Morgunblaðið - 14.11.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993
11
um. Fljótt á litið virðast launin þó
ekki vera í beinu samhengi við veltu
og íbúafjölda bæjarfélaganna. Þann-
ig eru bæjarstjórar nágrannabæja
Reykjavíkur talsvert tekjuhærri en
borgarstjórinn. Tekið skal til greina
að bæjarstjóramir þiggja margir
laun fyrir setu í stjórnum byggða-
samlaga og fyrirtækja í krafti emb-
ættis síns en Reykjavík skipar aðra
fulltrúa en borgarstjóra í slíkar
stjórnir.
Um leið og lokahrina kynningar
á sameiningarmálum stendur yfir
fara fram prófkjör vegna vænt-
anlegra sveitarstjórnarkosninga.
Sveitarstjórnarmenn eru því að beij-
ast fyrir tryggu sæti á framboðslista
á sama tíma og lagt er til að fækka
stólunum. Ætla má að það hafí áhrif
á hvemig umræðan snýst. Fyrrver-
andi bæjarstjóri í meðalstóru sveitar-
félagi vildi ekki útiloka að andstaða
framkvæmdastjórá sveitarfélaga
gegn sameiningu byggðist á per-
sónulegum hagsmunum, en benti á
að andstaðan gæti alveg eins byggst
á ómeðvituðum ástæðum. Hann
sagði að þessir menn væra vanir að
Ef tillögur umdæma-
nefnda verða samþykktar
fækkar bæjarstjórum um
9 og sveitarstjórum um
22. Gróft ðætlað er launa-
kostnaður vegna þeirra
stöðugilda sem lagt er til
að afleggja um 100 millj-
ónir á ári.
Um leið og lokahrina
kynningar á sameiningar-
málum stendur yfir fara
fram prófkjör vegna
væntanlegra sveit-
arstjórnarkosninga.
Sveitarstjórnarmenn eru
því að berjast fyrir tryggu
sæti á framboðslista á
sama tíma og lagt er til
að fækka stólunum.
hugsa um sveitarfélagið sem sjálf-
stæða einingu, þar þekktu þeir hvern
krók og kima og menn hefðu til-
hneigingu til að veija sína torfu
þótt þröngir persónulegir hagsmunir
væru ekki í húfi.
Umræðan er víða þrangin tilfinn-
ingahita og hljómar annarlega í aug-
um utanaðkomandi, sem leggja ekki
tilfinningaleg rök að jöfnu við hörð
efnahagsleg gildi. Einn aðili sem
rætt var við fékk það verkefni að
gera útttekt á stöðu nokkurra fá-
mennra sveitahreppa með tilliti til
sameiningar. Hann sagðist vel skilja
andstöðu forsvarsmannaþeirra gegn
sameiningu og lýsti því þannig:
„Undanfarin ár hafa þessir menn
puðað við að byggja upp grunnskóla
samkvæmt ýtrustu kröfum hins op-
inbera. Þeir hafa einsetna skóla,
samfelldan skóladag og mötuneyti,
sem stóru sveitarfélögunum hefur
ekki tekist að koma upp. Skólinn er
menningarmiðstöð sveitarinnar og
helsta stolt. Nú segir sá sem fól
þeim þetta verkefni, það er ríkið:
Þetta er of dýrt, þið verðið að sam-
einast öðrum!“
Nei þýðir nei
GÖFUG hugtök eins og lýðræði hefur nokkuð
borið á góma í umræðunni um sameiningu sveitar-
félaga. Það er athyglisvert að velta því fyrir sér
að hve miklu leyti kosningarnar um næstu helgi
verða fijálsar og lýðræðislegar.
Nú er þetta ekki í fyrsta sinn sem kosið er um
sameiningu sveitarfélaga á íslandi. Samt gilda
að nokkra leyti aðrar reglur um kosningamar nú.
Eðlilegur skilningur á lögunum um kosningamar er
sá að meirihluta greiddra atkvæða þurfi til að tillaga
um sameiningu teljist samþykkt. Þar er um að ræða
aðra reglu en þá sem fram kemur í sveitarstjórnarlög-
unum þar sem segir að ef meirihluti atkvæðisbærra
íbúa sveitarfélags synjar sameiningu við atkvæða-
greiðslu verði það sveitarfélag „eigi sameinað öðrum
að svo stöddu". Fram til þessa hefur meirihluti þeirra
sem eru á kjörskrá þurft að greiða atkvæði gegn sam-
einingu til að aftra henni en nú verða einungis talin
atkvæði þeirra sem mæta á kjörstað. Reglan um kosn-
ingarnar nú er því ekki eins ströng og aimenna regian
sem gilt hefur.
Margir hafa þó áhyggjur af því að neiið verði ekki
tekið gilt eins og fram kom á ráðstefnu um fjármál
sveitarfélaga á Hótel Sögu á fimmtudag. Ennfremur
vita menn að í sumum nágrannalöndunum tókst ekki
að sameina sveitarfélög að ráði nema með lagasetn-
ingu. Hérlendis er hins vegar farin sú leið, til að byija
með a.m.k., að færa íbúum hvers sveitarfélags sjálfs-
ákvörðunarrétt. Andi sveitarstjórnarlaganna er samt
sem áður ákaflega hliðhollur sameiningu. Þar kemur
fram að neitunarvald íbúanna er ekki endanlegt. Ekki
er þó hægt að fullyrða neitt um að það ákvæði eigi
við um kosningamar nú. Jóhanna Sigurðardóttir fé-
lagsmálaráðherra var spurð á fundinum á Hótel Sögu
hvort nei í kosningunum nú yrði tekið gilt. Hún svar-
aði því til að hún myndi ekki eiga frumkvæði að því
að beita lögþvingun til sameiningar.
Jóhanna velti jafnframt þeim möguleika fýrir sér
að sameining yrði yfirleitt felld í litlu sveitarfélögunum
en samþykkt í þeim stóra. Hún spurði hvort það væri
lýðræðislegt að minnihluti þjóðarinnar, en í sveitarfé-
lögum með færri en 300 íbúa búa 15.000 manns,
kæmi þannig í veg fyrir þá sameiningu sem meirihlut-
inn vildi. Þetta er mjög athyglisverð spurning. Er það
sem sagt ekki einkamál hvers sveitarfélags hvort það
vill sameinast? Getur verið að íbúar lítils sveitarfélags
sem kjósa að vera út af fyrir sig séu með einhveijum
hætti að ganga á rétt annarra þegna landsins? Það
sem býr þama að baki er sú fyrirætlan að flytja verk-
efni i stóram stíl frá ríki til sveitarfélaga sem rok-
studd er m.a. með hugmyndum um valddreifingu. Það
kom fram hjá ráðherranum að tilflutningur verkefna
á næstu áram jafngildir fimmtán milljörðum króna.
Forsendan er sú að sveitarstjórnarstigið sé öflugt og
geti axlað ábyrgðina, öll sveitarfélögin þurfi að taka
við sömu verkefnum. Um þessa forsendu má auðvitað
deila. Ef sameiningin mistekst nú verður ekki af þess-
um áformum og í þeim skilningi gæti minnihlutinn
kúgað meirihlutann. Þarna togast á annars vegar
sjálfsákvörðunarréttur íbúa sveitarfélaganna og hins
vegar krafan um hagræðingu, minni ríkisumsvif og
valddreifingu.
Beint lýðræði
Það er ekki oft sem reynir á hið beina lýðræði á
íslandi, við erum vanari fulltrúalýðræðinu svokallaða.
Engin fullkomin aðferð er til að leiða vilja fólks í ljós
með kosningum. Til dæmis kann Reykvíkingur að vilja
fyrst og fremst sameiningu við Kópavog en setja sam-
band við Seltjamarnes og norðurbyggðimar í annað
sæti. Ekki er kostur á að láta hveijum kjósanda eftir
- eða hvað?
að smíða eigin valkosti í kjörklefanum án þess að út-
koman verði óleysanleg flækja þegar öll atkvæðin eru
lögð saman. Því er varla annað hægt en að spyija
skýrra spurninga.
Víðast um landið er nokkuð augljóst hvaða samein-
ing kemur til greina. Á höfuðborgarsvæðinu gegnir
öðru máli. Ýmislegt kemur þar til álita þegar svæðið
er skoðað í heild. Það er umdeilanlegt hvort þær tillög-
ur sem urðu ofan á í umdæmanefnd endurspegli skyn-
samlegustu skipan svæðisins, þ.e. sameining Garða-
bæjar og Bessastaðahrepps annars vegar og Seltjam-
arness, Reykjavíkur, Mosfellsbæjar, Kjalarness og
Kjósarhrepps hins vegar, án þess að hróflað væri við
Kópavogi og Hafnarfirði. Það er hugsanlegt að útund-
an hafí orðið kostur sem hlotið hefði meirihlutafylgi.
En hvaða sjónarmið réðu ferðinni? Af viðræðum við
nefndarmenn má dæma að Reykvíkingar höfðu áhuga
á að stækka við sig. Einnig var tekið tillit til þess að
sveitarstjórnarmenn í Hafnarfirði höfðu engan áhuga
á sameiningu. Sveitarstjórnarmenn á Seltjarnarnesi
era reyndar ekki heldur hrifnir af samemingu fyrir
sitt leyti, en fulltrúi þeirra féllst samt á að taka þátt
í tillögugerðinni. Kópavogur var lítið ræddur. Það þótti
heldur ekki ganga að sameina tvö stærstu sveitarfélög-
in, þ.e. Reykjavík og Kópavog. Hugmyndum um að
sameina Kópavog og hluta Reykjavíkur var strax vís-
að á bug. Lengi vel athugaði umdæmanefndin samein-
ingu Seltjamarness og Reykjavíkur annars vegar og
Mosfellsbæjar, Kjalarness og Kjósarhrepps hins vegar.
Seinni tillagan náði ekki í gegn vegna þess að hún
þótti ekki nógu hagkvæm og fékk dræmar undirtektir
nefndarmanna. Á síðustu stundu voru þessar tvær til-
lögur því sameinaðar í þá sem kosið verður um.
Eru kosningarnar frjálsar?
Almennt er gengið út frá því í fijálsum og lýðræðis-
legum kosningum að ríkið sé hlutlaust. Svo er ekki í
kosningunum nú. Samráðsnefnd um sameiningu rekur
mikinn áróður fyrir sameiningu, hún hefur t.d. geng-
ist fyrir skoðanakönnun, að því er virðist í þeim til-
gangi að auðvelda baráttuna fyrir sameiningu. Eins
og Bragi Guðbrandsson, aðstoðannaður félagsmála-
ráðherra, bendir á, mæla lögin fyrir um þessa virku
þátttöku ríkisins. í sveitarstjórnarlögum segir beinlínis
að félagsmálaráðuneytið skuli „vinna að stækkun sveit-
arfélaga með samruna fámennra sveitarfélaga í stærri
og öflugri heildir". í lögunum um kosningarnar nú
segir að félagsmálaráðherra skuli á árunum 1993 og
1994 beita sér fyrir sérstöku átaki i sameiningu sveitar-
félaga.
En það eru fleiri opinberir aðilar en félagsmálaráðu-
neytið sem hafa beitt áróðri fyrir kosningarnar. Bæjar-
stjóm Seltjarnarness hefur til dæmis dreift bæklingi
um efnið. Bæjarstjórnin segist þar leitast við að gæta
fyllsta hlutleysis. Þar er til dæmis þessi kafli: „Stærð-
armismunur Reykjavíkur gagnvart öðrum sveitarfélög-
um skapar ójafnvægi í uppbyggingu stjórnsýslunnar.
Að auka það ójafnvægi enn frekar með stækkun
Reykjavíkur umfram eðlilega þróun er andsnúið mark-
miðum valddreifíngar og því lýðræði sem felst í sveitar-
stjómarstiginu. Stjórnsýslan fjarlægist íbúana og vald
þjappast saman. Eðlilegra er að sveitarfélög eins og
Seltjarnarnes og Reykjavík geti veitt hvort öðru að-
hald til að bæta hag íbúa sinna.“ í bæklingnum er
ekki aukatekið orð frá bæjarstjórninni sem mælir með
sameiningu. Sú spurning vaknar hvers vegna bæjar-
stjóm Seltjarnarness féllst á að vera með í kosningun-
um og var henni það þó engan veginn skylt en leggur
svo allt í sölurnar til að telja mönnum hughvarf. Sama
athugasemd á við um ríkið að vissu leyti. Sveitarfélög-
in fá neitunarvald en allt er svo gert til að koma í
veg fyrir að þau nýti það.
Austurrískar og
amerískar
skfðabrekkur
fyrir fjallhressa
Islendinga!
Sífellt fleirum verður ljós nauðsyn þess að blása nýju lífi í kropp-
inn og endurreisa sálina með tilbreytingu og hollri útiveru. Þetta
á ekki síst við þegar skammdegið þjarmar að og þorrinn bítur.
Eftirspurnin í skíðaferðir Samvinnuferða - Landsýnar eykst ár
frá ári og er vissara að hafa tímann fyrir sér og-gera nauðsynlegar
ráðstafanir áður en skammdegið skellur á af fullum þunga!
:
FLACHAU er einn af Austurrísku dölunum þremur. Þar er mjög
gott skíðasvæði, margar lyftur af mörguin gerðum og fjölbreyttar
göngubrautir.
HINTERGLEMM er eitt besta oa vinsælasta skíðasvæðið í
Austurríki. Þar voru Vetrarólympíuleikarnir 1990haldnir.
SAALFELDEN og MARIA ALM eru falleg. samliggiandi
skíðaþorp í Salzburgerlandi.
Linda Steinþórsdóttir skíðakennari er okkar kona í Austurríki.
54.800 kr. á mann.
Dæmi um staðgreiðslu-
verð til Austurríkis:
Innifalið: Flug, gisting í tvíbýli í viku, ntorgunverður, akstur til og frá
flugvelli erlendis og flugvallarskattur. Verð miðast við gengi 11. nóv.'93.
Einstaklingsferðir, íslensk fararstjórn.
Báðir þessir amerísku staðir fá bestu einkunn
sem skfðasvæði á heimsmælikvarða.
QATLAS^
EUROCARD
FLUGLEIÐIR
Samvininilerðir-Landsj/n
Reykjavík: Austurstræti 12 • S. 91 - 691010 • Innanlandsterðir S. 91 - 6910 70 • Slmbrét 91 - 2 77 96 / 69 10 95 • Telex 2241 • Hótel Sóqu
við Hagatorg • S 91 - 62 22 77 • Simbréf 91 - 62 24 60 Hatnart|öf«ur Reykjavikurveflur 72 • S. 91 - 5 11 55
Ketlavik: Hatnarflötu 35 • S. 92 -13 400 • Simbrét 92 -13 490 Akranet: Breiðarflötu 1 • S 93 -1 33 86 • Simbrél 93 -111 95
Akwayrt: Ráðhústorgi 1 • S. 96 - 27200 • Simbréf 96 -1 10 35 Vestmannaeyiar: Vestmannabraut 38 • S. 98 -1 12 71 • Simbrét 98 -1 27 92
HVITA HÚSIÐ / SÍA