Morgunblaðið - 14.11.1993, Page 13

Morgunblaðið - 14.11.1993, Page 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1993 13 Um hvað verður kosið 20.nóvember? umræðunni um sameiningu sveitarfélaga spyrja kjósendur gjarnan um hvað taki við ef af sameiningu verður Spurt er um ýmis mál: Hver verður framtíð skólamála? Hvernig verður hagað sorphirðu? Eiga öll börn rétt á leikskóla? Hver mun annast heimilishjálp? Gefst öllum unglingum kostur á vinnu? Hvaða reglur gilda um fjallskil? Hvernig verður stutt við atvinnustarfsemi? Hver annast öldrunarþjónustu og barnavernd? Þjappast allt vald saman í þéttbýlinu? . \ Ofl., ofl. Ríkisvaldið á ekki að svara þessum spurningum eða öðrum álíka fyrir einstök sveitarfélög. Það gera íbúar hvers byggðarlags sjálfir. Það er hlutverk þeirra, sem ibúarnir hafa valið til trúnaðarstarfa, að móta tillögur um fyrirkomulag eftir kosningar - í samráði við kjósendur. I nokkrum landshlutum liggja þegar fyrir ítarlegar hugmyndir um skipan mála í nýjum, sameinuðum sveitarfélögum. Og þegar kosningaúrslit liggja fyrir tekur við tímabil úrvinnslu. Þá ræður enn ferðinni vilji heimamanna. Kosningarnar geta ráðið úrslitum um framtíðarhlutverk sveitarfélaga í landinu. TAKTU ÞÁTT í AÐ MÓTA FRAMTÍÐ ÞÍNA OG BARNA ÞINNA NÝTTU ATKVÆÐISRÉTT ÞINN LAUGARDAGINN 20. NÓVEMBER! Sameining sveitarfélaga ALMENNAR KOSNINGAR 20. NÓVEMBER 1993 Samráðsnefnd um sameiningu sveitarfélaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.