Morgunblaðið - 24.10.1993, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. OKTÓBER 1993
27
DialdsfLokknum spáð fylgishruni í kosningunum í Kanada á mánudag
Þingkosiiingamar gætu
flýtt aðskilnaði Quebec
ÍHALDSFLOKKI Kim Campbell, forsætisráðherra | 'y^' •' , | i"
Kanada, er spáð fylgishruni í þingkosntngunum 1
landinu á mánudag og þetta gætu orðið afdrifarík-
ustu kosningarnar í sögu landsins. Skoðanakannan-
ir benda til mikils kosningasigurs þjóðernissinna í
Quebec, eina frönskumælandi fylkinu í Kanada.
Kosningarnar gætu því orðið til þess að flýta fyrir
sjálfstæði fylkisins. Talið er að Quebec geti orðið
sjálfstætt ríki um aldamótin, eða eftir sjö ár.
Kennt um fylgishrunið
KIM Campbell, forsætisráðherra Kanada og leiðtogi íhaldsflokks
ins, ávarpar kjósendur. Campbell þykir hafa staðið sig illa í kos-
ningabaráttunni og er fyrirsjáanlegt fylgishrun flokksins m.a. rak-
ið til þess.
Nær forsætisráðherra-
efnið kjöri?
Samkvæmt skoðanakönnun,
sem birt var á dögunum,
verður það Fijálslyndi flokkurinn
sem myndar næstu stjórn
Kanada, þótt hann nái að líkind-
um ekki meirihluta. Þótt flest
bendi til þess að flokkurinn fari
með sigur af hólmi í kosningun-
um er líklegt að leiðtogi hans,
Jean Chrétien, nái ekki kjöri í
kjördæmi sínu, St. Maurice í
Quebec. Forsætisráðherraefni
sigurvegaranna
kann því að
þurfa að bjóða
sig fram í auka-
kosningum utan
Quebec.
Fijálslyndi
flokkurinn nýtur stuðnings 40%
kjósenda, ef marka má könnun-
ina. Fylgi íhaldsflokksins, sem
hefur verið við völd í Kanada í
níu ár, er hins vegar komið niður
í 22%. Helstu ástæðumar fyrir
þessari hraklegu útkomu flokks-
ins eru efnahagsþrengingamar í
landinu og léleg frammistaða
nýja leiðtogans, Kim Campbell,
í kosningabaráttunni.
Nýr hægriflokkur, Umbóta-
flokkurinn, er skammt undan,
með um 16% fylgi. Flokkurinn
er þjóðernissinnaður og leggur
megináherslu á að minnka fjár-
lagahallann. Hann lofar að forð-
ast í lengstu lög að hækka skatt-
ana og hyggst beijast gegn sóun
ríkisfjármuna.
52% fylgi í Quebec
Samkvæmt könnuninni nýtur
flokkur frönskumælandi þjóð-
ernissinna, Bloc Quebecois,
stuðnings 13% kjósenda á lands-
vísu sem þýðir að fylgi flokksins
í Quebec er um 52%. Því hefur
verið spáð að Bloc Quebecois fái
40-60 af 75 þingsætum Quebec-
fylkis, sem hefur um ijórðung
allra þingsætanna. íhaldsflokk-
urinn fékk flesta þingmenn
kjörna í Qu-
ebec í síðustu
þingkosning-
um, eða 56, en
er nú þriðji
stærsti flokk-
urinn í fylkinu,
með ívið minna fylgi en Fijáls-
lyndi flokkurinn.
Talið er að um 25% kjósend-
anna í Quebec séu harðir stuðn-
ingsmenn algjörs aðskilnaðar frá
Kanada. Stærri hluti, eða um
45%, vilji að fylkið verði fullvalda
ríki í sambandi við Kanada; ríkin
hafi til að mynda sameiginlegan
gjaldmiðil og ef til vill sameigin-
legan her. Hinir, eða um 30%,
séu hins vegar hlynntir laus-
tengdara sambandi og að Quebec
verði áfram hluti af Kanada.
Gæti skapað ótrú á
sambandsríkinu
Bloc Quebecois var stofnaður
árið 1988 og þetta er í fyrsta
sinn sem flokkurinn býður fram
til kanadíska þingsins. Leiðtogi
flokksins, Lucien Bouchard, er
gæddur miklum persónutöfrum,
þykir fádæma mælskur og mál-
flutningur hans minnir á Ross
Perot, óháða frambjóðandann í
síðustu forsetakosningum í
Bandaríkjunum. Honum hefur
tekist að gera sér mat úr
óánægju almennings með efna-
hagsþrengingarnar og afla sér
stuðnings þeirra Quebec-búa
sem ekki teljast til hörðustu
sjálfstæðissinna. Flokkurinn
boðar svipaða efnahagsstefnu og
Umbótaflokkurinn, vill minnka
fjárlagahallann án þess að
hækka skattana.
Þótt Bloc Quebecois fái mikið
fylgi í kosningunum leiðir það
ekki eitt og sér til þess að Qu-
ebec öðlist sjálfstæði. Fylkis-
kosningar, sem ráðgerðar eru í
Quebec á næsta ári, verða mun
þýðingarmeiri fyrir framtíð fylk-
isins. Móðurflokkur Bloc Qu-
ebecois í Quebec, Parti Quebeco-
is, sem var stofnaður árið 1968,
hefur lofað að efna til þjóðarat-
kvæðagreiðslu um sjálfstæði
fylkisins innan árs fái hann
meirihluta í fylkiskosningunum.
Verði Bloc Quebecois öflugur
á kanadíska þinginu gæti
flokkurinn hins vegar stuðlað að
auknum stuðningi við sjálfstæði
Quebec í fylkinu sjálfu þegar
kosningarnar og síðan þjóðarat-
kvæðagreiðslan nálgast. Flokk-
urinn gæti til að mynda lagt fram
kröfur sem næsta stjóm Kanada
gæti ekki orðið við þar sem hún
þarf að taka tillit til vilja hinna
fylkjanna líka. Þetta gæti orðið
vatn á myllu sjálfstæðissinna,
skapað mikla óánægju með sam-
bandsríkið á meðal almennings
í Quebec, sem er orðinn þreyttur
á áratuga þrefi um stöðu fylkis-
ins.
Stefnir í átök við
Umbótaflokkinn
Umbótaflokkurinn nýtur
stuðnings þjóðernissinna úr röð-
um enskumælandi Kanada-
manna, er einkar sterkur í vest-
urhluta landsins, og er mun
harðari í andstöðu sinni við kröf-
ur Quebec-búa en gömlu flokk-
arnir tveir. Verði hann jafn
sterkur á kanadíska þinginu og
horfur eru á dregur það úr lík-
unum á samkomulagi um mála-
miðlun. Afstaða Umbótaflokks-
ins er sú að Quebec eigi að fá
sömu meðhöndlun og öll hin fylk-
in níu. Haldi Quebec-búar kröf-
um sínum um sérstök réttindi til
streitu eigi að leyfa þeim að segja
skilið við kanadíska sambands-
ríkið. Þegar þessum tveimur and-
stæðu fylkingum úr austri og
vestri lýstur saman á þinginu
skapast meiri hætta á klofningi
sambandsríkisins en nokkru
sinni fyrr.
Bouchard hefur talað um að
Quebec fái í framtíðinni aðild að
Sameinuðu þjóðunum, reki sín
eigin sendiráð, verði í efnahags-
bandalagi með Kanada og í
Breska samveldinu og gangi í
nýtt bandalag frönskumælandi
þjóða. Verði þjóðemisflokkur
hans öflugur á kanadíska þing-
inu kann þetta ekki að vera svo
fjarlægur draumur.
Heimild: The Independent,
The New York Times og Fin-
ancial Times.
BAKSVIÐ
eftir Boga Arasott
/////S4S
SAS á íslandi - valfrelsi í flugi!
Keflavík - Tokyo...... 93.000,-
Bókunarfyrirvari 14 dagar.
íslenskur flugvallarskattur 1.310 kr.
Hámarksdvöl 1 mánuður, lágmarksdvöl 6 dagar. Barnaafsláttur er 50%.
Hafðu samband við ferðaskrifstofuna þína eða söluskrifstofu SAS.
Laugavegl 172 Sími 62 22 11
” 'gið í austur með SAS!
Kynnist töfrum Asíu og dveljið á glæsilegum hótelum. SAS hefur gert
sérsamninga við fjölmörg hótel um hagstætt verð á gistingu. Nánari upplýsingar
eru í SAS hótelbæklingnum.
Keflavík - Bangkok .... 79.000,- Keflavík - Hong Kong ... ... 89.000,-
Keflavík - Singapore ... 89.000,- Keflavík - Peklng ... 93.000,-