum, er það þeirra sannleikur
og vinnusemin — tja, frúin hefur
verið í heilt ár að koma sér að því
að mála svefnherbergið og eigin-
maðurinn hefur mjög langa vinnu-
daga — sem að vísu fela það í sér
að fara í gönguferðir og skoða
stráka. Samband þeirra er byggt
á lygi. Samband karlmannanna,
þeirra Louis og Priors, virðist hins-
vegar byggt á heiðarleika. Þeir
hafa þorað að horfast í augu við
það sem þeir eru, samkynhneigð-
ir, og eru færir um að sýna hvor
öðrum einlæga ást og hlýju — allt
þar til kemur í Ijós að Prior er
smitaður af eyðni. Upp frá þeim
degi verður falskur tónn í sam-
bandinu á meðan Louis reynir að
standa við ástaryfírlýsingar sínar.
Honum verður það þó um megn
og ást hans verður, eins og ást
Josephs, aðeins til í orðunum.
Samskipti þeirra við umheiminn
markast af þessari gjá sem er á
milli orða þeirra og athafna, en
þó fáum við að sjá sýnu meira af
veröld Josephs. Hann hefur hitt
lögfræðinginn, Roy Cohn, sem er
útsmoginn valdasukkari, sem býð-
ur Joseph toppstarf í dómsmála-
ráðuneytinu í Washington (Roy
þarf á honum að halda þar), en
Jospeh er tregur til að taka starf-
ið og ber því fyrir sig að frúin
vilji ekki flytja og síðar að hún
bryðji töflur, en ástæðan er auðvit-
að sú að hann þorir greinilega
ekki að treysta á að hann geti
leynt sínu rétta eðli. Roy er sjálfur
samkynhneigður, en hefur tekist
að leyna því og heldur áfram að
hanga inni „í skápnum," jafnvel
eftir að hann smitast af eyðni. Inn
í veröld Lois og Priors kemur
Belize, hommi sem er andstæða
Louis og kann að sýna ást og
umhyggju þegar hlutimir fara úr
skorðum. Þrátt fyrir að vera af-
skaplega „afbrigðilegur" í klæða-
burði, talsmáta og hegðun er
Belize eina persónan sem skilur
orðið „ást“ og er alveg með það
á hreinu hver hann er.
Það má segja að bæði Joseph
og Louis svíki þær persónur sem
þeir segjast elska — en spumingin
er bara hvort sambönd þeirra við
Harper og Prior vom ekki svik frá
upphafí; Joseph þurfti að hafa
hjónabandið til að leyna því hver
hann er til að komast áfram í
henni veröld og því voru forsendur
hans sjálfselska. Louis þurfti á ást
Priors að halda, en þegar Prior
getur ekkert gefið lengur segist
Louis þurfa að hugsa um sjálfan
sig — og forðar sér. Hans forsend-
ur er einnig sjálfselska.
En þótt draga megi út úr verk-
inu áhugaverða fleti á ástinni og
fylgikvillum hennar finnst mér
þetta leikrit ekki nógu vel skrifað.
Það er dálítið yfírborðslega fjallað
um þá mannlegu þætti, sem verk-
ið snýst um, og persónunum hætt-
ir til að verða að einhvers konar
klisjum. Þær skortir dýpt og marg-
ræðni og eru of fyrirsjáanlegar.
Umfjölluninni um samskipti par-
anna er of mikið drepið á dreif í
alls kyns þjóðfélagsumræðu og
sérkennilegum „karakterum" sem
birtast. Atriði sem hefðu vel mátt
missa sig vom Harper á Suður-
skautslandinu, símtal Josephs við
móðurina, sala hennar á húsinu
Salt Lake City og ferð hennar til
New York — að ég tali nú ekki
um senurnar þar sem forfeður
Priors heimsækja hann. Þessir
þættir gerðu leikritið ruglingslegt,
persónurnar hlægilegar og drógu
máttinn úr þeim mannlega harm-
leik sem verið er að fjalla um í
verkinu.
Ég get ekki sagt að leikurinn
hafi hrifið mig — og kenni þar
fyrst og fremst gölluðu verki um.
Bestu senumar vom á milli þeirra
Louis og Priors; ást þeirra og hlýja
var einlæg og falleg og fannst
mér þeir Arni Pétur Guðjónsson
(Louis) og Magnús Jónsson (Prior)
fara mjög vel með þau atriði. Mér
fannst líka Magnús sýna góða
vinnu í þróun sjúkdómsins hjá
Prior; frá því að vera glæsilegur,
hár og grannur, ungur maður yfír
í tært og sjúkt gamalmenni um
þrítugt. Elva Ósk Ólafsdóttir er
mjög góð í hlutverki drafandi pillu-
gleypisins Harpers, en því miður
er það hlutverk skrifað þannig að
hún verður „kómísk týpa“ og það
er mun auðveldara að hlæja að
henni, en að hafa einhveija samúð
með þeim óbærilegu aðstæðum
sem hún býr við. Jakob Þór Ein-
arsson skilaði texta sínum skýrt
og skilmerkilega; það var ekki að
sjá að Joseph ætti í neinni innri
baráttu með að „koma út úr
skápnum", bara lyfti augabrúnun-
um undrandi og ofurlítið argur,
þegar fólk fór að ýja að því að
hann væri ekki gagnkynhneigður,
áttaði sig svo á því að það var
satt, datt í það og hringdi í
mömmu. Jón Hjartarson leikur
Roy Cohn og skilar þeim hijúfa
skúrk ágætlega; hann er einhliða
grimmur, vanur að geta lyft sím-
tóli til að snúa veröldinni eins og
honum sýnist og heldur jafnvel
að hann geti haldið því áfram til
að sjúkdómur hans heiti eitthvað
annað en eyðni. Hótar jafnvel að
koma lækninum, sem birtir hon-
um sjúkdómsgreininguna, á kald-
an klaka. Ellert Ingimundarson
leikur Belize, sem er fyrrverandi
draggdrottning, kærleiksríkur og
afar kvenlegur hommi og er hæfí-
lega „affekteraður" í hlutverkinu.
Önnur hlutverk eru smá og auk
fyrmefndra fara þær Steinunn
Ölafsdóttir og Margrét ólafsdóttir
með þau og gerðu það eins vel
og kostur var á.
Leikmyndin fannst mér ekki
nógu góð. Hún grundvallast á
hægum hreyfanleika, sem dró
mjög úr framvindu og hraða sýn-
ingarinnar, og ég hafði það ein-
hvem veginn á tilfinningunni að
þetta verk nyti sín betur á mun
minna sviði í meira návígi við
áhorfendur. Búningar voru frem-
ur hlutlausir.
Leikstjórnin takmarkaðist
nokkuð af þessum stöðuga, hæga
hreyfanleika leikmyndarinnar og
hreyfíngin á persónunum var of
lítil í því flæmi sem stóra sviðið
er. Þar fyrir utan fannst mér ekki
nást að koma örvæntingu þeirra
til skila; hún varð að öskri og
ósköpum. Þeir þættir sem sneru
að hlýju, einlægni og væntum-
þykju voru hins vegar vel unnir.
Mér fannst því skorta jafnvægi í
sýninguna, þótt ég viðurkenni að
verkið býður ekki beinlínis upp á
það. Það er synd, því hér er að
hluta til verið að fjalla um eyðni,
málefni sem kemur okkur öllum
við. í verkinu er sjúkdómurinn
tileinkaður hommum sem undrar
mig vegna þess að hann leggst
einnig á gagnkynhneigða; hann
er eins raunverulegur og aðrir
þættir lífsins og ég held að þrátt
fyrir annmarka verksins höfum
við öll gott af því að sjá þetta
stykki. Það fjallar um sjúkdóm,
sem við erum viss um að muni
aldrei henda okkur — en vitum
aldrei nema hann geti hent okkar
nánustu.
Ólöf Erla Bjarnadóttir
Fjármálaráðherra um skipasmiðasamkeppm
Gagiirýnir útgerðir
fyrir útboðsaðferðir
FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra sagði á Alþingi á mánudag
að íslenskir útgerðarmenn hefðu ekki hlutað í sundur útboð þeg-
ar þeir væru að bjóða út skipasmíðaverkefni. „Þess vegna hefur
það gerst hér á landi, að þeir sem framleiða tæki og tól fyrir
skipin, hafa ekki getað boðið í skipin, heldur hefur allt verkefnið
farið til útlanda. Lánasjóðirnir gera mun á því hvort skip eru
byggð hér á landi eða annars staðar og ég tel að við ættum að
koma þeim tilmælum til útgerðarmanna hér landi, að þeir geri
það að skilyrði, þegar þeir láta byggja skip annars staðar, að það
séu keypt tól og tæki sem eru þróuð hér á landi,“ sagði ráðherra.
Ovænt
litbrigði
Ólöf Erla Bjarna-
dóttir sýnir í
Stöðlakoti
í FLJÓTU bragði getur virst
örðugt að átta sig á hvað Bænda-
skólinn á Hvanneyri og Gallerí
Stöðlakot í Reykjavík eiga sam-
eiginlegt — en ef vel er að gáð
kemur í Ijós að á Hvanneyri hafa
tvær leirlistarkonur hreiðrað um
sig á gömlu hlöðulofti, þar sem
þær vinna að Iist sinni. Önnur
þeirra, Ólöf Erla Bjarnadóttir,
sýnir þessa dagana í Stöðlakoti,
kertastjaka, staup, skálar og
trog; allt úr leir, en áferðin þann-
ig að augað blekkist og heldur
stundum að þetta sé tré. Svo
kemur í ljós að strengurinn sem
leirinn er skorinn með rifflar
hann og þegar við bætist,
brennsluaðferðin — sem er holu-
brennsla — fær leirinn á sig lit
og áferð sem gefur öðruvísi
mynd en maður á að venjast við
venjulega ofnbrennslu.
„Ég er að reyna ýmis brennslu-
form,“ segir Ólöf Erla. „Eitt af
þeim er holubrennsla, þar sem
munimir eru brenndir í jörðu.“
- Hvemig þá?
„Fyrst hrábrenni ég hlutinn í
þúsund gráðum, gref síðan holu í
jörðu, set skálina, stjakann eða
staupið ofan í, þek það með heyi,
sagi og spýtukubbum og kveiki í.
Þegar komið er svolítið bál þek ég
þetta með steinull eða torfi og læt
það malla í um það bil sólarhring
— eða þar til ég sé að allur reykur
er horfínn. En áður en ég hrá-
brenni set ég litarefni og lágbrennd-
an glemng utan á. Þetta er gömul
brennslutækni sem er ekki mikið
notuð í dag — hún er ekki mjög
brúkleg, miðað við þá tækni sem
nú er og ég veit hreinlega ekki
hversu marga muni ég eyðilagði á
meðan ég var að vinna að þessari
sýningu. En nú er ég komin upp á
lagið og fínnst hún mjög skemmti-
leg og ætla að halda henni áfram.
Síðan er ég með stjaka og staup
þar sem ég nota venjulega stein-
leirsbrennslu í rafmagnsofni og
þriðja aðferðin er saltbrennsla.
Elísabet Haraldsdóttir, sem deilir
vinnustofu með mér á Hvanneyri,
fór utan á námskeið í saltbrennslu-
tækni og ég lét hana taka staupin
með til að brenna.“
- En hvað er svona spennandi
við holubrennsluna?
„Það sem er mjög spennandi er
að koparinn sem ég set í glerunginn
— og verður alltaf grænn í raf-
magnsofni — verður stundum rauð-
ur í holubrennslunni. Annað er að
heyið og hálmurinn hefur áhrif á
áferðina, sem og sótið, þannig að
maður veit aldrei nákvæmlega
hvaða litbrigði verða í hlutnum."
- Það er gaman til þess að vita
að fleiri og fleiri íslenskir listamenn
eru að snúa sér að nytjalist, það
er að segja nothæfum hlutum sem
um leið eru listaverk, en hvers
vegna heldur þú að þeir hafí verið
tregir til þess hingað til? Nú eru
til dæmis Finnar annálaðir fyrir
nytjalist sína.
„Já, það er mjög sérkennilegt.
Ég veit ekki hvort það er bara
tregða í listamönnum. Myndlistin
er ung listgrein hér á landi og það
er ekki fyrr en nýlega að farið er
að virða nytjalist sem listgrein. En
það fást margir myndlistarmenn við
þessa grein. Það vantar ekki lista-
mennina. Það sem vantar núna er
nytjalistasafn.“
ssv
Umræðurnar fóru fram vegna
fyrirspurnar Jóhanns Ársælssonar
Álþýðubandalagi til fjármálaráð-
herra um hvort til stæði að grípa
til 'undirboðs- eða jöfnunartolla til
að jafna samkeppnisaðstöðu inn-
lends skipasmíðaiðnaðar gagnvart
erlendri samkeppni. Ámi Mathie-
sen Sjálfstæðisflokki beindi einnig
þeirri spumingu til fjármálaráð-
herra hvort athugað hefði verið
hver ágóði útgerðarinnar væri af
undirboðum erlendu skipasmíða-
stöðvanna og hvort sá ávinningur
væri meiri en ef íslenskar skipa-
smíðar hefðu jafna samkeppnis-
stöðu gagnvart erlendum skipa-
smíðum.
Skipasmíðar verði hluti
EES-samnings
Fram kom í máli ráðherra að í
undirbúningi væri nefndarskipan
sem ætti að gera úttekt á fjárhags-
stöðu skipasmíðaiðnaðarins og var
sú tillaga iðnaðarráðherra sam-
þykkt á ríkisstjórnarfundi í síðustu
viku. Jafnframt var utanríkisráð-
herra falið að fylgjast með þróun
þessra mála í Noregi og mótmæla
harðlega styrkjum sem skipa-
smíðaiðnaðurinn þar í landi nyti,
á grundvelli EFTA-samningsins,
EES-samningsins og í ljósi yfír-
standandi GATT-viðræðna. Ný-
lega bárust upplýsingar um um-
fangsmiklar fjárfestingarstyrki til
skipsmíðastöðvar í Norður-Noregi
að upphæð 1.850 millj. ísl. kr. sem
koma til viðbótar miklum fram-
leiðslustyrkjum í norskum skipa-
iðnaði, sem nema 13% af nýsmíði
þar í landi og hafa farið hækk-
andi, að sögn ráðherra. Verður
sérstök áhersla lögð á það af hálfu
ísiands í samningaviðræðum
EFTA og EB á næstu vikum að
tryggt sé eins og kostur er að
skipasmíðar verði hluti EES-
samningsins, að hans sögn.
Þingmenn sem til máls tóku
töldu úrbætur í málefnum íslensk-
um skipaiðnaði ekki þola bið og
að beita ætti jöfnunar- og undir-
boðstollum til endurreisnar skipa-
smíðaiðnaðinum.