Morgunblaðið - 14.11.1993, Qupperneq 6
6 FRÉTTIR/IIMNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
Frumvarp til lögreglulaga kynnt ráðherra á mánudag
Þrengdar heimildir lögreglu til að
halda handteknu o g ölvuðu fólki
í DRÖGUM að frumvarpi til lögreglulaga, sem nefnd á vegum dóms-
málaráðuneytis hefur unnið, eru samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins, þrengdar núgildandi heimildir lögreglu til að halda fólki
sem handtekið er vegna annarra ástæðna en refsiverðs verknaðar,
svo sem ölvunar eða vegna þess að það hefur neitað að hlýða fyrir-
skipunum lögreglu eða segja á sér deili. Þá gerir frumvarpið ráð
fyrir þvi að starfræktar verði í hverju lögrelguumdæmi sérstakar
samstarfsnefndir sveitarstjórnarmanna og lögreglustjóra um mál-
efni Iögreglunnar. Nefndin sem hefur lokið störfum, mun afhenda
Þorsteini Pálssyni dómsmálaráðherra niðurstöður sínar í formi laga-
frumvarps á mánudag, að því er Þorsteinn Geirsson, ráðuneytis-
stjóri og formaður nefndarinnar sagði í samtali við Morgunblaðið
í gær. Þorsteinn vildi ekki ræða efni tillagna nefndarinnar fyrr en
þær hefðu verið afhentar ráðherra.
Morgunblaðið/Valdimar Kristinsson
Sigurbjörn fékk
Alsvinn
SIGURBJÖRN Bárðarson var
útnefndur hestaíþróttamaður
ársins 1993 á uppskeruhátíð
hestamanna, sem haldin var á
Hótel íslandi í fyrrakvöld, þar
sem saman komu hestamenn
alls staðar að af landinu. Var
þar í fyrsta sinn afhentur nýr
verðlaunagripur sem Félag
hrossabænda gaf og kallast
Alsvinnur. Auk þess var
Sveinn Guðmundsson á Sauð-
árkróki útnefndur' ræktunar-
maður ársins og hlaut að laun-
um silfurskjöld frá Búnaðarfé-
lagi íslands og bókargjöf.
Trillusjómað-
ur hætt kom-
inn á Húnaflóa
t Trékyllisvík
SIGFUS Kristinsson, sem rær
frá Djúpuvík á Höfrungi EA
139, var hætt kominn á föstudag
eftir að band fór í skrúfuna úti
á Húnaflóa. Höfrungur, sem er
þriggja tonna trilla, rak stjórn-
laus og átti stutt eftir upp í
grjótfjöruna við Kamb.
Friðrik Jóhannsson á Sigurósk
BA 57 heyrði kallið frá Sigfúsi
um kl. 14 og fór strax honum til
hjálpar. Friðrik sagði að aðstæður
hefðu verið erfiðar, degi tekið að
halla, hvass vindur af suð-vestan
og gengið hefði á með dimmum
éljum. Höfrungur var dreginn inn
til Djúpayíkur.
V. Hansen
------♦ ♦ ♦
Plata Kristjáns
á mánudaginn
HLJÓMPLATA með söng Krist-
jáns Jóhánnssonar óperusöngv-
ara kemur í verslanir hér á
landi á mánudag. Á plötunni
syngur Kristján 14 lög, þar á
meðal sígild dægurlög eins og
Spanish eyes, Jalousie og More.
The New World Philharmonic
leikur undir og sljórnandi er
Giovanni Andreoli.
Jón Karísson forstjóri Bókaút-
gáfunnar Iðunnar gefur plötuna
út. Hann ságði að margir hefðu
spurst fyric,' um plötuna undan-
farna daga, sérstaklega eftir að
byijað var að spila lög af henni á
útvarpsstöðvum.
Hljómplatan var tekin upp í
London í haust og stjórnaði Björg-
vin Halldórsson upptökum. Hann
sá einnig um hljóðblöndun ásamt
Ed Welsh sem útsetti jafnframt
lögin.
í frumvarpinu, sem Morgunblaðið
hefur undir höndum, eru takmarkað-
ar við 4 klukkustundir heimildir lög-
reglu til að halda fólki á lögreglu-
stöð sem fært hefur verið þangað
vegna röskunar á almannafrið
óhlýðni við fyrirmæli lögreglu eða
hefur hefur neitað að segja lögreglu
á sér deili. Heimildir til að krefja
fólk um skilríki eru einnig þrengdar
og takmarkaðar við að „gildar
ástæður“ séu fyrir hendi. Manni sem
haldið er í vörslum lögreglu vegna
ölvunar eða vímuáhrifa má sam-
kvæmt lagafrumvarpinu ekki halda
lengur en nauðsynlegt er og aldrei
lengur en þar til víman er runnin
af honum. Samkvæmt núgildandi
löggjöf hafa formlegar heimildir lög-
reglu í fyrrgreindum málum, sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins, fyrst og fremst takmarkast af
kröfu um að handtekinn maður fær-
ist án undandráttar eða innan sólar-
hrings frá handtöku fyrir dómara.
Þá gerir frumvarpið ráð fyrir því
að í samráðsnefnd hvers umdæmis
sitji lögreglustjóri í viðkomandi um-
dæmi og tveir sveitarstjórnarmenn
tilnefndir af hálfu sveitarstjóma í
umdæminu.
Nefndin skuli halda fundi ekki
sjaldnar en tvisvar á ári og vera
vettvangur samskipta og samvinnu
lögreglu og sveitarfélaga. Nefndin
skuli meðal annars gera tillögur um
úrbætur í málefnum sem varða lög-
gæslu í umdæminu og beita sér fyr-
ir því að kynna almenningi starfsemi
lögreglunnar.
Próf frá Lögregluskóla ekki
skilyrði ráðningar
Meðal annarra nýmæla í frum-
varpinu, sem ætlað er að leysa af
hólmi núgildandi lög um lögreglu-
menn og lög um Rannsóknarlög-
reglu ríkisins, er að afnumið verður
bann sem sett var með lögum árið
1990 við því að setja eða skipa ann-
an til lögreglutarfa en þann sem
lokið hefur prófi frá Lögregluskóla
ríkisins. Lögin gera ráð fyrir því að
hæfniskröfur sem gerðar verði til
lögreglumanna umfram almennár
hæfniskröfur laga um réttindi og
skyldur ríksistarfsmanna verði
ákveðnar með reglugerð dómsmála-
ráðherra.
í gær greindi Morgunblaðið frá
hugmyndum nefndarinnar um stofn-
un embættis ríkislögreglustjóra,
breytt verkefni RLR, aukin rann-
sóknarstörf staðarlögreglu á höfuð-
borgarsæðinu, umsjón saksóknara
með rannsóknum kærumála á hend-
ur lögreglumönnum og breytt fyrir-
komulag ráðningarmála í stöður lög-
reglumanna og lægri stjórneda í lög-
reglu þannig að ekki þurfí ráðherra-
skipan eins og nú.
Ágreiningur um verkaskipti
RLR og Rikislögreglusljóra
Nefnd þessa skipuðu, auk Þor-
steins Geirssonar ráðuneytisstjóra
og formanns, þeir Bogi Nilsson,
rannsóknarlögreglustjóri, Hallvarð-
ur Einarðsson, ríkissaksóknari, Böð-
var Bragason, lögreglustjóri og Ólaf-
ur K. Olafsson syslumaður. Sam-
kvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins hefur Bogi Nilsson rannsóknar-
lögreglustjóri gert ágreining við nið-
urstöðu meirihlutans um skiptingu
verkefna milli RLR og nýs embættis
Ríksilögreglustjóra. öðru leyti mun
í aðalatriðum vera einhugur um nið-
urstöður innan nefndarinnar sem
skilar áliti sínu í formi lagafrum-
varps, sem samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins hefur verið stefnt
að að ráðherra leggi fram á þessu
þingi.
Blóðbankinn á 40 ára afmæli í dag
Saknar húsnæðisþenslunnar
annars staðar í bankakerfinu
HALDIÐ verður upp á fjörutíu
ára afmæli Blóðbankans með
sérstakri fagnaðarviku í húsa-
kynnum bankans í næstu viku.
Ólafur Jensson, yfirlæknir í
Blóðbankanum, segir að blóðg-
jöfum verði boðið upp á veiting-
ar í tilefni afmælisins á mánu-
dag. Síðan gefist gestum og
gangandi kostur á að skoða
spjalda- og vísindasýningu út
afmælisvikuna. Hann getur þess
sérstaklega, í samtali við Morg-
unblaðið, að góður skilningur
hafi alla tíð ríkt meðal almenn-
ings á starfsemi bankans. Hins
vegar sakni hann þess að ekki
hafi sama útþensla ríkt varðandi
húsnæði bankans og annars
staðar í bankakerfinu. Starfs-
menn Blóðbankans eru tæplega
50 og er á hverju ári safnað um
12.000 blóðeiningum (450 ml
hver). Reglulegir blóðgjafar
gefa um 90% af öllu blóði í bank-
ann.
40 ára þróun
Mikilsverðar breytingar hafa
orðið á starfsemi bankans frá
stofnun hans, 14. nóvember árið
1953. „Margs er að minnast en
ég hygg að mesta breytingin hafi
falist í því að táka í notkun plast-
poka og losna við glerflöskur og
gúmmíslöngur ánð 1968,“ segir
Olafur og bendir á að með þessari
breytingu hafí loks verið hægt að
hluta blóð í sundur. „Af öðru má
geta þess að upp úr 1970 var far-
ið að sinna smitvörnum vegna
veirusýkinga blóðgjafa. Þannig var
farið að kanna blóð vegna lifr-
arbólgu B og um 10 árum seinna,
eða seint á árinu 1985, var farið
að skima allt blóð vegna eyðnimót-
efna. Núna er líka farið að skima
blóð vegna lifrarbólgu C og fram
hafa komið alls konar nýjar aðferð-
ir til að skima fyrir mótefni blóð-
þega og blóðgjafa. Stór þáttur í
starfinu eru líka rhesus-varnir í
samvinnu við Kvennadeild Land-
spítalans."
Skilningsríkur almenningur
Ólafur tekur fram, að þægilegt
Skimun
í BLÓÐBANKANUM er allt
blóð skimað til að koma í veg
fyrir að smit berist milli blóð-
gjafa og blóðþega. Að ofan er
Herdís Finnbogadóttir rann-
sóknarkona við störf sín.
hafí verið að reka bankann þar sem
góður skilningur hafi ríkt á starf-
seminni og þörf sjúkrahúsanna
fyrir blóð. „Menn hafa verið af-
skaplega viljugir að gefa og sam-
starfið hefur verið gott við marga
aðila, fyrst og fremst við Rauða
króssinn og Blóðgjafafélag ís-
lands, en líka Slysavarnafélagið,
fiöljíiörg starfsmannaféiög og
kvenfélög. Hvað yngra fólkið varð-
ar hef ég heldur ekki orðið var við
annað en afskaplega góðan vilja
til að gefa blóð. Þeir sem komnir
eru á blóðgjafaraldur, 18 ára, sýna
afar góð viðbrögð, t.d. þegar kom-
ið er í 8öfnunarferðir í framhalds-
skóla,“ segir hann.
Önnur deild með sérrannsóknir
á sviði erfðafræði er í Blóðbank-
anum. Sú deild hefur færst mjög
í aukana frá 1972 og einkum síð-
. asta áratug. Ólafur var gerður að
prófessor árið 1990 vegna vísinda-
rannsókna deildarinnar. Hann inn-
ir af hendi kennslu í læknadeild í
læknisfræðilegri erfðafræði og
samkennari hans er dr. Stefán
Karlsson yfírlæknir í Washington.
Morgunblaðið/Þorkell
Blóðgjöf
UM 90% af blóði í Blóðbankann kemur frá reglulegum blóðgjöf-
um, (f.v.) Ólafur Jensson yfirlæknir og Auður Ágústsdóttir hjúkr-
unarfræðingur.
Sveiflur í blóðgjöfum
Nokkuð jöfn aukning var á blóð-
gjöfum frá árinu 1953 til ársins
1984 þegar þeim fækkar skyndi-
lega. „Ástæðan fyrir þessum sam-
drætti er fyrst og fremst sú að lækn-
ar drógu úr blóðnotkun. Annars
vegar héldu þeir í við blóðgjafír,
þ.e. gáfu minna blóð en áður, vegna
ótta við eyðnismit og hins vegar fór
blóðhlutameðferð vaxandi, t.d. að
gefa aðeins rauð blóðkom," sagði
Olafur. Hann sagði að vaxandi blóð-
gjafir árið 1991 mætti síðan rekja
til fleiri hjartaaðgerða.
Ólafur segir að ekki hafi verið
flutt blóð til landsins. Hins vegar
hefðu verið keyptir blóðplasma-
þættir, storkuþáttur 8 frá Finn-
landi og albúmín. Hann segir að
aldrei hafi komið upp merkjanlegur
ótti vegna smithættu með þessum
innflutningi enda hafi hann ekki
verið fenginn á almennum markaði
eins og blóð sem t.d. hafí smitað
dreyrasjúka í Þýskalandi og víðar.
„Ökkur var boðin þessi storkuþátt-
ur. Hann var í fallegum pakkning-
um og á góðu verði en þarna held
ég að samstarfið við Finnland hafi
bjargað okkur,“ sagði Ólafur.
Þröngt
Þrátt fyrir jákvætt viðhorf alls
almennings í garð Blóðbankans
hefur honum ár eftir ár verið synj-
að um fjárveitingar vegna stærra
húsnæðis. „Hér er löngu orðið allt-
of þröngt fyrir bæði blóðgjafa og
starfsfólk til þess að hægt sé að
búa eðlilega að starfseminni og
nýta blóð til fulls. En að þessu
leytinu sitjum við að sama borði
og aðrar deildir Landspítalans. Við
erum eins konar „Blóðlandsbanki",
og fer rúmlega 40% blóðs frá okk-
ur til annarra sjúkrahús en Land-
spítalans, en okkur er ár eftir ár
synjað um fjárveitingu til að
stækka við okkur. Þannig er ekki
hægt að neita því að maður sakn-
ar þess að ekki hafi sama útþensla
ríkt varðandi húsnæði bankans og
annars staðar í bankakerfinu,“
segir Ólafur og segist ekki geta
neitað því að afmælisbarnið hafi
fundið illilega fyrir þrengslunum.