Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 10

Morgunblaðið - 14.11.1993, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 eftir Guðna Einarsson og Pól Þórhallsson Ef allar tillögur umdæmanefnda um sameiningu sveit- arfélaga koma til framkvæmda fækkar bæjar- og sveitarstjórum um 31. Þeirri sem sitja í nefndum og ráðum sveitarfélaga mun fækka um allt að 2.000 manns eftir því hver nefndaskipan verður í framtíð- inni. Það vekur athygli að andstaðan við sameiningu kemur víða fram hjá kjörnum og ráðnum stjórnendum sveitarfélaga. Auk málefnalegra sjónarmiða varðandi sameiningu eiga margir persónulegra hagsmuna að gæta. Sveitarstjórnarmenn Morgunblaðið/Þorkeli í LIÐINNI viku komu sveitarstjórnarmenn saman í Reykjavík til að ræða fjármál sveitarfélaga. Að vonum bar sameiningarmálin talsvert á góma. Framkvæmdastjórar sveit- arfélaga, það er sveitar- stjórar og bæjarstjórar, eru nú 71 talsins. Bæj- arstjórar kaupstaða og stærri bæja eru 31 og hjá minni sveitarfélögum starfa 40 sveitar- stjórar. Nú er hætt við að atvinnutækifær- um í þessari fámennu stétt fækki um nærri helming. Ef tillögur um- dæmanefnda verða samþykktar fækkar bæjarstjórum um 9 og sveit- arstjórum um 22. Gróft áætlað er launakostnaður vegna þeirra stöðu- gilda sem lagt er tii að afleggja um 100 milljónir á ári. í hveiju sveitarfélagi, sem hefur launaðan framkvæmdastjóra, er ekki um of að ætla að starfandi séu 10 nefndir með 3 til 5 fulltrúum, eða um 1.000 til 1.500 manns. Lagt er til að 122 sveitarfélög til viðbótar verði lögð niður og er ekki vanáætl- að að í þeim gegni 600 til 800 manns nefndastörfum. Reikna má með að hluti þessa fólks gegni störfum í sameinuðum sveitarfélögum, en samt áætla þeir sem vel þekkja til að þeim sem taka þátt í sveitarfé- lagastörfum fækki um allt að 2.000 manns. Völd og ítök Hagsmunir sveitarstjómarmanna og' nefndarmanna sem ekki þiggja önnur laun en þóknun fyrir nefndar- störf eru annars eðlis en hinna sem hafa lifibrauð af sveitarstjórnar- störfum. Þar er fyrst og fremst um að ræða ítök og völd. Menn geta verið í aðstöðu til að hygla ættingj- um, vinum eða pólitískum samhetj- um með ýmsu móti, til dæmis í starfsráðningum, verktöku eða við- skiptum. Ymislegt má. finna að hagsmuna- poti af þessu tagi. Það kemur í veg fýrir hagkvæmustu nýtingu almannafjár og jafna stöðu þegn- anna. Þegar samkrull t.d. sveitar- stjórnarmanna og verktaka er gagn- rýnt heyrist iðulega að þessi tengsl hafi tryggt hagstæða samninga eða að gott sé að fjármunirnir haldist innan sveitarfélags og þess vegna sé leitað til manna á staðnum. Tryggasta leið til að bregðast við gagmýni af þessu tagi er að efna til útboða eftir hlutlægum reglum. Það er spurning hvort jafnræðis- regla stjómsýsluréttar taki á þessu en á það mun sjálfsagt reyna síðar. Framkvæmdastjórar sveitarfélag- anna á höfuðborgarsvæðinu hafa til dæmis gert með sér samkomulag um að höfuðborgarsvæðið sé eitt atvinnusvæði með tilliti til útboða og vinnuafls, ekki verði um mismun- un að ræða vegna búsetu. Hlutlæg stjórnsýsla Kröfur um hlutlægni í stjómsýslu hafa farið vaxandi undanfarin ár. Samt eru ekki mörg dæmi um að reynt hafi á hlutlægni í stjómsýslu sveitarfélaga fyrir dómstólum. Vandinn er sá að oft eru hinar eigin- legu ákvarðanir ekki teknar á form- legum fundi, en það er m.a. einkenn- andi fyrir íslenska stjórnsýslu hve mörg mál eru afgreidd með óform- legum hætti, oftast nær munnlega, án þess að nokkuð skriflegt sé til um afgreiðslu þeirra. Þótt menn víki af fundi vegna vanhæfis á meðan atkvæði eru greidd breytir það ekki niðurstöðunni. í a.m.k. einu dómsmáli fyrir Hæstarétti hefur reynt á þessi efni. Sveitarfélag hafði gert leigusamning við skipasmíðastöð um einkaafnot af dráttarbraut staðarins. Náin tengsl voru milli tveggja hrepps- nefndarmanna og fyrirtækisins. Annar var framkvæmdastjóri skipa- smíðastöðvarinnar og sat í stjórn fyrirtækisins auk þess að vera odd- viti hreppsins og hreppsnefndarmað- ur. Hinn var stjórnarmaður í skipa- smíðastöðinni og yfirverkstjóri auk þess að vera formaður hafnarnefnd- ar og hreppsnefndarmaður. Þeir viku af fundi áður en atkvæðagreiðsla fór fram en tóku þátt í umræðum um samninginn. Meirihluti Hæstaréttar í litlum sveit- arfélögum er stjórnsýslan nálæg þegnun- um en smæðin getur komið niðuráfag- mennsku í málsmeðferð féllst ekki á kröfu stefnanda um ógildingu leigusamningsins. Líklegt er að dómur félli öðru vísi í dag m.a. vegna fyrrnefnds ákvæðis í sveitarstjórnarlögunum. Um þetta mál segir Elsa Þorkelsdóttir lög- fræðingur í grein í Úlfljóti (3.-4. 1986): „Hér er á ferðinni dæmigert stjórnsýsluvandamál að því leyti að sömu mennirnir tengjast flestum stofnunum staðarins. Fyrst og fremst verður að fallast á það með minnihluta Hæstaréttar að allur að- dragandi að samningnum er mjög hæpinn. Þeir, sem með samnings- gerð fara f.h. hreppsins hafa mjög ríkra hagsmuna að gæta, eru mjög tengdir leigutaka. Einnig er Ijóst að miklar líkur eru á að álit þeirra vegi þungt í endanlegri afgreiðslu hreppsnefndarinnar, þar sem þeir þekktu málið best.“ Fróðir menn segja að í framhaldi af dómnum hafi verið sett inn í sveit- arstjórnarlögin ákvæði um vanhæfi sveitarstjórnarmanna en það hljóðar svo: „Sveitarstjórnarmanni ber að víkja sæti við meðferð og afgreiðslu máls þegar það varðar hann eða nána venslamenn hans svo sérstak- lega að almennt má ætla að viljaaf- staða hans mótist að einhverju leyti þar af.“ Nýju stjórnsýslulögin sem taka gildi um áramótin geyma strangari reglur um hæfi en þar er tekið fram að þau eigi ekki við um sveitarstjórn- armenn heldur eigi hæfisreglur sveitarstjórnarlaganna áfram að eiga við um þá og aðra þá sem starfa við stjórnsýslu sveitarfélaga. Skýr- ingin er sögð sú í greinargerð með stjómsýslulögunum að vegna fá- mennis í sumum af sveitarfélögun- um þyki ekki fært að gera eins strangar kröfur til þeirra og annarr- ar stjórnsýslu. „Verði sveitarfélög- um fækkað í framtíðinni og þau stækkuð, svo sem stefnt er að, ætti þessi undantekning að verða óþörf.“ Fjarlægðir og fagmennska Smæð sveitarfélags fylgir sá kost- ur að stjórnsýslan er nálæg þegnun- um. Sameining þýðir óhjákvæmilega í mörgum tilfellum að menn verða að sækja þjónustuna um lengri veg. Við stækkun stjórnsýslueininga eru bundnar vonir um að fagleg máls- meðferð og hlutlægni aukist. Guðjón Bjarnason, deildarsér- fræðingur í félagsmálaráðuneytinu, fjallar í 4. tbl. Sveitarstjórnarmála 1993 um hvemig meðferð barna- verndarmála í landinu er háttað. Segir hann váldi og ábyrgð hvað varðar félagsleg málefni, og þá sér- staklega barnavernd, svo mjög dreift að réttindum barna og velferð, og raunar velferð fjölskyldna, gæti ver- ið stórlega ógnað. „Ráðamönnum sveitarfélaga hér á landi er vel kunn- ugt um þá nauð sem þeir sem sæti eiga í fagnefndum fámennra sveitar- félaga eru settir í með því að þurfa að hafa eftirlit með nágrönnum sín- um, vinum og jafnvel skyldmennum, hafa afskipti af þeim og jafnvel beita íþyngjandi úrræðum. Að ekki sé minnst á það hvernig það er fyrir óvana að fást við hinar vandasömu reglur um málsmeðferð, sem er að finna í lögunum um vernd barna og ungmenna, hina miklu sérþekkingu og reynslu sem úrlausn barnavernd- armála krefst..." Þeir sem til þekkja, segja að sam- einingarmálin séu yfirleitt ekki rædd á þessum nótum í minni sveitarfélög- um. Það sé mikið feimnismál að vekja athygli á að fagmennska muni aukast ef sveitarfélagið stækkar. „En þetta er svo algengt að það eru fáir sem ekki búa í glerhúsi," sagði fyrrverandi sveitarstjóri við blaðið. Menn fari ekki þá leið að leita til dómstóla eða umboðsmanns Alþingis nema fokið sé í öll önnur skjól því það geti þýtt að vistin í smáu sveitar- félagi verði óbærileg. Tilfinningar og afkoma í tekjukönnun Fijálsrar verslunar (6. tbl. 1993) voru birtar mánaðar- tekjur nokkurra bæjarstjóra á höfuð- borgarsvæðinu og Norðurlandi. Ætla má að þeir séu í hópi tekju- hæstu framkvæmdastjóra sveitarfé- laga. Útreikningurinn byggðist á útsvarsálagningu vegna ársins 1992 og er því um heildartekjur að ræða. Launakjör sveitarstjórnenda taka mið af því að þessir menn eru að stýra fyrirtækjum sem í mörgum tilvikum velta mjög háum fjárhæð-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.